Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 5. september 1992 Það mun sjaldgæft að nokkur rétt- ur fái jafnauðdæmt mál til með- ferðar og það sem varð af andláti frú Barböru Alexander. Eiginmaður hennar, James Alexander háskóla- prófessor, lýsti þeirri sök á hendur sér fyrir lögreglu og dómurum að hann væri valdur að dauða konu sinnar og dómurinn var kveðinn upp án tafar. Alexander prófessor var sekur fundinn um óráðið morð og dæmdur í fangelsi, ekki skemur en fimm ár og ekki lengur en tutt- ugu og fimm ár. James Alexander prófessor var mikilsvirtur fræðimaður í Banda- ríkjunum. Hann hafði kennt heim- speki við ýmsa háskóla þar og auk þess verið boðið til fyrirlestrahalds við erlenda háskóla. Flókin fjölskyldumál Alexander-fjölskyldan var almennt vel látin í bænum Casper þar sem hún var búsett. Árið 1954 olli hún þó miklu umtali í þessu litla bæjar- félagi, en þá slitu þau samvistir pró- fessorinn og Rósa kona hans. Vissi enginn af hvaða orsökum. Ári síðar var enn mikið rætt í bæn- um um prófessorinn. Hann kom þá heim úr fyrirlestraferð — kvæntur öðru sinni og seinni konan í fylgd með honum. Hún hét Barbara, 27 ára gömul ekkja og tveggja bama móðir. Hún var átján árum yngri en prófessorinn. Alexander lét reisa nýtt hús handa sér og seinni konunni. Fyrst í stað Fjölskyldumál Alex- anders prófessors voru dálítið flókin. Hann og seinni kona hans bjuggu í næsta nágrenni við fýrri konu hans. Honum þótti vænt um börnin, sem hann átti með þeim báðum, og það dró svo sannarlega dilk á eftir sér. bjuggu þau þó öll undir sama þaki, hann og fyrri konan og seinni konan og öll bömin. Árið 1956 fluttu þau í nýja húsið, Alexander prófessor og Barbara kona hans, þó svo að húsið væri ekki fullklárað. Barbara varð fljótt að horfast í augu við það að eiginmaður hennar gerði sér tíðförult heim til fyrri konunnar og bama þeirra tveggja. Var það al- talað meðal nágrannanna að oft slægi í brýnu með þeim hjónum vegna þessa. Svo gerðist það að Barbara fæddi manni sínum dóttur og um skeið ríkti eindrægni og hamingja á heim- ilinu. Barbara hverfur Hinn 16. júní 1958 gekk Alexander prófessor snemma til náða. Hafði hann unnið í garðinum við húsið allan daginn. Þegar hann vaknaði morguninn eftir, var Barbara horfin. Hún hafði ekki skilið eftir neina vís- bendingu um brottför sína. Seinna um daginn fór Alexander prófessor heim til fyrri eiginkonu sinnar, Rósu. Vitni skýrðu svo frá að hann hefði setið inni í bfl sínum og rætt við Rósu út um opinn hliðargluggann. Hafði hún staðið spölkom frá bfln- um, þegar Alexander prófessor mælti: ,14ér barst símskeyti um að koma til starfa í St. Louis. Getur þú ekki annast börnin þrjú á meðan? Bar- bara er horfin, hún hefur ekki verið heima í nótt og er ekki farin að láta sjá sig enn. Ég geri ráð fyrir því að hún sé alfarin — kannski stungin af með öðrum manni. Hún hefur víst aldrei verið fyllilega hamingjusöm í sambúðinni með mér.“ Rósa taldi hins vegar að Barbara kæmi aftur innan skamms. En hún lofaði því að annast börnin, það væri alveg sjálfsagt mál. Alexander prófessor kom síðan með bömin þrjú, sem hann fól í um- sjá Rósu fyrri konu sinnar. Sjálfur var hann fjarverandi í nokkrar vikur. Barst Rósu bréf frá honum þar sem hann bað hana um að líta líka eftir nýja húsinu, ef Barbara væri ekki komin aftur. En Alexander prófessor fékk aldrei neinar fréttir af seinni konu sinni. Rósa Alexander bíöur þess að dómur veröi kveöinn upp yfir prófess- ornum. Þannig liðu tvö ár. Var mikið skrafað um þetta í bænum og að sjálfsögðu fór ekki hjá því að orðrómurinn bærist til Iögreglunnar. Leitin hefst Loks taldi Delgarno, lögreglustjór- inn í bænum, ekki stætt á öðm en að ræða málið við prófessorinn. Ekki bar það þó neinn árangur. Alex- ander lýsti þeim gmn sínum að Bar- bara hefði hlaupist á brott með ein- hverjum elskhuga og dveldist þá ef til vill einhvers staðar undir fölsku nafni. Hefði kannski ekki kjark til að koma heim aftur. Hún hefði oft haft í hótunum um að yfirgefa hann, ef hann hætti ekki að heimsækja fyrri konu sína og bömin. Alexander prófessor hafði ekki til- kynnt lögreglunni formlega um hvarf seinni konu sinnar. Lögreglan gat því ekki aðhafst neitt opinber- lega í málinu að svo stöddu. En tor- tryggni hennar var vakin. Það var ekki með felldu, að konan væri horf- in svo af yfirborði jarðar án þess að þess sæjust engin merki. Misseri seinna varð sú breyting á að foreldrar Barböm fóm fram á að leit yrði hafin að henni og tók lögreglan þá tafarlaust til óspilltra málanna. Var lýst eftir konunni um gjörvöll Bandaríkin samtímis, þannig að öll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.