Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 23. maí 1992 Tíminn 17 FÉLAGSLEG RÉTTINDI BÆNDA Bjarg ráöasjóðu r Starfsemi sjóðsins skiptist í tvær deildir, almenna deild og búnaðar- deild. Hlutverk almennu deildarinnar er að veita fjárhagsaðstoð vegna meiriháttar tjóna á fasteignum og lausafé af völdum náttúruhamfara, að svo mildu leyti sem ekki er hægt að tryggja sig gegn slíkum tjónum eða fá þau bætt með öðrum hætti. Búnaðar- deildinni er ætlað að að bæta meiri háttar tjón vegna búfjárdauða af vöid- um sjúkdóma eða slysa, þar sem gá- Ieysi eiganda verður ekki kennt um. Þá veitir búnaðardeildin fjárhagsað- stoð til fóðurkaupa vegna grasbrests af völdum kulda, kals eða óþurrka til að afstýra óeðlilegri förgun búfjár, til að bæta uppskerubrest á garðávöxtum og til að veita fjárhagsaðstoð vegna verulegs afurðartjóns á sauðfé og nautgripiun. Stjóm sjóðsins tekur ákvarðanir um fyrirgreiðslu, setur reglur um verðlagningu, mat tjóna og eigin áhættu tjónþola. Þá er tekið tillit til nýtingar fullvirðisréttar í sauðfjár- og mjólkurframleiðslu. Umsóknir um fjárhagsaðstoð skuiu berast innan árs frá því að tjón varð. 3) Að stuðla að samvinnu aðila, sem fyrirgreiðslu veita og hafa skyldur við atvinnusköpun í landinu, einkum á landsbyggðinni. 4) Að stuðla að upplýsingum á skipulegan hátt, sem leitt geta til markvissari og fjölbreyttari atvinnu- uppbyggingar í sveitum, með aðild að upplýsingaöflun og könnunum og samvinnu við upplýsinga- og fræðslu- stofnanir. Á fyrsta starfsári embættisins leit- uðu þriðja hundrað manns ráðgjafar um viðfangsefni sem snúa að nýsköp- un í sveitum, en gert er fyrir að verk- efnið standi til loka þessa árs. Forfalla- og afleysinga- þjónusta í sveitum Bændur og húsfreyjur í sveit eiga rétt á forfalla- og afleysingaþjónustu í allt að 24 daga á ári, þegar veikindi eða slys ber að höndum. Sveitafólk, sem stundar önnur störf með landbúnaði, á rétt til þessarar þjónustu í hlutfalli við vinnuframlag sitt við landbúnaðinn. Sængurkonur eiga rétt á 10 daga af- leysingu og lengur, ef á eftir bams- burði fylgja veikindi. Þeir, sem þurfa á læknisskoðun að halda, eiga rétt á af- leysingaþjónustu, þótt þeir séu ekki nimliggjandi. Forföll þurfa að vera meiri en tveir dagar til að réttur sé til afleysingaþjónustu. Sérstök stjóm hefur umsjón með rekstri forfallaþjón- ustunnar og er hún skipuð einum manni frá Búnaðarfélagi Islands, ein- um frá Stéttarsambandi bænda og ein- um tilnefndum sameiginlega af bún- aðarsamböndunum. Þess ber að geta að unnið er að breytingu reglugerðar um forfalla- og afleysingaþjónustuna. Gistiafsláttur á Hótel Sögu Frá 1. október til loka apríl eiga starfandi bændur og húsfreyjur kost á gistingu á Hótel Sögu á svokölluðum „bændataxta". Sama rétt eiga bústjór- ar á opinberum búum og þeir, sem voru starfandi bændur á árunum 1959-69 (þ.e. greiddu gjald til Bænda- hallarinnar). Afslátturinn faest gegn framvísun afsláttarkorta, sem gefin em út af Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsambandi bænda. Hér hefur verið stiklað á stóru um rétt- indi bænda, en þess að auki ber að benda á bætur Tryggingastofnunar ríkisins, en víða liggja frammi bæklingar um reglur vegna bótagreiðslna frá stofnuninni.Þessi grein er unnin í samvinnu við Upplýs- ingaþjónustu bænda. ELHO PO KKU N ARVELAR einfaldar oa afkastamiklar Framleiðnisjóður land- búnaðarins í lögum um sjóðinn segir að ákveð- ið hlutfall af heildarverðmæti búvöru- framleiðslunnar renni til sjóðsins og skal því varið til „eflingar nýrra bú- greina, markaðsöflunar og til fiárhags- legrar endurskipulagningar búrekstr- ar á Iögbýlum", eins og segir orðrétt í lögum um sjóðinn. Þá eru lítilsháttar tekjur af fóðurgjaldi, sem vetja skal til áþekkra viðfangsefna. Starfssvið sjóðs- ins er að veita framlög til búháttar- breytinga á lögbýlum þar sem dregið er úr hefðbundinni búvöruframleiðslu og hafin önnur starfsemi. Veita fram- lög til stofnunar atvinnurekstrar í dreifbýli þar sem bændur eða samtök þeirra eiga aðild. Veita framlög til rannsóknar- og þróunarverkefna af ýmsu tagi, svo og til markaðsöflunar fyrir landbúnaðarvörur og að fullnusta samninga um kaup og leigu á fullvirð- isrétti í samræmi við ákvæði samn- inga. Smáverkefnasjóður landbúnaöarins Hlutverk sjóðsins, sem stofhaður var af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og með samþykki sjóðstjómar í des- ember árið 1990, er að styrkja verkefni eða þróun verkefna, sem falla ekki undir verkefhi Framleiðnisjóðs, en geta stuðlað að atvinnusköpun og at- vinnuþróun í strjálbýli. Stjóm sjóðsins er skipuð fulltrúum Framleiðnisjóðs iandbúnaðarins, Stéttarsambands bænda og Landbúnaðarráðuneytis. Á fyrsta starfsári sjóðsins sóttu um 40 manns um fyrirgreiðslu úr sjóðn- um. Atvinnumálafulltrúi Einnig var með tilstyrk Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins stofnað til emb- ættis atvinnumálafulltrúa Stéttarsam- bands bænda í desember 1990 og lýtur embættið stjóm Samstarfsnefhdar um atvinnu í sveitum. Starfar atvinnu- málafulltrúi á skrifstofu Stéttarsam- bandsins og er markmið með stofnun embættisins að stuðla að atvinnusköp- un í sveitum, einkum í Ijósi samdrátt- ar í hefðbundinni landbúnaðarfram- leiðslu, vannýtingar vinnuafls og fjár- festingar vegna framleiðslutakmark- ana í landbúnaði. Verkefni atvinnumálafulltrúans er margþætt og eru eftirfarandi: 1) Úrlausn — þjónusta og ráðgjöf til aðila sem leita aðstoðar, einnig kynn- ing og fræðslufundir almenns eðlis í hémðum í samvinnu við hlutaðeig- andi aðila. 2) Skipulagt fræðslu- óg fundahald um einstök svið, þætti eða viðfangs- efni með áhuga- eða hagsmunahópum í einstökum byggöum eða héruðum. Mikil afköst, góður og einfaldur útbúnaður hafa einkennt ELHO pökkunarvélarnar. Allar ELHO pökkunarvélarnar eru með sjálfhreinsandi pökkunarborð. Filmuskeri og filmutengi sem skera á filmuna að lokinni pökkun og tengja hana á næsta bagga án þess að ökumaðurinn þurfi að yfirgefa ökumannshúsið. Öllum aðgerðum vélarinnarer stjórnað með kapalstýringu úr ökumannshúsi. Filmu og baggateljari eru inni í ökumannshúsinu sem gerir notandanum mögulegt að fylgjast áhyggjulaust með pökkun bagganna og filmunotkun. Fallmotta er aftan á vélinni sem tekur við bagganum um leið og hann fellur af pökkunarborðinu. Nú býður ELHO einnig nýjung sem erfallrampur aftan á vélinni sem tekur við bagganum af pökkunarboröinu og leggur hann á jörðina án þess að nokkuð fall komi á hann. ]reinsandi 'narborð ]annshú:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.