Tíminn - 27.05.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn
Serbneskir liðsforingjar neita að yfirgefa höfuðborg Bosníu:
Ovissa og upplausn
ríkir enn í Sarajevo
Móöir og bam flýja frá Sarajevo.
Óvissa ríkti í gær um það hvort
1.500 júgósiavneskir sam-
bandsstjómarhermenn, sem
lokast höfðu inni í Sarajevo,
myndu hverfa á braut úr borg-
inni, vegna þess að serbneskir
yfirmenn stóðu gegn samkomu-
lagi, sem stjóravöld í Bosníu og
stjóraendur hersins höfðu gert.
Þegar hafa um 300 hermenn
verið fluttir úr herbúðum sín-
um í hinni umsetnu höfuðborg
Bosníu, en ógerlegt hefur
reynst að koma bílalestum út úr
þremur öðrum herbúðum í
borginni, vegna þess að króa-
tískir þjóðvarðliðar umkringja
búðiraar.
.Astandið er afar eldfimt," hefur
Reutersfréttastofan eftir Hajrudin
Soumon, helsta ráðgjafa Alija Izet-
begovic, forseta Bosníu, í gær. Við-
ræðurnar um brottflutning her-
mannanna steyttu á skeri vegna
andstöðu Serba á staðnum, þrátt
fyrir að bardagar hafí legið niðri,
bardagar sem hafa á síðustu tveimur
mánuðum leitt til dauða um 2.250
manns í Bosníu.
Ein aðalástæða þessara bardaga
hefur verið óánægja serbneskra íbúa
í héraðinu, sem eru mótfallnir því
að lýðveldið lýsi yfir sjálfstæði. Þess-
ir Serbar eru studdir af sambands-
hernum, sem lýtur forustu serb-
neskra foringja, og berst herinn
gegn bandalagi múslima og Króata,
sem eru í meirihluta í héraðinu og
kusu í almennum kosningum í byrj-
un mars að lýsa yfir sjálfstæði lýð-
veldisins og kljúfa sig þar með út úr
ríkjasambandinu Júgóslavíu.
Að sögn Soumons, sem Reuter
ræddi við í gær, hefur serbneskur
herforingi, Ratko Mladic, lagst gegn
samningnum um brottför júgóslav-
nesku hersveitanna frá Sarajevo, en
yfirvöld í Bosníu og yfirstjórn hers-
ins undirrituðu sáttmála um þessa
brottför í síðustu viku.
Yfirvöld í Bosníu höfðu krafist
þess að fá 60% allra vopna, sem
geymd eru inni á svæði herbúða
sambandshersins. En að sögn So-
umons féllust þau hins vegar á að fá
aðeins um 20% þeirra, einkum létt
vopn, þegar hermenn yfirgáfu Vikt-
or Bubanj-búðirnar um helgina.
Á meðan bardagar voru í rénun í
Sarajevo, mögnuðust bardagar milli
Króata og Serba í norðurhluta hér-
aðsins í kringum borgina Bosanski
Samac. Raunar greindi ein frétta-
stofan líka frá því að 25 múslimar og
15 Serbar hafi fallið í bardögum á
mánudag í þorpinu Hadzici, ekki
langt frá Sarajevo. Þær fréttir hafa
ekki fengist staðfestar.
í Lissabon í Portúgal eru nú
staddir fúlltrúar stríðandi fylkinga,
Serba, Króata og múslima, til við-
ræðna við aðalsáttasemjara Evrópu-
bandalagsins, José Cutileiro, um
það hvernig hægt sé að ná saman
um landamæri fýrirhugaðra sjálf-
stjómarhéraða í hinu nýstofnaða,
sjálfstæða lýðveldi eða ríki.
Soumon, sem er múslimi, sagði
hins vegar við Reuter í gær að þess-
ar viðræður væru dæmdar til að
mistakast, vegna þess að Serbar
hefðu ekki orðið við þeim tveimur
skilyrðum, sem sett hafi verið þegar
tókst að ná fram því vopnahléi eða
friði sem nú á að ríkja: að hverfa
burt frá Sarajevo og draga til baka
stórskotalið frá hæðunum í kring-
um borgina.
Það, sem menn eru að ræða í
Lissabon, virðist ekki hafa nein áhrif
á þróun mála í Bosníu og að dómi
Soumons, sem er staddur í Sarajevo,
er ólíklegt að það, sem verið er að
semja um þar, verði nokkurn tíma
útfært eða framkvæmt í Bosníu.
Auk þess mannfalls og þeirra lim-
lestinga, sem bardagarnir í Bosníu
hafa valdið, hafa þeir einnig gert um
eina milljón manna heimilislausa og
valdið miklum skorti á matvöru og
lyfjum.
Alþjóðlegar hjálparsveitir hafa
reynt að senda inn bílalestir með
hjálpargögn undir formerkjum
mannúðar, en þeim hefur hingað til
ekki tekist að komast í gegnum
vegatálma Serba.
Það kom því ekki á óvart á mánu-
daginn, þegar yfirvöld í Sarajevo
lýstu yfir neyðarástandi þar sem
matvara er skömmtuð og sérstökum
matarmiðum var dreift, enda mjólk,
sykur, hrísgrjón, hveiti og salt orðn-
ar fágætar vörur í borginni.
Serbneskir forystumenn lýstu því
yfir á mánudaginn að þeir hefðu af-
létt banni á flutninga um flugvöll-
inn í Sarajevo, en að flugvöllurinn
yrði engu að síður áfram undir
stjórn júgóslavneska hersins. Raun-
ar er ríkið Júgóslavía ekki svipur hjá
sjón, miðað við það sem var, og eftir
í því ríkjasambandi eru aðeins Serb-
ía og lýðveldið Montenegro (Svart-
fjallaland).
Engu að síður mótmæltu stjórn-
völd ríkjasambandsins því harðlega í
gær við Boutros Boutros-Ghali, að-
alframkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, að samtökin virtust taka
mjög einhliða afstöðu í deilumálum
í Bosníu.
í bréfi til framkvæmdastjórans
segir m.a. að á meðan sambandsher-
mönnum í Bosníu væri ekki lengur
stjórnað af yfirvöldum í Belgrad, þá
væru í þessu sama héraði um 30.000
króatískir varðliðar undir vopnum.
Miðvikudagur 27. maí 1992
LÍBANON
(sraelskar herflugvélar gerðu
árásir á bækistöðvar Hizbollah-
samtakanna í austanverðum
Bekaadalnum I S-Líbanon í
aær, í þriðja sinn á einni viku.
Arásirnar eru taldar auka mjög
líkur á átökum milli (sraela og
Sýrlendinga.
BELGRAD
Sambandsher Júgóslavíu neit-
ar að afhenda vopn sín um leið
og hann yfirgefur Sarajevo, höf-
uðborg Bosníu. Múslimar hafa
lokað hann af inni í bækistöðv-
um hans I borginni. Allar leiðir
inn í hana eru tepptar af þess-
um sökum og íbúarnir á barmi
hungursneyðar. Leiðtogi serb-
neska minnihlutans í Bosníu
segist reiðubúinn til að opna
flugvöllinn í Sarajevo og leyfa
flugumferö um hann, verði sú
umferð einungis undir stjórn
herafla hans.
SPLIT, Króatíu
Króatar og múslimar ( Bosníu
segja að þar ríki hörmungar-
ástand og grannlöndin megi
búast við flóðbylgju flótta-
manna.
BRÚSSEL
Á utanríkisráðherrafundi NATO
í Brussel hafa stjórnvöld
Bandaríkjanna og Bretlands
komið þeim skilaboöum á fram-
færi, að þau séu alls ekki sátt
við áætlanir Frakka og Þjóð-
verja um að koma upp sjálf-
stæðum Evrópuher.
MOSKVA
Rússland og Tyrkland vilja í
sameiningu stöðva blóðug
þjóðemisátök I Kákasuslýð-
veldunum. Bardagar blossa
stöðugt upp I tengslum við
Nagorno-Karabakh og milli
þjóðemishópa í Moldóvu. Boris
Jeltsín Rússlandsforseti segir
að innanríkisráðherrar Rúss-
lands, Úkrainu og Moldóvu
verði að hittast hið bráðasta til
að „slökkva eldinn", eins og
hann orðaði það.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
Boutros-Ghali, framkvæmda-
stjóri S.Þ., segir að um fimm
milljarða fsl. króna vanti þegar í
stað til þess að mæta afleiðing-
um mikilla þurrka í Afríku og
koma í veg fyrir hungursneyð
hjá 18 milljónum manna.
BRASILÍA
Forseti Brasilíu, Collorde
Mello, sætir ásökunum fyrir
tengsl við eiturlyfjasölu og spill-
ingu. Vegna þeirra er hætta á
að efnahagsumbótaáætlun
hans komist ekki í framkvæmd
og pólitískt og efnahagslegt
ástand í landinu verði senn hið
versta í sögu þess.
WASHINGTON
Búist er við að Bill Clinton sigri I
forkosningum í Arkansas,
heimaríki sínu. Honum er einn-
ig spáð sigri I Kentucky og Ida-
ho. Fari þetta svo, verður hann
fyllilega öruggur um að verða
útnefndur forsetaefni demó-
krata í næstu forsetakosningum
í BNA.
VARSJÁ
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, hefur lofað Pólverj-
um aukinni efnahagsaðstoð.
Hann segir aö aukin efnahags-
samvinna Vesturlanda við ríki
Mið-Evrópu leiði til þess að frið-
vænlegra verði á meginlandi
Evrópu.