Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 5. september 1992 Tíminn 13 Barbara Alexander meö dótturina sem hún eignaöist meö James Alex- ander. helstu dagblöð birtu lýsingu á henni ásamt myndum. Að sjálfsögðu vakti mál þetta óskipta athygli almenn- ings. Dagblöðin sáu svo um að rann- sókninni linnti ekki. Og dag nokk- urn gengu fjórir lögreglumenn, undir forystu Delgamos lögreglu- stjóra, á fund Alexanders prófessors. „Við skulum ræða málin hrein- skilnislega, herra prófessor," sagði lögreglustjórinn. „Það er hald okkar f lögreglunni að seinni kona þín sé ekki lengur á lífi. Verktakarnir, sem byggðu húsið ykkar, hafa sagt okkur frá því að það hafi ekki verið fullgert er þið fluttuð inn í það. Til dæmis hafi verið eftir að steypa kjallaragólf- ið. Við höfum grun um að líkið af konu yðar sé að finna undir þeim hluta þess, sem þú steyptir sjálfur." Prófessorinn varð náfölur. „Þér er þó ekki alvara að ég hafi unnið konu minni mein? Ég legg við drengskap minn að ég myrti hana ekki.“ Saksóknari fýlkisins hringdi í pró- fessorinn daginn eftir. .dierra prófessor," sagði hann með áhersluþunga. „Blaðamennimir skrifa um þig án afláts og öll þjóðin mun telja þig sekan, ef þú veitir okk- ur ekki Ieyfi til að rannsaka húsið. Þá verður það almannarómur að þú hafir einhverju að leyna.“ Prófessorinn vissi að saksóknarinn hafði rétt fyrir sér. Hann bað sak- sóknara samt um að gefa sér um- hugsunarfrest Hann vildi fyrst ræða málið við Rósu, fyrri konu sína. RAÐNING A KROSSGÁTU Beinagrínd meö kross í kjúkunum Daginn eftir gengu þau saman á fund lögreglustjórans. Þau höfðu meðferðis skriflegt leyfi til húsrann- sóknar heima hjá prófessomum. Undir miðnættið, því næst þremur og hálfu ári eftir að Barbara Alex- ander hvarf, urðu örlagaríkir at- burðir heima hjá prófessomum. Lögreglan vann að þvf, við birtu frá sterkum ljóskösturum, að brjóta upp kjallaragólfið. Eftir um það bil klukkustundar Ieit kom lögreglan niður á beinagrind af kvenmanni. Hún var vafin í rekkjuvoð sem var svo til óskemmd. Kjúkur beina- grindarinnar voru krepptar um tré- kross sem var allt að metri á lengd og hálfur metri á breidd. Loks var Barbara Alexander komin í leitimar. Rósa og James Alexander voru nú bæði færð fyrir rannsóknardómara og þá sagði prófessorinn eftirfarandi sögu: „Eg var að vinna úti í garðinum og mig vantaði eitthvert áhald, svo ég skrapp inn eftir því. Þegar ég kom inn rakst ég á Barböru, sem tók til eins og svo oft áður við að skamma mig fyrir það hversu oft ég heim- sótti fyrrverandi konu mína og böm. í þetta skiptið gekk hún svo langt að hún sótti hamar niður í kjallar- ann, þar sem enn var unnið að smíð- um, og hótaði að rota mig fyrir það að ég elskaði hana ekki. Þá missti ég gjörsamlega stjóm á mér. Ég ýtti harkalega við henni, sem varð til þess að hún datt niður tröppumar niður í kjallarann. í fallinu skall hún utan í hlaða af múrsteinum, sem hrundi yfir hana. Þegar ég kom að henni sá ég mér til skelfingar að hún var látin." Eftir þessa atburði bar prófessorinn þá sögu út að seinni kona hans væri horfin, hefði hlaupist að heiman og ýjaði að því að annar karlmaður hefði veríð í spilinu. Framburður prófessorsins var skráður og staðfestur ásamt skýrslu lögreglunnar. Rósa var látin laus, en prófessorinn handtekinn. Þegar hann hafði setið nokkra mánuði í gæsluvarðhaldi, var hann látinn laus gegn 10.000 dollara tryggingu. Gifting í annaö sinn Þrem dögum síðar héldu þau Rósa og James Alexander yfir fylkjamörk- in til Colorado og létu gefa sig sam- an þar öðm sinni, en það hefði verið óframkvæmanlegt í heimalylki þeirra, Wyoming, þar sem hann Iá undir ákæm. Að brúðkaupinu loknu var hann hnepptur í gæsluvarðhald á nýjan leik, þar sem hann hafði brotið skil- yrðin fyrir frelsinu með þessu flakki á milli fylkja. Þegar mál hans kom fyrir rétt var frásögn hans af dauða eiginkonunn- ar dregin mjög í efa. Var hann dæmdur fyrir manndráp og gat gert sér vonir um að verða náðaður fyrir góða framkomu í fangelsinu eftir fimm ár. Alexander prófessor sat hálft annað ár í fangelsinu — dæmdur fyrir glæp sem hann hafði ekki framið. Hann hafði tekið á sig sök sem var ekki hans, eins og sannaðist þegar sannleikurinn um hvemig dauða Barböm hafði borið að höndum. Sagan öll Róbert, sonur Barböm af fyrra hjónabandi, sem nú var orðinn tíu ára gamall, kom að máli við lög- regluna. Þar sagði hann ofureinfalda en jafnframt áhrifamikla sögu, sem varð til þess að þrír lögreglumenn gengu þegar á fund Rósu Alexander. Og allt kom heim, þegar hún játaði grátandi að eiga alla sök á dauða Barböm. Hún skýrði svo frá að eiginmaður hennar hefði tekið sökina á sig, svo að hún gæti verið hjá bömunum fimm, sem æsku sinnar vegna hefðu frekar þörf fyrir móður en föður. Sagði Rósa að hann hefði lagt allt í sölumar fyrir þessi böm, svo þeim yrði ekki tvístrað og komið fyrir á uppeldisstofnunum. Það hefði verið fyrst og fremst þess vegna sem hann hefði farið sjálfvilj- ugur f fangelsið. James Alexander var látinn laus hið snarasta, eftir að hafa verið sak- laus í fangelsi í 18 mánuði fyrir ut- an gæsluvarðhaldið. í rauninni var ekki hægt að segja að Rósa ætti heldur sök á dauða Barböm; þar hafði verið um slys að ræða. Daginn, sem það bar að höndum, hafði Rósa heimsótt pró- fessorinn og beðið hann um pen- inga fyrir nauðsynjum handa böm- unum. Það var Barbara sem kom til dyra. Prófessorinn var að vinna í garðinum og hafði ekki hugmynd um að Rósa væri komin. Konumar ræddu saman í útidyr- unum og venju sinni trú reifst Bar- bara yfir því hversu mikil samskipti prófessorinn ætti við konu sína og böm frá fyrra hjónabandi. Rósa sagði að hann ætti til þess fullan rétt og deila kvennanna jókst orð af orði. Barbara gerðist þá svo æst að hún gætti sín ekki og steig skref aftur á bak með þeim afleiðingum að hún steyptist niður kjallaratröppumar. í fallinu reif hún með sér múrsteins- hlaða sem hvolfdist yfir hana og hún beið samstundis bana. Rósa lagði á flótta, skelfingu lost- in. Hún hitti prófessorinn úti í garðinum og sagði honum hvað komið hafði fyrir og þau fóm sam- an inn í húsið. Þau gerðu sér sam- stundis grein fyrir hvaða afleiðing- ar þetta banaslys kæmi til með að hafa. Þau yrðu sökuð um að hafa lagt á ráðin og í sameiningu orðið Barböm að bana. Að lokum varð það úr að þau grófu líkið í kjallaranum og prófessorinn lét krossinn hjá líkinu til þess að greftmnin bæri einhver merki kristilegrar útfarar. Róbert litli hafði orðið vitni að því, sem þeim fór á milli, móður hians og Rósu. Honum þótti mjög vænt um móð- ur sína og föður, en leit nánast á stjúpa sinn sem ókunnugan mann. Þess vegna þagði hann þar til sam- viskan knúði hann til að segja allt af létta. Enginn var sóttur til saka fyrir þetta slys. Rósa og James Alexander ólu börnin fimm upp í sameiningu, börnin sem prófessorinn var reiðu- búinn til að eyða góðum hluta ævi sinnar í fangelsi fyrir. Einar Farestveit & Co.hf Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Olíufyllti rafmagnsofninn frá ELFA LVI er skrefi framar! ELFA LVI ofnornir eru framleiddir í Svíþjóð með sama og útliti og venjulegir vatnsofnar. Hagstætt verð og greiðsluskilmólar. * Enginn bruni ó rykögnum né jónabreytingar sem orsaka þurrt loft. * Lógur yfirborðshiti. * Auðveld uppsetning. x Bréfanám er góður kostur X Þú sparar tíma og ferðakostnað og ræður námshraðanum. Við notum kennslubréf, hljóðbönd, myndbönd, síma, símabréf og námsráðgjöf til að aðstoða þig. Nám á framhaldsskólastigi Starfsmenntun, s.s. bókfærsla, vélvarð- amám o.fl. íslenska fyrir útlendinga íslensk stafsetning Erlend tungumál Auk þess teikning, sálarfræði o.m.fl. Sendum ókeypis kynningarefni um allt land, sími 91-629750 fBLAÐBERA VANTaTI Njálsgata (vesturhl.) Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.