Tíminn - 23.05.1992, Qupperneq 14

Tíminn - 23.05.1992, Qupperneq 14
14 Tíminn Laugardagur 23. maí 1992 Fiat Agri-verksmiðjumar ítölsku eru einn stærsti framleiðandi í Evr- ópu á dráttarvélum, en innflutning- ur á þeim til íslands hófst árið 1986. Síðan hefur leiðin f þeim innflutningi legið upp á við, og nú er svo komið að Fiat hefur áunnið sér traust og vinsældir meðal margra íslenskra bænda. Globus, sem er umboðsaðili Fiat-dráttarvél- anna, er þessa dagana að kynna nýja vél frá Fiat og hefur hún fengið góðar viötökur. Þá teflir Globus fram nýrri gerð af Welger-rúllu- bindivél, sem kemur til með að auka mjög hagkvæmni. „Það er áframhaldandi vöxtur í sölu á Fiat-dráttarvélum og það sem af er árinu hefur salan verið mjög góð. Við erum nú með nýja vél frá Fiat, sem hefur hlotið heitið 8590 Hi-Lo. Helstu breytingarnar frá öörum gerðum eru, að í henni er annar gír- kassi, sem er með vökvaskiptum milligír eða nokkurs konar „overdr- ive“. Þá er hún með samhæfðum vendigír," sagði Magnús Ingþórsson, Magnús Ingþórsson, forstööumaöur búvéladeildar Globus. Fiat-dráttarvélar verða æ vinsælli hér á landi. forstöðumaður búvéladeildar Glob- us hf. í samtali við Tímann. Fyrsta sending af þessum vélum kom í byrjun maí og seldist hún upp á skömmum tíma, en önnur sending er væntanleg innan skamms. Það er margt, sem sameinast í því að gera vélina vinsæla. Má þar nefna að hún er með mjög háþróuðu fjórhjóla- drifi, með diskabremsur í olíubaði á öllum hjólum, með mjög breiðu ökumannshúsi þar sem pláss er fyr- ir farþega, gírskiptingu til hliðar við ökumann, 40 km ökuhraða og vendigír. Flest af þessum atriðum hafa framleiðendur Fiat boðið upp á um lengri eða skemmri tíma, og hafa í flestum tilvikum verið langt á undan sinni samtíð. Eins og áður sagði hófst innflutn- ingur á Fiat-dráttarvélum árið 1986. í fyrstu voru þær fluttar inn frá Bretlandi, en á síðasta ári var því fyr- irkomulagi breytt og nú erjj þær fluttar inn beint frá framleiðanda. Frá því þær breytingar tóku gildi, hafa verið seldar um 70 vélar. „Það munar okkur miklu að geta flutt þær inn beint, bæði í verði og einn- ig auðveldar það okkur alla þjónustu við Fiat-eigendur. Vélin hefúr fengið fantagóðar móttökur, enda enginn aukvisi á ferðinni, þar sem Fiat hef- ur verið söluhæsta dráttarvélin í Evrópu frá 1979 og-frá sama tíma söluhæsta fjórhjóladrifna dráttar- vélin í heiminum," sagði Magnús Ingþórsson. Globus er umboðsaðili fyrir Wel- ger-rúllubindivélar og þar kynnir Globus enn eina nýjungina í ár. Um er að ræða Welger RP 200 rúllu- bindivél og voru fyrstu vélarnar af þeirri gerð seldar í vetur. Helsta nýj- ung í þessari vél er sérstakur möt- unarvals, ívið stærra baggahólf og ný tveggja metra breið sópvinda. Mötunarvalsinn gerir kleift að auka heymagnið í bagganum um 20%, með aukinni þjöppun, en einnig er JEPPADEKK OG FÓLKSBÍLADEKK Á FRÁBÆRUM GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKtPHOLT! 35 5. 91-31055 OG RÉTTARHÁLSt 2 5. 91-814008 & 814009

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.