Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 2
2 Tfminn Laugardagur 5. september 1992 Nærri fjórum sinnum fleiri stunda nám í listgreinum en í greinum sem tengjast sjávarútvegi og landbúnaði: 55 námsmenn eru að læra kvikmyndalist Á skólaárinu 1990-1991 lánaði Lánasjóður íslenskra námsmanna 1000 námsmönnum fé vegna náms í viðskipta- og hagfræði. Rösk- lega 1500 fengu lán vegna náms í tæknigreinum, tæplega 600 fengu lán vegna náms í ýmsum listgreinum, en aðeins 160 fengu lán vegna náms í greinum sem tengjast landbúnaði og sjávarútvegi. Þessar uppiýsingar koma fram í bæklingi frá Lánasjóði íslenskra námsmanna sem nýlega kom út A skólaárinu 1990-1991 lánaði Lánasjóðurinn 8042 námsmönn- um. Þar af voru 2506 námsmenn við nám erlendis, flestir í Ameríku eða 968 og á Norðurlöndunum eða 822. Ef litið er nánar á einstakar greinar þá kemur ljós að á tímabil- inu voru 97 lánþegar að læra fjöl- miðlun, 262 lögfræði, 143 tölvu- fræði, 61 leiklist, 264 myndlist, 186 tónlist, 55 kvikmyndalist, 121 arkitektúr, 42 innanhúshönnun, 160 hótel- og ferðafræði og 425 verkfræði. Meirihluti allra námsmanna sem stunda nám í listgreinum, hönn- un, fjölmiðlun og þjónustugrein- um, stunda námið erlendis. -EÓ Skiptingeftir námsgreinum 1990-91 alls erl. Uppeldisgreinar 994 184 Tungumál og bókmenntir 433 60 Samfélagsgreinar 281 22 Lögfræði 262 33 Hugvísindagreinar 250 71 Upplýsingagreinar 150 103 Heilbrigðisgreinar 887 171 Raunvísindagreinar 332 124 Landb. og sjávarútv. 160 38 Tölvu- og stærðfræði 252 78 Viðskipta- og hagfræði 1001 348 Matvælagreinar 98 24 Listgreinar 591 338 Hönnunargreinar 286 240 Þjónustugreinar 286 240 Tæknigreinar 1541 468 Undirbúningsgreinar 244 36 ÍÞRÓTTIR Kæra á hendur 3. deildar liði Gróttu í knattspyrnu: KNATTSPYRNA Kæru Ægis vísað frá Kæru 3. deildar liðs Ægis frá Þor- lákshöfn á hendur Gróttu vegna leiks félaganna á Seltjamamesi, var í gær vísað frá í héraðsdómi UMSK. Ægismenn kærðu Gróttu fyrir að nota ólöglegan leikmann, sem er Stefán Jóhannsson markvörður, á þeim forsendum að félagaskipti hans úr Árvakri í KA fyrr í sumar hafi verið ósamþykkt af hálfu Ár- vakurs. Pram hefur komið að ekk- ert er athugavert við félagaskiptin úr KA í Gróttu. í dómsúrskurði segir eftirfarandi: ,Af gögnum málsins kemur fram að félagaskipti Stefáns úr KA í Gróttu eru staðfest með bókun KSÍ 9. júlí 1992 og eru því að formi til lögmæt. Hins vegar er Ijóst að undirskrift forsvarsmanna Árvakurs vantar á fé- lagaskipti úr Árvakri í KA. Þessi yfir- lýsing er móttekin hjá KSÍ 18. júní 1992 og hefúr ekki fengið endanlega afgreiðslu. Þegar þetta er virt verður að telja að ofangreindri kæru sé ekki beint gegn réttum aðila. Eigi verður séð að Grótta geti átt sök á því hvemig fyrri félagaskipti hafa geng- ið fyrir sig. Málinu er því vísað frá þar sem því er ekki beint gegn rétt- um aðila.“ Stefán Jóhannsson Ef dómurinn hefði fallið Ægi í vil hefði það breytt stöðunni í 3. deild mikið, því ljóst þótti að þá myndu bæði Völsungar og Dalvíkingar fylgja á eftir, en Grótta vann báða þá leiki með Stefán í markinu. Ekki náðist í forsvarsmenn Ægis um hvort þéir hygðust áfrýja til dóm- stóls KSÍ. -PS UM HELGINA Laugardagur: 1. deild KA-Valur................kl. 14.00 UBK-ÍBV.................kl. 14.00 ÍA-FH ............kl. 14.00 KR-Þór A..........kl. 14.00 2. deild Leiftur-Grindavík........kl. 15.00 Selfoss-BÍ’88............kl. 15.00 Þróttur-Fylkir...........kl. 15.00 ÍBK-Víðir ..............kl. 15.00 ÍR-Stjaman...............kl. 15.00 3. deild Magni-Ægir.............kl. 14.00 Grótta-Þróttur N........kl. 14.00 KS-Tindastóll..........kl. 14.00 Haukar-Völsungur.......kl. 14.00 Skallagrímur-Dalvík....kl. 14.00 4. deild HK-Höttur..............kl. 17.30 Reynir S.-Hvöt.........kl. 17.30 Sunnudagur: 1. deild Fram-Víkingur......kl. 16.00 1. deild kvenna Þór A.-Stjarnan.............kl. 14.00 UBK-Höttur..................kl. 14.00 KR-ÍAkl...................14.00 Valur-Þróttur N.............kl. 14.00 Herdís Egilsdóttir kennari og rithöfundur leggur línurnar meö bekknum sínum. í skólanum Á haustin hefjast göngur, laufin falla af trjánum, farfuglarnir fljúga burt og börn byrja í skóla. Þannig hefur skólabörnum Iöng- um verið kennt að þekkja haustið. Þessa dagana má sjá eitt fyrsta einkenni haustsins því nú streyma börnin í skólana að loknu viðburðaríku sumri. í ísaksskóla lá eftirvæntingin í loftinu. Þar var fyrsti skóladagur- inn að hefjast hjá sjö og átta ára börnum. Virtist sem margir biðu eftir frímínútunum í ofvæni til að geta leikið sér við félaga sína í fyrsta sinn á þessu hausti. Óli Aðalsteinsson og Hörður Jóhann Kristinsson segja að í skól- anum sé skemmtilegast í frímínútum. Þær Ragnhildur Silvía Kjartansdóttir og Margrét Erla Maack voru hinar ánægðustu með að byrja i skólanum. Sögðust þær hafa beðið þessa dags meö óþreyju því þær hafa ekki hist i allt sumar. Frystitogaravæðing á Vestfjörðum. Karítas Pálsdóttir, varaformaður fiskvinnsludeildar VMSÍ: AFLEIÐINGARNAR GETA ORÐIÐ SKELFILEGAR „Við erum búin að heyra af fyrirhugaðri frystitogaravæðingu hér vestra í nokkura tíma en það er fyrst núna sem einhver alvara virðist vera á ferðum á ísafirði, Súðavík og á Þingeyri til að fjárfesta í frystitogurum. Auðvitað vonar maður hið besta og að næg atvinna verði sem fyrr í frystihúsunum. Ef þetta fer hins vegar á versta veg og ailur afli verður unninn útí á sjó getur raunveruleikinn orðinn skelfilegur hér vestra í at- vinnumálum fískvinnslufólks," segir Karítas Pálsdóttír, varaformaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum virðast stærstu kvótahand- hafar þar vestra hafa ákveðið að fjárfesta í frystitogurum og færa þar með fiskvinnsluna út á sjó. Fram til þessa hefur nálægðin við gjöful fiskimið verið homsteinninn að blómlegri fiskvinnslu í landi þar vestra en nú virðist það eitt og sér ekki nægja til að menn treysti sér til að halda því áfram að óbreyttu rekstrarumhverfi. Karitas segir að í sjálfu sér sé hægt að skilja sjónar- mið þeirra út frá hreinu og kláru viðskiptasjónarmiði. Hins vegar vilji það gleymast í allri umræð- unni að fiskurinn í sjónum er sam- eign allra landsmanna og sú verð- mætasköpun sem liggur að baki núverandi fjárhagsstöðu kvóta- handhafa er tilkomin vegna þeirrar vinnu sem landverkafólk og sjó- menn hafa sameiginlega innt af hendi við vinnslu sjávarfangs í gegnum tíðina. Að mati Karitasar er því þó ekki að neita að í ljósi fyr- irhugaðra frystitogarakaupa standi vestfirskt fiskvinnslufólk á tíma- mótum og miklar kerfisbreytingar séu á næstu grösum í atvinnumál- um þeirra. Hún segir jafnframt að þessar áætlanir um frystitogara- væðingu geti vakið upp rótleysi meðal fólks á meðan það hafi nán- ast enga tryggingu fyrir því að framhald verði á fiskvinnslu í landi. „Það er mun ódýrara fyrir fólk að vera á atvinnuleysisbótum á höfuð- borgarsvæðinu en vestra þar sem mun dýrara er að kaupa í matinn og kynda upp húsnæðið. Aftur á móti er ég svo mikil bjartsýnis- manneskja að ég trúi ekki öðru en að íbúar sjávarplássanna hér vestra geri eitthvað róttækt og snúi vörn í sókn ef vegið verður að lífæð þeirra," segir Karitas Pálsdóttir, varaformaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands. -grh Víghóladeilan: Vopna- hléí grennd? Forsvarsmenn Víghólasamtakanna vörðust allra frétta af gangi samn- ingamála þeirra og safnaðarstjórnar. Biskup hélt sáttafund með deiluað- ilum í gær og lagði fram sáttatillög- ur sem voru til umræðu hjá deiluað- ilum í gær. Aðalsteinn Pétursson, sem sæti á í stjórn Víghólasamtakanna, segir þó að lokið sé að fara yfir samkomu- lagsdrögin af þeirra hálfu en nú sé rætt um þau hjá safnaðarstjórninni. Hann segir að deiluaðilar hafi ákveðið að gefa engar yfirlýsingar í fjölmiðlum fyrr en fúllreynt væri í samningaumleitunum. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.