Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI Bl LAPART ASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíia tii niðurrífs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbn Simar 668138 8 667387 AUÐVITAÐ Suöurlandsbraut 12 Oðruvísi bflasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYNO HJÁ OKKUR ■ BÍLL HJÁ ÞÉR SfMI 679225 iJ í HÖGG- . DEYFAR Verslid hjá fagmönnum i varahlutir | V-f Hamarsböfða 1 - s. 67-Ö7-44 TVÖFALDUR1. vinningur T Tíminn FÖSTUDAGUR 3. JOLÍ 1992 Störfum í iðnaði fækkað úr 18.400 niðurfyrir 15 þúsund á fjórum árum: Iðnaðarstörf ekki verið færri í meira en áratug Fara verður meira en áratug aftur í tímann til þess að finna dæmi um færri störf í iðnfyrirtækjum heldur en nú, samkvæmt tölum Hagstofunnar um skiptingu vinnuafls. Ársverk í iðnaði voru rúmlega 16.000 í byrjun níunda áratugarins og fjölgaði síðan ár frá ári til 1987, þegar þau urðu flest, um 18.500 störf. Síðan virðist nánast hægt að tala um hrun í þessari grein. Störfum fækkaði í kringum þúsund á ári og voru komin niður í 15.600 árið 1990, þ.e. orðin töluvert færri en áratug áður. Og ekki verður nið- urstaðan glæsilegri sé fiskiðnað- urinn meðtalinn. Þar voru árs- verk 1990 um á þriðja þúsund færri en lengst af síöasta áratug. í iðnaðinum í heild hefur ársverk- um því fækkað kringum 3 þúsund frá byrjun níunda áratugarins og um meira en 5 þúsund frá góðær- inu 1987. Þessi þróun virðist hafa haldið áfram. í fréttabréfi FÍI „Á döfinni", segir frá fyrstu niður- stöðum nýrrar könnunar sem sagðar eru benda til þess að störf í þeim greinum iðnaðar sem hún náði til hafi verið um 500-600 færri á fyrri helmingi þessa árs heldur en á sama tímabili á síð- asta ári. „Þetta samsvarar 6,5% af vinnuaflsnotkun viðkomandi iðn- greina," segir í fréttabréfinu. Eini ljósi punkturinn sé sá, að velta sömu fyrirtækja á heimamarkaði hafi dregist mun minna saman, eða um 2% til 2,5% að raungildi á sama tímabili. Fækkun starfa umfram samdrátt beri vott um að töluverð hagræðing fari nú fram í iðnaðinum. Þeirrar miklu fækk- unar síarfa, sem lesa má úr tölum Hagstofunnar, hefur gætt í flest- um greinum iðnaðar, en þó tölu- vert mismunandi mikið. Mest hefur hrunið orðið í trjávöruiðn- aði og vefnaðar-, fata- og skinna- iðnaði. í byrjun 9. áratugarins voru um 4.400 ársverk unninn í þessum greinum, en aðeins um 2.700 ársverk árið 1990. Þannig að segja má að 4 af hverjum 10 störfum hafi horfið á síðasta ára- tug og ljóst virðist að töluverð fækkun hafi haldið áfram í íyrra og á þessu ári. í máim/skipasmíð- um og viðgerðum fækkaði störf- um líka í kringum 1/6 á síðustu árum 9. áratugarins. Einnig er töluverð fækkun í efna-, stein- efna- og matvælaiðnaði — sér- staklega í slátrun, kjöt- og mjólk- uriðnaði. í síðastnefndu greinun- um fækkaði störfum um 1/6 (um 340) frá 1987 til 1990. Segja má að pappírsiðnaður, stóriðja og ýmsar viðgerðargrein- ar séu einu greinarnar þar sem samdráttar gætti ekki frá 1987- 90. Ársverk (störf) í fiskiðnaði voru rétt öðru hvorum megin við 10.000 ár hvert frá 1981 til 1987, en á næstu þrem árum fækkaði þeim um nærri fjórðung, þ.e. nið- ur í tæplega 7.700 árið 1990. Eftirfarandi tölur um fjölda árs- verka í iðnaði, að fiskiðnaði með- töldum, sýna í grófum dráttum þróun síðustu tveggja áratuga (þ.e. áranna okkar í EFTA): Ár: Ársverk: 1972.....................20.300 1982.....................26.300 1987 ....................28.400 1990 ....................23.300 Með áframhaldandi fækkun starfa í fyrra og á þessu ári virðist ekki langt í að fjöldi starfa í iðnaði komist aftur niður í svipaðan fjölda og íyrir tveim áratugum. En síðan hefur íslendingum á starfsaldri fjölgað yfir 40 þúsund manns. - HEI Gunnlaugur Stefánsson þingmaður, prestur og prestsmaki, með tillögu í þingflokki Alþýðuflokks: Hátekjuskattur er til skoðunar Sérstakt hátekju skattþrep allt að 70% er hugmynd sem er til athug- unar í þingflokki Alþýöuflokksins, en hana viöraði Gunnlaugur Stef- ánsson í vikunni í kjölfar niöur- stöðu Kjaradóms. Gunnlaugur seg- ir aö þessi hugmynd hafi ekki mætt augljósum mótmælum í þing- flokknum en hún hafl hins vegar ekki fengiö þar neina formlega af- greiöslu. Gunnlaugur er einn af fáum þing- mönnum Alþýðuflokksins, sem hef- ur tjáð sig um ákveðin viðbrögð við niðurstöðu Kjaradóms, en dóms- niðurstaðan snertir hann sérstak- lega en auk þess sem hann fær launahækkun sem alþingismaður fær hann hækkun sem prestur og auk þess er eiginkona hans starf- andi prestur líka. Um þessa óvæntu hækkun fjöl- skyldutekna sagði Gunnlaugur að- eins að hann myndi fari að lögum og þiggja hana. Hins vegar benti Gunnlaugur á að það væri m.a. hans starf að taka þátt í að setja lög og hann væri tilbúinn að standa að sérstökum hátekjuskatti. Hann sagði að með slíkum skatti væri ekki einungis verið að ná til þeirra hópa sem Kjaradómur hafi verið að fjalla um heldur líka til þeirra hópa sem notaðir hafi verið til viðmiðun- ar í dómsniðurstöðunni. Gunnlaug- ur minnti á að hann hafi bent á það löngu áður en þessi dómur féll í Kjaradómi að brýnt væri að jafna tekjur í þessu þjóðfélagi og að það þyrfti að ná til hálaunafólks með einhverjum hætti og að þeir sem betur mættu sín verði að leggja meira af mörkum til þjóðfélagins. Hann orðaði það svo að mikil eftir- spurn væri eftir skattfé um þessar mundir og jafnvel þó svo að menn teldu þær viðbótartekjur sem næð- ust með hátekjuskatti væru ekki há- ar þá væru þær „siðferðilega mjög mikilvægar tekjur". Loks sagði Gunnlaugur að há- tekjuskattur ætti að fjölga atvinnu- tækifærum þar sem líklegt væri að menn sem lentu í honum ynnu minni yfirvinnu en ella og því þyrfti fleiri í afleysingar, t.d. ef um skips- pláss væri að ræða. Víöa hefur skiltum sem þessu verið komiö upp til að takmarka akstur vinnuvéla um höfuðborgarsvæðið. Stjórn Félags vinnuvélaeigenda hefur nú mótmælt þeim tak- mörkunum, segir þær einstrengislegar og bendir á að margar vinnuvélar aki jafnhratt og bílar. Stjórnin leggur til að settar verði reglur um lágmarkshraða og telur að þær ráð- stafanir sem gerðar hafa verið beini umferð vinnuvéla frekar inn í íbúöahverfi. —GKG. Tfmamynd Áml Bjama Menningarmálanefnd Rvk bókaði á síðasta fundi um listaverkið „Sólfar" við Sæbraut: Umgjörð verði endurhönnuð Menningarmálanefnd Reykjavík- urborgar samþykkti á fundi sín- um þann 25. júní síðastliöinn bókun þar sem scgir að nefndin leggi tíl aö umgjörð verksins ,3ólfar“ sem stendur við Sæ- braut í Rcykjavík veröi endur- hönnuð í samráði viö handhafa höfundarréttar og menningar- máianefnd. Bókunin var sam- þykkt eftír að Gunnar B. Kvaran hafðl lagt fram greinargerð varð- andi staðsetningu og umgjörð verksins. MikJar deflur risu upp ekki alls fyrir löngu vegna um- gjarðar verícsins sem er cftir Jón Gunnar Ámason og deildu list- unnendur og aörir velunnarar höfundar hart á borgaryfirvöld. Þóttí þeim sem veggur sem reist- ur var götumegin við verídö ásamt súlum þrengja að verídnu og það nytí sín ekki sem skyldl. -PS Fjölþjóðleg könnun á læsi: ísland meðal tíu efstu Island reyndist almennt meðal 10 efstu þjóða af u.þ.b. 30 í fjölþjóö- legrí rannsókn sem gerð hefur ver- iö á læsi 9 ára og 14 ára bama og unglinga. Þrjú svið lesskilnings voru rann- sökuð í hvorum hópi: sögur; fræðsluefni; töflur, kort og línurit. íslensku 9 ára börnin voru í 9. og 11. sæti á öllum þessum þrem svið- um. íslensku unglingarnir voru hins vegar í toppsætinu í skilningi á fræðsluefni, voru í fjórða sæti í sögulestri, en botnuðu sáralítið í línuritum og töflum og unglingar 18 þjóða skutu þeir ref fyrir rass í þeim efnum. Finnskir nemendur náðu bestum árangri á öllum sviðum bæði í hópi 9 ára og 14 ára. Sænskir, franskir, bandarískir og nýsjálenskir nem- endur náðu einnig tiltölulega góð- um árangri. íslendingar voru í öll- um tilfellum nema einu undir með- allagi í samanburði við hin Norður- löndin. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.