Tíminn - 23.05.1992, Page 16
16 Tíminn
Laugardagur 23. maí 1992
FÉLAGSLEG RÉTTINDI BÆNDA
Lífeyrissjóöur
Lífeyrissjóðurinn var stofnaður
með lögum nr. 101/1970 og hóf
starfsemi 1. janúar 1971. Lögum
um sjóðinn hefur verið breytt alloft,
en árið 1984 var sett ný heildarlög-
gjöf um sjóðinn, sem er að megninu
til enn í gildi.
Sjóðfélagar skulu vera allir bænd-
ur og makar þeirra, en bóndi í þessu
sambandi telst sá er stundar búskap
á lögbýli sem er lögheimili viðkom-
andi, enda hafi hann náð 16 ára aldri
fyrir lok næsta almanaksárs á undan.
Búi bóndi í óvígðri sambúð, eiga
bæði rétt á sjóðsaðild ef þau eiga
sameiginlegt lögheimili og hafa átt,
eða eiga, von á bami saman eða sam-
búðin hefur varað samfleytt í tvö ár,
enda óski þau þess bæði skriflega.
Launþegar, sem stunda störf við
landbúnað, skulu vera sjóðfélagar,
enda hafi þeir náð 16 ára aldri og eigi
ekki sjálfsagða aðild að öðmm sjóði.
Maki launþega í landbúnaði telst
ekki sjóðfélagi. Elli- og örorkulífeyr-
isþegar sjóðsins teljast sjóðfélagar.
Iðgjöld bænda (framleiðenda) em
innheimt af söluaðilum landbúnað-
arafurða, sem lögákveðinn hundr-
aðshluti (1.25%) af verði til fram-
leiðenda fyrir innlagðar afurðir. Eng-
inn greiðir þó hærra iðgjald en nem-
ur 4.2% af þreföldum
viðmiðunarlaunum giftra bænda, en
ógiftir bændur greiða iðgjald allt að
hálfum öðmm viðmiðunarlaunum.
Söluaðilar afúrða skulu innheimta
iðgjöld jafnóðum og greiðslur fara
fram til bænda og standa skil á þeim
til sjóðsins mánaðarlega, en stjóm
sjóðsins er þó heimilt að ákveða að
slík skil fari fram sjaldnar. Iðgjöld
bónda og maka hans, sambýliskonu
eða sambúðarmanns vegna búr-
ekstrar skulu skiptast á milli þeirra
til helminga, nema sjóðstjóm hafi
fallist á rökstudda beiðni um aðra
skiptingu. Á móti iðgjöldum sjóðfé-
laga skal leggja gjald á allar búvömr
og skal gjald þetta vera ákveðinn
hundraðshluti af verði til framleið-
enda. Er hundraðshluti þess ákveð-
inn þannig, að heildarfjárhæð mót-
framlags skal vera 50% hærri en ið-
gjöld framleiðenda. Ráöherra ákveð-
ur hundraðshlutann, að fengnum
tillögum sjóðstjómar, fyrir hvert al-
manaksár. Þó skal gjaldið ekki vera
lægra en 1.6% af heildarverðmæti
búvara á almanaksárinu. Fram-
kvæmd þessa ákvæðis hefur verið á
þann hátt, að framlagið hefúr verið
tekið af niðurgreiðslufé og ríkissjóð-
ur greitt það til sjóðsins.
Iðgjöld launþega, sem ekki em
sjóðfélagar, skulu vera 10% af öllum
launum, hverju nafni sem þau nefh-
ast, og teljast 4% vera iðgjald laun-
þega en 6% framlag vinnuveitanda.
Iðgjöldum launþega ber launagreið-
anda að halda eftir af launum og
standa sjóðnum skil á þeim ásamt
eigin framlagi.
Ellilífeyrir
Hver sjóðfélagi, sem greitt hefúr
iðgjöld til sjóðsins f 12 mánuði eða
lengur og öðlast a.m.k. 0,500 stig, á
rétt á ellilífeyri úr sjóðnum frá og
með 1. næsta mánaðar, eftir að hann
nær 67 ára aldri. Sjóðfélaga er heim-
ilt að fresta töku eílilffeyris til 70 ára
aldurs og hækkar þá upphæð lífeyr-
isins vegna réttinda, sem áunnin
vom fram til 67 ára aldurs um 0,4%
fyrir hvern mánuð sem töku lífeyris-
ins er frestað.
Upphæð lífeyris skv. framansögðu
er ákveðinn hundraðshluti af fjár-
hæð, sem nemur 80,1% af viðmið-
unarlaunum, eins og þau em 1. jan
og 1. júlí hvert ár. Stig umfram 40
myndu þó veita minni rétL Hundr-
aðshluti þessi er ákveðinn með því
að margfalda áunninn stigafjölda
með 1,8.
Þeir bændur, sem fæddir em 1914
eða fyrr, fá að auki áætlaða viðbót á
eftirlaun við 70 ára aldur, ef þeir em
hættir búskap, enda hafi þeir verið
við búskap í minnst 10 ár eftir 55 ára
aldur og eftir 1. janúar 1955. Ef þeir
halda áfram að vinna við búskap
fram yfir 75 ára aldur, fá þeir einnig
eftirlaun. í þessum hópi em þeir,
sem stunduðu búskap áður en sjóð-
urinn var stofhður og höfðu því ekki
aflað sér réttinda í sjóðnum.
Örorkulífeyrir
kjörböm sjóðfélaga, sem undanfama
6 mánuði hefur greitt iðgjöld til
sjóðsins eða notið úr honum elli- eða
örorkulífeyris, rétt á lífeyri úr sjóðn-
um til 18 ára aldurs.
Umsóknir um lífeyri
og upphæðir
Umsóknir um lífeyri skulu sendar
sjóðnum á sérstöku eyðublaði, sem
formenn búnaðarfélaga eiga að hafa
undir höndum, ásamt staðfestu Ijós-
riti af skattframtali og landbúnaðar-
skýrslu síðasta árs.
Frá og með 1. janúar 1988 hefur
lífeyrir verið greiddur út mánaðar-
lega inn á bankareikninga lífeyris-
þega. Greiðsludagur lífeyris er að
öðm jöfnu 20. hvers mánaðar, eða
næsti vinnudagur þar á eftir, beri
þann 20. upp á frídag, og er þá greitt
fyrir yfirstandandi mánuð.
Lífeyrissjóðurinn Iánar ekki beint
til bænda, heldur notfærir sér lána-
kerfi Stofhlánadeildar á þann hátt,
að sjóðurinn lánar Stofnlánadeild-
inni, sem síðan endurlánar féð til af-
markaðra lánaflokka með ákveðnum
skilyrðum.
Stofnlánadeild
landbúnaöarins
Bændur!
Lausnin er....................
DENNISON merkibyssan. Ódýr og einfold
lausn til merkingar á lömbum. Merkibyssa
ásamt plastskotum og nál aðeins kr. 3.312,-.
SNÆFELL HF.
Langholtsvegur 109, pósth. 4046
124 Reykjavík. Símar 91 - 30300 / 33622
BÆNDUR
• CLAAS rúllubindivélar
Meðal þess útbúnaðar, sem
er innifalinn í verði þessara véla
en telst gjarna til aukabúnaðar
hjá öðrum, má nefna:
■ Búnað i ekilshúsi drátlarvélar sem
gefur Ijós- og hljóðmerkl þegar
bagginn er tilbúinn svo stjórnandi
geti byrjað að binda
m Vökvalyfta sópvindu
Matara fyrir sópvindu, sem m.a.
kemur i veg fyrir að hey flækist
eða stöðvist í aðfærslustokki
■ Sérstakan búnað, sem kemur i
veg fyrir að smágert hey slæðist
m Sjálfsmurðar keðjur af yfirstærð
• Breiðdekk. 15.5/55X17.
■ Baggasparkara
m Landhjól á sópvindu
m Tvöfaldan bindibúnað
m Baggahólf sem haldið er saman
með vökvaþrýstingi, en ekki læs-
ingu, svo ekki erhætta á skemmd-
um, þótt oftroðið sé i vélina.
CLAAS R46 rúllubindivélin er algengasta rúllubindivélin á
íslandi. íslenskir bændur þekkja vel CLAAS þjonustuna.
CLAAS R46 hentar islenskum aðstæðum sérlega vel, fíngerðu
og fremur þungu heyi.
M lés oiífy
Hver sjóðfélagi, sem verður fyrir
orkutapi til langframa, á rétt á ör-
orkulífeyri, að því tilskildu að hann
hafi greitt iðgjöld til sjóðsins í a.m.k.
18 mánuði fyrir orkutapið, eða þrjú
undanfarin almanaksár og a.m.k. sex
mánuði á undanfömum 12 mánuð-
um, og örorka hans til landbúnaðar-
starfa sé metin af trúnaðarlækni
a.m.k. 40%. Örorkulífeyrir fellur
niður við lok þess almanaksárs er
sjóðfélagi nær 67 ára aldri, enda
hefst þá taka ellilífeyris.
Makalífeyrir
Makalífeyri á eftirlifandi maki
sjóðfélaga rétt á, að því tilskildu að
sjóðfélagi hafi greitt iðgjöld til sjóðs-
ins í að minnsta kosti 18 mánuði,
hjónabandið staðið í a.m.k. 2 ár. Láti
sjóðfélagi eftir sig bam innan 18 ára
aldurs, sem hann hefúr átt með eftir-
lifandi maka sínum, skal makalífeyr-
ir þó veittur til 18 ára aldurs, án til-
lits til hjúskapartíma. KJörbam nýt-
ur sama réttar, enda hafl ættleiðing
átt sér stað fyrir 60 ára aldur sjóðfé-
Iagans, áður en hann missti starfs-
orku sína og a.m.k. einu ári áður en
hann lést. Einnig er heimilt að
greiða makalífeyri til eftirlifandi
systur sjóðfélaga og sambýliskonu,
enda hafi tilkynning um að þess sé
óskað borist sjóðnum skriflega
a.m.k. einu ári fyrir fráfall sjóðfélaga.
Barnalífeyrir
Við andlát sjóðfélaga eiga böm og
Stofnlánadeildin lánar fé til fram-
kvæmda á lögbýlum og eiga allir
bændur, sem búa á lögbýlum, kost á
lánum úr sjóðnum, auk tilrauna-
stöðva, ræktunarsambanda og
vinnslustöðva landbúnaðarins. Em
árlega gefnar út reglur um lánveit-
ingar úr Stofnlánadeild landbúnað-
arins.
Með umsóknum um framkvæm-
dalán skal fylgja umsögn héraðs-
ráðunautar, veðbókarvottorð, upp-
dráttur að byggingum og búrekstr-
aráætlun til 5 ára, auk umboðs og
veðleyfis ef með þarf. Þurfa umsókn-
ir vegna ráðgerðra framkvæmda á
næsta ári að hafa borist fyrir 15.
september ár hvert. Þó em undan-
tekningar á þessum umsóknarfresti,
sem em umsóknir vegna jarðakaupa
og bústofnskaupa, en það síðasttalda
er einungis veitt fmmbýlingum
fyrstu þrjú búskaparárin og votta
oddviti og hreppstjóri um kaupin.
Rétt er að benda á að reglur eru í
gildi varðandi hámarksstærð bygg-
inga, fjósa, fjárhúsa, hænsnahúsa,
svínahúsa, verkfærahúsa, gróður-
húsa og fjölda dráttarvéla.
Eins og áður sagði annast Stofn-
lánadeildin lánveitingar fyrir Lífeyr-
issjóð bænda, sem fellur að mestu
leyti inn í lánakerfi Stofnlánadeild-
arinnar.
Þó hefur frá 1980 verið heimilt að
veita svokölluð „óbundin lán“, þ.e.
lán veitt án skilyrða um ráðstöfrm,
sem em veitt sjóðfélögum, sem
myndað hafa veruleg réttindi hjá
sjóðnum
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Siðumúla 39 ■ 108 Reykjavlk ■ Simi 678500 • Fax 686270
Félags- og tómstundastarf
aldraðra
hjá Reykjavíkurborg
Sumarferðir og orlof
Hinar árlegu sumarferðir ásamt orlofsdvöl að Löngumýri
hafa verið skipulagðar og tímasettar.
Allar nánari upplýsingar með dagsetningum birtast í
Fréttabréfi um málefni aldraðra, sem sent veröur um
þessar mundir til Reykvíkinga, 67 ára og eldri.
Pantanir og upplýsingar í sima: 689670 og 689671 frá kl.
9:00-12:00 frá og með 25. maí.
Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar.
HOFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVIK ■ SIMI 91-634000