Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 10
10 Tfminn
Laugardagur 6. júní 1992
í miðborg höfuðborgar
Kambódíu einkennist götu-
myndin af mörgum þúsund-
um reiðhjóla, þríhjóla fóts-
tignum „rickshaw“vögnum og
víetnömskum vélhjólum. Enn
eru bflar fáséðir. Þeir fáu
vörubflar sem sjást á víðum,
rykugum breiðgötum frá ný-
iendutímanum eru að mestu
leyti tilheyrandi hemum,
brynvarðir flutningabflar frið-
arsveita Sameinuðu þjóðanna
sem eiga að fylgjast með því
að umskiptin í landinu til Iýð-
ræðis gangi friðsamlega fyrir
sig.
Háir múrarnir umhverfis hallar-
garðana á bakka Tonié Sap, hliðarár
Mekongs, ljóma nýmálaðir í björt-
um gulum lit. Risastór æskumynd
af hinum sjötuga fyrrverandi ein-
valdi landsins, Sihanouk, skreytir
aðalhliðið að hallargarðinum. Þeg-
ar hann sneri aftur til heimalands
síns í nóvemberlok var höllin, sem
þá stóð auð, sett í stand í snarhasti,
flogið með húsgögn og gluggatjöld
frá Tælandi til að gera bráðabirgða-
þjóðarleiðtoganum og nýjum for-
seta æðsta þjóðarráðsins kleift að
setjast aftur að í gömlu höllinni
sinni, sem hann hafði orðið að yfir-
gefa 1979 til að forða sér frá Víet-
nömum sem þá réðust inn í land
hans. En óviðgerðu bakbyggingarn-
ar á hallarlóðinni, salir og musteri
með brenndar framhliðar og niður-
níddar svalir, passa fremur inn í
myndina sem vanhirt einbýlishús
frá nýlendutímanum, klaustur-
byggingar sem kveikt hefur verið í
og óviðhaldin fjölbýlishús mynda.
Fjölbreytt mannlíf
undir berum himni
Milli fábrotinna stjórnarráðsbygg-
inganna hefur verið þrengt löngum
röðum af kofum úr viði og báru-
járni og fyrir framan þá falbjóða
börn og gamlar konur sígarettur
og, vegna skorts á nothæfum bens-
íntönkum, bensín á lítraflöskum. í
bakgörðunum, sem í eina tíð voru
skrautlegir og enn iiggur í loftinu
þungur ilmur Hawaiirósa og ja-
smína, dvergfura og fragnipani-
trjáa, hefur verið hrúgað upp bygg-
aftur úr öskustónni
ingarefni, en líka úrgangi og rusli.
Hundar og endur flykkjast þangað í
fæðuleit. Innan um þetta allt er eld-
að á Iitlum prímusum, borðað og
líka oft tekinn lúr í miðdegishitan-
um undir stórum trjánum. Fyrir
börnin í Phnom Penh eru rústirnar,
eins og byggingarstaðirnir sem fer
sífjölgandi, mikill ævintýraheimur.
Undir háu þaki markaðssalanna ið-
ar allt af lífi. Þrátt fyrir síðdeg-
issvækjuna þrengir sér mannfjöldi
Massey-Ferguson
Vinsælasta og mest keypta
vestur-evrópska dráttarvélin
Fyrirliggjandi í
ýmsum gerðum
MF-390 vélar með svoköll-
uðu „HiLine" húsi eru á
sömu tilboðskjörum og giltu
í haust, þær eru á sama
verði og vélar með eldri
gerð húsa. Gólfið er
hindrunarlaust, skipting 12
samhæfðir gírar áfram og
12 afturábak hægra megin
við ökumann, vendigír
vinstra megin á stýri, mis-
munadrifi og fjórhjóladrifi
læst með rafmagnsrofa og
tveggja hraða aflúttak sem
stjórnað er úr ekilshúsi.
Pantið strax og tryggið örugga
afgreiðslu á lægsta fáanlega verði á
sömu vildarkjörunum eins og í haust
WléstiiSfy
HOFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVIK ■ SIMI 91-634000
um þrönga gangana meðfram sölu-
borðunum, sem sligast næstum
undan þurrkuðum fiski úr nær-
liggjandi Mekongfljótinu, hráu
hænsnakjöti sem flugur sækja mik-
ið í, kryddi og smáfjöllum af ávöxt-
um og blómum. Á öðrum borðaröð-
um ná hrúgurnar af reiðhjólavara-
hlutum upp undir þak. En úrvalið
af tæknitólum blekkir. Næstum allt
er notað, en notað aftur og aftur,
þar sem nýir hlutir eru svo dýrir að
þeir eru ekki keyptir. Eftir næstum
því 20 ára stríð og óvanalegt ástand
að öðru ieyti er landið í svo djúpri
efnahagsiegri kreppu að Kambódía
er eitt af alfátækustu ríkjum heims.
„Steinaldarkommún-
ismi“ og „Lýðveldið
Kampútsea“
Þrettán árum eftir að stjórn Pols
Pot lauk ber yfirbragð Kambódíu
enn djúp merki af þeim „steinaldar-
kommúnisma" sem það varð að
þola í fjögur ár. 1975, eftir sigur
Rauðu khmeranna á hersveitum
forsætisráðherrans Lons Nol, sem
naut verndar Bandaríkjamanna, og
hraðan brottflutning Ameríkan-
anna úr þessum heimshluta, var
ríkinu breytt í kommúnistaríkið
„Lýðveldið Kampútsea". íbúar
Phnom Penh, sem þá voru þrjár
milljónir, voru fluttir burt í snar-
hasti, borgin brennd og ofurseld
villigróðri. Ekki bara einkaeignir,
heldur líka peningar og markaðir
voru afnumdir, þjóðbankinn
sprengdur í loft upp og dómkirkjur
rifnar til grunna. Álitið er að ein
milljón, sumir telja það reyndar
hafa verið þrjár milljónir, Kambód-
íumanna lifðu ekki skelfinguna og
íjöldamorðin af og í þeim hópi voru
næstum allir læknar, kaupmenn,
embættismenn, kennarar og einnig
hugsuðir og listamenn.
Hernám Víetnama batt enda á
skelfingarstjórn Rauðu Khmeranna
en meðan það stóð batnaði efna-
hagsástandið aðeins lítillega. Þrátt
fyrir vopnahléð, sem komið var á
1991, hafa borgarastríðsaðilarnir
fjórir enn 200.000 manns undir
vopnum.
Það var ekki fyrr en það þrennt
hafði gerst að kommúnistastjórn
Huns Sen hafði samið um vopnahlé
við hina þrjá aðilana að borgara-
styrjöldinni, um eitt hundrað þús-
und víetnamskra hernámsmanna
höfðu snúið aftur til síns heima og
bráðabirgðastjórn hafði verið kom-
ið á fót að hjálparstofnanir og ríkis-
studdar stofnanir tóku til starfa í sí-
auknum mæli. Þessi aöstoð felst þó
eingöngu í að flytja flóttamenn aft-
ur heim og mannúðaraðgerðum.
Þar er efst á blaði að annast þá ótal-
mörgu sem hafa orðið fyrir skaða af
jarðsprengjum, fórnarlömb leifa
hins langvarandi borgarastríðs.
Mörg hundruð þúsund af jarð-
sprengjum eru enn falin í jörð í
Kambódíu eða rétt undir vatnsyfir-
borðinu á stórum hrísgrjónaökrun-
um. Næstum fimmtíu þúsund
Kambódíumanna hafa misst hand-
leggi eða fætur við snertingu við
jarðsprengjur, í hverjum mánuði
bætast þar við um fjögur hundruð
ný tilfelli. AIls staðar má sjá saman-
tjösluð fórnarlömb á hækjum betla
meðfram strætum og mörkuðum.
Oft er þar um börn á skólaaldri að
ræða.
íbúamir aftur orðnir
8 1/2 milljón
íbúar Kambódíu, sem að þrem
fjórðu hlutum eru Khmerar og ein-
um fjórða Víetnamar og Kínverjar,
voru aftur orðnir átta og hálf millj-
ón í árslok 1991, og búa á tæplega
180.000 ferkflómetra landsvæði.
Áttatíu prósent íbúanna, sérstak-
lega Khmerarnir, stunda landbún-
að. Hrísgrjónabændurnir búa í kof-
um úr bambus, tágum og pálma-
blöðum, án rafmagns og vatns. Með
naumu framlagi sínu tryggja þeir
íbúum landsins grunnnæringu.
Borgarbúar hafa aðallega safnast
saman í Phnom Penh og þar hafa
þeir nú aftur náð tölunni þrjár
milljónir.