Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 11. júní 1992 Tímínn MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjórí: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sími: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samgöngur og samruni Því er gjarnan haldið fram, þegar vandi steðj- ar að í atvinnulífinu, að sameining fyrirtækja leysi vandann. Einnig er uppi sterkur þrýst- ingur frá stjórnvöldum um sameiningu sveit- arfélaga í stærri heildir. Nýr þáttur í þessari þróun eru viðræður um stofnun tilraunasveit- arfélaga, sem njóti tekjustofna til þess að sjá um ákveðin verkefni umfram önnur sveitarfé- lög. I allri þessari umræðu þarf að vera ljóst að hér er um ákveðna þróun að ræða. Sameining fyrirtækja eða sveitarfélaga getur ekki verið efnahagsaðgerð sem skilar skjótum árangri. Líklega verður þróunin áfram sú að fyrirtæki stækka, til dæmis í sjávarútvegi. Það fer þó eft- ir eðli starfseminnar hvort stór fyrirtæki ganga betur en smá. Til dæmis hafa lítil og meðalstór fyrirtæki gengið vel í úrvinnslu í sjávarútvegi. Hitt er þó víst að útgerð togara og baráttan um fiskveiðiheimildir kallar á stærri heildir. Hins vegar gleymist oft í þessari umræðu af- ar mikilvægur þáttur varðandi öll sameining- armál, en það eru samgöngumálin. Þess sjást ekki merki í öllu því sameiningartali, sem nú á sér stað og er ýtt undir af hálfu stjórnvalda, að því fylgi átak í samgöngumálum, ef jarðgöng á Vestfjörðum eru undan skilin. Það er dregið verulega úr almennri vegagerð á þessu ári, en margir mjög slæmir vegarkaflar slíta sundur það vegakerfi sem stenst nútímakröfur. Stærri atvinnusvæði verða ekki til án góðra og greiðra samgangna og því að góð og vel skipu- lögð vetrarþjónusta sé á vegum. Við höfum tækin í höndunum til að leysa slíka þjónustu vel af hendi. Vegagerð ríkisins er góð og traust stofnun, sem á auðvelt með að skipuleggja bætta þjónustu, sé fjármagn fyrir hendi. Mild vetrarveðrátta síðustu ára má ekki villa um fyrir okkur íslendingum. Þeir vetur geta komið að samgöngur geti orðið mjög erfiðar, nema að kosta miklu til. Allt þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um stærri atvinnusvæði, sameiningu fyrir- tækja og sameiningu sveitarfélaga. Uppbygg- ing samgöngumála, sem tekur mið af því að greiða fyrir slíku, er nauðsynleg ef slíkar breytingar eiga að gerast í sátt við fólkið í hin- um dreifðu byggðum. Þung áhersla skal lögð á það að öll þessi sam- einingarmál verða að vera með langtímamark- mið í huga, en eru ekki skyndiaðgerð í bráðum efnahagsvanda. Lygamaskínur „Lygin er lygi þótt hún sé ljós- mynduð“, er frægt innlegg í ís- lenska stjórnmálabaráttu og er orðið langlífara en mörg snilli- yrðin, sem leiftra í Alþingistíð- indum og öðrum sögubókum. Tilfellið er að mörg lygin er ljósmynduð til að gera hana trú- verðuga og getur jafnvel verið enn betra að ljúga með mynd- um en orðum einum saman. Þegar eitthvað óvenjulegt ber fyrir á nethimnunni er gjaman sagt að menn trúi ekki eigin augum og getur það allt eins verið varlegra heldur en að treysta öllu því sem maður sér, eða heldur sig sjá. Deilur og málaferli hafa staðið á milli Grænfriðunga og Magn- úsar Guðmundssonar, sem nú er kallaður kvikmynda- gerðarmaður, um hvort frá- sögn á myndbandi sé sönn eða login. Undirréttur í Ósló komst að því að frá- sögnin er bæði sönn og log- in eða hvomgt og jafnvel kannski sviðsett. Þessum loðna úrskurði hefur nú verið áfrýjað til hæstaréttar í Noregi og fróð- legt verður að fylgjast með hvort dómarar þar trúa sínum eigin augum þegar þeir fara að grína í bíóið um seladráp á norðurslóðum. Á steypinum Mörgum hefúr þótt frásögn Þórbergs Þórðarssonar af því þegar hann varð óléttur austur í Suðursveit fremur ótrúleg. Sjálfur reyndi hann ekki að telja fólkinu í sveitinni trú um hið sanna ástand sitt. Strákur treysti því ekki að sér yrði trúað. Aftur á móti kokgleypti öll heimspressan, með sjónvörpin í broddi fylkingar, því að ungur karlmaður á Filippseyjum væri kasóléttur. Undrið var sýnt á sjónvarpsskjám um allan heim þar sem sveinstaulinn lá með þunga sinn út í loftið og fóm greiðendur afnotagjalda á ís- landi ekki varhluta af innfjálg- um útskýringum fréttafólks af ólétta stráknum á Filippseyjum. Lá viðundrið á dívangarmi og strauk útstandandi ístm sína, sem falin var undir klæðum. Þessir tilburðir hefðu þótt kauðskir og klaufalegir í sirkusi, en heimsfréttastjórar góndu á eins og naut á nývirki og létu undirsáta sína þylja hallærisleg- ar skýringar á þunga stráksins, og mátti jafhvel skilja að hann hafi bamað sjálfan sig, þar sem hann væri svo vel af guði gerður að hafa kynfæri bæði karls og konu. Vlðundrin Svo gaf rétt skapaður Filipps- eyingur gáfnaljósum vestræns upplýsingastreymis langt nef, kippti koddanum undan skyrt- unni og er horfinn. Læknar skoðuðu þungann í sónartækjum og trúðu sínum augum, og þeir skoðuðu þvag- sýni úr barnshafandi konu og héldu það vera úr karlinum og gáfu dellunni grænt ljós. Svo er tækni nútímans og dugnaði fréttamanna fyrir að þakka að frásagnir af barnshaf- andi karlmanni á Filippseyjum fór ekki framhjá neinum, sem á annað borð fylgjast með frétt- unum. Eftir stendur spurningin, hverjir em meiri viðundur, strákurinn sem laug því að hann hafi bamað sjálfan sig eða læknar og fréttastofur sem stað- festu fyrirbærið og komu því á framfæri við gjörvalla heims- byggðina. Dularfullir læknisdómar En þetta er ekki í fyrsta sinn sem óprúttnir Filippseyingar hafa Vesturlandabúa að fíflum með hjálp fjölmiðla. Fyrir nokkmm árum óðu töfralæknar á Filippseyjum með bemm höndunum inn í kviðar- hol sjúklinga og rifu úr þeim alls kyns meinsemdir, stmku svo yfir með blóðugum lúkun- um og vom allir vefir heilir eftir og sá hvorki skurð né ör á húð- inni. Upphaflega bámst fregnir af þessum læknisdómum í frétta- tímum og sýndu myndir að rétt var með farið. Síðar vom gerðir heilu fréttaþættirnir um þessa yfirskilvitlegu uppskurði og vom hundakúnstimar kvik- myndaðar í bak og fyrir og hvert vitnið af öðm var leitt fyrir myndavélamar og látið vitna um hvílík heilsubót það væri að láta Filippseyinga vaða með krumlumar upp undir olnboga inn í kvið sér, eða stinga fingr- um inn í heilabú og útlimi og draga út æxli og ónýt líffæri. Kjúklingablóð, lifur og fóöm og fleira af slíku tagi var það sem myndað var í höndum töfralæknanna og fféttamenn og dagskrárgerðarfólk bar aldrei brigður á trúverðugheit frá- sagnanna í máli og aðallega myndum. Dýrkeypt grín Efnt var til sérstakra ferða frá íslandi til heimalands kírúrg- anna sem ekki notuðu nein verkfæri, enga deyfingu, engin sóttvarnarefni og höfðu ná- kvæmlega enga þekk- ingu á sjúkdómum, en þeim mun meiri á trú- girni og aulahætti fóm- arlamba sinna. Það var fínn bisniss að ferðast með sjúklinga um hálf- an hnöttinn og til baka aftur. Þeim var seld gisting og viður- gjömingur eins og gerist og gengur þegar ferðalangar eiga í hlut og svo fengu stofnanir galdrakarlanna og þeir sjálfir nokkuð fyrir sinn snúð, og var allt þetta mjög atvinnuskapandi þann tíma sem dýrkeypt grínið stóð yfir. Tryggingastofnun ríkisins tók ekki þátt í kostnaði við lækning- amar á Filippseyjum og þótti mörgum það nánasarlegt á sín- um tíma. Tími undra og kraftaverka á Filippseyjum er ekki liðinn enn. Þau hafa það fram yfir aðra töfra að vera kvikmynduð og í því liggur fréttagildi þeirra. Og svo auðvitað því að þegar einhver vill trúa, þá er auðveldast af öllu að sýna honum myndir af lyg- inni. Uppskurðir með bemm hönd- um, sem engin ör skilja eftir sig, og kasóléttur karlmaður, sem enginn þarf að líta nánar á, em ef til vill ekkert ótrúlegri fyrir- bæri en mörg önnur, sem alltaf er verið að telja manni trú um að séu staðfestar og sannaðar staðreyndir. Séra Ámi sagði að Snæfelling- ar væm snillingar í að ljúga með þögninni. Snilld tækni- væðingar upplýsingadreifingar er að ljúga með myndum. Og öll viljum við vera og erum auðtrúa. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.