Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. júlí 1992 Tíminn 3 Breytingar á atvinnu starfsemi á Höfn Borgey hf. tók í gær við öllum sjávarútvegsrekstri Kaupfélags Aust- ur-SkaftfelIinga á Höfn í Hornafirði. Fyrirtækið mun í framhaldinu annast allan þann rekstur, hvort sem það er útgerð eða fiskvinnsla, sem áður var á hendi Kaupfélagsins eða dótturfyrirtækja þess. Borgey var eitt af dótturfyrir- tækjum Kaupfélagsins, stofnað 1946 og hefur stundað útgerð síð- an, en er nú orðið alhliða sjávarút- vegsfyrirtæki. Fyrirtækið á tvo togara og þrjá báta, en nú stendur til að selja annan togarann, m.a. til að létta af fyrirtækinu skuldum og létta reksturinn. Þetta er einn- ig gert vegna minnkandi kvóta. Togarinn, sem seldur verður, er Þórhallur Daníelsson Ákvörðun um þetta var tekin á hluthafafundi í Borgey í íyrradag, eftir að fulltrúafundur Kaupfé- lagsins hafði ákveðið að fara þessa leið, en málið á sér langan aðdrag- anda. Halldór Árnason, framkvæmda- stjóri Borgeyjar, segir að með þessu sé verið að leggja grunn að rekstrarbreytingum, samhæfingu veiða og vinnslu með það að mark- miði að þjónusta við neytendur sjávarafurða verði betri. Þannig að þegar fram líði stundir muni þetta hafa töluverðar breytingar í för með sér. Niðurstaða Kaupfélagsins var að rekstur þess yrði betur kominn annars vegar í Kaupfélaginu sjálfu, sem sér um verslun og landbúnað, og hins vegar í einu sjávarútvegsfyrirtæki, í stað þess að vera með hluta af sjávarútvegs- rekstrinum í Kaupfélaginu og svo í dótturfyrirtækjum. Nýr kaupfé- lagsstjóri, Pálmi Guðmundsson, tók við störfum í gær, en Hermann Hansson, sem verið hefur kaupfé- lagsstjóri undanfarin 17 ár, lét af störfum. Halldór Árnason segir að hið nýja fyrirtæki hafi gott starfsfólk og mikla þekkingu og að menn ætli sér að takast á við erfitt en spennandi verkefni sameiginlega. -BS Breytingar í póstflutningi mílli Reykiavíkur og Akureyrar: Næturflutningar á póstl milli Akur- eyrar og Reykjavíkur og pósthúsa á þeirri leið hófst 1. júlí sl., og eru það mikíl tímamót í póstþjónustu landsbyggðarinnar. Nú eru bréf og bögglar, sem póst- lagðir eru á hveijum stað fyrir kl. 16:30, afhentir viðtakanda næsta virkan dag á þessari leið og á enda- stöðvum póstleiðarinnar. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að lahdsbyggð- in njóti sömu gæða í þjónustu og þéttbýlisstaðimír á Suðurlandi, þ.e.a.s. að bréf og bögglar aíhendast á næsta virka degi eftír póstlagn- ingu. Samhliða hraðari póstsend- Ingu leiðir þetta fyrirkomulag af sér verulegá hagræðingu í póststörfum á pósthúsum á viðkomuleið, þar sem vmna og dreifing getur hafist strax í upphafi vinnudags, kl. 8:00 að morgni. Framfarir f vegamálum landsbyggðarinnar gera það kleift að ráðist er í þessa fiutninga, og vonast er til að tafir verði í lágmarki og ekki meiri en með fyrri flutn- ingamáta með flugi og langferðabif- reiðum. —GKG. ftilii ■hhhhhhhh •;V," ■>*; STÖRSÝNING fl FERfl TIL SYNIS OG REYNSLUAKSTURS ERU B BÍLAR: Subaru Legacy - Nissan Sunny ES - Nissan Patrol Nissan Terrano - Nissan Primera - Nissan Sunny 4WD Stjórn Hafrannsóknar- stofnunar sent sérstakt erindisbréf: Nýr formað' ur stjórnar Hafrann- sóknar- stofnunar Brynjólfur Bjamason rekstrarhag- fræðingur hefur verið skipaður formaður stjómar Hafrannsóknar- stofnunar af sjávarútvegsráðherra. Jafnframt hefur stjóm stofnunar- innar verið sent sérstakt erindis- bréf á grundvelli gildandi laga og er það í fyrsta sinn. I erindisbréfinu kemur m.a. fram að stjórninni er ætlað að sjá um yf- irstjórn stofnunarinnar, taka ákvarðanir um helstu atriði í stefnu og starfi hennar og leggja ráðgjöf vísindamanna stofnunar- innar fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Auk þess skal stjórnin gera tillögur til ráðherra um hvernig hátta skal nýtingu einstakra fiskistofna, í því skyni að ná hámarksafrakstri ís- landsmiða til lengri tíma. Þá er stjórninni ætlað að gera tillögur um skipan ráðgjafarnefndar Haf- rannsóknarstofnunar, sem er m.a. ætlað að vera tengiliður milli Haf- rannsóknarstofnunar og sjávarút- vegsins. Skipunartími nýrrar stjórnar Hafrannsóknarstofnunar er frá 1. júlí 1992-30. júlí 1996. Auk for- manns eiga sæti í stjórninni þeir Eiríkur Tómasson tilnefndur af LÍÚ, Ólafur Karvel Pálsson til- nefndur af starfsmönnum Haf- rannsóknarstofnunar, Ragnar G.D. Hermannsson tilnefndur sameig- inlega af Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands og Sjó- mannasambandi íslands, og Þor- steinn Gíslason tilnefndur af Fiski- félagi íslands. —GKG. 3.07 Stykkishólmur 15:00 - 18:30 Bensínstöðin Búðardalur 20:00 - 21:30 Bensínstöð Olís 4.07 Patreksfjörður 10:00 -13:00 Bensinstöð Esso Tálknafjörður 14:00 -17:00 Hjá Fio-inn Bíldudalur 18:00 - 20:00 Versl. Edinborg 5.07 Þingeyri 13:00-14:30 Bensínstöð Flateyri 15:00-16:30 Bensínstöðin Bolungavík 17:00 - 20:00 Finnabær 6.07 Suöureyri 20:00 - 22:00 Bensínstöðin 7.07 Súðavík 20:00 - 22:00 Bensínstöðin 11.07 ísaflörður 14:00 -17:00 Ernir 12.07ísafjörður 14:00-17:00 Ernir Ingvar Helgason Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.