Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oðruvisl bílasala BÍLAR • HJÓL • HÁTAR • VARA- HLUTIR. wnK> HJÁ OKKUR • BÍLL HJÁ ÞÉR SfMI 6T9225 xv^abnel HÖGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum GS varahluti IH Hamarshöföa 1 - s. 67-67-44 B 44| Skákeinvígið í Svartfjalialandi: Ovísthvort Friðrik geti veriðdómari Svo kann að fara að íslensk stjómvöld sjái meinbugi á því að Friðrik Ólafs- son, stórmeistari og skrifstofustjóri Alþingis, geti farið til Svartfjallalands og dæmt í einvígi þeirra Fischers og Spasskís vegna samskipta- og við- skiptabanns Sameinuðu þjóðanna á fyrrum Júgósiavíu. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður þá mundi það sennilega falla undir utanríkisráðherra, sagði að það væri í sjálfu sér ekkert sem bannaði ís- lendingum að hafa samskipti við fyrrum Júgóslavíu en ef peninga- greiðslur eða annað sem túlka mætti sem viðskipti kæmi við sögu viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna. Að öðru leyti taldi aðstoðar- maður utanríkisráðherra það ekki tímabært að tjá sig um málið að svo stöddu þar sem formleg beiðni um að Friðrik taki að sér starf yfirdóm- ara í einvíginu hefði ekki enn borist til hans. En Friðrik dvelur um þess- ar mundir í sumarfríi suður á Ítalíu. Hins vegar hafa bæði Fischer og Spasskí samþykkt það fyrir sitt leyti að Friðrik leysi Lothar Schmid af sem yfirdómari einvígisins frá og með 10. september næstkomandi og hefur formleg beiðni þar að lútandi verið send til Friðriks. -grh Verkfræðingar opna starfsmiðlun. Atvinnuhorfur slæmar: Uppsagnir og atvinnuleysi Verkfræðingar eru svartsýnir á haustið og nýútskrifaðir verkfræðingar fá hvergi vinnu. Uppsagnir og aðhald eru lausnarorðin á verkfræðistofum. Þetta kemur fram í viðtali við framkvæmdastjóra starfsmiðlunar verkfræð- inga, Önnu Þ. Císladóttur. „Vegna versnandi atvinnuástands meðal verkfæðinga hefur starfs- miðlun á vegum Verkfræðingfélags íslands tekið til starfa," segir m.a. í fréttatilkynningu frá félaginu. Anna Þ. Gísladóttir segir að hátt í tuttugu verkfræðingar séu á skrá hjá starfsmiðiuninni. Um atvinnu- ástand verkfræðinga segir Anna: „Það er slæmt og horfurnar eru frekar dökkar. Ég hef heyrt það að búið sé að skera niður alla eftir- vinnu á verkfræðistofunum upp á að halda mannskapnum. Ef ekki koma inn ný verkefni eru uppsagnir fyrir- sjáanlegar," segir Anna. Hún telur að eitthvað sé um að verkfræðingar þiggi atvinnuleysis- Hótel Borg seld fyrir 172 m. kr. Tómas A. Tómasson veitingamað- ur og Markús Örn Antonsson borg- arstjóri undirrituðu á Hmmtudag samning um kaup þess fyrmefnda á Hótel Borg í Reykjavík. Kaupverð er 172 milljónir króna og eru kaup- in skilyrt þannig að sú kvöð fylgir eigninni að þar verði áfram veit- ingarekstur. Þegar Reykjavíkurborg keypti Hótel Borg á sínum tíma var gefin út sú skýring af hálfu borgaryfirvalda að húseignin hafí verið keypt til að tryggja að þar yrði áfram hótel og veitingarekstur, en Alþingi hafði þá sýnt húsinu mikinn áhuga undir sína starfsemi. Kaupsamningurinn verður borinn upp í borgarráði á þriðjudag. Tómas A. Tómasson (Tommi í Tommaborg- urum) rekur fyrir Hard Rock Café og veitingastaðinn Ömmu Lú. Tíminn LAUGARDAGUR 5. SEPT. 1992 bætur. Anna álítur að talsvert sé um að verkfræðingar hafi aldrei unnið á verkfræðistofum. Sérstaklega finnst henni það áberandi með nýútskrif- aða verkfræðinga því þeir fái oft ekki vinnu í sambandi við verkfræði. „Stefnan er að leita inn á sem flest svið því þetta er fjölbreytt nám og gefur mikla möguleika," segir Anna. I því sambandi nefnir hún tölvu- og sölustörf og jafnvel greinar eins og sjávarútveg. -HÞ Jóhann Pétur Sveinsson sést hér í lyftu hins nýja dómhúss. Timamynd Ámi Bjama Arkitekt Dómhúss Reykjavíkur: Fullt samráð haft við Sjálfsbjörgu Arkitekt dómhússins í Reykjavík er óánægður með það sem hann telur vera neikvæða umfjöllun hér í Tímanum um aðgengi hreyfihamlaðra að húsinu og segist hafa haft full samráð við formann Sjálfsbjargar sem aftur segir að enn sé eftir að ganga frá ýmsum atriðum. Nýlega birtust í tímanum og fleiri fjölmiðlum myndir af Jóhanni Pétri Sveinssyni lögmanni, formanni Sjálfsbjargar, þar sem hann átti í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar í hjólastól inn í og um Dóm- húsið í Reykjavík. Gyifi Guðjónsson, Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um notkun jarðgufu í iðnaði haldin á Islandi: íslendingar geta flutt út þekkingu á notkun Jarógufu Fáar þjóðir í heiminum nýta jarðgufu í jafnmiklum mæli og til jafn- fjölbreyttra nota og íslendingar. í gær lauk ráðstefnu um notkun jarðgufu í iðnaði sem haldin er á vegum Félags íslenskra iðnrekenda í samvinnu við Landsvirkjun og Orkustofnun. Þetta er fyrsta ráð- •tefnan sem fjallar eingöngu um þetta efni og er vonast eftir að hún livetji til frekari umræðu um notkun jarðgufu í iðnaði eriendis og hér á landi. Á ráðstefnunni eru flutt um 60 íslensk og erlend erindi. Um 200 manns sækja ráðstefnuna. Áhugi á notkun jarðgufu til iðn- aðar hefur aukist á síðustu árum. Mikið vantar á að möguleikar jarð- Ílufunnar í iðnaði hafi verið nýttir. slendingar standa þjóða fremstir á þessu sviði. íslendingar hafa nýtt jarðgufu við vinnslu á kísilgúr, salti, þörungavinnslu, fiskþurrkun, ullarþvott og víðar. Erlendis hefur jarðgufa verið nýtt m.a. til að þurrka matvæli og dýrafóður, við olíuvinnslu, í pappírsiðnaði, við vinnslu á kopar og gulli. Aðeins Nýja Sjáland notar meira af jarð- gufu í iðnaði en íslendingar. Bandaríkin, Ungverjaland, ísland, Ítalía og Kína eru þær þjóðir sem mest nota af vatnsgufu í iðnaði. Undirbúningur að ráðstefnunni hefur staðið í tvö ár. íslendingar hafa lagt mikla áherslu á að kynna það sem hér hefur verið gert á þessu sviði. Vonast er eftir að ráð- stefnan leiði til þess að aðrar þjóð- ir leiti í auknum mæli eftir ís- lenskri sérfræðiþekkingu um notk- un jarðgufu þegar þær huga að nýtingu hennar í framtíðinni. Á undanfömum árum hafa íslenskir aðilar leitað fyrir sér og fengið verkefni sem tengjast jarðhita- notkun í Austur-Evrópu og Rúss- landi. Efnahagsleg uppbygging þessara svæða ýtir undir frekari nýtingu jarðhitans á komandi ár- um. Þátttakendur koma úr öllum heimshlutum svo sem frá Evrópu, Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Filippseyjum, Rússlandi, Kína og Nýja Sjálandi. Meðal nýjunga sem kynntar voru á ráðstefnunni er ný tækni til að mæla hita í borholum. Fram að þessu hafa verið notaðir rafmagns- knúnir mælar, en nokkuð hefur verið um að þeir hafi gefið sig eftir nokkurra tíma notkun. Pétur Þórðarson verkfræðingur, sem starfar í Bandaríkjunum, hefur komið fram með nýja mæla úr ryð- fríu stáli sem tengdir eru við tölvu. Mælinn má nota dag og nótt og hann þolir geysimikinn hita. Með þessari nýju tækni er hægt að fylgj- ast betur með breytingum í bor- holum. Mælingar verða öruggari og nákvæmari. -EÓ arkitekt hússins, er undrandi á þessu og hefur sent frá sér athuga- semdir. Þar segir að eitt af megin- viðfangsefnum við hönnun hússins var að tryggja aðgengi fatlaðra á við- unandi hátt. Jafnframt segir hann að á hönnun- arstigi hafi ítrekað verið haft sam- band við formann Sjálfsbjargar og undir hann bornar tillögur um úr- lausnir. Þá hafi og verið tekið tillit til ábendinga hans og ekkert hafi bent tii að of skammt væri gengið varðandi aðgengi fatlaðra. Kostnað- arsamar breytingar hafi verið gerðar á húsinu til þess að aðgengi yrði sem allra best miðað við aðstæður. Jóhann Pétur Sveinsson segir að allar þessar ábendingar Gylfa séu réttar en hins vegar hafi tilgangur hans verið, þegar umræddar myndir voru teknar, að benda á að hlutirnir væru samt ekki í lagi. Hann treysti því þó að úr muni rætast. Jóhann Pétur gerir m.a. athugasemdir við stigalyftu hússins sem hann segir að sé ekki í samræmi við óskir sínar. „Tákkinn er stífur og það þarf að halda honum niðri alla leiðina upp og niður. Þá er stíft að taka niður slá sem er til vamar áður en haldið er af stað,“ segir Jóhann. „Menn hafa samráð og fá upplýs- ingar um hvað eigi að gera en þegar kemur að framkvæmd þá fer oft eitt- hvað úrskeiðis," sagði Jóhann að lokum. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.