Tíminn - 11.06.1992, Síða 8

Tíminn - 11.06.1992, Síða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 11. júní 1992 MINNING Magnús Einarsson útibússtjóri Landsbankans, Egilsstöðum Fæddur 30. mars 1941 Dáinn 3. júní 1992 Sumarið er komið í allri sinni dýrð. Enn á ný fáum við að njóta fegurðar fjallanna, birtu himinsins, söngs fugl- anna og allra þeirra tilbrigða náttúr- unnar sem guð hefur skapað. Á faum stöðum er morgunninn jafn fallegur og norður í Vopnafirði þar sem heitast er á landinu og gróðurinn tekur ótrú- legum framförum. Alls staðar er Iífið að kvikna og mannfólkið brosir við til- verunni. Á þessum fallega morgni var lífið bjart og fagurt fyrir flesta, en aðrir fundu fyrir sársaukanum eins og hann getur orðið verstur og sorgin knúði dyra. Þannig hefur það víst alltaf verið og mun alltaf verða án þess að við skilj- um hvers vegna og hvenaer lífið birtist okkur með þessum hætti. Það var þennan morgun sem Magnús Einars- son varð bráðkvaddur. Hann hafði farið út til að njóta blíðunnar og samver- unnar við náttúruna og halda líkama sínum í sem bestri þjálfun. Þennan sama morgun frétti ég af andláti þessa góða vinar míns, sem margir eiga eftir að sakna. Við, sem eftir sitjum, skiljum ekki frekar en áður andstæður lífsins, en minnumst þess að oft er skammt á milli gleði og sorgar. Magnús Einarsson var fæddur á þeim sögufræga stað, Valþjófsstað í Fljótsdal, sonur Einars Sveins Magnús- sonar og Maríu Jónsdóttur. Hann ólst upp í Fljótsdalnum, sem var honum af- ar kær allt lífið. Hann var mótaður af því umhverfi og því góða fólki, sem þar hefúr búið og býr enn þann dag í dag. Þar á hann margt frændfólk og það var honum sárt að sjá hvað fólki fækkaði mikið í þessum fallega dal. Magnús var mjög félagslyndur og tók þátt í margvíslegu félagsstarfi af miklum krafti. Hann vann lengst af hjá samvinnuhreyfingunni, fyrst hjá Kaup- félagi Héraðsbúa þar sem hann var skrifstofustjóri og fulltrúi kaupfélags- stjóra. Þegar Samvinnubankinn hóf starfsemi á Egilsstöðum var leitað til hans um uppbyggingu útibús. Síðan yfirtók Landsbankinn starfsemina, en þar starfaði Magnús til dauðadags. Magnús var mjög eftirsóttur í félags- málum. Hann sat lengi í sveitarstjórn Egilsstaðahrepps og Iagði hönd á plóg allt sitt líf í því mikla uppbyggingar- starfi sem þar hefur verið unnið, og það gerði hann ekki aðeins með því að sitja í sveitarstjóm í 16 ár, heldur jafnframt með þátttöku í öðru félagslífi. Ilann var mikill áhugamaður um íþróttir og málefni æskunnar. Hann var jafnframt góður tónlistarmaður og tók mikinn þátt í tónlistarlífi á Fljótsdalshéraði. Magnús var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum og stjómaði söng af glaðværð og innlifun. Við eigum mörg góðar minningar frá því að hlusta á Magnús spila á hljóðfæri og njóta sam- vista við hann á góðum stundum. Ég kynntist Magnúsi fyrst og fremst í gegnum samstarf okkar í stjómmál- um. Hann staríaði á vettvangi Fram- sóknarflokksins frá unga aldri. Mest starfaði hann á sviði sveitarstjórnar- mála, en var jafnframt í miðstjóm flokksins í langan tíma. Magnús var mjög næmur fyrir straumum í stjóm- málum og það var gott að þiggja ráð frá honum í stjómmálastarfi. Hann var hreinskilinn, glöggur, starfsamur og vissi vel um hagi og þarfir fólks á Fljótsdalshéraði. Hann var glettinn og það vottaði gjaman fyrir stríðni í and- litinu þegar við töluðum saman um þjóðmálin. Hann fylgdist mjög vel með. Þótt mest væri talað um alvöru lífsins, þá minntist Magnús gjaman á það spaugilega í leiðinni. Ég veit að það eru margir sem minnast hlátursins, sem var sérkennilegur og kryddaði gjaman sérhvert samtal sem hann átti við menn. Það var mikill missir fyrir Egilsstaði og alla samferðamenn Magnúsar að hann skuli nú falla frá ungur að árum. Ég þakka trausta vin- áttu, hlýhug og samstarf í langan tíma. Fyrir hönd framsóknarmanna á Austurlandi þakka ég fómfús störf Magnúsar og allar góðu stundimar sem við áttum með honum. Magnús var kvæntur Guðlaugu Guttormsdóttur og áttu þau þrjár dæt- ur: Maríu Eir, sem er kennari í Grinda- vík, Ameyju, viðskiptafræðing í Reykja- vík og Droplaugu, sem enn er í námi. Við Sigurjóna sendum Guðlaugu, dætrunum og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Halldór Ásgrímsson Hörmuleg tíðindi gera ekki boð á undan sér. Eg var austur á Vopnafirði í síðustu viku á gangi milli húsa í yndis- legu vorveðri, þegar Kristján Magnús- son vinur minn kom til mín og sagði mér að Magnús Einarsson hefði orðið bráðkvaddur þá um morguninn. Þegar samferðamennimir kveðja, rifjast margt upp. Ég hitti Magnús og Gullu fyrst daginn eftir að ég kom öll- um ókunnugur til Egilsstaða, og það var upphafið að samíylgd í tæpa þrjá áratugi, sem vinnufélagar, samherjar í stjómmálum og nágrannar í litlu sam- félagi. Fyrir þessa samfylgd, sem aldrei bar skugga á, vil ég og mitt fólk þakka að leiðarlokum. Magnús Einarsson var fæddur á Val- þjófsstað í Fljótsdal, sonur hjónanna Einars Sveins Magnússonar og Maríu Jónsdóttur. Hann ólst upp á Valþjófs- stað, en stundaði nám við Eiðaskóla. Hann réðst ungur til Kaupfélags Hér- aðsbúa, fyrst á Reyðarfirði, en hóf síðan störf sem skrifstofustjóri og fulltrúi kaupfélagsstjóra á Egilsstöðum. Þegar Samvinnubankinn opnaði útibú á Eg- ilsstöðum, réðst hann þangað sem úti- bússtjóri og vann við þau störf og síðan sem útibússtjóri Landsbankans til dauðadags. Magnús valdi sér starfsvettvang á Egilsstöðum og svo sannarlega naut byggðarlagið góðs af því. Hann var fé- lagslyndur maður sem ekki lá á liði sínu hvar sem hann kom við. í sveitar- stjóm Egilsstaðahrepps var hann kjör- inn ungur að ámm og sat þar í 16 ár og var lengst af í forustu í þessu byggðar- Iagi sem var að vaxa og allt þurfti að byggja upp frá gmnni. Magnús lá ekki á liði sínu við þessi störf. Sveitarfélagið naut í ríkum mæli vinnusemi hans, glöggskyggni á tölur, skipulagsgáfu og góðs samstarfsanda við sína félaga. Þau ár, sem hann var í forustu sveitarfélags- ins, vom ár uppbyggingar og framfara. Það var fjarri því að þetta væri eina sviðið þar sem Magnús lét til sfn taka. Hans áhugamál vom íþróttir og tónlist og vann hann kröftuglega að þeim. Hann var ein af driffjöðmnum í Tón- listarfélagi Fljótsdalshéraðs frá stofnun þess og fylgdist með og tók þátt í íþróttastaríi af ódrepandi áhuga. Þá em ótalin stjórnmálin, en þar lá hann ekki á liði sínu frekar en annars staðar, sem fomstumaður í sveitar- stjómarmálum og trúnaðarmaður á ýmsum póstum fyrir Framsóknar- flokkinn á Austurlandi. Hann var mað- ur þeirrar gerðar að það munaði um hann hvar sem hann fór. í sinni vinnu hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, í bönkun- um var hann hinn reglusami, glöggi og trausti starfsmaður, sem hafði reiðu á hlutunum. Magnús sigldi auðvitað ekki sléttan sjó í lífinu frekar en aðrir menn, sem bera mikla ábyrgð í sínum störfum og taka auk þess þátt í félagsmálum og em þar í forustu. Það gustaði stundum um hann, enda var hann hreinskilinn í við- ræðu, sagði kost og löst á hlutunum og var stundum stríðinn. Þetta risti ekki djúpt og undir þessu yfirborði, sem hann brá fyrir sig stundum, sló gott hjarta og einlægur vilji til þess að hafa röð og reglu á hlutunum. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og einnig til annarra. Skarð það, sem hann skilur eftir sig í samfélaginu á Egilsstöðum, verður vandfyilt Hann var kvæntur Guðlaugu Guttormsdóttur og þau áttu þrjár dæt- ur: Maríu Eir, kennara í Grindavík; Ameyju, viðskiptaffæðing í Reykjavík; og Droplaugu, sem útskrifaðist úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor. Þeirra missir er mestur. Það er komið að því að kveðja og þakka vináttu, samfylgd og stuðning í gegnum árin, sem aldrei bar skugga 1 Það er erfitt að skilja hvers vegna menn fúllir af lífsorku em slegnir svo skyndi- lega til jarðar af manninum með ljáinn. Það er okkar að ganga veginn áfram, þó með döpmm hug sé. Við Magga sendum Gullu og Maríu Eir, Ameyju og Droplaugu og öðmm vandamönnum Magnúsar innilegar samúðarkveðjur. Jón Kristjánsson Mér brá ónotalega síðastliðinn mið- vikudag, þegar mér bárust tíðindin að Magnús Einarsson, æskuvinur minn og nánast jafhaldri, hefði orðið bráð- kvaddur á íþróttavellinum á Egilsstöð- um þá um morguninn. Magnús fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal 30. mars 1941, sonur hjón- anna Einars Sveins Magnússonar og Maríu Jónsdóttur frá Bessastöðum. Við kynntumst fyrir fjómm áratug- um. Ég var þá í sveit á Skriðuklaustri hjá Jónasi Péturssyni. Þá þegar bar Magnús með sér prúðmannlegt og frjálslegt fas, sem einkenndi hann alla tíð. Ekki var verra að hann hafði gaman af hvers kyns íþróttum og þrautum. Það kom fyrir, þegar Magnús kom út í Klaustur á rauða Volvo-traktomum frá Valþjófsstað til þess að taka bensín, að við reyndum með okkur í ýmsum greinum. Einnig tókum við þátt í fót- boltaæfingum Fljótsdælinga á björtum sumarkvöldum. Seinna lá leiðin saman í Eiðaskóla. Magnús lauk þaðan gagn- fræðaprófi vorið 1959 og hóf þá strax um sumarið störf hjá Þorsteini Jóns- syni, kaupfélagsstjóra KHB á Reyðar- firði. Um haustið fluttist hann í Egils- staði og vann á skrifstofu kaupfélagsins þar, lengst af sem fulltrúi kaupfélags- stjóra. Þegar útibú Samvinnubankans var stofnsett á Egilsstöðum, gerðist hann útibússtjóri þess og síðar Landsbank- ans. Þetta er starfsferillinn í stórum dráttum, en auk þess tók Magnús mik- inn þátt í sveitarstjómar- og félagsmál- um. Hann sat í hreppsnefnd Egilsstaða- hrepps í fjögur kjörtímabil frá 1966 til 1982 og var oddviti hreppsnefndar síð- asta kjörtímabilið. Hann var driffjöðrin í stofnun Tónskóla Fljótsdalshéraðs og skólanefndarformaður hans frá upphafi til dauðadags. Hann sat í stjóm sjúkra- hússins á Egilsstöðum í fjölmörg kjör- tímabil og var lengst af formaður þeirr- ar stjómar. Fjölmargar fleiri nefndir og stjómir mætti telja, sem hann átti sæti í, og gjaman var hann formaður við- komandi stjóma. Fyrir Framsóknar- flokkinn vann hann mikið og óeigin- gjamt starf. Á yngri árum var hann for- maður í Félagi ungra framsóknar- manna og síðar sveitarstjómarmaður og fulltrúi í miðstjóm. Á kjördag var hann alltaf mættur fyrstur manna til þess að taka þátt í kosningastarfinu. Ég minnist Magnúsar ekki síst fyrir hversu vandvirkur og nákvæmur hann var í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann hafði ákveðnar hugmyndir um samfélagslegar skyldur samborgar- anna og ekki síst sínar eigin og gerði miklar kröfur til vandaðrar meðferðar á opinberum fjármunum. Þau eru ófá skiptin sem ég hef leitað ráða hjá honum um ýmis málefni og ekki hvað síst á sviði sveitarstjómar- mála. Með söknuði hugsa ég til þess að þeirrar ráðgjafar nýtur ekki lengur við. Magnús gat verið býsna hvassyrtur, ef honum bauð svo við að horfa, og talaði tæpitungulaust um hlutina. Meðan mál voru í deiglunni var hann dugleg- ur að kynna sér sem flestar hliðar þeirra og horfði á hlutina frá fleiri en einu sjónarhomi, en að tekinni afstöðu hélt hann sínu fram af eindrægni. Ég held að þessir eðliskostir ásamt skarp- skyggni og samviskusemi hafi átt drýgsta þáttinn í því hve menn báru al- mennt mikið traust til hans. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra Héraðsbúa þegar margháttuð störf eru þökkuð. Söknuðurinn er mikill og vandséð hvernig það skarð verður fyllt, sem skyndilegt og ótímabært fráfall veldur. Fráfall hans í blóma lífsins er mikið áfall fyrir mannlífið á Fljótsdalshéraði. Ég man ekki svo eftir íþróttamóti á Eiðum eða á Egilsstöðum að Magnús væri þar ekki mættur til þess að hjálpa til við framkvæmdina og hvetja til dáða. Sama átti við um knattspymu- leiki. Þar hvatti hann Hattarmenn óspart með sinni hljómmiklu rödd. Á þorrablótum stjómaði hann fjöldasöng í anddyrinu á Valaskjálf meðan verið var að undirbúa húsið fyrir dansleik að loknu borðhaldi. Alltaf mætti hann fyrstur manna í morgunsundið og sá um að opna sundlaugina. Ef mikils þurfti við í veislustjóm og söng, þá vom honum gjaman falin slík vanda- verk. Margt fleira mætti nefna þar sem Magnús var sjálfkjörinn til forystu, enda kom margt til. Hann hafði afar fágaða framkomu og var myndarlegur á velli, hár, grannur og fríður sýnum. Hann var mjög tónelskur, spilaði á Qölda hljóðfæra ef svo bar við, og var frábær söngmaður. Þegar þessi fátæk- legu minningabrot eru rifjuð upp, finnst hve söknuðurinn er sár. Af kynnum okkar Magnúsar er mér sérstaklega minnisstætt, hve hann sinnti aldraðri móður sinni af mikilli alúð. Hún dvaldi á sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum síðustu æviárin. Ég held að varla hafi liðið sá dagur að hann gæfi sér ekki tíma til þess að heimsækja hana, hversu önnum kafinn sem hann var að öðru leyti. Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín votta Guðlaugu, dætmnum Maríu Eir, Ameyju og Droplaugu okkar dýpstu samúð. Sveinn Þórarinsson Vart ætlaði ég að trúa því, að Magn- ús vinur minn væri látinn, er Sveinn sonur minn hringdi til mín og sagði mér, að hann hefði orðið bráðkvaddur einmitt þá um daginn, aðeins 51 árs að aldri. Ekki varð honum aldurinn að meini. Magnús var í mínum huga, frá því að ég kynntist honum, einkar hress maður, unglegur og léttur í fasi. Hann virtist langt frá því að vera senn að kveðja fólk og frón. Hann var drengi- legur maður í raun, og veit ég að allir muni bera honum það orð við leiðar- lokin. Þegar ég fluttist austur á Borgar- fjörð haustið 1980, tók ég upp viðskipti við bankastofnun þar á staðnum, sem var afgreiðsla frá Samvinnubankanum á Egilsstöðum. Magnús birtist við og við til að líta eftir afgreiðslunni, sem þá var og er í höndum ágæts manns, Bjöms Aðalsteinssonar. Mér leist strax vel á þennan mann, hávaxinn, grann- an, snyrtilegan, háttprúðan. Þessi lýs- ingarorð eru þó aðeins hluti af ein- kunnum þeim, sem hægt var að gefa þessum unga manni. Öll skipti okkar, sem entust allar götur til hans enda- dægurs, voru á einn veg: heiðarleg og hrein. Gaman var að rabba við Magnús um daginn og veginn, en það gerðum við oft, er fundum bar saman, bæði á Borg- arfirði og á Egilsstöðum. Ég held að kurteisi hafi verið Magnúsi í blóð bor- in. Get ég hugsað mér, að allir beri honum þess vitni við leiðarlok, að hann hafi verið tillitssamur og lipur í sam- skiptum öllum, en margir þurftu að hafe samband við hann. Starf banka- stjóra er kreíjandi, og mun Magnús vissulega oft hafa þurft að leggja sig all- an fram. Grunar mig, að starfið hafi flýtt fyrir endalokum hans. Horfinn er góður drengur. Ég þakka honum skiptin um árin öll og sakna hans ákaflega. Góður drengur er horf- inn yfir móðuna miklu á besta aldri. Ég get eigi æviatriða hans í smáatriðum. Aðrir munu væntanlega gera það. Ég þakka góð skipti við áreiðanlegan og ljúfan mann. Aðstandendum hans votta ég innilega samúð. Auðunn Bragi Sveinsson Þetta var bara svona venjulegur þriðjudagur. Allskonar veður, nóg að gera. Svo komu vondu fréttimar. Hver hringir núna og segir mér með léttri illkvittni í röddinni að á Egils- stöðum sé sólskin og svona 15- 20 stiga hiti? Þegar hann var viss um að í Grundaríirði væri súld og svaii. Hvemig í ósköpunum á ég að fara með fólkið mitt í Stóruvík í sumar og vita að Magnús vinur minn Einarsson er ekki lengur á næstu grösum? Hann var búinn að lofa okkur sól og hita. Og ekki efast ég um að við það hefði verið staðið. Ég var búin að hlakka svo mikið til að hitta hann á heimaslóðum. Loksins, eftir áratuga vináttu, ætlaði ég að heimsækja Aust- urland. Magnús er sérstakur maður í mín- um huga. Hann var einn af þeim sem tóku á móti mér í Framsóknarflokkn- um, þegar ég ung stúlka og einmana lagði leið mína á flokksþing. Við urðum strax mestu mátar og skemmtum okkur saman, þegar færi gafstá Svo réðst ég sem útibússtjóri Sam- vinnubankans í Grundarfirði. Hann útibússtjóri sama banka á Egilsstöð- um. Ég fullyrði að án Magnúsar hefði mér leiðin orðið grýttari en varð í starfi. Alltaf átti hann tíma og ráð fyrir mig, þegar ég stóð á gati. Hann hafði komið sömu leið og ég inní bankann, gegnum starfsreynslu í samvinnu- hreyfingunni. Svo að hann þekkti minn vanda vel. Hann var mjög hæfúr bankamaður. Ég leyfi mér að fullyrða að Landsbanki íslands hefur misst einn sinn besta starfsmann. Alltaf var gleðin með í för. Á manna- mótum brást ekki að í Magga heyrðist: ,Jæja, nú syngjum viðl" Ef að hljóðfæri var nálægt, var hann kominn þar. Og stjómaði fjöldasöng af miklum móð. Hafði alla texta á hraðbergi. Margar eru þær líka vísumar, sem hann hefur gaukað að mér úr ýmsum áttum. Oft þurfti hann líka að monta sig af dætmm sínum. Mæja kennari og trú- lofuð strák úr Stykkishólmi. Hann þurfti nú að hlýða mér vel yfir ættir hans og uppruna, þegar það kom til. Amey alltaf að skora mörkin í fótbolt- anum, viðskiptafræðingur hjá Lands- bréfum. Og Droplaug nýútskrifaður stúdent. Annars þekki ég ekkert til hans fjölskylduhaga, utan að hann er uppalinn á Valþjófsstað og montinn af. Af prestum kominn. Ég kvaddi Magnús kl. rúmlega fjög- ur á mánudaginn. Hann sagðist vera að velja fyrir mig hús í Stómvík, sumar- húsum Landsbankans við Lagarfljót. Þar var enginn, svo að hann hafði gist þar nokkrar nætur að gamni sínu. Sagði það gott, enda veður á Héraði eins og venjulega. Að morgni, úti í náttúmnni, varð hann allur. Guð geymi Magnús Einarsson. Og gefi ást- vinum hans frið í hjarta, þegar sorgin líður frá Því að góða ástvini og kæra vini á sérhver að syrgja. Ekkert í heim- inum er eðlilegra en það. Dagbjört Höskuldsdóttir, Grundarfirði

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.