Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.07.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. júlí 1992 Tlminn 5 Sigríður Kristinsdóttir: Af hverju borðar fólkið ekki kökur? Kjaradómur er nú búinn að kveða upp úrskurð þar sem tekin er ákvörðun um að hækka laun ráðamanna þjóðarinnar frá 30% upp í 97% eftir því hvar fólk er í virðingarstiganum. Forseti Al- þingis hefur gefíð út þá yfírlýsingu að hún hafí ekki efni á að hafna þessari iaunabót, upp á tæpar 200 þúsund krónur, og lái henni hver sem vill. Þessi orð hennar minna mikið á orð sem eru höfð eftir Maríu Antoinettu, drottningu Lúðvíks 16. Frakkakon- ungs, þess sem lenti í frönsku byltingunni, en hún sagði við mann sinn þegar þjóðin svait og skorti brauð: ,Af hverju borðar fólkið ekki kökur?“ Svona mikiil var skilningur þessarar konu á neyð fólksins í landinu. Skilningsleysi ráðamanna þjóð- arinnar hefur birst í fleiri mynd- um undanfarið en orðum Sal- óme. í september í fyrra fór Starfsmannafélag ríkisstofnana af stað með kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu úr 50 þúsund krónum upp í 70 þúsund krónur á mán- uði og almennar kauphækkanir yrðu 15 til 17%. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra var spurður að því í Dag- blaðinu 3. september 1991 hvað honum fyndist um kröfugerð SFR. Hann svaraði því til að hann hefði ekki séð kröfugerð- ina, enda væri hann „á kafi í öðr- um verkefnum". Síðan er haft eftir honum í blaðinu: ,Að- spurður sagði Friðrik hins vegar að ríkisstarfsmenn yrðu að snúa sér til þjóðarinnar ef þeir ætl- uðu sér að fara fram á 70 þúsund króna lágmarkslaun." Hvað skyldi Friðrik hafa verið að gera í septemberbyrjun í fyrra? Jú, hann var að undirbúa fjárlögin, skera niður 50 millj- ónir hér, 100 milljónir þar, selja þetta eða hitt ríkisfyrirtækið, að undirbúa að fækka ríkisstarfs- mönnum um 600 og jafnframt stórefla gjaldtöku fyrir félags- lega þjónustu á sjúkrahúsunum, í skólunum og víðar. Allt starf Hvað skyldi Friðrik hafa veríð að gera íseptember- byrjun ífyrra? Jú, hann var að undirbúa jjáríögitt, skera niður 50 milljónir hér, 100 milljónir þar, selja þetta eða hitt ríkis- fyrirtœkið, að undirbúa að fœkka ríkisstarfsmönnum um 600 og jafnframt stór- efia gjaldtöku fyrir félags- iega þjónustu á sjúkra- húsunum, i skólunum og víðar. Allt starf ráðherr- ans miðaðist við að þrengja að fólki varðandi þjónustu i velferðarkerf- inu. ráðherrans miðaðist við að þrengja að fólki varðandi þjón- ustu í velferðarkerfinu. í allan vetur, meðan á samning- um launamanna, atvinnurek- enda og ríkisins stóð, var lát- laust klifað á því að ekkert svig- rúm væri til að lagfæra kjör al- mennra launamanna. í umræðunum var bent á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að með því að koma á öðru skatt- þrepi og leggja skatta á fjár- magnseigendur væri unnt að fá meira til skiptanna fyrir þá, sem eru tekjulágir, og bæta velferð- arkerfið, en það mátti fjármála- ráðherrann ekki heyra minnst á. Niðurstaða samninganna er öllum kunn. Verkalýðshreyfing- in féllst á tillögu sáttasemjara: 17,7% kauphækkun gegn því að skerðingaráform stjórnarflokk- anna væru milduð lítillega og vextir lækkuðu eitthvað. Miðl- unartillagan var samþykkt, enda fólk hrætt með verðbólgu og ráðamenn margbúnir að segja láglaunafólki að þjóðarbúið þyldi ekki að lægstu launin yrðu hækkuð. Nú spyr ég sem formaður SFR fjármálaráðherra hvort ekki eigi að snúa sér til þjóðarinnar með úrskurð kjaradóms, eins og hann vildi gera með kröfur SFR. Ég tel að kröfugerð SFR hafi verið miklu réttlátari, þar sem um var að ræða að hækka þá mest, sem lægst höfðu launin, og jafnframt farið fram á hóg- væra hækkun fyrir almenna fé- lagsmenn, enda flestir lágt laun- aðir, a.m.k. miðað við þennan Salómedóm. Höfundur er formaður Starfsmannafélags rikisstofnana. Jóhannes Björnsson: Digrir og dýrir sj óðir — silfur og svik Oft hendir það, þegar greinar eru sendar í blöð, að þær verða fyrir smá-breytingu frá skrifuðu hand- riti. Við það verður að sitja, leið- rétting er gagnslaus nema til að friða eigin samvisku. Ég varð fyrir þessu síðast í grein sem birtist í Tímanum 30. maí s.l. Þar ræddi ég um „digra sjóði", sem breyttist í „dýra sjóði". Sennilega hefir stafagerð- in verið slæm eða vélritarinn hef- ir haldið þetta pennaglöp hjá mér. En svo var ekki. Mér er enn tungutamt frá æskuárunum að grípa til lýsingarorðsins digur til að tákna stóran sjóð — mikla fjárfúlgu. Trúlega er sú málvenja komin frá þeim tímum, þegar menn geymdu skotsilfur sitt eða Varla gœti hjá þvífarið, að sú yrði raunin, ef við léturn ginnast af boðinu frá Brus- sel og teygðum hendur móú silfursjóðnum digra, sem Loðinn leppar okkar tima hampa ákaft og segja falan gegn því, að við selj- um fram eða setjum í aug- Ijósa hœttu það, sem hverrí kynslóð tslendinga er skylt að sýna fullan trúnað og varðveita eftir öllum mœtti: sjálfstœðið, tunguna og forna menningu. peninga í skinnskjóðum eða pok- um. Fyrirferð þeirra gaf þá til kynna verðmæti innihaldsins, og þá vitanlega gengið út frá því sem vísu að um gildan sjóð væri að ræða, þ.e. gjaldgengan, ósvik- inn, — engan pappírsloðnu- gjaldeyri! Þessa notkun orðsins skal ég skýra betur með dæmi, þar sem hún er ekki gefin upp í orðabók- um, sem mér eru tiltækar. Ég tel t.d. vel við hæfi að segja, að það hafi verið digur sjóður, sem Eyjólfur grái færði Auði konu Gísla Súrssonar og bauð til eignar, ef hún sviki eiginmann sinn og framseldi í hendur hon- um og vopnabræðra hans, enda þrjú hundruð silfurs, — tíu sinn- um stærri sjóður en nægði á dög- um Krists fyrir sama starfa. Svar Auðar og viðbrögð verða lengi í minnum höfð. Hinn digra, þunga sjóð rak (sló) hún á nasir Eyjólfi, svo að blóðið steyptist um hann allan. En vissulega geta sjóðir orðið viðtakendum dýrir eða dýrkeypt- ir, leiði þeir til ófarnaðar. Varla gæti hjá því farið, að sú yrði raunin, ef við létum ginnast af boðinu frá Brussel og teygðum hendur móti silfursjóðnum digra, sem Loðinn leppar okkar tíma hampa ákaft og segja falan gegn því, að við seljum fram eða setjum í augljósa hættu það, sem hverri kynslóð íslendinga er skylt að sýna fullan trúnað og varðveita eftir öllum mætti: sjálf- stæöið, tunguna og forna menn- ingu. Vonandi veitir sá guð, sem gaf okkur þetta blessaða land, þjóð- inni nægan styrk til að svara því gylliboði á jafn eftirminnilegan hátt og kvenskörungurinn vest- firski, Auður Vésteinsdóttir, Eyj- ólfi gráa foröum. Höfundur er bóndi i Ytri-Tungu á Tjörnesi. EES-samningurinn: Ríkisaðstoð Um ríkisaðstoð er á kveðið í 61.-64. gr. samningsins. „61. gr. 1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum, er hvers kyns aðstoð, sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækj- um eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila. — 2. Eftirtalið samrýmist framkvæmd samnings þessa: (a) aðstoð af félagslegum toga, sem veitt er einstökum neyt- endum, enda sé hún veitt án mis- mununar með tilliti til uppruna viðkomandi framleiðsluvara; (b) aðstoð, sem veitt er til að bæta tjón af völdum náttúruhamfara eða óvenjulegra atburða; ... 3. Eftirtal- ið getur talist samrýmanlegt fram- kvæmd samnings þessa: (a) aðstoð til að efla hagþróun á svæðum, þar sem lífskjör eru óvenjulega bág- borin eða atvinnuleysi mikið; (b) aðstoð til að hrinda í framkvæmd mikilvægum sameiginlegum evr- ópskum hagsmunamálum eða ráða bót á alvarlegri röskun á efnahagslífi aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis; (c) aðstoð til að greiða fyrir þróun ákveðinna greina efnahagslífsins eða ákveðinna efna- hagssvæða, enda hafi hún ekki svo óhagstæð áhrif á viðskiptaskilyrði, að stríði gegn sameiginlegum hagsmunum: (d) aðstoð af öðru tagi, sem sameiginlega EES- nefndin kann að tiltaka í samræmi við VII. hluta (ath. ,Akvæði um stofnanir"). 62. gr. 1. Fylgjast skal stöðugt með öllum kerfum vegna ríkisað- stoðar, sem eru til á yfirráðasvæð- um samningsaðila... 63. gr. í XV. viöauka eru sérstök ákvæði um ríkisaðstoð. (Ath. á bls. 133-137 í V. hluta þýðingar utan- ríkisráðuneytisins). 64. 1. Efönnur eftirlitsstofnunin telur, að framkvæmd hinnar eftir- litsstofnunarinnar á 61. og 62. gr. samningsins, svo og 5. gr. bókunar 14 (ath. „Nytjaleyfissamningar vegna einkaleyfa“) samræmist ekki kröfum um sömu samkeppnisskil- yrði á svæðinu, sem samningur þessi tekur til, skal skipst á skoð- unum innan tveggja vikna í sam- ræmi við málsmeðferð f-Iiðar í bókun 27. (Sjá viðbæti). — Hafi ekki fundist lausn innan þessara tveggja vikna, sem aðilar geta sætt sig við, getur þar til bært yfirvald samningsaðila, sem málið snertir, gripið án tafar til bráðabirgðaráð- stafana til þess að ráða bót á þeirri röskun, sem orðið hefur á sam- keppni. — Samráð skal síðan hafa í sameiginlegu EES-nefndinni með það fyrir augum að finna lausn, sem aðilar geta sætt sig við. — Hafi sameiginlegu EES- nefndinni ekki tekist að finna lausn innan þriggja mánaða og umræddar aðgerðir valda, eða hætta er á að þær valdi, röskun á samkeppni, sem hefur áhrif á við- skipti milli samningsaðila, er unnt að gera þær varanlegu ráöstafanir í stað bráðabirgðaráðstafananna, sem eru bráðnauðsynlegar til að jafna áhrif röskunarinnar. Þær ráð- stafanir skulu helst gerðar, sem raska minnst starfsemi EES. — 2. Ákvæði þessarar greinar skulu einnig gilda um ríkiseinkasölur, sem settar eru á stofn eftir undir- ritunardag samningsins. Viðbætir: í bókun 27 er f-liður þessi: „Þrátt fyrir ákvæði þessarar bókunar skulu framkvæmdastjórn EB og eftirlitsstofnun EFTA, að beiöni hinnar eftirlitsstofnunar- innar, veita upplýsingar og skiptast á skoðunum í hverju tilviki fýrir sig um einstakar áætlanir um rík- isaðstoð og aðstoð í einstökum málum.“ Úr viðskiptalifinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.