Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 3. júlí 1992 Sigríður Einarsdóttir Fædd 4. október 1902 Dáin 23. júní 1992 Hún fæddist í dagrenningu þessar- ar aldar og dó skömmu fyrir sólarlag hennar. Langri ævi merkrar konu er lokið — á meðal okkar — hún sofn- aði svefninum langa inn í Jóns- messunóttina. Einkennandi fyrir hana, sem unni vorinu svo sem hún lýsti sjálf fyrir skömmu í bréfi: „... sem krakki fylltist ég svo sterkri ógn um leið og byrjaði að snjóa og skildi ekki fullorðna fólkið sem tók þessu með jafnaðargeði. Þá byrjaði ég strax að þrá vorið með lítil lömb, grænan gróður, blóm og fuglasöng". Hún hét Sigríður Einarsdóttir og fæddist, ólst upp og bjó nánast alla sína ævi á Eyrarlandi, nú í Eyjafjarð- arsveit. Hún var elst fimm barna sæmdarhjónanna Margrétar Eiríks- dóttur og Einars Árnasonar, bónda og alþingismanns. Hún naut góðs uppeldis á menningarheimili, nam við Kvennaskólann á Blönduósi í byrjun þriðja áratugarins, þar sem bóklegar greinar voru hafðar í há- vegum ásamt þeim verklegu. Um það leyti kom ungur maður úr Mývatnssveit inn í líf hennar, Sigur- frá Eyrarlandi geir Sigfússon hét hann. Þau felldu hugi saman og settu saman bú á Eyrarlandi, byggðu við gamla bæinn og bjuggu þar myndarbúi á meðan heilsa leyfði. Börnin urðu fjögur, barnabörnin þrettán, en barna- barnabörnin eru orðin allmörg og fimmti ættliðurinn að byrja að líta dagsins Ijós. Öllum þessum skara sendi hún handunnar jólagjafír á hverjum jól- um, gjafir sem hún lagði í svo mikla alúð og kærleika, gjafir sem alla glöddu og hún gleymdi engum. Mann sinn missti Sigríður eftir 46 ára hjónaband; hún varð einnig að sjá á eftir elsta syni sínum á besta aldri, næstelsta barnabarninu á fermingaraldri og níu ára lang- ömmubarni. Þá skrifaði hún: „Og hvað á ég að segja, sorgmædd göm- ul kona, ykkur til hughreystingar, nú þegar hún er horfin sjónum okk- ar, yndislegasta blómið á ættar- meiðnum". Og hún heldur áfram: „Er það öfugmæli að þeir séu ríkast- ir sem mest hafa misst? Hugsaðu þér þá sem aldrei hafa átt neitt, nema þá veraldarauð, aldrei hafa þekkt dýpstu gleði og sárustu sorg, þeir eru hinir fátæku, eiga ekki einu sinni minningarnar. Skáld hefur sagt og óskað þjóð sinni, að hún eigi ávallt menn að missa, meiri og betri en aðrar þjóðir". Nú er hún horfin sjónum okkar, þroskaðasta og göfugasta blómið á ættarmeiðnum og hún var svo sann- arlega ein af meiri og betri mönnum þjóðar okkar og við erum rík. Hún naut ætíð ómældrar virðingar samferðafólksins, því hvar sem hún kom og hvar sem hún dvaldi hafði hún áhrif og setti svip sinn á um- hverfið. Hún starfaði mikið að félagsmálum og valdist þar til forystu, hún var hagmælt og listfeng og hafði unun af ljóðum, bókum og blómum. Hún var listaskrifari til hinstu stundar og hún skilur eftir sig marga og fagra handunna gripi, sem hún gaf af- komendum sínum af örlæti. Hún hafði óvenjunæmt auga fyrir fegurð náttúrunnar og hún unni sveit sinni af hjarta. Síðustu árin dvaldi Sigríður í Skjaldarvík og fór afar vel um hana þar og naut jafnframt umhyggju barna sinna og fjölskyldna þeirra, sem búa í grenndinni. Alltaf fór hún samt heim í Eyrarland á sumrin og naut samvistanna við fólkið á bæn- um og börn sín og barnabörn, sem gjarnan komu og dvöldu hjá henni í gamla bænum hennar. Hún kvaddi þennan heim á þann veg sem hún var svo oft búin að óska sér — með fullri reisn. Hún skrifaði fyrir tveimur árum: „Þetta sígur allt til þessarar einu áttar sem við öll hljótum að feta, hvort sem okkur er það Ijúft eða leitt. Ég segi bara með Davíð: „... fyrr að kallið kemur, þá kem ég glaður um borð“ „. Og hún kom svo sannarlega glöð um borð. Hún skrifaði einnig: „Gamla fólkið okkar er alltaf að kveðja og ég sam- fagna því og gleðst með þeim sem eiga þörf á hvfldinni". Utför hennar fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag og enn skrifar hún: „í ----------------------------------------------------\ Ástkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi Þorvarður Árnason EES-sam n i ngurinn: þeirri kirkju er hljóður helgiblær, þar líður mér vel“. Hún verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, í Kaupangskirkjugarði, í sveit- inni hennar fögru. Nú er komið að kveðjustund og minningarnar hrannast upp. Þær eru svo margar og yndislegar. Ég eignaðist hana að ömmu er ég var tæplega fjögurra ára gömul og síðan þá, eða í 44 ár, hefur ríkt gagn- kvæmur kærleikur á milli okkar. Bréfin hennar öll, sem ég varðveiti sem gull, munu veita mér og fjöl- skyldu minni mikla andlega auðlegð um ókomin ár. Ef allir væru sem hún, þá væri heimurinn betri og vænlegri í dag. Ég kveð ástfólgna ömmu mína með sálmi þeim, sem sunginn var við út- för sonar hennar og langömmu- barns og tengist okkur á fleiri vegu: Handleiðsla Guðs Það er elskað og vakað, því að yfir mér sktn föður ásjóna björt eins og sól. Allt er geislandi bjart, ekkert glepur mér sýn, því að Guð er mér hœli og skjól. Þegar geð mitt er rótt er allt heilagt og hljótt, allur heimurinn brosmildur er, og það veitir mér frið, að ég veit mér við hlið hann, sem vakir í náð yfir mér. (Pétur Sigurðsson) ... og með þeim sömu orðum og hún lauk bréfum sínum: Veri hún best kvödd og Guði falin í eilífri náð- inni. Kristín Ámadóttir forstjóri Kársnesbraut 9, Kópavogi andaöist á Landspítalanum miövikudaginn 1. júli. Jaröarförin veröur auglýst siöar. Gyöa Karlsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn SALA FISKS OG f \______________________y MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa ís- lendingi til rannsóknanáms í háskóla í Japan háskólaárið 1993-94. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi og sé yngri en 35 ára, miðað við 1. apríl 1993. Þarsem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku, er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsóknir um .styrkinn, ásamt staðfestum afrit- um prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvott- orði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 31. júlí n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið, 2. júlí 1992. SJAVARAFURÐA Um sölu fisks og sjávarafurða er ekki á kveðið í samningnum, en í 20. gr. vísað svo til bókunar 9: ,Ákvæði og fyrirkomulag varðandi fisk og aðrar sjávarafurðir er að finna í bókun 9.“ í þeirri bókun fjallar 1. gr. um niður- fellingu innflutningsgjalda í EFTA- ríkjum, en síðan segir í henni: „2. gr. 1. Bandalagið skal við gildistöku samningsins fella niður innflutningstolla og gjöld, sem hafa samsvarandi áhrif, aí þeim vörum, sem tilgreindar eru í töflu II í 2. viðbæti (ath. þ.e. að- allega þorski slægðum, flökuðum, söltuðum, þurrkuðum, en ekki reyktum; ýsu, ufsa, grálúðu, eftirlík- ingum styrjuhrogna). — 2. Banda- lagið skal lækka í áföngum tolla af þeim vörum, sem tilgreindar eru í töflu 111 í 2. viðbæti (þ.e. lifandi fiski; fiskflökum (SAT-nr. 0304); þurrkuð- um saltfiski, fiski í saltlegi, reyktum fiski, fiskmjöli (hæfu til manneldis); krabbadýrum, einnig í skel; lindýr- um, einnig í skel; löguðum fiski eða vörðum skemmdum, styrjuhrognum og eftirlíkingum þeirra) í samræmi við eftirfarandi tímaáætlun: (a) í janúar 1993 skulu allir tollar lækkaðir í 86% af grunntolli; (b) Qórar frekari lækkanir, 14% hver af grunntolli, skulu framkvæmdar 1. janúar 1994, 1. janúar 1995 og 1. janúar 1997. — 3. Grunntollar, sem lækkun tolla í áföngum, samkvæmt 2. mgr. skal miðast við, skulu varðandi hverja vöru vera þeir tollar, sem bandalagið hefúr bundið innan Hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti (GATT) eða, í þeim tilvikum þar sem tollurinn er ekki bundinn, ytri tollur bandalagsins hinn 1. janúar 1992. Ef marghliða viðskiptaviðræðumar, sem kenndar hafa verið við Urugvæ, leiða til tollalækkana eftir 1. janúar 1992, skulu tollar, sem þannig hafa verið lækkaðir, teljast grunntollar. — Þar sem lægri tollar gilda fyrir tilteknar vömr á gmndvelli tvíhliða samninga milli bandalagsins og einstakra EFTA-ríkja, skulu þeir tollar taldir gmnntollar varðandi hvert og eitt hlutaðeigandi EFTA-ríki. — 4. Þegar tollprósentur em ákvarðaðar sam- kvæmt 2. og 3. mgr. skulu þær reikn- aðar þannig, að fyrsti aukastafur telj- ist með, en öðrum aukastaf sé sleppt." Ur viðskiptalífinu LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa. Viöhald og viögerðir á iönaöarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kœnuvogsmegin - Sími 814110

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.