Tíminn - 23.05.1992, Síða 1

Tíminn - 23.05.1992, Síða 1
Landbúnaður á tækniöld B L A Ð II „Orð í Tímann töluð". Gunnar Gunnarsson hjá Vélum og þjónustu spjallar um umhverfismál, aukna plastnotkun í sveitum og fleira: Rúlluverkun er stærsta framfaraspor á tækniöld Tímamynd Árni Bjarna bændur að kynna sér.“ Hvað með jarðvinnsluna? Er enn unnið jafn lítið í henni? „Já, en þó er kornræktin að aukast og margir hyggja að endurrækt túna. Nú gefst sérstakt tækifæri, þegar allmargir búa vel að fyrning- um og mega því missa slægjur í endurvinnslu. Við fluttum inn í vor nýja gerð af Krone-tæturum, svo- kallaða pinnatætara. Þeir eru í senn léttari í vinnslu, vinnsludýpt um 20 cm og athyglisverð nýjung. Aukinni kornrækt fylgja bæði sáð- vélar og þreskivélar." En hvaða breytingar og þróun er á heyvinnuvélum? „Það virðist vera ákveðin tilhneig- ing til stærri sláttuvéla. Ekki er óalgengt að bændur taki nú 2-2,5 metra öflugar sláttuvélar, því þarna hefur verið flöskuháls í heyvinn- unni, og ennfremur afkastameiri múgavélar og þá helst stjörnu- múgavélar, sem raka í léttari múga og þvæla ekki jarðvegi og skít f fóðrið eins og hjólmúgavélarnar. Að lokum vil ég beina því til bænda, að þeir kynni sér á næstu símstöð eða pósthúsi svokölluð myndsenditæki eða fax, og byrji að hagnýta sér þetta í samskiptum við okkur, sérstaklega við varahluta- pantanir. Faxtækið okkar er opið 24 tíma á sólarhring og ég spái því að innan 2-3 ára verði allflestir bændur komnir með svona tæki við símtólin sín. Getur það sparað mönnum fjárhæðir í símakostnaði. Fyrir 2 árum kostaði sæmilegt myndsenditæki um 100 þúsund, en nú rúmlega 40 þúsund með vsk., svo þetta er að nálgast verð á sæmilegum símtækjum og er mjög gagnlegt samskiptaform í atvinnurekstri eins og bændur stunda. í framhaldi af þessu vil ég benda á að faxnúmerið okkar er 91- 674274.“ Vélar og þjónusta, Jámhálsi 2 í Reykjavík, hefur um langt árabil verið framariega í flokki þeirra fyrirtækja, sem selja landbúnaðar- tæki og þjónusta bændur. Við tókum Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóra tali, og sagði hann þegar biaðamaður hafði samband við hann að þetta væru „orð í Tímann töluð“. „Það má segja að við séum helst í stórvirkum búvélum. Jafnvel stór- búskapurinn verður líka að hyggja að því smáa, og við erum að vinna að ýmsum málefnum er varða alla bændur. Mér er mjög hugleikið hvemig menn tala um rúllurnar og rúlluheyskapinn. Viðhorf bænda eru almennt mjög jákvæð. Þeir telja að sú þróun, sem við höfum stuðlað að í rúlluverkun heys, sé stærsta framfaraspor á tækniöld og hafi stuðlað að verulegri hagkvæmni, sparnaði í fóðuröflun og hér sé um stóran ávinning er að ræða, auk ör- yggis sem í aðferðinni felst," sagði Gunnar. „Bændur, sem ég hef rætt við víða um land, lýsa því gjarnan þannig, að fjöldi bænda væri búinn að gefast upp ef rúlluverkunin hefði ekki komið til. Auk þess höfum við stuðlað að því að þessi tækni sé á mjög viðráðanlegu verði með svo- kölluðum Krone-rúllubindivélum, Carraro-pökkunarvélum og mjög hagstæðu verði á gæðafilmu. Hvort bændur keyptu gæðafilmu á 700- 800 krónum meira eða minna fyrir rúlluna munaði landbúnaðinn á liðnu ári um 25 milljónir króna. Nú ber hins vegar svo við, að eitthvað af nýjum filmutegundum eru boðnar á svolítið lægra verði, en þar lítur út fyrir að menn séu að taka stóra áhættu og þyrftu þá frekar að pakka í 6 lög heldur en í 4, sem þýðir 50% kostnaðarauka í filmunni. Engin ástæða er til að pakka í meira en 4 lög það, sem gefið er fyrri hluta vetrar, og ef vel er vandað til varð- veislu bagganna úti, duga 4 lög í gæðafilmu. Óráðlegt er að mæla með þessari aðferð til langtíma- geymslu, en þá skilyrðislaust að nota 6 lög. Við höfum skoðað rúllu- baggastæður víða um land í vetur og sjáum æ betur hvað það skiptir miklu máli að líming og þéttleiki filmunnar eftir strekkingu sé góð. Besta filman festir sig í heila kápu og ver afbragðs vel.“ En hvað með umhverfismálin? Er ekki hætta á mikilli mengun sam- fara meiri plastnotkun í sveitum? „Það er ekki víst að ég geti brugðið á loft heilsteyptu yfirliti, en við skulum líta á tvö sjónarhorn. Fyrst „Stórhafnarfjarðarbúann", sem sér rúllurnar sem sjónmengun í lands- laginu. Við hann er sanngjarnt að segja: „Góði minn, er ekki munur að sjá bændurna geta jafnvel í óþurrkatíð gengið skipulega til verka með heyskapinn, í stað þess að sjá illa hrakin hey út um allar jarðir?“ Jú, svo sannarlega. Einnig má minna á að auk hvítu filmunnar, sem stingur mest í augun í landinu, höfum við flutt inn grænleita filmu, sem er mjög vinsæl, og nú fæst einnig brúnleit filma og allmargir nota svarta filmu sem sumir telja besta, hún er a.m.k. ódýrust. Plast- úrganginn tala menn um líka, en þar ganga bændur mjög skipulega til verka, þótt alltaf sé misjafn sauður í mörgu fé, en ég sé ekki að bændur gangi verr um sínar eigur eða rekstrarvörur en aðrir þegnar þjóðfélagsins. Flestir mega bæta sig, bændur sem aðrir. Eftir rokr- umbuna um daginn mátti víða sjá hvernig staðið er að plastmálum hér suðvestanlands: plast fjúkandi um allar jarðir og sest það á tré og girðingar hvert sem litið er. Hvar er snyrtimennskan hjá okkur? Fyr- ir bóndann er rúlluverkunin stór- mál, er varðar mengunarvarnir, því í fyrsta lagi er votheyssafinn kom- Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Véla og þjónustu. um leið og heyið matast inní baggahólfið. Þetta er rafstýrt og safinn gefur heppilega gerjun, dregur úr smjörsýrugerjun og hættulegri gerlamyndun, sem gæti, ef eitthvað bjátar á, framkail- að listeria (stundum kallað Hvann- eyrarveiki) og óheflaða kólígerla- myndun. Þennan búnað og efni ættu bændur að hafa við hendina, ef þeir lenda í hrakviðrum og vilja kaupa tryggingu á góða verkun." Svo hefur fyrirtækið hafið inn- flutning og sölu á rafgirðingum. „Já, þetta er tiltölulega nýtt, við settum upp nokkrar girðingar s.l. sumar og erum með allt efni í raf- girðingar. Þær eru í senn ódýrari og einnig má benda bændum á möguleika á að styrkja eldri hefð- bundnar vír- og netgirðingar með því að setja einskonar spóaleggi á staurana og rafstreng. Þetta ættu Nýja rúllubaggavélin meö mötunarbúnaöinum fyrir íblöndunarefni I rúllubaggana vakti athygli, þegar hún var sýnd á dögunum. Þessi mynd var tekin á sýningu f Þingborgum í Hraungeröishreppi fyrir skömmu og er áhuginn greinilegur. Vélar og þjónusta hefur hafið innflutning á rafgiröingum framleiddum t Bretlandi. Á myndinni má sjá Les Dickinson, forstjóra Rutiand Electric Fencing Co., við uppsetningu á rafgiröingum á Hvanneyri á síöasta ári. inn í hringrás, þ.e. hann fer aftur sem næring í gegnum skepnuna og er því endurunninn í stað þess að renna annars út í ár og læki og menga lifríkið. Þetta er stórmál víðast hvar í öðrum löndum, sem við leysum með rúllunum. Eins má minnast á heyryk og skemmt fóð- ur, en nú er þetta bundið fyrir menn og skepnur og dregur stór- lega úr sjúkdómum hjá báðum. Ég held þvf, að það sé auðvelt að sanna að rúlluverkun er stórkostleg mengunarvörn í margföldum skilningi fýrir landbúnaðinn og okkur öll.“ Bjóða Vélar og þjónusta upp á ein- hverjar nýjungar í tengslum við rúlluverkun? ,Já, það nýjasta hjá okkur er eins- konar mötunarbúnaður eða úða- dæla fyrir íblöndunarefni á rúllu- bindivélina, og svokallaður Kofa- safi. Flestir bændur þekkja Kofa- salt og nú er saltið komið í safa, sem auðvelt er að úða í rúllurnar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.