Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 1
Föstudagur 3. júlí 1992 120. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- \ C. !< iA líi' jpfl® ) f§í|§‘«|Pi w-8 « .11 * < |m giir | ( ; J í v ■■■ 11 f ( I JÉIfKfe iPl%u4íi í 4 Frá útifundinum á Lækjartorgi í gær. Alþingi götunnar hefur fengið nóg af launamisrétti og vill að Alþingi Islendinga komi saman strax: Mælirinn er fullur! Mikið fjölmenni, hátt í 10 þúsund manns, var á útifundi á Lækjar- torgi í gær þar sem þess var krafist að Alþingi kæmi strax saman og hnekkti dómi Kjaradóms. Fólki virðist svíða sárt það ranglæti sem birtist í að tekjuhæstu menn þjóðarinnar fái tugprósenta launa- hækkanir meðan almenningur situr eftir með sín 1,7%. Það voru ASÍ og BSRB sem stóðu fyr- ir fundinum og ræðumenn voru tveir, þeir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ. Ögmundur rakti í ræðu sinni bar- áttu launafólks á undanfömum mán- uðum um lagfæringar og leiðrétting- ar á launatöxtum sem öllum var synj- að um á þeim forsendum að þjóðar- búið þyldi það ekki. Launamenn brast kraft til að fylgja kröfúm sínum eftir og sitja nú uppi með 1,7% launa- hækkun. Um þetta hafi ekki verið sátt Kjaradómur hafi búið til áttfald- an launamun inn í launakerfið og nú hafi fólk fengið upp í háls af misrétti í kjaramálum þegar dómsvaldið hygli hinum háu eftir að troðið hafi verið á hinum lágu. Hann sagði að aðeins næðist sátt og samstaða í þjóðfélaginu ef hin lægri laun yrðu hækkuð og tekjumunurinn yrði minnkaður og dregið úr misrétt- inu. Ekki yrði lengur vikist undan að taka á ranglátri tekjuskiftingu í þjóð- félaginu, hana yrði að laga. Niður- stöður kjaradóms staðfesti að mis- réttið í þjóðfélaginu og það sé orðið samfélaginu hættulegt Nú stæðum við á krossgötum, það yrði að taka á málinu þegar í stað. Alþingi ætti að koma saman nú þegar og horfast í augu við þann veruleika sem hefur orðið til þess að þjóðin segir einum rómi: Nú verður ekki lengur undan vikist Ásmundur sagði m.a. í ræðu sinni að fólk væri reitt yfir Kjaradómi og sætti því ekki að ójöfnuðurinn í þjóðfélag- inu væri aukinn. Það væri vilji fólks- ins að Alþingi kæmi saman og tæki á málinu. Verkalýðshreyfingin hafi komið fram af hófsemi og sýnt ábyrgðartilfinn- ingu í kjarascunningum, en almennt launafólk sætti sig ekki við 1,7% ef Vinnuvikan var rúmlega 2 stundum styrrti hjá körlum og tæplega 3 stundum styttri hjá konum í apríl í vor en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar. í aprflmánuði sl. unnu karl- arnir jafnaðarlega 50 stundir (samtals í aðal- og aukastarfi) en konur tæplega 34 stundir. Könnunin náði til rúmlega 4 æðstu embættismenn fá 97%, þá verði ábyrgðartilfinningin að ábyrgð- arleysi. Ekki sé hægt að skipta þjóðfé- laginu í tvennt, annars vegar þá sem sýna ábyrgð og hins vegar þá sem eru stikkfrí og ríkisstjómin verði að gera sér grein fyrir að það getur aldrei nein ríkisstjóm verið stikkfrí. Nú séu að- eins tveir kostir fyrir hendi, annars vegar sá að úrskurður Kjaradóms gangi til baka og hinn að allir launa- menn hækki um það sama og æðstu embættismenn. Það væri nú óhjá- kvæmilegt að velja aðra af þessum tveimur leiðum og það væri óhjá- þúsund manns 16- 75 ára. Rúm- lega 87% karla og tæplega 75% kvenna voru á vinnumarkaði (þ.e. í vinnu eða atvinnulausir), sem voru heldur hærri hlutföll en fyrir ári. Athygli vekur að at- vinnuþátttaka 16-19 ára hefur aukist töluvert milli ára, eöa úr 46% upp í 54%. Aftur á móti hefur hún minnkað meðal 60- 70 ára úr 78% niður í 74%, hvar af aðeins um fjórðungur er ra- kvæmilegt að Alþingi komi saman og velji leiðina. Ríkisstjómin verði að gera sér Ijóst að það er almenn krafa í þjóðfélaginu að það sé gripið inn í og hún verði að axla ábyrgð. Það þýði ekki að segja við hinn almenna launa- mann, vertu bara rólegur við skulum skoða málið seinna. Almenningur í þessu landi gerir tilkall til þess að ójöfnuðurinn verði ekki aukinn og fari þessi dómur fram, er krafan skýr og henni verður fylgt eftir. Við krefjumst þess að fá ekki minni kauphækkun en æðstu embættis- menn. kinn til aukins atvinnuleysis. Atvinnuþátttaka fólks er áber- andi mest milli fertugs og fimmtugs, hvar af 95% eru á vinnumarkaði (2-3% fleiri en í fyrra). Atvinnuleysi hefur aukist veru- lega milli ára, úr 1,8% fyrir ári í 3% sl. vor. Um 2,3% karla og 3,8% kvenna voru þá án vinnu en vildu vinna. Atvinnuleysi var hlutfallslega Þessi fjölmenni fundur sýnir að það er krafa almennings að Alþingi verði kallað saman og það taki á málinu. Fundinum barst fjöldi baráttukveðja og óska. Að lokum var eftirfarandi áfyktun borin upp til samþykktar: „Utifundur á Lækjartorgi mótmælir misrétti í kjaramálum og krefst þess að Alþingi komi saman þegar í stað til þess að bregðast við í þeirri stöðu sem upp er komin í kjölfar Kjaradóms." Tillagan var samþykkt með handa- uppréttingu allflestra viðstaddra. Sjá einnig umfjöllun á blaðsíðu 2 mest (5,3%) hjá fólki á þrítugs- aldri, þá hjá fólki undir tvítugu (4,5%) og einnig yfir meðaltal (3,2%) hjá fólki á fertugsaldri. Áðeins rúmlega 1,5% þeirra sem komnir voru yfir fertugt voru án vinnu óviljugir. Af þessu leiðir að þótt aðeins um fjórðungur vinnuaflsins sé und- ir þrítugu þá er helmingur at- vinnulausra á þeim aldri. - HEI -BS Vinnuvikan styttist um 2-3 stundir milli ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.