Tíminn - 03.07.1992, Page 4

Tíminn - 03.07.1992, Page 4
4 Tíminn Föstudagur 3. júlí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vitlaust gefið Ekki tókst betur til en svo við aðskilnað fram- kvæmdavalds og dómsvalds, að á fyrsta degi hinnar nýju skipunar mættu löglærðir fulltrúar sýslu- mannsembætta ekki til vinnu. Þeir telja að ekki hafi verið gengið frá launakjörum þeirra á lögformlegan hátt og eiga í útistöðum við ríkisvaldið um kaupið sitt. Þarna er illa um hnúta búið og óþarflega lausir end- ar í samskiptum ríkisvaldsins og starfsmanna þess, og stendur staðhæfing gegn staðhæfingu um hvort búið sé að ákvarða um ný launakjör eða ekki. En þetta er smámál hjá þeim ósköpum sem nýfall- inn kjaradómur hefur hrundið af stað. Með nánast einu pennastriki er að engu gerð þjóðarsátt um launakjör og sameiginlegt átak til að koma á og við- halda efnahagslegu jafnvægi í þjóðfélaginu. Launþeg- ar, atvinnurekendur og fyrrverandi ríkisstjórn sömdu af heilindum um þá niðurstöðu að yfirbuga verð- bólguáþjánina og færa efnahagslífið í það horf að byggja mætti á til frambúðar. Ríkisstjórnin telur sjálfsagt að hlíta úrskurði Kjara- dóms, en mjög er deilt um hvort nokkurt veraldlegt vald getur hnekkt honum. Enda eru ráðherrar tví- stígandi í afstöðu sinni, sem endar með því að þeir taka enga. Nokkur lögfræðingaálit eru pöntuð um úrskurðinn og eru þau ekki sammála, en þó má lesa út úr þeim öllum að framkvæmdavaldið geti hnekkt úrskurði dómsins með lagasetningum og einhvers konar bola- brögðum. En það hefur reyndar lengi tíðkast þegar um er að ræða samningsbundin kjör, sem sýnast lít- illar lagaverndar njóta þegar svo ber við að horfa. Löglærðir geta velt vöngum yfir því hvort Kjara- dómur er dómstóll eða gerðardómur og hvort aðrir dómstólar eða framkvæmdavaldið geta hrundið úr- skurði hans, eða hvort þjóðin á að sitja uppi með þá, hversu fáránlegir sem þeir eru og hverjar sem afleið- ingarnar af slfkri löghlýðni kunna að verða. En það breytir engu um afleiðingarnar. Sú klípa, sem búið er að setja ríkisstjórn, aðila vinnumarkaðar og yfirleitt allt samfélagið í með úr- skurði fimmmenninganna, hlýtur að leiða hugann að því hvort Kjaradómur er í raun ekki bara einhver vit- leysa frá upphafi til enda. Spyrja má hvort það sé eðli- legt að dómstóll sé að úrskurða launakjör einhverra brodda í þjóðfélaginu. Nefnd ætti að duga og væru úrskurðir hennar sanngjarnir og byggðust á vitrænni vitneskju um launakjör í landinu, ætti ágreiningur ekki að verða mikill og flestir ættu að geta við unað. Leitun mun á því meðal annarra þjóða að sérstakur dómstóll úrskurði launakjör. Þau eru ýmist samn- ingsatriði eða byggjast á ákvörðun stjórnvalda, nema hvorttveggja sé. Kjaradómur sem slíkur er því óþarf- ur og getur jafnvel verið skaðlegur. Þar sem ríkisstjórnin getur í hvorugan fótinn stigið til að afstýra því að allt efnahagslífið fari á annan end- ann, hlýtur úrskurður Kjaradóms að standa og er hann vegvísir fyrir alla þá sem semja þurfa um kjör sín. Kjaradómur er sá mistilteinn sem gengur af þjóðarsáttinni dauðri, og leiðtogarnir hafast ekki að. Enda eiga þeir fárra kosta völ, ef fylgja á leikreglum, því „það er nefnilega vitlaust gefið“. Umferðin — rússnesk rúlletta Nú fer sá tími í hönd sem bflaumferð er mest á vegum landsins, góðum og slæmum. Því miður er umferðin eins og rússnesk rúiletta, enginn veit hver verður næstur fyrir hnjaski, aivarleg- um meiðslum eða jafnvel lætur lífið afhennarvöldum. Ég heyröi í fréttum nú í vikunni að 10 þúsund Frakkar hefðu látið lífið í umferðarslysum á síðasta ári og 200 þúsund særst. Þessar tölur eru líkar þeim tölum yfir fallna og særða, sem fylgja stríðsfréttum. Þegar þessar töl- ur eru skoðaðar fyrir ísland, kemur í Ijós að 1153 hafa meiðst eða látist í umferðarslysum á árinu 1991, þar af eru 229 alvarlega slasaðir og 27 látn- ir. Þetta eru stórar tölur í fámennu þjóðfélagi, og benda má á það að eng- inn getur gert sér í hugarlund hversu miklar þjáningar og ástand, sem er jafnvel verra en dauðinn, er meðal hinna 229 sem hafa slasast alvarlega. Eitt ljós er í þessu myrkri, að alvarlega slösuðum hefur farið fækkandi, ef litið er til nokkurra ára. Þrátt fyrir þetta er ískyggilegt að minni háttar slysum á fólki hefur fjölgað verulega. Hvað veldur slysum? Það er eðlilegt að menn velti því fyr- ir sér hvað sé helsti orsakavaldur um- ferðarslysa og hvað sé til ráða til þess að bæta úr. Sannleikurinn er sá að bæði hér heima og erlendis hefur ver- ið gerð statistík um þessi mál og ýms- ar rannsóknir fariö fram. í nágranna- löndunum þar sem þær rannsóknir eru lengst á veg komnar, er talið að mannlegi þátturinn, mistök öku- manna, valdi 90-95% umferðarslysa. Þetta stafi af því að ökumenn hagi sér ekki eftir aðstæðum. Umferðar- mannvirki eru misjöfn, ásamt ástandi vega, og vegfarendur hagi sér einfald- lega ekki eftir því. Umferðarhraðinn Þeir, sem velt hafa umferðarmálum hér á íslandi mest fyrir sér, telja um- ferðarhraðann eina helstu ástæðuna fyrir slysum. Áfengi kemur mjög oft við sögu, sem og það að bílstjórar aka ekki í samræmi við slæmt ástand vega. íslenska vegakerfiö er þannig samansett nú að þaö er stórvarasamt, og þarf að fara að öllu með gáL Varan- legt slitlag er sem betur fer farið að lengjast mjög, en innan um eru hættulegir malarkaflar, sem öku- menn koma skyndilega á eftir margra klukkutíma hraðakstur á bundnu slitlagi. Einnig eru langir kaflar vega með einföldu slitlagi, sem er einnig stórvarasamt þegar umferðarþungi vex. Hér á íslandi er enginn vegur til sem jafhast á við hraðbrautir ná- grannalandanna, og er þar svo mikill munur á að ekki er hægt að tala um þessi mannvirki í sama orðinu. Að slampast á leiðarenda íslenskir vegir bera einfaldlega ekki umferðarhraða, sem er vel á öðru hundraðinu. Það getur slampast af, en það má ekkert út af bera til þess að stórslys verði. Það þarf að mæta öðr- um bfium á einbreiðum vegi, og hvers konar bilanir, holur, hvað þá malarkafli sem tekur skyndilega við, kemur mönnum í opna skjöldu. í Ijósi þessa er afar undarlegt að heyra fullorðið og grandvart fólk hæla sér af því að hafa ekið á undra- skömmum tíma milli staða. Það er furðu algengt, að jafnvel rólegheita- menn verði trylltir þegar þeir setjast undir stýri á þeim ágætu bfium, sem nú er völ á og byggðir eru fyrir hin stórkostlegu umferðarmannvirki sem víða má finna annars staðar en á íslandi. Ég sjálfúr er ekkert saklaus í þessum efnum. En ég skrifa þessa grein með- al arrnars til þess að minna sjálfan mig á að stilla mig, og vil biðja aðra að gera það líka. Hinirungu 1 ljósi hegðunar hinna eldri í þessum efnum er þaö engin furða þó að ung- ir menn og konur með langþráð bfi- próf í höndunum vilji „kitla pinn- ann“, eins og það er kallað. En það er einmitt skelfilegasta staðreyndin, þegar litið er á skýrslur um skiptingu þeirra í aldurshópa sem lenda í um- ferðarslysum, að aldurshópurinn frá 17 ára til tvítugs er langfjölmennast- ur, og keyrir alveg um þverbak árið 1991 með fiölda umferðarslysa í þess- um aldurshópi. Þetta hlýtur að leiða hugann að því, hvort undirbúningur bfiprófsins og þær kröfur, sem gerðar eru til þess sem tekst þá ábyrgð á hendur að aka bfi, séu nægilegar. Með þessu er ekkert verið að kasta rýrð á ökukennsluna. Ökukennarar reyna áreiðanlega að gera sitt besta, en vinnuaðstaða þeirra er áreiðanlega ekki sem skyldi. Engin æfingasvæöi fyrir ökumenn eru til; ber til þess brýna nauðsyn að koma slíkum svæðum upp og byija í mesta þéttbýl- inu þar sem malarvegum fer til dæm- is mjög fækkandi. Umferðarráð hefur unnið að undirbúningi æfingasvæðis í Kapelluhrauni við Straumsvík í samvinnu við Vegagerð ríkisins og ber brýna nauðsyn til þess að hraða því verkefni. Hver líti í eigin bann En það er áreiðanlega nokkuð sama hvað gert er. Umferðarslysum fækkar ekki nema hver og einn bfistjóri reyni að slaka á í umferðinni, stilli sig um framúrakstur nema í brýnni þörf og reyni að halda jöfnum umferðar- hraða og aka eftir aðstæðum. Þetta lítur vel út á blaði, en framkvæmdin er afskaplega erfið. Umferðarþunginn og bflaeignin Bfiaeign landsmanna og um- ferðarþunginn Ld. í höfúðborg- inni er kapítuli út af fyrir sig. fs- lendingar eru mestu bfieigendur í heimi ásamt Bandaríkjamönnum, enda taka þeir, sem aka erlendis, strax eftir því að umferðin hér í höfuðborg- inni er eins og í milljónaborgum þeg- ar mönnum tekst best upp héma. Hér virðist engin breyting ætla að verða á. Engar hjólreiðabrautir eru til, eða að minnsta kosti mjög föar. Enn hafa almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu ekki verið sam- ræmdar, og enn stendur borgar- stjómarmeirihlutinn og þeirra menn í því að hækka strætisvagnafargjöld- in. Öngþveitið hér í umferðinni held- ur áfram að aukast og taugastrekktir ökumenn reyna allt hvað af tekur að flauta frá sér hindranir. Ennervon Við skulum samt minnast þess að baráttan er ekki vonlaus. Þrátt fyrir aukna umferð hefúr dauðaslysum ekki fiölgað síðan 1978, alvarlegum slysum hefur fækkað þegar litið er til sama tíma. Þetta er árangur sem þarf að fylgja eftir, sem og að fækka minni umferðaróhöppum sem hefúr farið óðfluga fiölgandi, eins og skýrslur sýna, einkum á síðasta ári. í þessari baráttu þurfa allir að leggj- ast á eitL Fyi'sta skilyrðið er að líta í eigin barm, og í öðru lagi að beita öll- um almannasamtökum að því marki að halda áróðri og fræðslu í umferð- armálum að fólki. Ekki síst þarf al- menningur að vita um þær hörm- ungar, sem augnabliks ógætni í um- ferðinni hefúr í för með sér. J.K.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.