Tíminn - 23.05.1992, Side 3

Tíminn - 23.05.1992, Side 3
Laugardagur 23. maí 1992 Tíminn 3 FÁÐU ÞÉR SÆTI Eigum fyrirliggjandi DRÁTTARVÉLASÆTI frá Massey-Ferguson MJÖG HAGSTÆTT VERÐ HÖFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-634000 ____________:_s _ 1__________________ Nýja Zetorsins, Zetor 9540, hefur veriö beöiö meö mikilli eftirvæntingu. ístékk hf.: i veir nyir Zetorar ístékk teflir í ár fram tveimur nýj- um gerðum af hinum vinsælu tékk- nesku Zetor-dráttarvélum, sem hafa í gegnum árin þjónað og reynst íslenskum bændum vel. Þetta eru Zetor Plus og Zetor 9540. Zetor Plus er ný vél í 65-79 DIN- hestafla flokki. í henni er sú breyt- ing veigamest að hún kemur með svokölluðum vendigír, þannig að í raun eru því 10 gírar áfram og 10 afturábak. Það er skipt á milli aftur- ábak og áfram með einu handtaki og án þess að kúpla. Þessi nýja gerð verður til afgreiðslu hjá ístékk nú allra næstu daga. Sem dæmi um verð má nefna að 70 DIN-hestafla fjórhjóladrifin vél kostar um 1.170 þúsund. Zetor Pius-vélin hefur und- anfarið verið í sölu í Noregi og hefur líkað mjög vel. Sérstaklega hefúr hún reynst vel þar sem notuð eru ámoksturstæki og er þar nýja vendi- gírnum um að þakka, sem dregur úr kúplingssliti og vélin verður auð- veldari í meðförum. Hin nýjungin, sem bæst hefur í Ze- tor-flotann, hefur hlotið heitið Zetor 9540 og hefur hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Að baki þessari nýju vél liggur alveg ný hönnun og smíði. Um er að ræða 92 hestafla, fjórhjóladrifna dráttarvél með samhæfðum gírkassa. Hún hef- ur 40 km hámarksökuhraða og er búinn bremsum á öllum hjólum. Verðið á þessari nýju vél verður mjög hagstætt, eða um 1.460 þús. án virðisauka, sem er, að sögn Magnúsar Ingþórssonar hjá ístékk, langtum lægra en á sambærilegum vélum öðrum. Eins og áður sagði eru Zetor- vél- arnar íslenskum bændum ekki ókunnar, því þær hafa um árabil ver- ið með mest seldu dráttarvélum hér á Iandi. -PS BÆNDUR Vorvinnutæki Eigum fyririiggjandi: • Bögballe, eins og tveggja skífa, áburðardreifara fyrir tilbúinn áburð. • Ávinnsluherfi (slóðadraga), vinnslubreidd 3 m • Hankmo hnífaherfi, vinnslubr. 3 m. • Kuhn jarðtætara, vinnslubreidd 1,8 m og 2,05 m. Gerið pantanir strax hjá okkur eða umboðsmönnum. HOFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVIK • SIMI 91-634000 ÞETTA RÖR ER NÍÐSTERKT EN ÞÚ LEGGUR ÞAÐ SAMT LÉTTILEGA REYKJALUNDUR - með vatnið á hreinui

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.