Tíminn - 23.05.1992, Page 19
Laugardagur 23. maí 1992
Tíminn 19
Eugene Fleer drap vin sinn til aö
villa um fyrir lögreglunni, en þaö
dugöi honum ekki til aö sieppa.
Var morðinginn
látinn?
Lögreglan stóð nú frammi fyrir
þeirri spumingu hvort Roscoe Be-
ach hefði myrt Stacy og drenginn til
að hefna sín á föðurnum, en ekki var
hægt að ákæra eða yfirheyra látinn
mann.
Þá heyrðist að það hefði alls ekki
verið Roscoe sem hótaði föður
drengsins, heldur Eugene Fleer.
Þessar upplýsingar urðu til þess að
sá möguleiki opnaðist að Fleer hefði
drepið Roscoe til að koma á hann
sökinni og ennfremur til þess að
koma í veg fyrir að hann segði frá
því hver morðinginn var.
Nánari rannsókn leiddi einnig í ljós
að Roscoe hefði ekki verið forfallinn
kókaínneytandi. Því hefði hann gætt
sín vel, er hann tók efnið, og því
ólíklegt að hann hefði tekið of stór-
an skammt óviljandi.
Lögreglan var ráðalaus. Hún taldi
sig vita hvað gerst hafði, en gat ekki
sannað það. Ekki var talið óhætt að
ákæra Fleer að svo stöddu, því ef
hann yrði sýknaður var ekki hægt að
kæra hann aftur fyrir sama glæp.
Nú eða aldrei
Fleer sat í tvö ár í fangelsi fyrir
fíkniefnamisferli. Er honum var
sleppt, stóð málið enn í sömu spor-
um.
Saksóknari og lögregla komust að
þeirri niðurstöðu að það yrði að láta
reyna á það fyrir rétti hvort Fleer
yrði sýknaður. Hann var því ákærð-
ur fyrir tvö morð og færður í gæslu-
varðhald að nýju.
Vitni voru leidd fram, sem kváðust
hafa heyrt Fleer hóta föður litla
drengsins, og önnur sem kváðust
hafa séð hann á morðdaginn fara
Lausn á síðustu
krossgátu
inn í húsið þar sem morðin voru
framin.
Verjendur Fleers brugðu á það ráð
að dæma vitnin ómerk sem eitur-
lyfjaneytendur og aumingja. Að auki
sögðu þeir augljóst að morðinginn
væri Roscoe Beach. Hann hefði
haldið til hússins til að myrða
drenginn og móður hans í hefndar-
skyni, hitt þá Stacy þar fyrir og drep-
ið hana til þess að losna við óæsld-
legt vitni.
Kviðdómur lengi að
ákveða sig
Vitnaleiðslumar tóku fimm daga.
Réttarsalurinn var fullur af ættingj-
um og vinum hinna myrtu.
Þegar kviðdómur dró sig loks í hlé,
var hann lengi í burtu. Margir töldu
það bera þess vitni að dómurinn félli
þannig að Fleer yrði dæmdur sekur,
en aðrir sögðu að því lengur sem
kviðdómur væri að ákveða sig þeim
mun meiri líkur væru á sýknudómi.
Andrúmsloftið var hlaðið spennu,
þegar kviðdómur kom fram og
kvaðst hafa komist að niðurstöðu.
Úrskurðurinn var sá að Eugene
Fleer var sekur fundinn um að hafa
framið tvö morð að yfirlögðu ráði.
Þegar úrskurðurinn var lesinn,
trylltist Fleer. Hann stökk á fætur og
öskraði: „Þið hafið trúað orðum
helv... lygara. Ég er saklaus. Það var
Roscoe sem kálaði krakkanum og
stelpunni."
Þung refsing
Kviðdómendum var einnig gert að
ákveða refsingu þá er Fleer skyldi
hljóta.
Saksóknari hélt ræðu þar sem
hann fór fram á dauðarefsingu.
Hann lýsti því á myndrænan hátt,
hvernig Fleer hefði ákveðið að drepa
Tyler var bara þriggja ára, þegar
hann lét lífiö fyrir mistök fööur
sfns.
lítið bam í hefndarskyni fyrir pen-
inga sem hann hafði tapað á fíkni-
efnaviðskiptum. Síðan hefði hann
ekki hikað við að myrða stúlku,
sem var málinu alls óviðkomandi
og hafði ekkert til saka unnið ann-
að en að vera á vitlausum stað á vit-
lausum tíma.
Verjandi Fleers fór aftur á móti
fram á fangelsisdóm. Hann hélt fast
við þá skoðun sína að saklaus mað-
ur væri fyrir rétti og tilkynnti að
málinu yrði áfrýjað og farið fram á
ný réttarhöld, hver sem dómurinn
yrði.
Kviðdómur var ekki lengi að kom-
ast að niðurstöðu að þessu sinni.
Ákvörðun hans var sú að Fleer
skyldi dæmdur í ævilangt fangelsi
með möguleika á náðun eftir 40 ár.
Þegar málið var til lykta leitt,
sagði lögreglustjórinn við fjöl-
miðla: „Þetta mál tók okkur langan
tíma og margir héldu að við hefð-
um gefist upp. En ég gat sagt ykkur
að í þessi tvö ár hefur ekki liðið sá
dagur að við höfum ekki haft morð
þessara ungmenna í huga.“
NYCZH33XDRP 200
RULLUBINDIVEL
10% stærra rúlluhólf
Stærsta nýjung í
rúllubindivélum frá
upphafi.
Ný 2ja metra lágbyggð sópvinda með
mötunarvalsi sem þjappar heyinu inn í
baggahólfið og varnar þvíjafnframt að
innmötunarbúnaður vélarinnar stíflist.
Þessi búnaður eykur heymagnið í
bagganum um 10%.
Nýr söxunarbúnaður með 14 hnífum,
saxar heyið um leið og það fer inn í
rúlluhólfið hólfið. Söxunin bætir verkun
heysins, auðveldar gjöf og eykur
heymagn rúllunnar um 10%.
Auk þess er sjálfvirkt garnabindikerfi með
sþarnaðar stillingu sem sparar allt að 35%
í garnnotkun.
Með þessum nýjungum má ná fram
eftirfarandi:
20% sparnaði í plastnotkun.
20% minna geymslurými.
20% færri rúllur að flýtja og koma fýrlr.
20% sparnaði ef keypt er rúllun og
pökkun.
Ný 2 metra lágbyggð sópvinda
Welger rúllubindivélar hafa um árabil
verið mest seldu rúllubindivélarnar hér á
landi sem og í Evrópu. Ástæða þess er
einstakt gangöryggi, áralöng ending og
góð þjónusta sérþjálfaðra þjónustuaðila
um allt land.
Ui/Pt'
Nýr söxunarbúnaður
G/obusr
heimur gceða
LAGMÚLA 5 - REYKJAVÍK - SÍMI 91 - 681555