Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tfminn Föstudagur 3. júlí 1992 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Það á að kalla Alþingi saman Ólafur Ragnar Grímsson: Raunsæi ríkjandi í röðum launafólks og Morgunblaðs Mín afstaða er að kalla eigi Al- þingi strax saman. Ef það á að gera eitthvað með þetta mál er ekki eftir neinu að bíða, segir Ingibjörg Sólrún Gísiadóttir, þingkona Kvennalistans. „Ég er almennt mjög mótfallin því að sett séu lög á dóma þannig að mér finnst orka mjög tvímælis að taka dóm Kjaradóms af með lögum, ekki bara þennan dóm, heldur dóma yfirleitt. Þá vil ég minna á að við kvennalistakonur vorum andvígar því á sínum tíma að lög voru sett á BHMR. En það er spurning hvort hægt sé að breyta 6. grein laga um Kjaradóm, þannig að honum beri að taka tillit til aðstæðna. Hugsanlega mætti einnig setja þar inn að kostn- aðurinn af úrskurði Kjaradóms skuli ekki vera meiri en sá kostnaö- ur sem verður af hækkunum á hin- um almenna vinnumarkaði. Ég er ekki sammála því að með lög- um á Alþingi verði öllu snúið aftur til fyrra horfs. Ég er ekki samfærð um að þetta hafi verið réttlátt eins og það var áður. Það er ekki hægt að búa stöðugt við óbreytt ástand í kjaramálum hvort heldur sem það er hjá opinberum starfsmönnum eða á almennum vinnumarkaði. Kjaramál hafa verið sett á ís allt síð- an þjóðarsátt var gerð. Það er fráleitt að margir þeirra sem staðið hafa hvað harðast gegn leiðréttingu á launakjörum á síðastliðnum fjórum árum, skuli nú sjálfir fá slíka leið- réttingu." Ingibjörg Sólrún segist ekki vera ósátt við hvernig dómurinn tók á því máli að setja aukagreiðslur inn í laun, slíkt ætti að gerast á hinum al- menna vinnumarkaði og taka inn í launataxta. Þetta séu í mörgum til- fellum duldar launagreiðslur sem komi mjög illa út, ekki síst fyrir konur sem fá þær í mun minni mæli en karlar. Vegna aukagreiðslna verða engin laun samanburðarhæf og því þarf að breyta. Ef þetta yrði gert almennt myndu sumir ekkert hækka í launum. -BS Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Ég fagna því eindregið að laun- þegahreyfingin skuli krefjast þess að Alþingi komi saman án tafar,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags. „Ég setti fram þessa tillögu strax í fyrradag og rökstuddi það ræki- lega, aö eina lausnin væri að Al- þingi kæmi strax saman og sam- þykkti lög sem hyggju á þennan hnút. Ég fagna því einnig mjög að Morgunblaðið hefur tekið undir þessa kröfu mjög eindregið. Það hefur sýnt sig að raunsæið er ríkj- andi í röðum launafólks og á rit- stjórnarskrifstofu Morgunblaðs- ins. Ég tel að ef ríkisstjórnin fer ekki þessa leið hafi hún dæmt sig vanhæfa til þess að taka á vanda- málunum." Ólafur Ragnar segir það hafa ver- ið kjarnann í breytingunni á stjórnarskránni fyrir rúmu ári að Alþingi situr nú allt árið og að hægt er að kalla það saman með litlum fyrirvara. Hann segir að enginn vafi sé á að Alþingi geti sem fullvalda löggjafarstofnun breytt lögum um Kjaradóm. Ýms- ar útfærslur séu á með hvaða hætti það verði gert sem alþýðubanda- lagsmenn séu tilbúnir að ræða.“ í reynd fæli það í sér að launabreyt- ingarnar hjá þessu fólki yrðu þær sömu og hjá öðrum í landinu á gildistíma ASÍ og BSRB. „Þetta er framkvæmanlegt," segir Ólafur, „það er bara spurning um vilja." -BS Steingrímur Hermannsson: Vill sjá tillögur frá ríkisstjórn um hvað gera skal „Mín skoöun er sú að það sé sjálf- sagt að verða við því að Alþingi komi saman í júlí. Hins vegar vil ég sjá hvaða tillögur ríkisstjómin er með í málinu og hvað þar á að gera, það er aðalatriöið," segir Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Kristinn Hugason um stööu hrossaræktar á Vesturlandi: EKKI UNDRANDI Kristinn Hugason, hrossaræktar- ráðunautur Búnaöarfélags íslands, segist ekki undrandi á stöðu hrossa- ræktar á Vesturlandi. Hann segir að hrossarækt í þessum landshluta sé misjöfn eins og í öðmm landshlut- um en hann sé ánægður með niöur- stöðu fjórðungsmótsins á Kaldár- melum sem nú er nýafstaðið. í spjalli við Tímann sagði hann að skoðun sín væri sú að útkoman á mótinu væri eins góð og framast mætti við búast. Hrossaræktarráðu- nautar hefðu grandskoðað hross í öll- um landsfjórðungnum vikum saman Telexgjöld lækka Samningar hafa náðst við banda- rísk símafyrirtæki um lækkun gjalda fyrir telexþjónustu milli ís- lands og Bandaríkjanna. Lækkunin nemur 26% og gildir einnig fyrir telexþjónustu til Kan- ada. Þannig lækkar mínútugjaldið til Bandaríkjanna og Kanada úr 81,50 kr. í 60,00 krónur og tók það verð gildi 1. júlí sl. —GKG. nokkru áður en mótið hófst og ljóst að staða hrossaræktar í fjórðungnum væri misjöfn bæði innan héraða og milli þeirra. Heildarstöðuna sagðist hann meta þannig að mikið verk væri óunnið eins og reyndar í öðrum fjórð- ungum. Vestlendingar standa frammi fyrir sama vanda og aðrir en hann er sá að hrossin eru of misjöfn. Það þarf að ná upp jafnari stöðu í ræktuninni, sagði Kristinn. Víða á landinu er of mikið af lélegum hrossum en erfitt væri að benda sérstaklega á einn landshluta umfram annan. Ef bera ætti hross úr Vesturlands- fjórðungi saman við hross úr öðrum landshlutum þá mætti kannski segja að byggingarlag hrossanna þar væri heldur lakara en sums staðar annars staðar. Þó alls ekki lakast á íslandi. Kristinn sagði að þessi landshluti væri hrossfærri en Norðurland og Suðurland og því ekkert óeðlilegt þótt færri hross nái mótsþátttöku. Það er auðsætt að framfarir eru í fjórðungnum, sagði Kristinn. Hann sagði gleðilegt að þetta fjórðungsmót hefði verið betra hvað einstakíings- flokka varðar en síðasta fjórðungsmót og niðurstaða sín væri sú að mögu- leikar til kynbóta væru verulegir í landshlutanum. — Krás. „Ég er sammála niðurstöðu lög- fræðinga að bráðabirgðalög eru útilokuð á dóm Kjaradóms, þau voru nógu erfið á BHMR, en þar var eitt ákvæði í 2. grein sem gerði okkur kleift að gera það. Mér fannst þessi málaleitan for- sætisráðherra til dómsins, að taka hann til endurskoðunar, í raun óskiljanleg, það hefði verið sama og að biðja hann að segja af sér. En það er vitanlega hægara sagt en gert að breyta þessum lögum, það hefði það í för með sér að Kjaradómur yrði lagður niður og þá þyrfti Aiþingi sjálft að ákveða laun allra þessara manna, sem yrði óhemjuverk og mörgum spurningum ósvarað um hvernig ætti að standa að slíku. En það kæmi til dæmis til greina að ná þessum hækkunum að verulegu leyti til baka með því að lækka Steingrímur Hermannsson ferðapeninga og alls konar hlunn- indi sem menn hafa haft.“ -BS Nýjung fyrir reykingafólk: Nikótínplást ur í 16klst. Ný gerö nikótínplásturs er nú kom- inn á markaöinn og þarf aðeins að bera hann að deginum til. Plásturinn þarf að bera í 16 klst. og gefur hann frá sér níkótín í gegnum húðina í 16 klst. sem jafngildir venjulegum vökutíma á sólarhring. Þannig fær notandinn ekki viðbót- arnikótín á nóttunni og næmi taugakerfisins fyrir nikótíni er aftur til staðar að morgni. Hætta er á svefntruflunum og óeðlilegum draumförum sé slíkt nikótínhlé ekki gert. Níkótínplástrar komu fyrst í apótek hér á landi þann 1. aprfi sl. Tálið er að u.þ.b. 3000 manns séu í meðferð núna með þeirra hjálp. 25% - 35% þeirra sem reyna að hætta að reykja annaðhvort með aðstoð nikótín- tyggjós eða nikótínplásturs tekst það endanlega. —GKG. Ólafur Ragnar Grímsson. Hagur Islands- banka vænkast: Hagnaður íslandsbanki var rekinn með 19 milljóna króna hagnaði fyrstu 4 mánuði þessa árs. Það er niikil breyting frá því í fyrra þegar tap var á rekstrinum að upphæð 252 miUjónir. Hreinar fjármagnstekjur eru nú 556 miUjónir en þær voru 423 miUjónir á sama tíma árið 1991 og nemur aukningin 31,4%. Aðrar rekstrartekjur hafa aukist um 20 miiyónir milll ára eða 3,7% og nema í heild 559 mUijónum. Rekstrar- gjöld nema 1117 milljónum og lækka um 8,8% frá síðasta ári. Hagnaður af rekstri bankans frá 1. maí 1991 til 30. apríl 1992 var 333 miiljónir en á þessu tímabili námu afskriftir útlána alls rúmlega einum millj- arði. Framlag í afskriftareikning út- lána er 430 miUjónir á fyrstu 4 mánuðum ársins en var 202 miUjónir á sama tíma í fyrra. Framlag bankans í afskrifta- reikning var 815 mUljónir allt árið 1991. Hagræðingin sem varð í kjölfar stofnunar íslandsbanka skilar stöðugt melri árangri og var rekstrarkostnaður bankans fyrstu 4 mánuði ársins 8,8% lægri en á sama tíma 1991. Nemur lækkunin 108 milljón- um. Launakostnaöur hefur lækkað á þessum tíma um 6,3% og annar rekstrarkostnaður um 15,4%. Eiginfjárstaðan er sterk og hafa heildareignir bankans sem voru 59.393 miUjónir aukist um 2.234 milljónir frá áramótum. Eigið fé nemur 5.233 mUIjón- um. Samkvæmt nýjum lögum um eigið fé viðskiptabanka sem byggja á sambærilegum eriend- um reglum á eigínfjárhlutfall að vera að mlnnsta kosti 8%. Hjá íslandsbanka er þetta hlutfall nú 10,24% eða vel yfir lögboðnu iágmariri. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.