Tíminn - 03.06.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 3. júní 1992
Kínversk yfirvöld taugaveikluð vegna þriggja ára afmælis morðárása stjórnvalda
á námsfólk á Torgi hins himneska friðar:
Brandarar, blóm og
þvaglát harðbðnnuö
Á morgun, þann 4. júní, eru lið-
in nákvæmlega þijú ár frá at-
burðunum hörmulegu sem
urðu á Torgi hins himneska
fríðar árið 1989 þegar kínversk-
ir hermenn réðust, gráir fyrir
járnum, að kínverskum al-
menningi og námsmönnum og
drápu ýmist eða misþyrmdu. Yf-
irvöld í Kína eru nú í viðbragðs-
stöðu og hafa greinilega áhyggj-
ur af því að morgundagurínn 4.
júní muni bera óvænt atvik í
skauti sér.
Á veggspjöldum sem yfirvöld í Kína
létu setja upp nú í byrjun þessarar
viku er tilgreint í átta liðum, bæði á
kínversku og ensku, hvað beri að
varast á morgun:
Bannað er að minnast atburðanna
á nokkurn hátt, s.s. að krota á minn-
ismerki þau er standa á torginu,
hengja nokkurn hlut á þau, kasta af
sér þvagi, dreifa blómum eða ávöxt-
um, né heldur fara með gamanmál
eða hæðast að stjómvöldum.
í reglu sex er sérstaklega tekið fram
að ekki megi koma með eldfim efni
né heldur nein þau efni sem
sprengihætta stafi af. í öðrum regl-
um segir að ekki megi „ganga á
grasinu".
Þegar kínverskir vegfarendur í
Beijing flykktust að veggspjöldun-
um í gær mátti sjá óeinkennis-
klædda lögreglumenn á sveimi.
Nokkrir þeirra voru með rándýrar
japanskar myndatökuvélar og
mynduðu þeir landa sína jafnt sem
erlenda ferðamenn.
Yfirvöld í Beijing hafa aukið mjög
Yitzhak Shamir þykir
að sér vegið á ómak-
legan og klámfeng-
inn hátt i kosninga-
baráttunni:
„VARIÐ YKKUR
ÁLITLA
MANNINUM"
Mikfll hití ferist nú í kosninga-
baráttuna í ísrael. Samkvæmt
frcttaskeytum frá Reuter þykir
mörgum ísraelum nú skörin
vera farin að færast upp á bekk-
hrn og kafla þeir þó ekki aflt
ömmu sína.
Verkamannaflokkurínn ísraelski
hefur verið sakaður um að ætla
að veita andstæðingum sínum,
einkum þó forsætísráðherranum
Yitzhak Shamir, högg undir belt-
isstað í orðsins fyflstu merkingu.
Verkamannaflokkurinn hafði á
prjónunum að dreifa tfl almenn-
ings smokkum þar sem á var letr-
að: „Varið ykkur á litla mannin-
um“. Þarna er nokkuð augljós-
lega veríð að sneiða að Shamir
sem er rétt um 1,50 m á hæð og
jafnframt höfða tíl gyðinglegrar
viðkvæmni gagnvart kynfærum
karia.
Talsmenn verkamannaflokksins
sögðu þó í gærað leiötogi þeirra,
Yitzhak Rabin, hefði tekið í taum-
ana og stöðvað þessar áætlanir
flokksbræðra sinna enda ekki
þótt fýsilegt að láta birta af sér
myndir í dagblöðum með smokk-
inngóða.
allt eftirlit með heimamönnum jafnt
sem útlendingum nú þegar 4. júní
nálgast. Námsmenn segja að eftirlit
hafi mjög verið hert í nágrenni skóla
Finnska lögreglan upplýstí í gær að
hún hefði í haldi Rússa sem komið
hefði tíi Finnlands með falsað
breskt vegabréf. í fórum Rússans
fundust tvær tegundir tölvuvírusa.
Maðurinn kom til Finnlands þann
19. maí síðastliðinn og var handtek-
inn nokkru síðar vegna þess að hann
var grunaður um þjófnað úr versl-
unum. Við leit fundust tölvudisk-
lingar í fórum hans en á þeim voru
Framtakssamir þjófar í Bretlandi
nota nú reiðhjól sem gjaldmiðil fyr-
ir eiturlyf, segir breska lögreglan.
Charles Pollard, yfirmaður Thames
Valley lögreglunnar, segir að þjófn-
aður á reiðhjólum hafí færst mjög í
vöxt á síðustu tveimur árum og
og innan þeirra, enda hefur oft mátt
rekja upphaf óeirða í Kína til þeirra.
Ekki er þó búist við að þeir né aðrir
minnist atburðanna 1989 að neinu
tölvuvírusar sem kallast „Miche-
langelo" og „Stoned". Finnska lög-
reglan telur þessa vírusa mjög út-
breidda í Rússlandi.
Maðurinn sagðist ekki hafa dreift
þessum forritum í Finnlandi og
hefði þar að auki „varnarforrit"
meðferðis til þess að verjast vírusn-
um. „Varnarforritin" reyndust hins
vegar gömul og gagnslaus.
í hinu falsaða vegabréfi lést maður-
merkja megi 50% aukningu þjófn-
aða á svæðinu vestur af London á
þessum tíma.
„Það er greinilegt að reiðhjólin eru
notuð sem gjaldmiðill í eiturlyfja-
viðskiptunum," segir Pollard, „enda
verðmæti þeirra á bilinu 15.000 til
marki nú, enda hafi kínverskum yf-
irvöldum tekist furðu vel að halda
aftur af lýðræðisöflunum m.a. með
nokkrum efnahagsumbótum.
inn heita Michael George Levenberg
en finnska lögreglan segist þekkja
hið rétta nafn hans.
Fyrir tveimur vikum komu maður
og kona frá Rússlandi á fölsuðum
breskum vegabréfum. Þeim var báð-
um vísað samstundis úr landi en þá
var haft eftir yfirmanni finnsku ör-
yggislögreglunnar að þau væru
bæði njósnarar.
30.000 kr. að jafnaði."
Breska lögreglan telur skýringuna
að hluta liggja í hinum síauknu vin-
sældum fjallahjóla, en eins og kunn-
ugt er hafa slík reiðhjól verið mjög
vinsæl bæði hérlendis sem erlendis.
Rússi handtekinn í Finnlandi með falsað breskt vegabréf og tölvuvírusa í fórum sínum:
Michelangelovírus
— ónýt vamarfoirit
Hollustu- og líkamsræktartæki verða gjaldmiðill í „óhollustuviðskiptum“:
Greitt fyrir dópiö með
stolnum fjallahjólum
BELGRAD
Serbneskar hersveitir halda áfram
árásum með stórskotaliði á
Sarajevo þrátt fyrir viðskiptabann
sem sett hefur verið á Serba.
DUBROVNIK
Óbreyttir borgarar koma nú úr fel-
um eftir árásir stórskotaliðs og
átta mánaða umsátur sem kostað
hefur margan manninn geðheilsu
og líf.
BRUSSEL
Evrópubandalagið hefur fallist á
tillögur Sameinuðu þjóðanna um
refsiaðgerðir gegn Serbíu og
Svartfjallalandi og talsmenn þess
segja að þeim verði framhaldið
þar til ofbeldisverkum í Bosníu-
Herzegovinu verði hætt.
MOSKVA
Rússar hafa ákveðið að hverfa
aftur til fyrri áætlunar um nýtingu
kjamorku sem horfið var frá 1986
þegar slysið mikla í Chernobyl átti
sér stað. Rússneskir embættis-
menn viðurkenna að það slys hafi
verið eitt það versta í veraldarsög-
unni.
KIEV
Úkratnumenn hafa beðið eriendar
þjóðir að frysta ýmsar eignir fyrrv.
Sovétríkjanna til þess að kröfur
þeirra um eignarrétt fái aukið
vægi.
MANILA
Fidel Ramos, fyrrum yfirmaður
vamarmála á Filipseyjum, sigraði í
forsetakosningunum með 23,5%
atkvæða þegar talningu er nær
lokið, ef marka má starfsfólk Ra-
mosar.
BEIRÚT
Líbanir hafa beðið frani aö hafa
hemil á Hizbolla skæruliðum í
Suður- Líbanon svo koma megi í
veg fyrir að bardagar aukist á milli
(sraela og þessarar hreyfingar,
sem er hliðholl klerkastjóminni í ír-
an.
MOSKVA
Boris Yeltsin forseti Rússlands,
sem á yfir höfði sér verkföll olíu-
námumanna er spillt gætu áform-
um hans um endurbætur, hvatti þá
til vinnu og sagðist skilja erfiðleika
þeirra. Jafnframt sendi hann millj-
arða rúblna með lestum til þeirra
staða þar sem ólgan er mest.
KABUL
Vopnaðir menn hófu að skjóta á
hinn aldna leiðtoga Mujahideen
hreyfingarinnar í Afganistan og
náðu að særa þrjá lifvarða hans.
Vopnaðar sveitir skæruliða segjast
hafa drepið fjölda manns í átökum
sin á milli en svo er að sjá að átök
hafi blossað upp í Kabul.
TEHERAN
Opinberir aðilar í Mashhad, þar
sem ein verstu uppþot í fran hafa
orðið um árabil, vilja kenna útlend-
ingum, erlendum flugumönnum og
óvinum islömsku byltingarinnar
um uppþotin. Jafnframt segja þeir
að lögreglan hafi ekki staðið sig í
aö bæla niður óeirðirnar.
SUVA, Fiji-eyjum
Fyrrum byltingarieiðtogi Fiji-eyja,
Sitiveni Rabuka, hefur nú svarið
embættiseið sem forsætisráðherra
eyjanna. Hann lofaði að endur-
skoða stjómarskrá Fiji-eyja sem
þykir mismuna kynþáttum þar.
RÓM
í kjölfarið á morðinu á G. Falcone
(huga ítölsk yfirvöld nú aðgerðir
gegn glæpamönnum sem fasistar
beittu á sínum tíma. Þessar að-
gerðir felast í þvi að senda „guð-
feður“ og yfirmafíósa í útlegð til
fjariægra eyja.
AMMAN
Yasser Arafat yfirmaður PLO er
sagður á góðum batavegi eftir
skurðaðgerð sem hann gekkst
undir vegna blóðtappa við heila.
Læknar sögðu að hann hefði nú
loks getað sofið eðlilega eftir viku-
langa sjúkdómslegu.