Tíminn - 03.06.1992, Side 2
2 Tíminn
Miövikudagur 3. júní 1992
Deilur um úhlutunarreglur Lánasjóðsins:
Fáir Ijúka 100% námsár-
angri í raunvisindadeild:
Listahátíð í Reykjavík heldur áfram:
Vísnasöngur á
Hresso
í kvöld leikur Iteykjavíkurkvartett-
inn í Hústaöakirkju kl.21:30.
Hann er skipaður Rut Magnús-
dóttur og Zbigniew Dubik fiðlulcik-
urum, Guðmundi Kristmundssyni
víóluleikara og Ingu Rós Ingólfs-
dóttur sellóleikara.
Fyrirlestur Val K. Warke verður í
Ásmundarsal kl.20:00 um bygging-
arlist. Val hefur helgað sig kennslu
og rannsóknum á því sem nefnt hef-
ur verið „Listfræði byggingarlistar"
í kvöld
og er meðal þekktustu fræðimanna
af yngri kynslóðinni á þessu sviði.
Aðgangur að fyrirlestrinum, sem
fram fer á ensku, er ókeypis og öll-
um heimill meðan húsrúm leyfir.
Klúbbur Listahátíðar á Hressó býð-
ur upp á vísnatónlist í kvöld kl.
21:00 sem Aðalsteinn Ásberg Sig-
urðsson og Anna Pálína Arnalds-
dóttir flytja. Einnig ætlar Aðalsteinn
að flytja ljóð ásamt Einari Ólafssyni.
—GKG.
Hvað gerirðu ef kviknar í feitipotti?
Hér má sjá Slökkviliðið leiða fólk í ráða má niðurlögum elds í potti á lagið stóð fyrir á Laugaveginum
allan sannleikann um það hvernig fjölskylduhátíð sem Slysavarnafé- um helgina. —GKG.
GEKK RAÐHERRA A
BAK ORDA SINNA?
Námsmenn gengu á fund menntamálaráðherra í gærmorgun og
lögðu fram formlegt kvörtunarbréf þar eð þeir eru ósáttir við af-
greiðslu hans manna í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna,
framkomu þeirra og vinnubrögð.
„Við gerðum einnig athugasemdir
við nokkur atriði úthlutunarregln-
anna sem mér finnst ráðherra ekki
vera alveg meðvitaður um,“ segir
Pétur Óskarsson, formaður Stúd-
entaráðs. „Sérstaklega í því tilfelli
þegar eitthvað kemur upp á hjá
námsmönnum; ef þeir verða nú fyrir
því óláni að veikjast eða því sem sum-
ir telja ennþá meira ólán — að eign-
ast barn."
Ef námsmaður veikist í jólaprófun-
um fær hann engin námslán því svig-
rúmið hefur verið minnkað vegna
veikinda: „Þá verður námsmaðurinn
að hverfa frá námi og fara að vinna til
að borga upp bankalánið eða halda
áfram námi og treysta á að bankinn
láni honum áfram þó svo að hitt lán-
ið sé gjaldfallið. Ég á nú eftir að sjá
það gerast,“ segir Pétur. „Ráðherra
hefur ekki hugsað þetta mál til
enda.“
Stúdentum hefur tekist að koma
nokkrum breytingum í gegn á fyrstu
drögum reglnanna eins og til dæmis
að meðlag verði ekki talið til tekna og
að í stað þess að lækka tekjutillit yrði
frítekjumark hækkað.
Námsmenn hafa gert athugasemdir
við að í drögunum er ætlast til þess að
menn verði að sýna fram á 100%
námsárangur til að fá fullt lán og þá
skerðingu hjá bamafólki sem þar er á
ferðinni. Einnig voru gerðar athuga-
semdir við að ekki verði veitt lán til
almenns grunnháskólanáms erlendis
né til skólagjalda við Háskóla íslands
sem Pétur segir vera svik af hálfu
menntamálaráðherra. „Ráðherra var
búinn að lýsa því yfir bæði í haust við
afgreiðslu fjárlaga og eins í þingi við
umræðu um Lánsjóðinn að hann ætl-
aði að lána vegna skólagjalda en það
er ekki gert í þessum drögum," segir
Pétur Óskarsson, formaður Stúdenta-
ráðs. „Þar er einungis gert ráð fyrir að
lána fyrir þeirri upphæð sem er um-
fram 15.000 kr. þ.e.æs. 7.115 kr. af
skólagjöldunum í HÍ. Við teljum ráð-
herra vera að svíkja gömul fyrirheiL"
Að meðaltali eru 15 einingar taldar
lágmarksnámsárangur í deildum Há-
skólans og er miðað við að náms-
mönnum takist að ljúka námi á
þremur árum. Pétur segir reynsluna
hafa sýnt að örfáir ljúki í raun þriggja
ára námi á þremur árum og í raunvís-
indadeild er það 1 af hverjum 5 eða 6.
„Þetta voru þær upplýsingar sem við
þá sjálfsögðu kurteisi að bíða í einn
dag eftir þessum upplýsingum," segir
Pétur.
Námsmönnum finnst oft hafa verið
valtað yfir sig af stjórn sjóðsins og
hafi framkoma Gunnars Birgissonar
formanns gert útslagið á sunnudag-
inn þegar hann hótaði því að allar
breytingartillögur yrðu teknar til
baka og upphaflega frumvarpið keyrt
í gegn þegar námsmenn ætluðu ekki
að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og
ganga út af fundi til að mótmæla
vinnubrögðunum: „Ég hef talað við
menn sem eru mér reyndari í svona
stjómun en enginn hefur heyrt af því
að stjómarformaður geri það sem
Gunnar gerði þama. Það var ekki
tímabært að greiða atkvæði um mál-
ið. Það er út í hött að segja að við höf-
um verið að tefja málið með ráðnum
hug, því það er auðvitað námsmönn-
um í hag að úthlutunarreglur komi
út sem fyrst. En einn dagur til eða frá
skiptir ekki máli.“ —GKG.
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráöherra.
vildum fá áður en haldið væri til at-
kvæðagreiðslu, þess vegna m.a. bár-
um við fram vantrauststillögu á for-
mann að hann skyldi ekki sýna okkur
Búist við
fækkun í
deildinni
Sigurður Friðþjófsson, skríf-
stofustjóri raunvísindadeildar
Háskólans, segir að búast megi
við því að fækki í deildinni með
nýjum úthlutunarreglum Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna.
Námið þar er skipulagt á þá leið
að nemendur Ijúki 15 einingum á
önn og útskrifist að þriggja ára
námi loknu. Aðeins 1 af 5-6 nem-
endum tekst það. Á fyrsta vetri
hefúr verið í lagi þó einungis sé
skilað 20 einingum og gildir þá
einu hve mörgum er lokið hvora
önn. Lánasjóðurinn samþykkti
þetta fyrirkomulag. Samkvæmt
reglum deildarinnar var jafnframt
leyfilegt að ljúka náminu á fjórum
árum og samþykkti sjóðurinn það
líka. Nú er það úr sögunni.
„Lánasjóðurinn verður að laga
sig að skólanum ef eitthvað vit á
að vera í þessu. Skólinn getur ekki
lækkað standardinn til að þóknast
sjóðnum," segir Sigurður.
„Reynslan sýnir okkur að það eru
fáir sem fullnægja þessu alveg,
sérstaklega í byrjun."
AHir hálendisvegir landsins
eru nú lokaðir vegna aurbleytu
og snjóa. Hins vegar eru allir
helstu þjóðvegir landsins fær-
ir utan einstaka kaflar sem
lokaðir eru vegna aurbleytu,
svo sem Þorskafjarðarheiði á
Vestfjörðum og Hólssandur og
Öxarfjaröarheiði á Norður-
landi.
Sérstakar öxulþungatak-
markanir eru á vegum á sunn-
anverðum Vestfjörðum og
austan Þórshafnar á Norðaust-
urlandi og eru þær tilgreindar
við viðkomandi vegi.
Opel í landvinn-
ingum á íslandi:
Opel
Astra
nemur
land
Jötunn hf. hefur náð hagstæðum
verðsamningum við framleiðanda
Opelbifreiða og kynnir nú nýjan bíl;
Opel Astra sem er í stærðarflokki
með VW Golf og Ford Escort.
Opel bfiarnir frá General Motors í
Þýskalandi hafa verið fremur fáséðir
á íslandi hin síðari ár en voru með
algengustu bflum fyrr á árum. Þeir
hafa hins vegar um langt skeið verið
með mest áberandi bfiategundum í
Evrópu.
Opel Astra er framhjóladrifmn og
verður fáanlegur sem þrennra eða
fimm dyra fólksbfil og hægt er að
velja milli tveggja vélastærða, 1,41
eða 1,61. Þá er einnig fáanlegur skut-
bfil með 1,81 vél. Loks er flaggskip
Astra línunnar Opel Astra GSi sem
er 150 hestafla lúxussportbfll með
besta búnaði. Verð Astra bflanna
verður frá 990- 1800 þús. kr. —sá
Innbrotsþjófur í Graf-
arvogi:
Þýfið
fundið í
Breiðhoiti
K1.6:30 í gærmorgun veitti ná-
granni því athygii að maður
nokkur var að bera sjónvarp og
ýmis tæki út í bíl úr húsi í Graf-
arvogi. Tilkynnti hann lögregl-
unni um málið.
Síðar um daginn sást til bfisins fyr-
ir utan hús í Breiðholti og fannst
maðurinn þar ásamt þýfinu úr Graf-
arvogi sem og fleiri innbrotum.
Maðurinn var handtekinn og hefur
málið verið upplýst. —GKG.