Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.06.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 6. maí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasöiu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tryllt borgar- stjómaríhald Tillaga Alfreðs Þorsteinssonar í borgarstjórn Reykjavíkur um að borgarfulltrúar og þingmenn Reykjavíkur hittust til þess að ræða viðbrögð við aflasamdrætti á næsta ári varð til þess að trylla borgarstjóra og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Atvinnuleysi í Reykjavík fer nú mjög vaxandi. Þótt ekki sé ljóst hver aflasamdrátturinn verður eða hvernig hann kemur niður, er alveg ljóst að hann gerir það enn verra viðfangs að bregðast við því ástandi sem er á vinnumarkaðnum. Bent hefur verið á að nauðsynlegt er að allir aðilar, sveitar- stjómarmenn og þingmenn þar meðtaldir, ræði þessi mál og reyni að hafa sem best samstarf um aðgerðir. Fúkyrðaflaumur borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík spáir ekki góðu um vilja til þess að hafa samvinnu um viðbrögð við því alvarlega ástandi, sem getur skapast og hefur þeg- ar skapast í atvinnulífinu. Þjóðhagsstofnun spáir nú 3% atvinnuleysi á landsvísu, og fari allt á versta veg getur það orðið enn meira, jafnvel 5-7%. Sá fjöldi í Reykjavík, svo notuð sé líking Alfreðs Þorsteinssonar á borgar- stjórnarfundi, gæti fyllt áhorfendastæði Laugar- dalsvallarins. Við þetta bætist að fyrir aðgerðir ríkisvaldsins og sölu ríkisfyrirtækja missa margir vinnu sína. Nauðsynlegt er að ræða vandamál þessa fólks og reyna að finna lausnir. Þótt viðbrögð meirihluta borgarstjórnar lofi ekki góðu, ber þó að geta þess að taugakerfi fulltrúa meirihlutans er ekki í mjög góðu lagi um þessar mundir. Nýlegar skoðanakannanir sýna að borgar- stjórnaríhaldið er að missa tök, og málflutningur fulltrúa Framsóknarflokksins á ríkan hljómgrunn í borginni. Goðsagnirnar falla ein af annarri. Meiri- hlutinn er ósamstæður í hverju málinu eftir öðru. Augu manna hafa opnast fyrir hinni hrikalegu sóun fjármuna, sem hefur viðgengist í borginni á undan- förnum árum. Stjórnkerfi borgarinnar er veikt, og það hefur verið látið undir höfuð leggjast að endur- skipuleggja það. Þjóðsagan um hið trausta vígi skynsamlegra stjórnarhátta, sem Reykjavíkurborg hefur átt að vera, er afhjúpuð. Það er af þessum ástæðum sem borgarstjóri og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bregðast ómálefnalega við jafnhógværum tillögum fulltrúa Framsóknarflokksins eins og að þingmenn og borgarfulltúar hittist til þess að ræða horfurnar í atvinnumálum. Það segir sitt um sálarástandið að jafnsjálfsögð tillaga skuli verða tilefni til persónu- legs skætings á borgarstjórnarfundum og árása á fjarstadda stjórnmálamenn Framsóknarflokksins. Það ber að vona, vegna Reykvíkinga og þjóðar- innar allrar, að mennirnir átti sig og komi tauga- kerfmu í lag. Birgir Guðmundsson: Jafnaðarstefna framtíðarinnar Fljótlega upp úr helginni hefst 46, flokksþing Alþýðuflokksins og er búist við fjölmenni. Það er eðlilegt að þeir, sem litið hafa til jafnaðar- stefnunnar sem leiðarhnoða í lífs- viðhorfum, skuli einmitt hafa áhuga á framvindunni í Alþýðu- flokknum, því flokkurinn stendur á tímamótum. Yfirskrift flokksþings- ins er „Fullvalda þjóð með framtíð- arsýn —jöfnuður, réttlæti, velferð" og verður að gera ráð fyrir að það sé eitthvað, sem Alþýðuflokkurinn vill að eigi við um íslendinga. Fyrir nokkrum árum hefði yfir- skrift sem þessi þótt almenn og máttlaus, dæmigerð yfirskrift á þingi flokks þar sem ekkert sérstakt væri að gerast. í dag hins vegar er þessi yfirskrift þrungin merkingu og ekki síst kratamir sjálfir hafa skilgreint upp á nýtt hugtök eins og jöfnuður, réttlæti og velferð. Það er athyglisvert að þessi endurskil- greining íslenskra jafnaðarmanna á grundvallarhugtökum, sem al- mennur friður hafði verið um árum saman, kemur ekki til vegna um- ræðu og endurmats jafnaðarmanna sjálfra á hugmyndafræði sinni og stefnu. Það er ekki hægt að tala um að þær nýju áherslur, sem uppi eru varðandi .jafnrétti, réttlæti og vel- ferð“ séu niðurstaða hugmynda- fræðilegrar umræðu Alþýðuflokks- manna sjálfra, eða liður í því sjálf- sagða pólitíska endurmati, sem stjómmálaflokkar þurfa að ganga í gegnum til að halda í við aðra þró- un í þjóðfélaginu. Það er heldur ekki hægt að tala um þær nýju áherslur, sem fram eru komnar í Alþýðuflokknum, nema e.Lv. í Evr- ópumálum, sem hugmyndafræði- lega og pólitíska framþróun jafnað- arstefnu hjá flokksforystunni sjálfri. Sjálfstæöisflokkur vill breyta Þvert á móti virðast þær gmnd- vallarbreytingar, sem Alþýðuflokk- urinn vill nú gera á stefnu sinni og stöðu í íslenskum stjómmálum, til komnar vegna samstarfs hans í rík- isstjóm með Sjálfstæðisflokki. Sannleikurinn er nefnilega sá — þó þaö sé napurlegt um að hugsa fyrir marga krata — að jafnaðarstefna Alþýðuflokksins er nú að undir- gangast umfangsmikinn uppskurð og endurskoðun að kröfu Sjálf- stæðisflokksins, en ekki vegna þeirra innri dýnamíkur sem eðli- legt er að sé til staðar í stjómmála- flokki. Þetta vald Sjálfstæðisflokks yfir Alþýðuflokknum kemur vel fram í stjórnarsamstarfinu, sem staðið hefur í rúmt ár. Allar meginlínur stefnumörkunar ríkisstjómarinnar byggjast á forsendum sjálfstæðis- manna. Nægir í því sambandi að minna á orð síðasta móhíkanans í ráðherraliði Alþýðuflokksins, Jó- hönnu Sigurðardóttur. Hún hefur ítrekað bent á að skattlagning og tekjujöfnun hafi ekki átt upp á pall- borðið hjá Sjálfstæðisflokki, sem lofað hafi að hækka ekki skatta. Al- þýðuflokkurinn hafi kokgleypt þá stefnu og setið og staðið eins og sjálfstæðismenn hafi boðið í þeim efnum. Þessa skoðun Jóhönnu er vert að íhuga í ljósi þess að þjón- ustugjöld éru vitaskuld illa dulbúin aðferð til að hækka skatta og gefa sjálfstæðismönnum um leið tæki- færi til að segjast ekki hafa hækkað skatta. Þetta fyrirbæri er þekkt úr heimi alkóhólista og þar væru krat- ar kallaðir „co-arar“, sem er nafn- gift á sjúklegu ástandi maka alkó- hólistans, þegar makinn reynir að hylma yfir og gera gott úr vandræð- unum vegna drykkjuskapar alkans. Avuvþ fonnunns ALþýðuflvkksins - Jafnaðarmannaflokks Islands Slýtaboð til floWsbundinna AlpýðufloWS' manna Allrýðujlokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur ísfowls boðar til 46. flokksþings sins Jagana 11. til 14 júní næstkomanih. Þingid verður haldiö í ílyróttahúsinu Digranesi í Kóþavogi undir yfirskriftinni „M.'LLVALDA ÞJÓÐ MEÐ L'RAMTÍDARSÝN - JÖFNUÐUR, RÉTTLÆTI, VELFERD“. Flokksþing hafa hingai) til verið haldin að hatisti, en margt bendir til þess að boðað sé til þessafyrsta swnarþings á hárréttum tíma. Hin hraða atburðarás samtimans gefur okkurfullt tilefni til j)ess að kalla saman æðstu valdastofnun flokksins fyrr en ella, enda er þingiitu ætlað ai) móta jafnaðar- stefnu framtíðarinnar. Fjórir stórir málcfnaflokkar verða til umræðu á flokksþinginu: Evróþumál, sjávarútvegs- ogatvinnumál, velfcrðar- og ríkisfjármál og úmhverfismál. Jafnmargir nuilefnahó[xir haja unmó umfangsmikla máleflvivihnu aí) undanfömu og hafi hundruð manna lagt hnnd á þlóg- inn, cnda voru hópamir ofmir öllu flokksfólki. M Mrf sem átt hefur sér stað í málefnahójiwn. flnkksfclngum og kjördæmisráðum Alþýðujlokks- ins hefur eflt samstixhnui meðal jlokhmamui. Þau drög að ályktunum sem hópamir hafa unnió fsrir flokksþingið ivra /viú mei) scr aðfull samstaða mwu julsí iöllum nuiLiflokkum. Þetta s\nir það og samuir hversu nauðsynlegt Jxu) er fyrir okkur jafnaðamienn að hittast reglulega ográða ráð- um okkar. Alþýðujlokksmenn gera miklar kröfur til þeirra er valist luija til að gegna fomstustörfum jyrir (lokkinn.‘ Erindi flokksforystunnar við flokks- menn á komandi flokksþingi er hins vegar — svo haldið sé áfram með þessa samlíkingu — að fá leyfi til að detta í það með íhaldinu. Það umboð, sem flokksforysta Alþýðuflokks sækist eftir á flokks- þinginu í vikunni, er að fá heimild flokksmanna til að skilgreina orðin jafnrétti, réttlæti og velferð með sama hætti og sjálfstæðismenn hafa gert í núverandi stjómarsam- starfi. Jón Baldvin Hannibalsson skrifar sérstakt ávarp til flokksbundinna Alþýðuflokksmanna í Alþýðublaðið í gær, þar sem hann hvetur menn til að koma á flokksþing. Þar lætur hann sem sú ákvörðun að flýta flokksþinginu hafi stjómast af ekki minni hlut en „hraðri atburðarás samtímans", en ekki því að flokks- þingið myndi annars stangast á við vinnu við gerð fjárlaga, sem var skýringin sem upphaflega var gefin. Fyrir hvaö stendur Jón? Formaður Alþýðuflokksins segir í þessu ávarpi sínu að fyrir dymm standi að móta jafnaðarstefnu framtíðarinnar á flokksþinginu. Ef- laust er það rétt hjá Jóni að einmitt á þessu flokksþingi mun það ráðast hvort jafnaðarstefria Alþýðuflokks- ins á einhverja framtíð fyrir sér eða ekki. Eins og málin standa í dag, virðist sú jafnaðarstefna, sem Jón Baldvin og Jón Sigurðsson standa fyrir (og myndi vera kölluð sjálf- stæðisstefna við örlítið breytta sviðsmynd), ætla að verða ofan á í flokknum. Það þýðir gjörbreytta stefnu frá þeim kúrs, sem Jón Bald- vin tók fyrir nokkmm ámm og miðaði að því að stækka flokkinn og gera hann að samnefnara allra lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna á lslandi. Þessu má líka stilla upp með dálítið öðmm hætti. Jón Baldvin bað landsmenn að bera saman sögu Alþýðuflokksins og þátttöku hans í uppbyggingu ís- lenska velferðarkerfisins annars vegar, og kommúníska og sósíal- íska sögu Alþýöubandalagsins hins vegar, þegar Ólafur Ragnar Gríms- son Iýsti því yfir í fyrrahaust að Al- þýðubandalagið væri eini íslenski jafnaðarmannaflokkurinn. Á þeim grundvelli gerði formaður Alþýðu- flokksins kröfu til þess að vera sá vettvangur, sem sameining jafriað- armanna gæti farið fram á. Nú hins vegar segir formaður Alþýðuflokks- ins að það velferðarkerfi, sem Al- þýðuflokkurinn hefur fram til þessa verið stoltur af, sé ómögulegt. „Það geta ekki allir fengið allt fyrir ekk- ert,“ segir formaðurinn og undir- gengst brosandi það sem samráð- herra hans og varaformaður hefur kallað „handahófskenndan niður- skurð á velferðarkerfinu". Ólafur vann Jón Baldvin hefur einfaldlega gefist upp fyrir Ólafi Ragnari í bar- áttunni um fylgi íslenskra jafriaöar- manna. Jón Baldvin hefur því snúið sér frá sameiningardraumum og vill sætta sig við að vera nokkurs konar flokksbrot úr, en þó til hliðar við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta má sjá víða, m.a. í því hvemig einum af fulltrúum þess Nýja vettvangs, sem Alþýðuflokkurinn ætlaði sér að verða fyrir nokkmm mánuðum og ámm, Ragnheiði Davíðsdóttur, hef- ur nú verið bolað úr flokknum. Skoðanakannanir, sem birtust f gær, virðast staðfesta ósigur Jóns Baldvins fyrir Ólafi Ragnari. Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn er að rétta úr kútnum heldur hinn stjómarflokkurinn, Alþýðuflokkur- inn, áfram að tapa fylgi. Alþýðu- bandalagið hins vegar hrósar sér af ótrúlegu fylgi á sama tíma og kommúnismi og sósíalismi em al- mennt á góðri leið með að deyja út í heiminum. í ávarpi sínu til flokksmanna í Al- þýðublaðinu talar Jón Baldvin um að þinginu sé ætlað að móta jafnað- arstefnu framtíðarinnar. Það hefði e.t.v. verið nákvæmara orðalag að segja að á flokksþinginu muni það ráðast hvort jafnaðarstefna framtíð- arinnar verði yfirleitt mótuð í Al- þýðuflokknum. Eitt geta menn þó verið vissir um: í Alþýðubandalag- inu munu menn fýlgjast grannt með þessu flokksþingi og vona að sjónarmið sjálfstæðiskratismans hljóti sem mesta vegsemd. Gangi það eftir, verður þess ekki langt að bíða að Ólafur Ragnar boði til ráð- stefnu á sínum vegum til að ræða um og móta jafriaðarstefnu fram- tíðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.