Tíminn - 03.06.1992, Qupperneq 3
Miðvikudagur 3. júní 1992
Timinn 3
I könnun á dagspítala fyrir aldraða kom mikil lyfjanotkun á óvart:
Lyfjanotkun aldraðra
meiri hér en erlendis
,jviikil lyijanotkun hópsins kom á óvart,“ segir í grein í Læknablað-
inu um könnun á starfsemi dagspítala á öldrunarlækningadeild
Landspítalans. í ljós kom að 34 af 148 sjúklingum, eða nær fjórð-
ungurinn, voru með 9 til 16 lyf og aðeins 20 með tvenns konar lyf
eða færri. Við komu á spítalann var meðallyfjanotkun rúmlega 6 lyf
á einstakling en hafði aukist í 6,65 lyf á einstakling að meðaltali við
útskrift. Meðallyfjanotkun hópsins er sögð meiri en komið hafi
fram í könnunum, sem gerðar hafa verið austan og vestan hafs þar
sem fjöldi lyfja á einstakling er 3,4 til 5,7.
„Fjöllyfjanotkun er óheppileg, af því
að með fleiri lyfjum eykst hætta á
milli- og aukaverkunum. Þá er nið-
urbrot og útskilnaður lyfja svo og
lyfjaverkan og Iyfjaþol þessa aldurs-
hóps mjög breytilegt og krefst því
nákvæms eftirlits," segja læknamir
Gunnar A. Baarregaard og Jón E.
Jónsson í grein sinni í Læknablað-
inu.
Markmiðið með könnuninni segja
þeir m.a. að athuga hvers konar
sjúklingar komu á dagspítalann árin
1985 og 1986. Könnunin náði til al-
mennra atriða eins og aldurs, kynja-
skiptingar og fjölskyldu. Einnig var
athugaður tilgangur innritunar, lit-
ið á sjúkdómsgreiningar, fjölda lyfja
Bandamannasaga sýnd á Listahátíð:
Sýnd í Finn-
landi í haust
Bandamannasaga í leikgerð Sveins
Einarssonar verður frumsýnd á
laugardaginn og hefur sýningunni
þegar verið boðið til Finnlands í
haust.
Sýningin er framlag Norræna
hússins til Listahátíðar og er það
leikhópurinn Bandamenn sem sýnir
verkið. Þar eru á ferðinni þau Borg-
ar Garðarsson, Ragnheiður Elfa
Arnardóttir, Jakob Þór Einarsson,
Stefán Sturla Sigurjónsson, Felix
Bergsson og Guðni Franzson sem
einnig semur alla tónlistina við
verkið og flytur hana.
Sveinn Einarsson leikstýrir verk-
inu en meðleikstjóri og sýningar-
stjóri er Þómnn Magnea Magnús-
dóttir.
Sýningin tekur um klukkustund í
flutningi og er gert ráð fyrir 5 sýn-
ingum á Listahátíð. —GKG.
Borgar Garðarsson leikari hef-
ur varla starfað í íslensku leik-
húsi síðan hann lék í Barnaleik-
ritinu Karíus og Baktus fyrír
margt löngu. Hann hefur hins
vegar starfað með fjölmörgum
erlendum leikhópum og leik-
húsum í áratugi. Hann er hér til
vinstri ásamt Stefáni Sturíu
Sigurjónssyni.
Tfmamynd Ámi Bjama
Jakob Þór Einarsson, Ragnhelður Elfa Amardóttir og Stefán Sturía
Sigurjónsson í hlutverkum sínum ( Bandamannasögu.
og helstu lyfjaflokka og síðan afdrif
sjúklinga eftir þrjá og sex mánuði.
Höfundar telja niðurstöður könn-
unarinnar sýna að dagspítalavist
stuðli að því að aldraðir geti búið
lengur heima og seinki stofnanavist.
Vist á dagspítala þyki nú sjálfsagður
Iiður í öldrunarþjónustu og hlut-
verk hans sem endurhæfingarstofn-
unar fyrir aldraða sé ótvírætt. Þar
mætti þó gera betur, til dæmis að
nýta dagspítala í sambandi við inn-
lagnir á stofnanir til langtímavist-
unar, þannig að tryggt væri að mat
og endurhæfing fari fram áður en
einstaklingar vistast á slíkum stofn-
unum. Á þann hátt nýttist vistrými
betur með færri innlögnum og þar
af leiðandi styttri biðtíma fyrir þá
sem eru í mestri þörf.
Dagspítali er sjúkrahúsdeild sem
einungis er rekin að degi til virka
daga. Um 150 sjúklingar komu á
dagspítala öldrunardeildar Land-
spítalans þessi tvö ár og meira en
helmingur þeirra 80 ára eða eldri.
Tæplega 2/3 hópsins voru konur. At-
hygli vekur að meirihluti kvenn-
anna voru ekkjur og þær bjuggu líka
flestar einar ellegar með ættingjum.
En yfirgnæfandi meirihluti karl-
anna voru giftir og í sambúð með
maka.
Sjúklingar voru ýmist lagðir inn til
endurhæfingar (65%) eða viðhalds-
meðferðar. Við sjúkdómsgreiningu
flokkaðist um helmingur með
taugasjúkdóma (flestir með parkin-
sonveiki eða heilablóðfall), en geð-
sjúkdómar, hjarta/æðasjúkdómar og
sjúkdómar frá stoðkerfi eru einnig
nokkuð algengir. Algengast var að
vísu að einstaklingar greindust með
2-4 sjúkdóma. Flestir sjúklinganna
(37%) útskrifuðust heim, um þriðj-
ungur fór á sjúkrahús, um 6% fóru á
elliheimili og um fimmtungur var
enn innskrifaður á dagspítalann við
Iok rannsóknartímabilsins.
Um helmingur sjúklinganna var á
svefnlyfjum við innritun á spítalann
en heldur færri við útskrift. Rösk-
lega 40% voru á geðlyfjum og álíka
hópur á hægðalyfjum, en þetta voru
langalgengustu lyfjaflokkarnir.
Stærsti hópurinn (35%) útskrifaðist
með aðeins 3-5 lyf. Rúmlega 20%
sjúklinganna útskrifuðust þó með 9-
12 lyf og 4% þeirra þurftu að nota
13-16 lyfjategundir hver. - HEI
Samband íslenskra dýraverndarfélaga óánægt með fjölleikahús. Ástæðan:
««■■■■ ■ w ■ ■■ w ■
Villt dyr til synis
Samband íslenskra dýravemdun-
arfélaga er uggandi vegna komu
fjölieikaflokksins Cirkus Arena
sem Jörundur Guðmundsson ætl-
ar að flytja inn í sumar.
Ástæðan er sú að vfllt dýr og þar
á meðal þijú sæljón verða þar
höfð tfl sýnis og krefst félagið
þess að stjómvöld sjái tfl þess að
það verði ekki leyft.
Að sögn Jórunnar Sörensen, for-
mann sambandsins, hefur henni
verið tjáð að yflrdýralæknir hafl
þegar geflð leyfi til innflutnings
og flnnst henni það undarlegt þar
eð ekki sé búið að ieyfa sýninguna
ennþá.
„Það er bannað með lögum í
Noregi, Finnlandi og Danmörku
að sýna villt dýr,“ scgir Jórunn. „f
ferðasirkusum eru öli dýr strang-
lega bönnuð.“
Sambandið treystir á að Dýra-
vemdunarnefnd komi t veg fyrir
að dýrin verði flutt inn t því skyni
að láta þau skemmta fólki.
—GKG.
Arekstrar á Akureyri:
Tveir
fluttir á
sjúkrahús
Þrir árekstrar urðu á Akureyri um
hádegi í gær.
Einn var mjög harður og varð sá á
mótum Laufásgötu og Gránufélags-
götu. ökumenn voru einir í bflun-
um og voru báðir fluttir á sjúkrahús
með smávægileg meiðsl þó. —GKG.
Rauði kross íslands, Rauðarárstíg 18,
hefur fengið nýtt símanúmer:
626722
Fax 623150
(ath. rangt faxnúmer var gefið upp í símaskrá)