Tíminn - 03.07.1992, Page 9

Tíminn - 03.07.1992, Page 9
Tíminn 9 Föstudagur 3. júlí 1992 DAGBÓK Gunnar Guðbjörnsson. Tónleikar Gunnars Guðbjörns- sonar í Norræna húsinu Þriðjudaginn 7. júlí n.k. munu Gunn- ar Guðbjömsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tón- leika í Norraena húsinu. Á dagskrá þessara tónleika verður efn- isskrá, sem þeir félagar ætla að flytja á einsöngstónleikum í Wigmore Hall í London í lok nóvember n.k. Gunnar Guðbjömsson stundaði m.a. nám hjá Sigurði Demetz Franzsyni og framhaldsnám í Berlín og London. Hann hefur sótt námskeið og einkatíma hjá söngvurunum Nicolai Gedda og Emst Haefliger, svo eitthvað sé nefnt. Veturinn 1991-92 stundaði Gunnar nám í Nation- al Opera Studio í London. Hann hefúr sungið í óperum á fslandi, í Bretlandi og Þýskalandi og komið fram á fjölda tónleika víðsvegar um Evrópu. Má þar nefna einsöngstónleika í Covent Garden ópemnni í London og tónleika með Royal Philharmonic Orchestra í Royal Albert Hall. Hann hefur gert fjölda upptakna, m.a. fyrir RPO Records og Philips CÍassics og nýlega söng Gunnar upptöku fyrir BBC 3. Framtíðaráform fela í sér áframhaldandi störf við Óper- una í Wiesbaden þar sem Gunnar er fast- ráðinn, Töfraflautu Mozarts á tónlistar- hátíð í Zwingenberg og gala-tónleikar í byrjun nóvember í tilefni af enduropnun Wigmore Hall eftir viðgerðir. Jónas Ingimundarson hefúr í áraraðir verið einn af okkar fremstu píanóleikur- um. Hann hefur komið fram hérlendis sem erlendis sem einleikari og einnig leikið með fjölda þekktra söngvara og hljóðfæraleikara. Fyrirlestur Halldórs Þorgeirs- sonar í Bahá’í miöstöóinni Það hefúr vakið nokkra athygli að Ba- há’í samfélagið á fslandi sendi fulltrúa til þátttöku á umhverfisráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Ríó. Upphaflega var ráð- gert að íslenski fulltrúinn, dr. Halldór Þorgeirsson plöntulífeðlisfræðingur, tæki þátt í „Global Forum” ráðstefnunni, sem haldin var af ópólitískum samtökum samhliða aðalráðstefnunni. Þegar til Ríó kom var hann hins vegar beðinn um að taka sæti sem einn af fjórum áheymar- fulltrúum Alþjóðlega Bahá’í samfélags- ins á sjálfri umhverfisráðstefnunni. Dr. Halldór fór með sýnishom af ís- lenskum jarðvegi, sem tekinn var á Þing- völlum við hátíðlega athöfn, til Ríó. Jarð- veginum var komið lyrir, ásamt mold frá fjölmörgum öðmm löndum, í minnis- merki sem var í laginu eins og stunda- glas, til að minna alla jarðarbúa á að tím- inn er að renna út til bjargar lífríki jarð- arinnar. Á minnismerkinu var eftirfar- andi áletmn úr ritum Bahá’u’lláh, opinberanda Bahá’í trúarinnar: .Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.“ Dr. Halldór mun halda opinberan fyr- irlestur í Bahá'í miðstöðinni, Álfabakka 12,2. hæð, í Mjódd, iaugardaginn 4. júlf, kl. 20.30. Erindið nefnist: Staða um- hverfismála að Iokinni ráðstefnunni í Ríó. Fyrirlesturinn er öllum opinn, end- urgjaldslaust. (Bahá’í samfélagið í Reykjavík) BIG FOOT til sýnis viö Kringluna Að undanfömu hafa bandarískir ofúr- hugar verið hér á landi og sýnt ýmsar akstursíþróttir. Eitt farartækið, sem þeir nota í sýningaratriðum, er svonefndur „BIG FOOT“ tmkkur og hefur hann vak- ið mikla athygli. BIG FOOT tröllið er byggt upp úr Ford pallbíl. Hann hefur verið stækkaður og breytt og er bíllinn nú um 16 tonn að þyngd og 3,5 metrar að hæð. BIG FOOT er fjórhjólastýrður og dekkin mannhæðarhá. Almenningi gefst nú kostur á að skoða BIG FOOT tmkkinn og verður hann til sýnis við Kringluna frá kl. 15 til 18 í dag, föstudag. Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. maí er skrifstofa okkar í Hafnarstræti 20, III. hæö, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Veriö veikomin. Framsóknarftokkurinn. Þórsmörk Hin víðfræga og fjölsótta Þórsmerkurferö ungra framsóknarmanna verður farin dag- ana 3. til 5. júlí n.k. Tjaldaö verður i Langadal. Vinsamlega tilkynniö þátttöku til SUF i sima 91-624480. - Athugiö: Takmarkaö sætaframboð Ferðamálaráð SUF. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Drætti I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestaö til 10. júli n.k. Vel- unnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miöa, eru hvattir til aö greiöa heimsenda giróseöla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I slma 91-624480. Framsóknarflokkurinn Framsóknarkonur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingiö á Egils- stööum 20.-23. ágúst n.k. Vinsamiegast látiö skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráði, simi 91-27420, og á skrifstofu Framsóknarflokksins, simi 91-624480. Framkvæmdastjórn L.F.K. Sumarferð framsóknarmanna Fariö verður Kjöl aö Blönduvirkjun laugardaginn 8. ágúst. Nánar auglýst síðar. Fulltrúaráðið. Hertogaynjan af Kent varö fyrir því óhappi aö ökkiabrotna og er nú meö vinstri fótinn í gifsi. Hún von- ast til aö vera oröin óhölt þegar dóttir hennar gengur upp að altarinu 18. júií nk. BRUÐKAUP BRESKU K0NUNGS- FJÖLSKYLDUNNI Þó að ekki linni sögum um ófarir í hjónabandsmálum innan bresku konungsfjölskyldunnar, eru ekki all- ir meðlimir hennar búnir að missa alla trú á hjónabandinu. Þannig heldur lafði Helen af Windsor fast við þá áætlun sína að halda brúð- kaup sitt með Ttm Táylor 18. júlí nk. og stendur undirbúningur sem hæst Móðir brúðarinnar tilvonandi, her- togaynjan af Kent, varð hins vegar fyrir því óhappi að ökklabrotna þeg- ar hún var að viðra hundana sína á landareign fjölskyldunnar í Nettle- bed í Oxfordshire. En svo skyldu- rækin sem hún er, var hún komin á stjá örfáum dögum síðar — með vinstri fótinn í gifsi. Vonir standa til að hún geti borið sig um gifslaus og óhölt á deginum stóra. Björn Borg gefst upp aö lokum Sænski tennisleikarinn og tísku- fataframleiðandinn Björn Borg er orðinn þreyttur á eiginkonu sinni, Loredönu, eða svo svaraði hann spurningum blaðamanna er þeir forvitnuðust um nýja fylgikonu hans, sýningarstúlkuna Angelicu. Björn Borg eyddi nokkrum frí- dögum í heimaborg sinni Stokk- hólmi fyrir skemmstu, og var Angelica, sem er þýsk og jafngöm- ul Birni, 35 ára, með í för. „Samband mitt við Loredönu hefur alltaf verið með ágætum," sagði tennishetjan. „Loredana er trygglynd á sinn hátt, en það kemur að því að maður verður þreyttur á hjónabandinu og ástin kólnar.“ Sitthvað hefur gengið á í hjóna- bandi hinnar ítölsku poppsöng- konu og tennisleikarans, og hafa þau iðulega fengið veglega um- fjöllun í slúðurdálkum blaða um allan heim. Skemmst er að minn- ast þegar brunaverðir fundu Lore- dönu meðvitundarlausa af lyfjaáti í íbúð sinni í Mílanó fyrir ári. Þá var eiginmaðurinn víðs fjarri á ör- lagastund. Dælt var úr Loredönu á spítala og komst hún til meðvit- undar. Björn giftist Loredönu í septem- ber 1989, en hann var fyrst kvæntur rúmensku tennisstjörn- unni Mariönu Simonescu. Hann á afturámóti sex ára gamlan son Björn Borg sést hér í fylgd nýrr- ar vinstúlku, þýsku sýningar- stúlkunnar Angelicu. með sænsku sýningarstúlkunni Jannike Björling, en þau giftust ekki. w I spegli Tímans

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.