Tíminn - 21.07.1992, Síða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 21. júlí 1992
Mafían svífst einskis og gengur á röð óvina sinna. Annar dómari drepinn:
„Þetta er eins og í Beirút," sagði ítalskur lögreglumaður heldur niðurlútur
og beygður yfir sprengingunni í Palermo á sunnudag. Hann og fjórir vinir
hans lögðu blómsveig á sundurtættan og svartan stað þar sem sikileyski
dómarinn Paolo Borsellino og fimm lífverðir hans létu lífið í sprengjuárás
sem mafían gerði á dómarann í Palermó á Sikiley á sunnudaginn.
Á staðnum lá sundurtætt grind-
verk um barnaleikvöll sem var gjör-
samlega í rúst. Engin börn voru á
leikvellinum þegar sprengjan
sprakk enda á sunnudagseftirmið-
degi. Allt um kring lágu sundurtætt
b'lflök og sum þeirra á hvolfi svo öfl-
ug hafði sprengingin verið.
Ástandið minnti á það sem sjá
mátti í Líbanon eftir 16 ára borgara-
styrjöld þar. Þá voru bílasprengjur
oft notaðar í átökum stríðandi fylk-
inga.
Skammt frá staðnum þar sem
sprengjan sprakk var Marina, 30 ára
sikileysk kona, hágrátandi og gat
engu öðru stunið upp en „þetta er
hræðilegt, hræðilegt". Foreldrar
hennar bjuggu í húsinu andspænis
því sem sprengjan sprakk við. Hús
þeirra var gjörónýtt sem og tugur
annarra húsa í götunni.
Dómarinn Borsellino hafði komið í
þessa götu til þess að heimsækja
móður sína sem þarna bjó. Bíl hafði
verið lagt fyrir utan hús gömlu kon-
unnar og sprengiefni komið fyrir
undir honum. í sprengiefninu var
síðan kveikt þegar Borsellino var í
þann mund að hringja dyrabjöll-
unni hjá móður sinni.
Þetta er í annað sinn á innan við
tveimur mánuðum sem mafían
drepur dómara með þessum hætti á
Ítalíu. Drápið á Borsellino, sem
hafði boðið mafíunni birginn eftir
morðið á dómaranum Falcone, hef-
ur nú sett allt á annan endann á ítal-
íu. Gengi lírunnar féll meira að
segja á gjaldeyrismörkuðum vegna
atburðarins.
Ljóst er að mafían gengur skipu-
Iega til verks og ryður andstæðing-
um sínum úr vegi hvað sem það
kostar. Þessir tveir dómarar voru
efstir á dauðalista mafíunnar enda
bjuggu þeir yfir mestum upplýsing-
um um hana. Mafían þurfti mest að
óttast þessa menn hefðu þeir lifað.
í gær mátti sjá hermenn hvarvetna
í Palermó höfuðborg Sikileyjar, m.a.
við helsta fangelsi borgarinnar,
Ucciardino, og við flugvöll eyjarinn-
ar. „Fólk er skelfingu lostið," sagði
leigubílstjóri einn. „Maður verður
kvíðinn í hvert sinn sem opinberir
embættismenn eru nálægt vegna
þess að þeir eru skotmörk mafíunn-
ar. Fólk er jafnvel hrætt við að ganga
úti á götu,“ bætti hann við.
Þrátt fyrir hræðslu streymdi fólk þó
út á götur á sunnudagskvöldið,
öskureitt, og tók þátt í sjálfssprottn-
um mótmælum gegn þessu síðasta
„afreksverki" mafíunnar.
Franco Piro, leiðtogi flokks sem
hefur baráttu gegn mafíunni á
stefnuskrá sinni, sagði á borgarráðs-
fundi í Palermo: „Mafíunni hefur
tekist að drepa þá tvo menn sem
helst hefðu getað leitt baráttuna
gegn henni. En mafían hefur líka
annað í huga og það er að hræða
fólk til hlýðni. Þess vegna verðum
við að þrauka í baráttunni gegn kol-
krabbanum."
Fréttir herma að hvorki meira né
minna en 80 kg af sprengiefni hafi
verið komið fyrir undir bifreiðinni.
„Þetta var hræðilegt. Ég sá miklar
eldtungur en heyrði ekkert. Mér
fannst eins og ég væri laminn í kvið-
Svona leit bifreið dómarans G. Falcone út eftir sprenginguna 23.
maí síöastliðinn.
inn,“ sagði Antonio Vullo, eini líf-
vörður Borsellinos sem komst lífs
af. Hann var í brynvörðum bíl að
leggja honum skammt frá þegar
sprengjan sprakk. Nú liggur hann á
sjúkrahúsi stórslasaður.
í gær, mánudag, leit staðurinn út
eins og eftir stórstyrjöld. Lögreglu-
maður sagði fréttamönnum að hann
hefði fundið hendi af Emanuela Loi,
sem var 24 ára gömul og í lífverði
dómarans, liggjandi í járnadraslinu.
Meira en 20 bilar lágu eins og hrá-
viði um alla götuna. —Reuter/Krás.
„Palermó er eins og Beirút!“
Alþjóðleg ráðstefna um eyðni í Hollandi:
KONUR í VAXANDIHÆTTU
Á AÐ SMITAST AF EYÐNI
Alþjóðleg ráðstefna um eyðni
stendur nú yfir í Amsterdam í Hol-
landi. Þessi ráðstefna er ein sú
stærsta sem haldin hefur verið um
þennan vágest en fulltrúar eru
11.000 frá 133 löndum. í gær
birti Alþjóðaheilbrígðisstofnunin
(WHO) nýjar tölur um útbreiðslu
eyðni. Samkvæmt þessum tölum
hefur ein milljón manna smitast af
HIV vírusnum á ekki lengrí tíma
en fyrstu sex mánuðum þessa árs.
Helmingur þeirra sem smitaðist á
þessum tíma er í Afrfku sunnan Sa-
hara og um fjórðungur er í Suður-
og Suöaustur-Asíu. Þessar upplýs-
ingar eru hafðar eftir dr. Michael
Merson sem er forstöðumaður
þeirrar deildar innan WHO sem
hefur með eyðni að gera.
Merson sagði að þeir sem virtust
vera í mestri hættu nú væru konur
og þó einkum ungar konur. Þegar
nýsmit fullorðinna eru skoðuð á
heimsvísu kemur í ljós að nærri
helmingur smitaðra eru ungar
konur. Þetta beinir athygli manna
ennfremur að því að eyðni virðist
nú smitast með ógnarhraða við
eðlileg kynmök gagnkynhneigðra.
Á ráðstefnunni var sérstaklega tek-
ið til þess hve smitið breiðist hratt
út meðal gagnkynhneigðra kvenna.
„í mörgum löndum smitast fleiri
konur en karlar. í hverri viku smit-
ast u.þ.b. 15.000 konur af HlV-veir-
unni og í sífellt fleiri löndum draga
þær á karla," sagði Merson.
Haft var eftir Merson að kostnaður
heilbrigðisyfirvalda við meðhöndl-
un sjúklinga væri stjarnfræðilegur.
í Thailandi einu, þar sem sjúkdóm-
urinn hefur breiðst út mjög hratt
undanfarið, er áætlað að kostnaður
við meðhöndlun sjúklinga verði
ekki undir 9 milljörðum dala árið
2000.
í sumum borgum Afríku eru
eyðnisjúklingar í 80% sjúkrarúma,
sagði Merson. Hann sagði að svo
gæti farið að sumar þjóðir yrðu að
verja yfir helmingi heilbrigðisút-
gjalda til meðhöndlunar eyðnisjúk-
linga. „Og þetta er aðeins toppurinn
á ísjakanum. Eyðni mun ógna öll-
um framförum og þróun. Eina von
okkar í þessum hörmungum er að
einbeita okkur að fyrirbyggjandi að-
gerðum," sagði Merson við hina
11.000 þingfulltrúa.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
telur að 10-12 milljónir fullorðinna
hafi smitast af HIV vírus og um ein
milljón barna. Þar af er talið að ríf-
lega tvær milljónir manna hafi
veikst en allt að 10-12 ár geta liðið
frá smitun og þar til vírusinn hefur
náð að veikja viðkomandi með þvf
að ráðast að ónæmiskerfi hans.
—Reuter/Krás.
Nýjar rannsóknir í ísrae! sýna ad:
Kynlíf bætir árang
ur íþróttamanna
Nú þegar Ólympíuleikamlr eru
að hefjast er ekki ónýtt fyrir
íþrúttamenn að vita að kynlíf get-
ur aukið líkumar á guUi.
Þetta er haft eftir vísindamönn-
um <em þýska tímarítið Blld,
sem út kom í dag, vitnar tíl. Vís-
indamennimir em starfsmenn
fsraelskar kynlífsstofnunar og
heita Mordechai Helperín og Al-
exander Olchaniesky.
„FuUnæging eykur metnað
kvenna og gefur þeim aukinn
styrk,“ segir í viðtali við vísinda-
mennina. Þekktir fijálsíþrótta-
menn í Þýskalandi hafa tekið
undir þessa skoðun ísraels-
mannanna. ,AUt þetta tal um
bindlndi í kynh'fi rétt fyrir keppni
er argasta þvæla,“ sagði Heike
Henkel sem er heimsmeistari
kvenna í hástökki. „Kynlíf fyrir
keppni skUar sér í meiri árangrí,“
sagði hún.
Joseph Keul, sem er læknir
þýska ÓfympíuUðsins, tók í sama
streng og sagði það útbreiddan
misskUning að karlkyns íþrótta-
menn ættu að forðast kynlíf rétt
fyrir stórátök í íþróttakeppni.
„Kynlíf rétt fyrir keppni er hollt
og gott bæði fyrír karla og kon-
ur,“ sagði hann við tímarítið
BUd. „Kynh'f dregur úr kvíða og
árásargirad. Það dregur ekld úr
Ukamlegum styrk en hefur hins
vegar mjög jákvæð áhrif á sál-
fræðilega Uðan.“
—Reuter/Krás.
Sarajevo
Friðargæslusveitir S.Þ. hættu öllu
hjálparstarfi I Bosniu þegar mús-
limar, Króatar og Serbar neituöu
að virða vopnahlé það sem um
hafði verið samiö. Áætlað hafði
verið að fljúga 20 flugvélum ( gær
til Sarajevo með hjálpargögn en
öllu þessu flugi var frestað. Þá
hafði sprengjum verið varpað á
byggingar á flugvellinum og flug-
brautir voru ekki öruggar vegna
skothríðar.
Palermo, Sikiley
Italska stjórnin lét hermenn standa
vörð fyrir framan helsta fangelsið (
Palermo og bjóst til þess að senda
liösauka hermanna til Sikileyjar I
gær ( kjölfar morösins á dómaran-
um Paolo Borsellino og fimm líf-
vörðum hans. Þá lét stjórnin senda
55 dæmda maflósa frá Sikiley til
fangelsa víðsvegar á Itallu.
Páfinn, sem nú liggur á sjúkra-
húsi I Róm og jafnar sig eftir upp-
skurð, fordæmdi morðiö og sagði
það vera móðgun við Italfu. Blaöa-
fulltrúar Vatlkansins sögðu að æxli
það, sem fjarlægt var úr páfa I slð-
ustu viku, heföi að hluta verið ill-
kynja en frumur hefðu þó ekki
dreift sér.
Baghdad
Mótmælendur brenndu fána S.Þ.
og eftirmyndir af George Bush for-
seta Bandaríkjanna, Hosni Mubar-
ak forseta Egyptalands og Fahd
konungi Saudi Arablu I einum
mestu mótmælum sem fram hafa
farið I Irak gegn S.Þ. og eftirlits-
mönnum þeirra. Eftirlitsmenn S.Þ.
hafa nú staöið við landbúnaðar-
ráðuneytið I Baghdad I um tvær
vikur og deila þeirra við Iraka orðin
að algjöru þrátefli. I norður Irak
særðust tveir gæsluliðar S.Þ. þeg-
ar sprengja I bll sprakk fyrir utan
byggingu S.Þ. I Kúrdaborginni Sul-
aimaniyah.
Ankara
Stofnun á vegum S.Þ. samþykkti
að fjármagna sérstaka áætlun um
að koma 19.500 Kúrdum aftur til
síns heima ef þeir, Kúrdarnir, sam-
þykktu áætlunina. Kúrdarnir flúðu
til Tyrklands eftir að Irakar réðust á
þá með efnavcpnum árið 1988. Nú
dvelja þeir I flóttamannabúðum I
suöaustur Tyrklandi en búöunum
er stjórnað af þremur ríkjum. Talið
er að hægt sé að tæma búöirnar á
tveimur mánuðum ef Kúrdarnir
samþykkja að fara.
Jerúsalem
Innanríkisráðherra Bandarlkjanna,
James Baker, sagðist telja að ár-
angur hefði oröiö af viðræðum við
leiðtoga Palestínumanna um frið
fyrir botni Miðjarðarhafs. Israelskir
hermenn dreifðu hópi róttækra
gyðinga sem hugðust mótmæla
heimsókn Bakers með því að
nema land á herteknu svæðunum.
Jóhannesarborg
A.m.k. níu svartir menn létu lífiö I
átökum sem urðu I Suður-Afríku á
sunnudag. Þar af voru þrír sem til-
heyra hinum herskáu samtökum
PAC (=Pan Africanist Congress).
Algeirsborg
Sex manns hafa látist frá því á
föstudag I átökum milli stuðnings-
manna islömsku frelsishreyfingar-
innar (FIS) og öryggissveita I Alslr.
FIS- flokkurinn er bannaöur I land-
inu og höfðu farið fram réttarhöld
yfir leiötogum hans nú fyrir helgina
Einn maður dó á sunnudag og
tveir særðust þegar götuvígi voru
reist og kveikt var I bifreiðum.
Kabúl
Hundruð fjölskyldna hafa nú flúiö
Kabúl, höfuðborg Afganistan, en
undanfarna tvo daga hafa skæðir
bardagar geisað þar á milli stríð-
andi fylkinga.