Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 6. júní 1992 Tíminn 17 Heimili Hilborn hjónanna er afskekkt, þannig aö moröingjarnir höföu næöi til aö athafna sig. Richard Dillon játaöi, en reyndi slöan aö beita öllum ráöum til aö koma sér undan refsingu. 17 og 18 ára morðingjar Dillon, sem var 18 ára gamall, neit- aði ekki að hafa verið á svæðinu þeg- ar morðin voru framin. Hann kvaðst haía verið þar ásamt vini sínum, hin- um 17 ára gamla Jay Thompson. Aug- lýst var eftir Thompson til að bera vitni í morðmálinu. Thompson kom fljótlega í leitimar og þegar báðir piltamir höfðu verið settir í gæsluvarðhald til frekari yfir- heyrslna kom sannleikurinn smám saman í Ijós. Richard Dillon viðurkenndi að eftir RÁDNING Á KROSSGÁTU mwMM EbðbbI BBa EBB EBE3B m bq !2?E3 GÍH EE EE H I □C BQ □■□! EHBB E3BQVSI B E5HEE AOI BBE BBSIh scsbbbI EíG F3E B E2í:£Eil3E] m HB □QEl I E3QEB EBH ra r-oli°l I T~ að hann sá William Hilbom taka upp veskið sitt hefði hann farið að velta því fyrir sér að ræna húsið. Einnig jók það áhuga hans að altalað var í bæn- um að þau hjón geymdu talsverða fjárhæð í reiðufé heima hjá sér. Þeir félagamir tóku að kynna sér venjur hjónanna og hvenær helst væri líklegt að þeir hefðu næði til að Ieita í húsinu. Það var ekki erfiðleik- um bundið að komast að slíku, aðeins þurfti að lesa dagskrá kirkju þeirrar sem hjónin tilheyrðu. Þannig að sunnudaginn 8. mars 1981 bjuggu þeir sig hnífum og inn- brotstólum og héldu til heimilis Hil- bom hjónanna. Þeir lögðu bfl sínum við næstu götu og gengu síðan að húsinu og bmtust inn. Gleymdu sér í græðginní Richard Dillon vissi hvar veskið var, þannig að ekki þurftu þeir að eyða tíma í að leita því. En með fiársjóðinn falda, sem þeir vom sannfærðir um að væri í húsinu, gegndi öðm máli. Þeir leituðu og leituðu og gleymdu sér í fé- græðginni, þannig að áður en þeir vissu vom hjónin komin heim. William brást hinn versti við, sem vonlegt var, reyndi að vama innbrots- þjófunum útgöngu og teygði sig í neyðarhnapp. Richard Dillon réðst þá á hann og stakk hann. Síðan reyndu þeir að berja það út úr gamla manninum hvar hann feldi féð. William var hálfmeðvitundarlaus eftir hnífstunguna og gat ekki svarað þeim. Mary reyndi að koma manni sínum til hjálpar, en var stungin til bana. Þegar William gat ekki svarað því hvort og þá hvar hann geymdi féð, fór það í skapið á skálkunum og þeir ristu hann á kvið, þannig að innyflin lágu úti. Piltamir urðu því að láta sér nægja þá peninga sem í seðlaveskinu vom, sem var dágóð upphæð. Þeir flúðu af vettvangi og að sögn lögreglunnar vörðu þeir peningunum til kaupa á fíkniefnum. Saksóknara var þó vandi á höndum með að ákæra Jay Thompson. Hann játaði aldrei sekt sína og þar sem hann var undir lögaldri var ekki hægt að nota framburð Richard Dillon gegn honum. Lygar á lygar ofan Richard Dillon gerði hvað hann gat til að komast hjá því að verða ákærður fyrir morð af fýrstu gráðu. í fyrsta lagi reyndi hann að semja við saksóknara um minni refsingu. Þegar það gekk ekki eftir ákvað hann að draga fyrri játningu til baka. Hann kvaðst hafa logið að lögreglunni til þess að vemda Jay Thompson. Hann hefði sjálfur aldrei komið nálægt inn- brotinu. Það hefði Thompson gert ásamt þriðja aðila sem hann tiltók. Sá aðili var yfirheyrður, en aldrei ákærð- ur fyrir neitt Dillon var þó ófær um að útskýra hvað hann hefði þá verið að gera ásamt Thompson í nánd við morðstaðinn daginn sem glæpurinn var framinn. Þriðja tilraunin var að reyna að halda því fram að hann myndi ekkert frá morðdeginum sökum marijuana- neyslu og allt sem hann hefði sagt við lögregluna væri mgl og þvæla sem hann hefði ímyndað sér í vímunni. Lögregla og saksóknari tóku enga af undanfærslum hans til greina. Dæmdur í rafmagns- stólinn Samkvæmt lögum Indianafylkis er saksóknara leyfilegt að sækja um dauðarefsingu þegar morð hefur ver- ið ffamið. Eftir að kviðdómur hafði ákveðið, eftir mjög stutta umhugsun, að Ri- chard Dillon væri sekur um tvö morð og innbrot, þurfti að halda önnur réttarhöld til að ákveða hvort dauða- dómur væri hæfileg refsing fyrir glæpinn. Það tók kviðdóm heldur lengri tíma í þetta sinn að ákveða sig. En þegar niðurstaðan barst varð ljóst að Dillon hafði hlotið þann vafasama heiður að verða þriðji yngsti maður sem nokkum tíma hafði verið dæmd- ur til að verða tekinn af lífi í raf- magnsstóli Indianafylkis. En slíkum dómum er áfrýjað sjálf- krafa. Að áfrýjunarréttarhöldunum afloknum var dómur Dillons mildað- ur í 60 ára fangelsisdóm. Jay Tliompson var loks leiddur fyr- ir rétt rúmu ári eftir morðin. Hann var aldrei dæmdur til dauðarefsingar, en fékk 120 ára fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í morðunum á Hil- bomhjónunum. Samkvæmt fylkislögum er heimilt að draga eitt ár ffá dómnum fyrir hvert ár sem menn haga sér almenni- lega innan rimlanna, þannig að menn geta stytt dóm sinn um allt að helm- ing. Almennir bændafundir með Halldórí Blöndal landbúnaðarráðherra verða haldnir sem hér segir: Laugaborg, Eyjafjarðarsveit Þriðjudaginn 9. júní kl. 21:00 ídalir, Aðaldal Miövikudaginn 10. júní kl. 21:00 Brúarás, Jökulsárhlíð Fimmtudaginn 11. júní kl. 21:00 Miðgarður, Skagafirði Laugardaginn 13. júní kl. 13:30 Hótel Borgarnes, Borgarnesi Sunnudaginn 14. júní kl. 13:30 Hótel Selfoss, Selfossi Sunnudaginn 14. júní kl. 21:00 Dagskrá fundanna: Landbúnaðarráðherra flytur ræðu um stöðu og horfur í landbúnaði. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundirnir eru öllum opnir. Landbúnaðarráðuneytið Útboð Bláfjallavegur um Sandskeið Vegagerð rfkisins óskar eftir tilboðum f lagn- ingu 3,0 km kafla á Bláfjallavegi um Sand- skeið. Helstu magntölur: Fyiiing og neðra burðarlag 59.000 m3, skering 19.000 m3 og klæðing 17.000 m2. Verki skal lokið fyrir 12. september 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins, Borgartúni 5, Reykjavik (aðalgjaldkera), frá og með 9. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fýrir kl. 14:00 þann 22. júni 1992. Vegamáiastjóri Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki Staða heilsu- gæslulæknis Staða læknis á Heilsugæslustöð Sauðárkróks er laus til umsóknar. Heilsugæslan starfar í nýlegu húsnæði og er rekin í starfstengslum við Sjúkrahús Skagfiröinga. Umsóknarfrestur er til 1. júlí n.k., en staðan veitist frá 1. október n.k. Umsóknir skulu sendar til formanns stjórnar stofnunarinn- ar, Jóns E. Friðrikssonar, Háuhlíð 7, 550 Sauðárkrókur. Nánari upplýsingar veita yfirlæknar Heilsugæslu og Sjúkrahúss í síma 95-35270 eða framkvæmdastjóri í síma 95-35474. Innkaupastofriun rfkisins, f.h. Landspftala, óskar eftir tilboðum I Geislaáætíunarkerfi fyrir krabbameinsdeild Landspltala sam- kvæmt útboösgögnum er aftient eru á skrifstofu vorri aö Borgar- túni 7, Reykjavik. Tilboöum skal skila á sama stað og verða þau opnuð I viðurvist viðstaddra bjóðenda Id. 11:00 f.h., mánudaginn 29. júnl 1992. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 . 105 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.