Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. júní 1992 Tíminn 7 Af hverju er svona erfitt að hætta? PHILIP TÖNNESEN „Það er afar erfitt að fá fólk til að hætta að reykja vegna þess að menn verða nikótínfíklar. Ffknin er fjölþætt og tengist hegðunarmynstri, sálrænum þáttum og lífsvenjum. Nikótín- fíkn er sambærileg við heróín-, kókaín-, alkóhólfíkn eða hvaða lyfjafíkn sem vera skal. Nikótín- neytendum, eins og öðrum fíkl- um hættir til að falla eftir að hafa tekist að hætta. Þegar þeir falla þá detta þeir venjulega strax í jafnmikla neyslu og sama neyslumynstur og þeir höfðu þegar þeir hættu síðast. Við höfum hins vegar fundið út að það er hægt að stjóma nikótínneyslu eða nikótínupp- töku hjá fólki sem hættir að reykja með mismunandi inn- Louise M. Nett, Bandaríkjunum: Öflug fræösla á grunnskólastigi og virkt meöferöarprógramm fyrir reykingasjúklinga höfuönauðsyn. tsteinn Blöndal: 20% allra dauðsfalla 'ótímabær og stafa pýkingum. Phiiip Tönnesen, Danmörku: Nikótínfíkn er fyllilega sambæri- leg annarri eiturlyfjaflkn. Tímamyndir. Árni Bjarna Nikótínið eða reykurinn? — Nú er fólk vanið af reyking- um meðal annars með því að gefa því nikótín með tyggi- gúmmíi eða plástri. Er þá nik- ótínið ekki skaðvaldurinn í sam- bandi við reykingar heldur eitt- hvað allt annað? „Við teljum nú að krabba- meinsvaldurinn sé tjaran í sígar- ettunum. Spurningin er enn hvað það er sem veldur hjarta- og æðasjúkdómum. Kolsýrling- urinn er í því efni talinn Ííkleg- astur, en hann myndast við ófullkominn bmna. Enn sem komið er teljum við að ekki sé hægt að segja með vissu hver áhrif nikótíns ein sér em á fram- gang æðakölkunar, né heldur hvort efnið hafi einhver skyndi- leg áhrif í þá átt að loka æðum. Við vitum hins vegar að það dregur saman æðar. Enginn treystir sér til þess að segja að nikótínið eitt sér valdi sjúkdóm- um. Því sýnist vera réttlætanlegt að nota nikótínið í lengri eða skemmri tíma meðan verið er að koma til leiðar mikilvægri breyt- ingu í lífi einstaklingsins, fá hann til að hætta að reykja. Meðan valið stendur á milli reykinga annars vegar og nik- ótínnotkunar hins vegar, þá er nikótínnotkun alltaf heppilegri. Það kom fram hjá Torgny Svensson frá lyfjadeild Karo- línska sjúkrahússins í Stokk- hólmi hér á ráðstefnunni þegar hann fjallaði um áhrif nikótíns á sjálfan heilann að nikótín á sín sæti í heilanum. Þegar það síðan binst þeim, myndast efni eða hvatar sem gefa okkur sóknar- hug, gerir okkur „bardagaklár". Þetta er kallað arousal á ensku og fólk verður hvassara í því efni að takast á við daglegt líf. Þetta er sami hvati og fær fmmmann- inn til að hlaupa hraðar undan ljóninu sem ætlar að éta hann, eða snúast til varnar gegn því og drepa það. Þessi örvun snerpu- hvatans er því mikilvægur þátt- ur reykinga enda er hvatinn mikilvægur nútímamanninum ekki síður en frummanninum. Sumir þarfnast þessa hvata meir en aðrir og sú staðreynd að reykingar örvi hann, kann að vera ein skýring þess að fólk reykir yfirhöfuð og fmnst það svo gott sem raunin er. tökuaðferðum svo sem með tyggigúmmíi eða plástrum á húð og þannig stöðvað reyking- arnar en jafnframt forðast frá- hvarfseinkenni og dregið úr lík- um á að fólk fari að reykja á ný. Með þessum aðferðum ásamt meðferð eða kennslu í nýjum lífsháttum er hægt að fá miklu fleiri til að hætta varanlega að reykja en áður. Árangurinn með þessum að- ferðum er sá að allt að 80% meðferðarþega hætta á um það bil einni til tveim vikum á móti því að um 40% þeirra hætta ef nikótínplástur eða - tyggi- gúmmí er ekki notað. Nikótín- plásturinn er mjög þægilegur í notkun. Aðeins þarf að skella honum á húðina nánast hvar sem er og síðan þarf ekki sér- staklega að hugsa um hann meðan hann er virkur. TVggi- gúmmíið er hins vegar vanda- samara þar sem mörgum fellur ekki að tyggja gúmmí. Auk þess getur það valdið sumum óþæg- indum í maga og munni. — Það er nokkuð algengt að meðferðarþegar byrja aftur að reykja eftir að hafa staðið sig fyrstu tvær vikurnar eða svo, og hvers vegna falla þeir? Ástæðurnar eru ýmsar: Kannski fá þeir ekki nóg nikótín í byrjun en kannski valda ýmsir ytri þættir því að þeir falla, nema að hvort tveggja sé, því að vera kann að þessir einstakling- ar geta ekki verið án reyking- anna í því félagslega umhverfi sem þeir hrærast dags daglega. Þess vegna er ekki alltaf nóg að gefa aðeins nikótínplástur heldur verður að meðhöndla reykingafólk svipað og fólk með háþrýsting og með of mikið kó- lesteról í blóði: Það verður að breyta lífsstíl þess og lífsháttum; fá það til að reyna meira á sig, gera æfingar, breyta mataræði, létta sig o.s.frv. og einmitt þetta er mjög þung þraut, mjög þung.“ Hvemig veröur kom- ið í veg fyrir að fólk byrji að reykja? LOUISE M. NETT, USA „Það er hægt og hefur tekist vel þar sem börnum hefur verið kennt um skaðsemi reykinga frá upphafi skólagöngu. Þegar börnin nálgast gagnfræðaskóla- aldur eða þann aldur sem reyk- ingar hefjast gjarnan á, þá er miklu sjaldgæfara að þeir sem hafa notið kennslu um afleið- ingar reykinga frá upphafi skólagöngu sinnar byrji nokkru sinni á því að reykja. Ándóf og fræðsla gegn reykingum ber því vissulega árangur. Gallinn er bara sá að starfs- fólk í heilsugæslu vinnur yfir- leitt ekki í skólum heldur innan veggja heilsugæslustöðva og sjúkrastofnana í þágu reykinga- fólks sem orðið er sjúkt. Því er fagleg fræðsla sérfróðs fólks í grunnskólum ekki mjög algeng. Ég tel að fyrirbyggjandi starf sérmenntaðra heilbrigðisstarfs- manna í þeim tilgaqngi að koma í veg fyrir að fólk byrji að reykja sé sérlega mikilvægt. Auðvitað er það skylda heilsugæslufólks að sinna sjúkum fyrst og fremst, en engu að síður mætti það gjarnan fara í skóla og uppeldis- stofnanir og fræða börnin um afleiðingar reykinga. Slík fræðsla ætti raunar að vera hluti af námsskrá hvers skóla og foreldrar ættu að krefjast þess í skólastjórnum og -ráðum að svo verði alls staðar. Fræðsla í grunnskólum kem- ur þó aldrei í veg fyrir að ein- hverjir fari að reykja þegar þeir koma á unglingsaldur. í Bandaríkjunum virðist það fylgjast að að þeir unglingar, sem hafa rúm fjárráð, annað- hvort frá foreldrum eða vegna þess að þeir vinna með skóla, fari frekar að reykja en hinir sem hafa minni eyðslueyri. Ef besti vinur unglings reykir, er líklegra að hann sjálfur byrji líka. Á hinn bóginn er á það að líta að þrír fjórðu hlutar unglinga sem reykja koma frá heimilum þar sem annar hvor foreldra eða báðir reykja. Ástæða þess að unglingur frá reyklausu heimili byrjar að reykja getur því oftar en ekki verið þáttur í einhvers konar uppreisn hans gegn for- eldrum sínum.“ Hvaða áhrif hafa reyk- ingar kvenna um meðgöngu- tímann á fóstrið? PHILIP TÖNNESEN Það hafa verið gerðar saman- burðarrannsóknir á börnum mæðra sem reyktu um með- göngutímann og þeirra sem ekki reyktu, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þær sýna m.a. merkjaniegan mun á getu barn- anna upp að tíu ára aldri til að leysa stærðfræðiþrautir. Þar eru börn þeirra sem ekki reyktu hinum fremri. Það sama er að segja almennt um börn foreldra sem reykja og börn reyklausra foreldra. Hvort þessi munur eigi sér líffræðilegar eða félagslegar skýringar vitum við hins vegar ekki fyrir víst.“ Tönnesen bætir við að ýmis- legt bendi þó til að börn mæðra sem reyktu um meðgöngutím- ann verði móttækilegri fyrir nikótíninu síðar meir, þau verði fremur nikótínfíklar og það sé sannarlega uggvænlegt. Vísbendingar um þetta síðast- nefnda hafi komið fram við rannsóknir á heila þessara barna. Af hverju reykir fólk? LOUISE M. NETT „Tóbaksreykur hefur mjög skjót áhrif á heilann. Það er ekki aðeins að tóbaksreykur örvi heldur virkar hann einnig afslappandi. Hann dregur úr álagseinkennum — stressi — í líkamanum svipað og róandi töflur gera. Vegna þessara áhrifa nikótíns á heilann er það svo mikilvægt að það finnist virkt endurhæfingarprógramm. Fólk verður einfaldlega að læra nýjar aðferðir til að fást við stressið. Það kann það ekki vegna þess að það hefur hingað til notað tóbaksreykingarnar til þess. Nú vill svo til að fjölmarg- ir starfsmenn í heilbrigðisgeir- anum eru menntaðir til þess að miðla t.d. hjartasjúklingum fræðslu í þessum efnum og vitanlega er hægurinn hjá að beita sömu aðferðum í endurhæfingu reykingafólks. Ég lít á reykingafólk sem sjúklinga og það er því skylda heilbrigðisstarfsmanna, svo sem lækna og hjúkrunarfólks, að annast og endurhæfa þessa sjúklinga ekkert síður en hjarta- sjúklinga, sykursjúka os.frv. Reykingasjúklingur getur yfirleitt ekki hætt af sjálfsdáð- um og þess vegna verður að þróa endurhæfingakerfi og vinnuaðferðir til að hjálpa hon- um að takast á við vandann og taka upp nýja og hollari lífs- hætti sjálfum sér og öðrum í kring um hann í hag.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.