Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 6. júní 1992 Hér á landi sem víðar hafa á þess- ari öld orðið miklar framfarir. Við erum komin úr fátækt til bjarg- álna; við búum nú við ágæt efni, borið saman við flestar þjóðir á jarðarkringlunni; við líðum ekki óþolandi skort á neinum hlut, og höfum eftir hætti komið þokka- legri skipan á réttarleg, félagsleg og efnaleg öryggismál okkar og menntamál. Er nokkur sem ekki kannast við þessar yfirgnæfandi framfarir í ræðum forystumanna okkar í stjórnmálum, bjartsýnina og sjálfsánægjuna, sem okkur er ætlað að ala í framfaratrúuðu Drjósti, „enda þótt nú horfi í svip- inn til hins verra, og við verðum að gera sérstakar og sársaukafull- ar ráðstafanir til þess að allt fari ekki úr böndunum"? Hjá sumum af þessum kæru leiðtogum enda svo ræðurnar á því, hvað „landið er fagurt og frítt" sem við eigum, og loftið gott og vatnið, og það eru sérstök forréttindi okkar að njóta þessa alls. Látum gleðjast vegna þess, og skreppum spöl í jeppan- um, út að ganga í heiði. Það er verið að telja í okkur ánægju með það sem er, og við höfum, og með sjálf okkur, og segja okkur að við skulum lifa áfram í bjartsýnni framfaratrú, enda þótt nú þurfi að taka á til þess að þjóðarbúið verði ekki gjaldþrota. Ætli okkur mörg- um hafi ekki heyrst einhver hol- hljómur í slíkum sjálfsánægju- fortölum, en sennilega eigum við ekki auðvelt með að gera okkur fulla grein fyrir því, hvaða efni vanti, í undirstöðurnar, til þess að tómahljóðið hyrfi. Tómahljóðið vekur ugg um að ekki sé allt með felldu um ferðalag tilveru okkar hér í þessu samfélagi. 2 Vera mætti að ástæður tóma- hljóðsins tengdust því, að það sem okkur er talin trú um í slíkum ræðum bæði með beinum hætti og óbeinum er það, að hagsældin sé ekki aðeins sú mikla blessun, sem allir ættu og muni verða að- njótandi, heldur einnig (með óbeinum hætti) að það sé eigin- lega ekki annað en hún sem veru- leg ástæða gæti verið að gera sér áhyggjur af. Að lognvært yfirborð hins frjálslynda og umburðar- lynda lýðræðisþjóðfélags ætti því ekki heldur að þurfa að ýfast af neinum erfiðum ásteytingum vegna óhagganlegrar sannfæring- ar um siðræn efni, m.ö.o. vegna samvisku manna. í samfélagi, sem hefur hagnýtisviðhorf að helsta, ef ekki eina leiðarljósi og viðurkenn- ir því helst engin algildi, algild sjónarmið, þá skiptir fátt eða ekk- ert svo miklu máli að það sýnist taka því að fara í ham út af því; þar þarf vissulega mikið til að menn fari að berjast í alvöru fyrir ein- hverjum málstað. 3 í þessu samhengi er sárt að verða að gera sér grein fyrir því, að raun- vísindin hafa rúið mannlegt líf merkingu sinni og eru nú þar á of- an svo ósvífin að þykjast geta fyllt það rúm sem þau hafa tæmt. Með því að taka guð af lífi hafa eðlisvís- indin tekið það á sjálf sig að vera Hvert stefnir þióöfélag án a n dlegs tilgangs? Aö verulegu leyti eftir M. Philips sem rekur athuganir eftir B. Appleyard og J.K. Galbraith, en nú aö síöustu eftir Davíö Erlingsson. trúarbrögð nútímans, og nú kveð- ast þau vera fær um að útskýra ekki aðeins hvernig heimurinn starfar, heldur einnig hvers vegna. Geta þessara vísinda er í sjálfri sér ekki vefengd. Allt í kringum okkur eru hægindi og hagsmíðar sem þau hafa gert. En það, sem mestan varhug þarf að gjalda við hjá þess- um vísindum, er það að þau segj- ast vera hlutlaus í siðlegu tilliti. Því að það er greinilega rangt. En hitt er líka, að enda þótt vísindin eigi sér réttmætan stað í lífi okkar, þá ná þau ekki yfir nema hluta af þeirri miklu heild sem lífið er. Þau verða að skilja eftir rúm fyrir önn- ur sannindi sem eiga við okkur jafnréttmætt erindi. Framfararskref raunvísindanna þangað til þau voru komin í þessa stöðu eru saga, sem vert er að rifja upp, og hún heldur dapurleg: Gal- ileó tók frá okkur það h'eimkynni sem við áttum í miðju alheimsins, með Darwin glötuðum við stöðu okkar á jörðinni, og Freud gerði okkur utangarðs og villuráfandi frá hugum okkar sjálfra. Eftir það sýndist varla neitt verulega stórt eftir, þess virði að leggja sig í líma fyrir, varla neinn lífstilgangur eftir sem lífsnauðsynlegt væri að varpa ljósi á. Vissa um slíka hluti og því- líka var hægindastóll úr fortíð- inni, komin á þjóðminjasafn. 4 Hin frjálslynda þjóðfélagsgerð hefur unnið efnahagslega og stjórnmálalega sigra, en nú hættir henni til að grotna undir sjálfri sér vegna vilja- og stefnuleysis í and- legum efnum. Það viljaleysi er sprottið af áhlaupi raunvísind- anna, en ekki skal heldur gleyma hetjulegri en vonlausri tilraun trúarbragðanna til þess að halda velli. Fram á þessa öld létu raun- vísindin sér nægja að svara spum- ingunum um hvað og hvernig, en reyndu ekki að svara hvers vegna; þannig létu þau trúarbrögðunum eftir svolítið rými. En þannig er þetta ekki lengur. Kvantakenning- in og afstæðishugtakið hafa verið aukin og víkkuð út allar götur þangað sem margir eðlisfræðingar gerast nú traustir í þeirri trú að þeim sé kleift að skilja öll ferli efn- isins síðan í því fyrsta broti af tíma, sem varð til eftir Stórahvell. Raunvísindin hafa af hættulegum hroka þóst geta skilið veröldina hlutlægum skilningi, en án þess að gera tilraun til að skilja vitund- ina, þá orkan sjálfsins sem enn er leyndardómur, en hlýtur þó að hafa áhrif á það hvernig við lítum á veröldina. Raunvísindin láta sem skýringar verði fundnar á öllu, en þó hafa þau til dæmis aldrei skýrt, hvers vegna hugmyndin um lit merkir það sem hún merkir fyrir okkur. Á þennan hátt hafa raunvís- indin ýtt okkur sjálfum frá, gert okkur ósýnileg. Með því að neita að viðurkenna leyndardóm vit- undarinnar láta þau eins og við sé- um ekki til. Afleiðing þess er lík- lega, að við höfum hrakist inn á við, verið rekin inn í okkur sjálf og fundið þar hæli í sjálfsdýrkun. Það að hirða um líkamann, af því að við teljumst „skulda okkur sjálf- um“ það eða þvfiíkt, hefur verið hafið á stall og gert að sjálfstæðu, jákvæðu mæti í lífinu. Sjálfselska er hin æðsta dyggð. s Sigurganga efnishyggjunnar hef- ur gert samfélagið sjálfselskt og siðveilt. Sjálfsþægingin — það sem hverjum einum þóknast — situr í fyrirrúmi. Þramm vísinda- framfaranna hefur leitt af sér, að jafnframt því að vera trúarvana, þá hossum við okkur nú á hægindum auðræðisins í vísindamótuðu samfélagi. Áður fyrr var það lítill minnihluti sem bar gæfu til auðs og hárrar félagsstöðu, enda þótt hann réði mestu. En nú er þetta sama fólk orðið meirihluti þeirra sem láta sig nokkurn hlut ein- hverju varða. — Hér er að vísu tal- að frá vesturheimskum sjónarhóli, en spyrja má sig, hvort það sé ekki farið að eiga við hérna. — Þessi stóri hópur rís upp öndverður, þegar stjórnvöld eða óverðugri i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.