Tíminn - 04.06.1992, Page 12
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
htht
Bl LAPART ASALA
Varahlutir í árgerðir '74-'87
Ýmsar smáviðgerðir
Kaupi bíla til niðurrifs
HEIÐI • BÍLAPARTASALA
Flugumýrl 18D * Mosfellsbœ
Sfmar 668138 & 667387
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Úöruvisi bilasala
BÍLAR • HJÓL •
BÁTAR • VARA-
HLUT1R.
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
!
s/ú HOGG-
'> DEYFAR
Versiið hjá fagmönnum
Q) varahlutir
Hamarsböfða 1 - s. 67-6744
Tíminn
FIMMTUDAGUR 4. JÚNf 1992
íslenska ríkisstjórnin
saumar að Sambands-
lýðveldinu Júgóslavíu:
Engin við-
skipti eða
önnur
tengsl við
Serbíu-
menn
„Ríkisstjómin ítrekar skilyrðis-
lausa fordæmingu sína á átökunum
í Bosníu-Herzegóvínu og lýsir von-
brigðum yfir því að stjómvöld Sam-
bandslýðveldisins Júgóslavíu (Serb-
íu og Svartíjallalands) hafí ekki orð-
ið við áskorunum og fyrirmælum
Sameinuðu þjóöanna."
Þetta segir í frétt frá utanríkis-
ráðuneytinu í gær. Þar er jafnframt
sagt að þar sem stjórnvöld í Sam-
bandslýðveldinu Júgóslavíu hafi ekki
fallist á að virða ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna nr. 752 frá 15.
maí sl., hafi tekið gildi refsiaðgerðir
S.Þ. gegn Júgóslavíu um allan heim.
Refsiaðgerðirnar felast í viðskipta-
banni, banni við flugsamgöngum,
takmörkun á fjölda stjórnarerind-
reka sambandslýöveldisins á er-
lendri grund, banni við samskiptum
á sviði tækni, vísinda og menningar
og banni við þátttöku fulltrúa sam-
bandslýðveldisins í íþróttaviðburð-
um á erlendri grund.
Jafnframt hefur ríkisstjórnin
ákveðið að gefa út auglýsingu um
beitingu íslenskra laga, sem kveða á
um framkvæmd fyrirmæla öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna.
*
Mikilvægt að hámarka atvinnusköpun, segir Landssamband smábátaeigenda:
Smábátar skapa þrefalt
fleiri störf en togarar
„Rækilega hefur verið sýnt fram á mun minni afla til myndunar hvers
-sá að smábátar og minni skip þurfa heilsársstarfs heldur en stærri skip
Sjúkraliðar krefjast þess að samræmdur kjarasamningur
þeirra nái fram að ganga og útiloka ekki vinnustöðyun. Kristín
Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands:
Skýlaus krafa að eng-
inn lækki í launum
„Það var greinilegur hugur í fóUd að það yrði staðið bak við
samninganefndina, ef með þyrfti. Við erum rétt að byrja samn-
ingaviðræður og þar setjum við á oddinn að enginn sjúkraliði
lækld ( launum,“ segir Kristín Á. Cuðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélags íslands.
Stjórn og trúnaðarmannaráð fé-
lagsins komu saman til fundar í
fyrrakvöld til að fjalla um stöðuna
í samningamálum félagsins og
hugsanlegar aðgerðir til þess að
knýja á um að kjör sjúkraliða yrðu
samræmd, en munur á launum
þeirra nemur í sumum tílfellum
allt að 25% eða um 15.800 kr. á
mánuðl. Ástæður þess eru sum-
part sérsamningar starfsmanna á
heilbrigðisstofnunum í eigu bæj-
ar- og sveitarfélaga, sem falla nú
undir rikið samkvæmt lögum um
þau efni frá 1990.
Kristín segir að ýtt hafi verið á
með það að læ kka þessa sjúkraliða
í launum í síðustu kjarasamn-
ingaviðræðum og hafi vilji tíl þess
komið ákveðið fram í samninga-
nefnd ríkisins. Þessi launalækkun
hefði verið augljós afleiðing af
miðlunartillögu sáttasemjara, en
var engu að síður samþykkt af
ASÍ-félögunum í samílotinu. Þeg-
ar menn síöan áttuðu sig á því að
þessi launalækkun væri ófram-
kvæmanleg, hafi verið gerð sér-
stök bókun og málið síðan verið í
sérstakri skoðun hjá ASÍ. Bókun-
ín hljóðar svo: JVðUar hafa kom-
ist að samkomuíagi um að bókun
eitt með samkomulagi sem fjár-
málaráðherra og fuUtrúar starfs-
manna sveitarfélaga undirrituðu
26. april 1992 verði svohljóðandi:
Aðilar eru sammála um að samn-
ingur þessi skulí jafnframt gilda
um þá starfsmenn sem ráðnir
hafa verið til starfa við þær stofn-
anir sem rikið yfirtók samkvæmt
lögum nr. 75/1990 á tímabilinu 1.
janúar 1991 tíl og með 28. febrú-
ar 1993.“
„Þetta er í raun og veru grund-
völlur launalækkunar sjúkralið-
anna eftír 1. maí,“ segir Kristín.
Málið hafi síðan þvælst fyrir ASÍ,
þegar ljóst varð að starfsstúlkur
yrðu hærra launaðar en sjúkralið-
ar. „Gngu að síður er það þetta
sem verið er að bjóða okkur í sér-
samningunum nú,“ segir Kristín.
Aðspurð um hvort sjúkraliðar
muni fylgja eftir kröfum sínum í
þessu efni eftír með vinnustöðv-
un, sagði hún að aUar leiðir yrðu
skoðaðar og að ekkert væri útílok-
að í þessum efnum.
—sá
og togarar. Munurinn er þrefaldur
smábátunum í vil,“ segir í tílkynn-
ingu frá Landssambandi smábáta-
eigenda. Eftír þau uggvænlegu tíð-
indi, sem þjóðinni hafi borist um
ástand þorskstofnsins, telja smá-
bátaeigendur það mikilvægara en
nokkru sinni að stjórnvöld leiti
þeirra leiða, er hámarka atvinnu-
sköpun og arðsemi þess þorskafla
sem ákveðið verður að veiða.
Til staðfestingar framangreindu
vitnar Landssambandið til gagna,
sem unnin voru fyrir nefnd þá sem
starfar að endurskoðun laga um
stjórn fiskveiða. í niðurstöðu sam-
anburðar á atvinnusköpun smábáta-
útgerðar annars vegar og útgerðar
togara hins vegar segir orðrétt:
„Þannig skapar smábátaútgerð
meira en þrefalt fleiri störf en tog-
araútgerð."
Landssambandið bendir jafnframt
á að í niðurstöðum rannsókna, sem
unnar voru af vísindamönnum á
sviði fiskifræði, sé eindregið mælt
með notkun öngulveiðarfæra á
kostnað togveiðarfæra við uppbygg-
ingu þorskstofna.
Þótt oft hafi verið brugðið á það ráð
að sameiginlegur sjóður lands-
manna hafi tekið á sig miklar byrðar
á tímum samdráttar í sjávarútvegi,
telur Landssamband smábátaeig-
enda þá leið nú útilokaða. Staða
þjóðarbúsins sé nú með þeim hætti
að þar sé eigi á bætandi, almenning-
ur sé ekki aflögufær. Sambandið
bendir því á, að smábátarnir séu sá
útgerðarflokkur sem ævinlega hafi
staðið og fallið af eigin rammleik, og
því reynst þjóðinni ódýr, hagkvæm-
ur, atvinnuskapandi verðmæta-
myndandi atvinnuvegur. Ljóst sé að
í þeirri erfiðu stöðu, sem nú blasir
við, megi verulega slá á sársauka at-
vinnuleysis til sjós og Iands með efl-
ingu útgerðar smábáta og minni
skipa.
- HEI
Aðalfundur Rauða kross íslands:
145 milljónir til
hjálpar erlendis
Guðjón Magnússon var endurkjör-
inn formaður Rauða kross íslands
á aðalfundi, sem haldinn var um sl.
helgi.
Arið 1991 var mjög annasamt hjá
Rauða krossi íslands bæði innan
lands og utan. Meðal verkefna hans
var að taka á móti 30 víetnömskum
flóttamönnum, brugðist var við 42
hjálparbeiðnum frá höfuðstöðvum
hreyfingarinnar í Genf og 24 sendi-
fulltrúar fóru utan til hjálparstarfs á
árinu 1991.
7 þróunarverkefni voru styrkt í
Afríku og Asíu, en alls var 145 millj-
ónum varið til hjálparstarfs erlend-
is. Þar af komu 65 milljónir frá rfk-
inu og 32 í söfnun, sem nefndist
„Sól úr sorta".
—GKG.