Tíminn - 21.07.1992, Síða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 21. júlí 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU
Otgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjórí: Steingrímur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sfml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Yfirlýsingar
forsætisráðherra
vekja ekki traust
Nú líður að ákvarðanatöku um heildarafla fyrir
næsta fiskveiðiár. Næsta sérkennilegt er hvernig að
þessu máli er staðið af hálfu ríkisstjórnarinnar, og er því
sjónarspili vissulega ekki lokið.
Enginn mælir því gegn að vald til ákvarðanatöku í
þessu efni er hjá sjávarútvegsráðherra. Þetta vald er
vissulega mikið og auðvitað hvílir sú skylda á sjávarút-
vegsráðherra að leita samráðs og ná sem mestri sam-
stöðu meðal þjóðarinnar um svo afdrifaríka ákvörðun.
Hún varðar afkomu byggðarlaganna í landinu, hvern
einstakling og afkomu fyrirtækjanna. Erlendis er fylgst
grannt með þessari ákvörðun, ekki síst af þeim aðilum
sem láta sig hafréttarmál og verndun auðlinda varða.
Lánstraust þjóðarinnar út á við byggist ekki síst á skyn-
samlegri nýtingu auðlinda landsmanna.
Það er ekki ástæða til þess að ætla að núverandi sjáv-
arútvegsráðherra flani að þessari erfiðu ákvörðun. Sam-
ráð við samráðherrana er eðlilegt, en afneitun forsætis-
ráðherra á rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar sem
vísindum er ekki traustvekjandi. Innlegg heilbrigðis-
ráðherra í þetta mál í fjölmiðlum er það ekki heldur.
Gæta verður að því að rannsóknir Hafrannsóknar-
stofnunar eru viðurkenndar á alþjóðavettvangi. Við eig-
um ekki kost á neinni innlendri ráðgjöf sem kemur í
stað hennar. Að hundsa þessa ráðgjöf, þegar hún hefur í
för með sér erfiðleika, er stórhættulegt fyrir álit okkar á
alþjóðavettvangi og getur veikt stöðu okkar í baráttunni
fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda hafsins, þar sem
við eigum engan viðurkenndan aðila sem mark er tekið
á um hafrannsóknir nema Hafrannsóknarstofnun.
Nú lítur út fyrir að sjávarútvegsráðherra sé beittur
miklum þrýstingi í ríkisstjórninni og þá sérstaklega af
forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að fara veru-
lega fram úr því sem vísindamenn ráðleggja við ákvörð-
un heildarafla. ÖIl ráðgjöf um málið er afgreidd af for-
sætisráðherra sem óvísindaleg, eða „leikfimiæfingar“.
Sýnilegt er að vilji er til þess að bera Þorstein Pálsson
atkvæðum innan ríkisstjórnarinnar, ef hann lætur ekki
undan í málinu.
Meðan þessu fer fram, fer minna fyrir umræðum um
það hvernig sjávarútvegurinn sem atvinnuvegur á að
mæta því alvarlega ástandi sem framundan er. Er eina
bjargráð forustumanna ríkisstjórnarinnar og meiri-
hluta þingflokka stjórnarliða að knýja fram nokkrum
tugum þúsunda tonna meiri heildaraíla en ráðgjöf seg-
ir til um? Það er spurningin um afkomu atvinnugrein-
arinnar og hvernig á að lifa við skertar aflaheimildir
sem krefst svars. Ýmsar aðgerðir eru mögulegar til þess
að milda þennan skell. Stjórnvöld eiga að beina kröft-
unum í þá átt. Þá ætti til dæmis að byrja á að endur-
skoða þær nýju álögur, sem lagðar voru á sjávarútveg-
inn í upphafi þessa árs. Ýmsar aðgerðir eru mögulegar
til þess að jafna áfallinu yfir alla landsmenn. Að þessum
hlutum ætti ríkisstjórnin sem heild að einbeita sér.
Verðir laga og réttar tóku á sig
rögg fyrir helgina og stöðvuðu
hávaðamengun á Lækjartorgi og
ráku burtu kristinn söfnuð, sem
ekki er í ríkiskirkjunni og hefur
ekki messuleyfi á virkum dögum.
Hinir trúuðu fóru með orð síns
guðs og spiluðu og sungu honum
til dýrðar og sjálfum sér og með-
bræðrunum til sálubótar. Þá
skeður það að margefldir lög-
reglumenn stöðva tilbeiðsluna og
sönginn og bera fyrir sig að ekki
sé nokkur friður að dæma fólk í
nýju dómhöllinni, sem dubbuð
var upp úr þrotabúi Útvegsbank-
ans. Þar inni voru menn að sinna
alvarlegum störfum, svo sem að
rýna í 108. grein hegningarlag-
anna og reka endahnúta í rukk-
unarherferð Þjóðlífs sáluga og
fleiru sem að dómsvaldinu snýr.
Kvörtunin úr dómhöllinni
dugði til að stöðva hávaðameng-
unina á Lækjartorgi og var því
borið við þegar hinum trúuðu var
vísað á brott af friðsælu toginu,
að ekki hafi verið sótt um opin-
bert leyfi til að syngja og tralla
fyrir guð og hvurnmann á torgi
hins dómkvadda friðar.
Hvað um hávaðamengun?
Guðsorð bannað
og bulluháttur
lögvemdaður
í nafni frelsisins
Eftir sátu hersingar af rónum
og strákaslöttungar á hjólabrett-
um æddu eftir sem áður um
torgið með skrölti og skellum og
skellinöðrunar hvinu sem aldrei
fyrr á göngugötunni sællar
minningar.
Um nokkurra ára skeið hefur
síbyljan gargað út úr plötubúð
við Lækjartorg. Þar hefur
hún verið mögnuð upp í
hátalara og hefur djöful-
gangurinn gengið jafnt yfir
réttláta sem rangláta og
plötusalinn rifið stólpakjaft
við hvern þann sem dirfst hefur
að andmæla og hækkað í græjum
sínum í nafni frelsis og markaðs-
setningar þegar kvartað hefur
verið.
Handan Lækjartorgs gegnt
dómhöllinni eru opinberar skrif-
stofur forseta íslands og forsætis-
ráðherra. Hafa þær stofnanir ekki
farið varhluta af hávaðamengun-
inni frá plötusalanum á Lækjar-
torgi. En það dugði ekki til að
lækka yfirganginn og rostann í
síbyljunni á sínum tíma.
Starfsfólk Útvegsbankans
kvartaði sáran á sínum tíma yfir
hávaðamenguninni, sem ekki var
starfsfriður fyrir. Ekki dugði það
til að lækka í frekju plötusalans
og var hann þá kærður formlega,
en frelsi hans til að fótumtroða
óskir samborgaranna og kvelja
þá í vinnunni var virt meira en
vinnufriðurinn.
Það er greinilegt að dómsvald-
ið og framkvæmdavaldið gera
gróflega upp á millil hverjir það
eru sem valda hávaðamengun og
hverjir það eru sem kvarta undan
henni. Þegar dómarar fá ekki
vinnufrið er sjálfsagt að reka
sálmasöng burt af Lækjartorgi,
en þegar bankamenn fengu ekki
vinnufrið var þeim sagt að troða
upp í eyrun á sér eða fá sér vinnu
annars staðar. Plötusalinn og
hljóðmengun hans voru friðhelg.
Fjör á síðkvöldum
Mikið fjör er yfir Bakkastæðinu
í næsta nágrenni Lækjartorgs
eftir að ferðatívolíið kom þar. Þar
eru tíu dieselmótarar í gangi til
að knýja leiktæki, sem mikið er
gargað í þegar þau snúast og
skoppa með fullfermi velborg-
andi viðskiptavina. Mótorarnir
eru til að Bretarnir, sem eiga
skemmtigarðinn, þurfi ekki að
kaupa rafmagn á íslandi. Þeir
taka það með sér að heiman. Og
við sem ætlum að fara að selja
þeim raforku um sæstreng.
En þótt mikill hávaði sé af leik-
tækjum og þeim, sem ærslast í
þeim, yfirgnæfir þó mikið hátal-
arakerfi með spili og upphrópun-
um hann fullkomlega.
Græjurnar eru svo flottar að tí-
volíið ómar um allan Vesturbæ-
inn, Þingholt og Suðurbæ og
langt inn fyrir Skuggahverfi og
upp á Skólavörðuholt. íbúafjöldi
svæðisins er á við nokkra kaup-
staði.
Þessi skemmtan er framyfir
miðnætti kvöld hvert og virðist
enginn dómari enn hafa kvartað
yfir því að fá ekki svefnfrið.
Kannski enginn úr stéttinni búi á
svæðinu, því skiljanlega er ekkert
mark tekið á þótt óbreyttir borg-
arar séu að kvarta fremur en að
hlustað var á bankamenn forð-
um, þegar þeir báru fram óskir
um að fá vinnufrið fyrir hávaða-
mengun.
Morgungleði
Það, sem gerir gæfumuninn,
er að tívolíið á Bakkastæði hefur
leyfi til að hafa hátt og spila fyrir
drjúgan hluta Reykvíkinga fram
á rauðanótt, en þeir áhangendur
Jesú Krists, sem trufluðu dómar-
ana með söng og fyrirbænum,
höfðu ekki bréf upp á leyfi frá
veraldlegu valdi til að fara með
gott á almannafæri um hábjartan
daginn. Því voru þeir á brott
reknir til að hægt væri að kveða
upp réttláta dóma í uppgerðum
rústum Útvegsbankans.
Á sólbjörtum nóttum er líka
mikið sungið og haft hátt á Lækj-
artorgi og nálægum slóð-
um, um það bil sem
nokkrum tugum kráa er
lokað í Miðbænum, en yf-
irleitt er borgarlífið aldrei
líflegra en milli kl. 2 og 6 á
morgnana um helgar. Þá er
æskublóminn í fullu fjöri og
fagnaðarkliðurinn stígur upp af
mannfjöldanum og verður af hin
dægilegasta síbylja.
Þá er enginn handsamaður og
borinn burt fyrir að spilla friði á
almannafæri með hávaða. Það
eru ekki nema þeir sem reka hníf
í kvið félaga sinna eða nef- og
höfuðkúpubrjóta vinkonurnar
sem ástæða þykir til að taka úr
umferð. Það er að segja þegar vit-
að er hverjir það eru sem ganga
um með bitjárn og önnur vopn
og slengja þeim inn í eða utan á
þá, sem fyrir verða af handahófi.
Skellinöðrur, mótorhjólaflokk-
ar og púströralausir bílar eru í
eltingarleikjum um allan bæ
flestar nætur og oft á daginn. Sú
hávaðamengun er ekki talin
spilla almannafriði, fremur en
mótorar hraðbáta á Þingvalla-
vatni, sem af einhverjum dular-
fullum ástæðum eru ekki taldir
til náttúruspjalla.
Að syngja guði lof og dýrð við
dómhöllina er bannað og varðar
brottrekstri af svæðinu ef út af er
brugðið. Allur andskotagangur
er aftur á móti leyfður og eru all-
ir frjálsir að því að hrella sam-
borgara sína með hvers kyns há-
vaðamengun, ef hún brýtur ekki í
bága við reglugerð um sam-
komuhald. ,