Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur
6. júní 1992
103. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Borgin neitaöi ísiensku
óperunni um styrk:
Mikilvæg
varðandi
ímynd
borgarinnar
Meirihluti borgarstjórnar felldi
tillögu Guörúnar Ágústsdóttur
um að íslensku óperunni verði
veittur styrkur vegna greiðslu
fasteignagjalda.
Á síðasta ári var ábveðið að ósk
þáverandi borgarstjóra að
Reykjavíkurborg myndl ekki
veita óperunni neinn fjárhags-
legan stuðning en hins vegar
myndi borgin hækka styrk sinn
til Leikfélags Reykjavíkur (sem
menntamálaráðuneytið styrkti
áður) um 15 milljónir króna.
Aftur á móti myndi rfldð draga
úr styrkveitingu til félagsins.
En LR vildi vera inní á fjárlög-
unum þannig að styrkir ríkisins
féllu ekki alveg niður og á fjár-
Iögum þessa árs er því ein millj-
ón króna til félagsins.
„Á sama hátt fannst mér ekki
óeðlilegt að borgin kæmi til
móts við íslensku óperuna og
veitti henni þennan styrk sem
er innan við 500.000 krónur,"
segir Guðrún Ágústsdóttir
borgarfulltrúi. „En meiríhlut-
inn vísaði þessu frá þó ríkið
leyfði sér að sýna þennan vel-
vilja til Leikfélags Reykjavíkur.“
Guðrún vekur athygli á því að
Reykjavíkurborg er að auglýsa
sig upp sem ráðstefnumiðstöð
og er Óperunnar getið í bæk-
lingum sem gefnír eru út borg-
inni til auglýsingar. Ferðaskrif-
stofur og hótel vísa erlendum
hópum og einstaklingum á
Óperuna og oft fara heilu ráð-
stefnurnar þangað.
„Þetta er mjög mikilvægt fyrir
ímynd Reykjavíkur sem menn-
Ingarborgar og laðar að ferða-
menn. Þá finnst mér rangt af
borginni að reyna ekki að sýna
þessari merku menningarstarf-
semi lágmarksvirðingu með því
að verða við þessari hógværu
ósk,“ segir Guðrún. „Ég vona
að borgarstjóm sjái að sér og
endurskoði afstððu sína.“
Guðrún hefur þegar borið fram
tillögu þess efnis að málið verði
endurskoðað en því var synjað.
—GKG.
Færð á
vegum
Allir helstu þjóðvegir landsins eru
nú færir utan einstöku vegakafla
sem lokaðir eru vegna aurbleytu,
svo sem Þorskafjarðarheiði á Vest-
fjörðum.
Vegna aurbleytu eru sums staðar
sérstakar öxulþungatakmarkanir á
vegum á sunnanverðum Vestfjörð-
um og austan Þórshafnar á N-Aust-
urlandi og eru þær tilgreindar með
skiltum við þá vegi. Allir hálendis-
vegir eru lokaðir vegna snjóa eða
aurbleytu.
Fyrsta segulómunartækið sem keypt er hingað til lands. Til vinstri stendur Ásmundur Brekkan yfir-
læknir, þá Ólafur Kjartansson röntgenlæknir og Þorgeir Pálsson verkfræðingur. Á borðinu liggur
Ragna Ragnarsdóttir. Tímamynd Árni Bjarna
Aukin bílainnbrot:
Útvörp og
radarvarar
eftirsótt
Borið hefur á auknum innbrot-
um í bíla að undanförnu að sögn
RLR.
Algengt er að útvarps- og kass-
ettutækjum sé stolið en einnig
radarvörum. En það er ýmislegt
annað sem rekur á fjörur þjófa og
nýlegar kærði maður nokkur
þjófnað á tveggja ára gömlum
Görtz-hnakki úr bíl sínum sem
staðið hafði við Faxaból 9 á Fáks-
svæðinu.
Fjöldi kæra vegna falsaðra áviSrr
ana og tékka berst jafnframt á
hverjum degi og vill RLR beina
þeim tilmælum til fólks að vara
sig á því hverja það gerir viðskipti
við. I fæstum tilfellum reynast
falsararnir nefnilega borgunar-
menn fyrir upphæðunum þó ná-
ist til þeirra.
—GKG.
Segulómunartæki tekið í notkun á Landspítalanum:
Það fyrsta hérlendis
Fyrsta segulómunartækið á landinu hefur verið tekið í notkun á Landspft-
alanum en það var gjöf rfldsstjómarinnar til spítalans á 60 ára afmæli hans.
Segulómun er sneiðmyndatækni
sem er frábugðin þeirri sem hefur ver-
ið notuð hér á landi til þessa, þar eð
hægt er að mynda bæði þversvið og
langsvið af líkamanum. Engin jón-
andi geislun myndast eins og gerist
við röntgenrannsókn og mismunandi
tegundir mynda fásL
Segulómun hentar mjög vel til rann-
sókna og sjúkdómsgreiningar á mið-
taugakerfi, stoðkerfi og í grindarholi.
Möguleikar þessarar tækni eru sífellt
að aukast og eru nú einnig möguleik-
ar á rannsóknum í kviðarholi, brjóst-
holi og á hjarta og æðum.
Rannsókn á segulómun tekur frá 45
mínútum og fer fram á svipaðan hátt
og í tölvusneiðmyndatækni. Sjúkling-
urinn er lagður á bekk sem rennt er
inn í tækið sem fer undir hvolfþak.
Líkamshlutinn sem á að skoða er allt-
af staðsettur í miðjum seglinum. Með
aðstoð hljóðnema og hátalara getur
stjómandi tækisins haft samband við
sjúkinginn. Einnig getur sjúklingur-
inn hlustað á tónlist eða útvarp með-
an á myndatökunni stendur.
Tæknin í segulómun byggir á því að
segulmagna líkamann, nánar tiltekið
vetni í líkamanum. Til þess þarf afar
öflugan og stóran segul og er segull
segulómunartækisins 10.000 sinnum
sterkari en segulsvið jarðar. Síðan
gengur myndatakan út á að mæla
þetta segulmagn en það er mismun-
andi eftir líffærum og eftir ástandi
þeirra. Einnig eru loftnet fyrir rafseg-
ulbylgjur og litlir rafseglar til að velja
sneiðar og mismunandi tegundir af
myndum.
Segulómunartækið er keypt frá Gen-
eral Electric samsteypunni sem hefúr
10 ára reynslu í framleiðlsu slíkra
tækja. Tækið nefnist VECTRA en það
kom fyrst á markað á síðasta ári.
—GKG.
Mög mikill kynjamunur á launakjörum verslunar- og skrifstofufólks:
Óútskýrður 20-35% munur
á launum karla og kvenna
Samkvæmt könnun Kjararann-
sóknanefndar hafa karlar við af-
greiðslustörf að jafnaði 73% hærri
vikutekjur en konur við sömu
störf. Að hluta til skýrist þessi
mikli munur á því að karlarnir
vinna lengri vinnutíma en skýring-
ar á þvi sem þá vantar upp á finnast
ekki.
Laun afgreiðslufólks eru mjög
mismunandi eftir tegundum versl-
ana. Þau reynast langhæst í heild-
verslun og þar hafa karlarnir um
68% hærra tímakaup en konurnar.
í dagvöruverslunum er launamun-
ur karla og kvenna minnstur og
þar eru einnig greidd lægst laun.
Sjá nánar á blaðsíðu 2
Þeir kynntu niðurstöður
Kjararannsóknanefndar. Eirík-
ur Hilmarsson sem vann
könnunina og Ásmundur Stef-
ánsson.
Tímamynd Ámi Bjama