Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. júní 1992 Tíminn 13 hópar reyna að koma góðum mál- um fram eða eigin þörfum að. Sér- flagi er þetta greinilegt gagnvart skattahækkunum. Eiginhags- munagæsla er ríkjandi í afstöðu þessa bjargálna og sjálfsánægða meirihluta. Þannig á það, sem oft- ast er túlkað út frá hugmynda- fræði eða þjóðhagfræði, sér djúp- tækar rætur í mannfélagsbreyt- ingum. Það er vegna þessa, að varla dirfist stjórnmálaflokkur, sem nokkuð kveður að, að hafa skattahækkun á stefnuskrá sinni, heldur bukka þeir sig og beygja fyrir þessum sjálfumgóða meiri- hluta. Ríkjandi andlegt mæti í slíkum þjóðfélögum er efnisleg sjálfsþæging, og úr því að svo margir af þessum einstaklingum eru nú orðnir talsvert þægilega á sig komnir að efnum, þá er nú far- ið að gæta hjá þeim hugarfars þeirra umsetnu, að hópa sig þéttar og gæta þess að halda því sem þeir hafa. 6 Ástæða er til að hugleiða hvort þetta dapurlega stig vesturlenskr- ar félagsþróunar sé ekki einmitt skynsamlegasti samanburðar- mælikvarðinn til þess að koma því, sem er að gerast í íslenskum þjóð- félagsmálum, í vitlegt heildarsam- hengi. Eftir takmarkalítið neyslu- æði, ginningu eftir efnisgæðum, kreppir nú dálítið að. Þegar skerða þarf sameiginleg útgjöld, er það ekki gert eftir neinni andlegri reglu (sem væri sú að reyna, þrátt fyrir nauðina, að varðveita það sem við mættum síst án vera, með tilliti til viðgangs í framtíðinni og manneskjulegrar meðferðar á fólki), heldur aðeins eftir reglu framkvæmanleika og reiknistokks (þá er vitanlega spurt fyrst, frá hverju og hverjum stjórnin sé í færum um að taka; síður þeim sem meira mega sín og gætu látið stjómina róa. Niðurstaða: „flatur“ niðurskurður). Það er pragmatísk regla, og ekki auðvelt að mæla gegn henni þar sem hver höndin er talin vera uppi á móti annarri. Sjálfsþægingar-dyggur einstak- lingur hefur nú minna úr að spila í sókn sinni eftir kaupanlegum og eyðanlegum gæðum; minna hægt að kaupa af dóti sem mölur og ryð granda, til að hafa á goðastöllum heimilanna. Þeir, sem eru samt sem áður velmegandi og í reynd aflögufærir, hafa líka mest aflið, ef ekki flest atkvæðin, á vettvangi ákvarðanatöku; þeir halda fastar á sínu en áður, og það verður enn örðugra að sjá fyrir nauðsynjum þeirra sem líða, eða fara að líða, beinan skort. Það þarf þá ef til vill ekki að koma á óvart, að kjarasam- tök launafólks séu orðin nokkurn veginn ónýt, samtímis því að um- sáturshugarfarið styrkist hjá bjargálnajónunum. Aðeins örfá misseri eru síðan forsætisráðherra hafði þau giftutíðindi helst að segja þjóðinni í nýjársræðu, hver lífsins blessun það hefði verið á liðnu ári að greiðslukort kom í ná- lega hvers manns vasa; hver mað- ur getur séð hvernig greiðslu- kortsskuld muni orka á kjarabar- áttu. Þar sem eitthvert andlegt lífsgildi er ekki ríkjandi þáttur í hugarfarinu, og farið er að stjórna aðeins eftir praktískum sjónar- miðum, þar þarf líka mikið til að maður kippi sér upp við eitt eða neitt, nema það að verið sé að draga bust úr hans eigin nös. Slíkt fólk verður siðveilt, og viðbúið að það verði auðrækur búpeningur fyrir þá auðstýrendur — fyrirtæki eða bandalög — sem kaupa til eig- in vinnings eða taka að sér sem ráðsmenn að reka slíkt bú. Nema fólkið vakni til vitundar um sig og eignist þar með sið og trú sem haldast í hendur, andleg mæti sem eru mið til þess að lifa eftir. 7 Þótt það sé rétt, sem fullyrt hefur verið hér, að hið frjálslynda og lýð- ræðislega þjóðfélag nútímans sé Og þegar samfélög manna leggja slíkar viömiöanir frá sér, hætta aö miöa ákvarðanir sínar við þær, þá hefur skref- iö veriö stigið inn í öld siðleysis. Þar erum við stödd núna. afsprengi raunvísindalegs hugsun- arháttar, skilnings og trúar, þá er samt ljóst um leið að sú hugsun, skilningur og trú duga ekki til þess að veita skýringar og vera leiðbein- andi fyrir manninn í lífi hans. Það er ekki hægt að finna bara eitthvað upp og gera það að ástæðu til þess að lifa. Efnisleg lífsgæði duga ekki til þess. Við getum ekki gert ráð fyrir að andlega ófullnægjandi en efnalega árangursrík þjóðfélög okkar muni eiga sér áframhald, standast, af því að þau munu ekki vera fær um að hugsa ástæður til þess að halda áfram að vera til. Frjálslynda þjóðfélagið á sér engar algildisreglur, og því er það sífellt að ramba á málamiðlanir, eins og til dæmis þegar tilraunir (í Bret- landi) með fósturþróun voru látn- ar leiða til þeirrar grunnreglu að mannlegt líf hæfist eftir nákvæm- lega hálfan mánuð frá getnaðar- stund. Þannig er að sjálfsögðu hægt að skera úr flestum erfiðum álitamálum eftir einhvern veginn vísindalegum mælikvarða, en þátt- ur siðar og siðferðis er þá lagður til hliðar, og að síðustu er honum út- rýmt. 8 Það undarlega er nú samt um manneðlið að segja, að hversu mjög sem sérgæðingshátturinn einkennir efnishyggjumenning- una, þá heldur maðurinn eigi að síður áfram að vera haldinn af þörfinni fyrir að finna alheims- skipan, máttarvald handan og ofan við sjálfan sig, þá hinstu merk- ingu. Sú hugsun, að vera megi að ekki sé til nein hinsta (ysta eða æðsta) merking eða tilgangur, að í stað reglu sé ekki til annað en kosmískt óskepi, hún virðist vera óþolandi á sérhverju byggðu bóli. Þetta er út af fyrir sig leyndardóm- ur, sem sumir mundu telja vera vitnisburð um tilveru sálarinnar. 9 Hvað sem spurningum um sálina líður, þá vitum við af vitund okkar, getum varla efast um tilvist henn- ar. Við erum í henni og hún í okk- ur, hún er að sínu leyti við. Þegar raunvísindin gegndu þeirri nauð- syn sinni að (reyna að) taka sér at- hugunarstöðu utan við allt hug- lægt, utan siðar, þá er þetta að því leyti ógerningur, að þá stöðu er ekki hægt að taka sér án þess að vitundin sé með í för. Hún fer að því leyti milli tilverusviða, er transcendent. Og seint mun úti- lokað að hún taki í þeirri meðalför með sér eitthvað af því sem siðn- um og tilverusviði hans heyri til: það athugaða hlýtur að markast af athugandanum, af andlegu inntaki Davíö Erlingsson. hans, sem er siðlegs eðlis. Eigin- legur kjarni siðar hjá einstaklingi og samfélagi hans er lífsskoðun, og þar með tilgangur með lífinu. Sá tilgangur gerir í senn að vera og halda uppi trú hans og trausti, en það er það sem lætur hann vilja, vilja halda lífinu áfram. Þessi tilgangur er frumreglan, það and- lega mæti sem allt annað verður miðað við og má því kallast algildi. Án slíkra(r) sameiginlegra(r) al- gildishugmynda(r) og þess sem við tengist óhjáhvæmilega í hugarfari mannsins, þ.e.a.s. án siðar, getur menning eða þjóðmenning eða siðmenning varla orðið til. Og þeg- ar samfélög manna leggja slíkar viðmiðanir frá sér, hætta að miða ákvarðanir sínar við þær, þá hefur skrefið verið stigið inn í öld sið- leysis. Þar erum við stödd núna. Þess vegna óttast rýnendumir, sem hér er stuðst við, um getu samfélagsgerðar okkar til þess að halda áfram að vera til; af því að slíkt samfélag tekur ekki ákvarð- anir eftir andlegri fmmreglu, er siðlaust í þeim skilningi. En af því leiðir einmitt mikil hætta á að það verði siðlaust í hinni almennu merkingu orðsins: siðspillt. Menn- ingarþjóðfélög hafa dáið út af fyrir minni sakir en þessa. Sé lítil þjóð, sem telur sig til Evrópu, komin í þrot með ástæður til þess að vilja vera til sem hún sjálf, ætti henni að vera hægðarleikur að dragast og jórtrast með öðm inntaki í stórvömb hagsældartrúarbragð- anna í Evrópu, losna undan erfið- leikum sjálfsvitundar sinnar smám saman, og aðrir ættu þá ekki heldur í erfiðleikum með að gleyma þessari þjóð. En hætt er samt við, að þetta yrði skammgóð sæla og hagsæld, því að það sem leiða kann af siðleysinu (í fræði- legu merkingunni) hlýtur líka að koma fram á því stórhítarsamfé- Iagi ekki síður en á einstökum þjóðum: að molna sundur innan frá. 10 Öll þessi skýring á tómahljóðinu í ræðum foringjanna, þegar þeir telja í okkur bjartsýnilega trú á hagsæld og heimsgæði öllu frem- ur, er óneitanlega orðin nokkuð uggvænleg. Hún á þó ekki að vera nein dómsdagsprédikun, heldur alvarleg vömn til íhugunar og rannsóknar. Það styður ekki góða trú á framtíðina, að Bandaríkjafor- seti hefur nú, rétt fyrir umhverfis- ráðstefnuna miklu í Ríó de Janei- ró, lýst því yfir að ríki hans muni ekki fallast á bann við útrýmingu jurta og dýra í útrýmingarhættu, af því að það mundi eða kynni að skerða hagsmuni bandarískra fyr- irtækja. Vestræna hagsældarþjóð- félagið hikar sem sé ekki við að lýsa því yfír, að það taki fyrr á sig hættuna af að eyða því lífríki, sem það á heima í og er hluti af, en að það reyni að laga sig eftir aðstæð- unum í því heimkynni sem er jörðin. Með því stefnir vestrænt þjóðfélag vitanlega beina leið í sjálfstortímingu, verði sjálfvirkni hagsældarkapphlaupsins ekki stöðvuð og komið á vitrænni stjóm í samræmi við tilvistar- markmið. En við hljótum að vona, að ekki sé öll nótt úti enn, þótt þjóðfélagsgerðin sé á hættulegu róli. Við emm þannig gerð, að við tökum ekki greiðlega við nýrri sannfæringu um að allt okkar starf sé fyrir gýg unnið, eyðilegging heims okkar og umheims óhjá- i . ,. •" Finnsku HUURRE frysti- og kæliklefarnir eru gerðir úr einingum. Þú getur þvi valið um stærð og lögun úti eða inni. Margs konar dyrabúnaður eftir þörfum hvers og eins. MíésO^ft^ HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI91-670000 og 685656 Þú kemur til okkar með óskir þínar, við útfærum þær og gerum þér tilboð. Stuttur afgreiðslufrestur. HUURRE-klefarnir eru heimsþekkt finnsk gæðavara og mjög auðveldir í uppsetningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.