Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 18
18 Tlminn
Laugardagur 6. júní 1992
Sjötug á hvítasunnudag:
Gróa Jóhanna Salvarsdóttir
Mágkona mín, Gróa Jóhanna Salv-
arsdóttir, fulltrúi hjá Veðurstofu ís-
Iands, á sjötugsafmæli þann 7. þessa
mánaðar. Hún er fædd á Bjarnastöð-
um á ísafirði 1922, en þar bjuggu þá
foreldrar hennar, Salvar Olafsson,
bóndi í Reykjarfirði frá fardögum
1931 og lengi síðan, og kona hans
Ragnheiður Hákonardóttir, Magnús-
sonar og Arndísar Bjarnadóttur frá
Reykjahólum, alkunns stórbónda og
dugnaðarmanns, Þórðarsonar.
Bemsku- og æskuár hennar liðu
við leik í hópi glaðværra systkina og
annars æskufólks hér í sveit og við
störf á hinu fjölmenna heimili í
Reykjarfirði í tíð Salvars og Ragn-
heiðar. Sé ég í sálnaregistri að þar
hafa verið í heimili, er hún var 16
ára, hálfur þriðji tugur manna, rúm-
lega, enda á sumrum að auki ung-
lirigar aðkomnir, svo og lausráðið
fólk eitthvað, gestkvæmt.
Er ekki að efa að hún hefur
snemma kynnst öllum störfum er
búskap heyra til og gengið að verk-
um með þeim dugnaði sem henni er
gefinn og kjarki, sem enst hefur
henni alla tíð, enda oft þurft á eigin-
leikum þessum að halda við hin fjöl-
breyttustu störf er hún hefur haft
um ævina.
Eftir að námi í Reykjanesskóla
sleppti lá leið hennar úr heimahér-
aði um sinn. En um skeið bjó hún
með manni sínum, Halldóri Víg-
Iundssyni, í Reykjanesi og ráku þau
þar hótel á sumrum. Mann sinn
missti hún 1977, en þeim varð auðið
fjögurra barna, sonaeign.
Hér verður ekki uppi höfð nákvæm
skýrsla yfir störf og feril mágkonu
minnar, en oft mun hafa reynt á þrek
hennar og kjark við störf og í stríði,
eins og við þekkjum mörg hver, er
lifúm lífinu lifandi. Nefni: Akureyri
við hjúkrunarstörf, ráðskona á hér-
aðsskólum, Eiðar og Skógar, vita-
varsla á Horni til þriggja ára og Dala-
tanga tæpan tug, gistihús rak hún
um skeið á Arngerðareyri ásamt bú-
skap þar og hafði á hendi stöðvar-
stjórn Pósts og síma í leiðinni, en
þar var þá slík þjónusta allt til hausts
1958 og bar saman brottför hennar
og flutningur þessarar þjónustu að
Kirkjubóli í Langadal. Búið var í
Múla í ísafirði um hríð og víðar ver-
ið, forstöðukona Djúpmannabúðar
nokkur sumur.
Hin síðari ár mörg hefur hún verið
ritari á Veðurstofu íslands og nýtur
þar trausts yfirmanna og vinnufé-
MINNING
Jónas Bergmann
Hallgrímsson
Fæddur 13. maí 1945
Dáinn 3. maí 1992
Þann 3. maí sl. lést á sjúkrahúsinu á
Blönduósi tengdasonur okkar, Jónas
Bergmann Hallgrímsson, eftir
haröa baráttu við þann sjúkdóm
sem læknavísindin kunna enn engin
ráð við. Andlát hans kom engum á
óvart sem með fylgdist.
Hann var fæddur á Helgavatni í
Vatnsdal 13. maí 1945. Foreldrar
hans eru Þorbjörg Jónasdóttir frá
Marðarnúpi og Hallgrímur Eðvarös-
son frá Helgavatni. Að honum stóðu
traustar bændaættir og frá þeim
erfði hann sína góðu eiginleika.
Hann var traustur, sterkur og hlýr
persónuleiki.
Kynni okkar hófust er hann, ásamt
dóttur okkar Sigurlaugu Helgu, hóf
búskap á Helgavatni. Þau bjuggu
fyrst í félagi við foreldra hans, en
tóku síöar við búinu.
Jónas var mikill náttúruunnandi
Helgavatni
og náttúruskoðari, sem og Björn
Bergmann, frændi hans, var. Það var
ætíð tilhlökkunarefni að fara í heim-
sókn að Helgavatni. Alltaf var hugs-
að til þess hvað hægt væri að gera
okkur til skemmtunar. Margar ferð-
irnar fórum við með Jónasi og fjöl-
skyldunni fram á heiðarnar og víðar
um Húnavatnssýslurnar. Alltaf var
hann að fræða okkur um umhverfið
og lífshætti fólksins sem þar býr.
Dalinn sinn fallega var hann búinn
að kenna okkur allan. Hann var góð-
ur sonur sinnar sveitar og nú hefur
Vatnsdalurinn misst einn sinna
góðu sona. Jónas var ekki maður
metorða. Líf hans og starf var helgað
jörðinni hans og fjölskyldu sem
hann unni svo mjög. Þar vann hann
sín störf af þeirri alúð og hlýju sem
'einkenndu hann allt til enda. Þá var
einstakt hve mikla umhyggju hann
bar fyrir tengdaföður sínum eftir að
hann varð fyrir þungu áfalli. Við eig-
CMflS
Gæöavara sem allir bændur þekkja
Fáanlegar á frábæru veröi
CLAAS R46 rúllubindivélin er algengasta rúllubindivélin á
Islandi. Islenskir bændur þekkja vel CLAAS þjónustuna.
CLAAS R46 hentar islenskum aðstæðum séríega vel,
fíngerðu og fremur þungu heyi.
Meöal þess útbúnaðar, sem
er innifalinn í veröi þessara
véla en telst gjarna til auka-
búnaöar hjá öðrum, má
nefna:
• Búnaö í ekilshúsi dráttarvélar sem
gefur Ijós- og hljóðmerki þegar
bagginn er tilbúinn, svo stjórnandi
geti byrjað að binda.
• Vökvalyfta á sópvindu.
• Matara fyrir sópvindu, sem m.a.
kemur i veg fyrír að hey flækist eða
stöðvist i aðfærslustokki.
• Sérstakan búnað, sem kemur i
veg fyrír að smágert hey slæðist
með.
• Sjálfsmurðar keðjur afyfirstærð.
• Breið dekk, 15.5/55X17.
• Baggasparkara.
• Landhjól á sópvindu.
• Tvöfaldan bindibúnað.
• Baggahólf, sem haldið er saman
með vökvaþrýstingi en ekki læsingu,
svo ekki er hætta á skemmdum, þótt
oftroðið sé i vélina.
Ger/d pantanir strax til aö tryggja
tímanlega afgreiðslu.
Fáeinum vélum
J<sWyMM
lUldsúdfuj
um honum svo óendanlega mikið að
þakka og kveðjum hann með sárum
söknuði.
Tíminn einn megnar að milda
sorgina hjá ástvinum hans, Sigur-
laugu og börnunum þremur, öldr-
uðum foreldrum hans og systkin-
um. En eftir stendur minningin um
góða drenginn okkar allra. Við biðj-
um algóðan guð að leiða hann á
landi ljóss og lífs. Blessuð sé minn-
ing hans.
Kristín Bjamadóttir,
Maron Pétursson
laga, svo sem verið hefur hvarvetna á
vinnustað. Er henni í blóð borin
samviskusemi og vönduð til orðs og
æðis. Uppeldi á fjölmennu heimili,
þar sem vinnusemi og regla voru í
heiðri höfð, hefur og stuðlað að því
að þroska með henni virðingu fyrir
starfinu og gildi þess er vel er gert
fyrir einstakling og umhverfi. Hitt
vita færri að hún geymir með sér
mikla hjartahlýju og réttlætiskennd,
er þeir hafa vissulega merkt er eitt-
hvað hafa umgengist hana að ráði,
vinir, tengdafólk. Hún er kona
sköruleg og segir meiningu sína á
hlutunum þegar við á. Ófeimin.
Gestrisni hennar er mikil og fylgja
skrifi þessu alúðarþakkir frá okkur
hér fyrir höfðinglegar móttökur
jafnan er fundum ber saman við
Faxaflóann.
Nú er jörð tekin að grænka við Djúp
og þú hyggur brátt á vesturferð til að
Iíta þá mold augum sem hjarta þfnu
stóð jafnan næst. Vinir þínir fagna
þér og hlakka til samvista við þig
þessa stuttu sumarstund. Velkomin
vestur að djúpum dölum, lygnum
fjörðum og glitrandi silungsám og
verða þá í fylgd þinni að venju syn-
irnir þrír, er nú eru ofar grænni
torfu, svo og vinir og tengdafólk, og
dóttirin Aðalheiður, en hana áttir þú
áður en þú giftist, námsstjóri, hin
mesta myndarkona, samrýmd móð-
ur sinni og þér mikil hjálparhella.
Heill þér sjötugri.
Sr. Baldur Vilhelmsson,
Vatnsfirði
Vélamarkaður
§•
HÖFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVIK ■ SIMI 91-634000
JOTUNS
Vaxtalaust lán - sértilboð
Þið kaupið notaðar landbúnaðarvélar hjá okkur
fyrir 20. júní og borgið 6. september
VAXTALAUST
Listi yfir notuó tæki til á lager
• CLAAS 185 Sláttuþyria
meö blásara
• PZ 330 Múgavél
• PZ 331 Múgavél
• PZ 381 Múgavél
• PZ 600 Heytætla
• KVERNELAND 7512
Heypökkunarvél
• MF4 Heybindivél
• Vestmek Rúllutætari
• CLAAS R4689 Rúllu-
bindivél
• MF 60H 1987 grafa
• CLAAS R66 87 rúllubindi-
vél 150x120
• Deutz-Fahr 87 rúllubindi-
vél 120x120
• MF 87 heybindivél
• MF 365 dráttarvél 2wd
1987 65 hö.
• MF 350 dráttarvél 2wd
1987 47 hö.
• MF 355 dráttarvél 4wd
1988 55 hö.
• MF 350 dráttarvél 2wd
1988 47 hö.
• MF 240 dráttarvél 2wd
1986 47 hö.
• CASE 1394 dráttarvél
m/tækjum 4wd 1985 71 hö.
• MF 390T dráttarvél 4wd
1990 90 hö.
• UNIV. 445 dráttarvél 2wd
1986 47 hö.
• SAME EXPL. dráttarvél
4wd 198560 hö.
• IH XL585 dráttarvél 2wd
1985 58 hö.
• MF 350 dráttarvél 1987
• MF 240 dráttarvél 2wd
47 hö.
• MF 355 dráttarvél
m/trima ámoksturstækjum 2wd
55 hö.
• MF 3080 dráttarvél
m/frambúnaöi 1987 4wd 100 hö.
• MF 205 iönaðarvél
m/ámoksturstækjum 66
• CASE 783 dráttarvél
m/veto ámoksturstækjum 4wd
1989
• Deutz 6207 dráttarvél
m/grind 1982
• Eigum einnig Bandit sláttuvélar
fyrir bæjarfélög og golfklúbba á
sérstökum afsláttarkjörum.
J@úíy)IK)IK)
Míésodfy
HÖFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 91-634000