Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 5. september 1992 Tíminn 17 Innritun í almenna flokka (frístundanám) VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Skraut- skrift. Postulínsmálun. Bókband. Hlutateikning. Teikning og málun. Módelteikning (byrjenda- og framhaldsflokkar). Teikning og litameðferð fyrir unglinga 13 ára og eldri. Málun - fram- haldsnámskeið. Vélritun. Skokk fyrir alla. BÓKLEGAR GREINAR: íslenska (stafsetning og málfræði). íslenska fyrir útlendinga I. II. III. (í I. stig er raðað eftir þjóðerni nemenda). Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hol- lenska. Franska. ítalska. ítalskar bókmenntir. Spænska. Spænskar bókmenntir. Latína. Gríska. Portúgalska. Hebreska. Tékkneska. Búlgarska. Rússneska. Byrjenda- og framhalds- námskeið. Danska, norska, sænska fyrir börn 7-10 ára - til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað í málunum. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK: Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Stafsetn- ing fyrir framhaldsskólanema sem bæta þurfa kunnáttu í íslenskri stafsetningu. í almennum flokkum er kennt einu sinni eða tvisvar í viku. Ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennslugjald fer eftir stundafjölda og greiðist við innritun. Kennsla hefst 28. september. INNRITUN fer fram í MIÐBÆJARSKÓLA, Fríkirkjuvegi 1, dagana 17., 18., 21., og 22. september kl. 17-20. --------------------\ Útboð Snjómokstur á Vesturlandi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i snjómokstur á Vesturlandi vetuma 1992- 1993, 1993-1994 og 1994-1995. Um er að ræða sex snjómokstursleiöir. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rik- isins í Borgarnesi og Borgartúni 5, Reykja- vík (aðalgjaldkera), frá og með 7. septem- ber n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 21. september 1992. Vegamálastjóri REGLA tekur að sér bókhald, VSK og framtöl. Upplýsingar í síma 674083 eftir kl. 6 sd. Hugheilar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og Otför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og bróöur Ingimundar S. Magnússonar frá Bæ, Króksfirði Hofgöröum 2, Seltjarnamesl Sérstakar þakkirtil lækna og hjúkrunarfólks á deild 12 G, Uandspltalanum. Sjöfn K. Smith Magnús Ingimundarson Brynja Haraldsdóttir Laufey A. Ingimundardóttlr Sverrir Ingimundarson Steinþóra Ágústsdóttir Hjördís Ingimundardóttir barnabörn, systkinl og aörir vandamenn _______________________________________________________J Karóiína ásamt Vincent Lindon og móöur hans á gangi. Karólína prinsessa hefur verið orðuð við franska leikarann Vincent Lindon. Nú hefur mikilsvert skref verið stigið í sambandi þeirra: Kynnti Karólínu fyrir mömmu Eftir að páfastóll ógilti hjóna- band Karólínu Mónakóprinsessu og Philippes Junot, hafa fjölmiðlar velt því fyrir sér hvort hún hafi í hyggju að giftast franska leikaran- um Vincent Junot. Þessir orðrómur fékk aldeilis á fæturna nú nýverið. Að loknu Rauða kross-ballinu, sem löngum hefur verið talið há- punktur samkvæmislífsins í Món- akó, hélt Rainier fursti til hallar sinnar utan við París að venju. Karólína hefur ávallt farið þangað með honum, en núna brá hún út af venjunni. Hún fór með syni sínum til Ile de Ré, eyju við Frakklandsstrend- ur. Þegar þangað var komið, tók Vincent á móti henni og kynnti hana fyrir móður sinni. Móöir hans, Alix Defaure, er virtur dálka- höfundur í Frakklandi og reglu- lega birtast eftir hana greinar í öll- um helstu blöðum Iandsins. Hún var vitanlega spurð hvort hún ætti von á því að verða tengda- móðir Karólínu á næstunni. Svar hennar var á þá leið að á milli Karólínu og Vincents væri að vísu meira en venjuleg vinátta, en hvort brúðkaup væri á næsta leiti, þá yrði svar við því að koma frá Mónakó. Talsmenn furstans hafa svarað því til að engar opinberar áætlanir væru um konunglegt brúðkaup á næstunni. En þeir sögðu opinber- ar áætlanir. Hvað Karólína og Vin- cent hafa ákveðið sín á milli, er síðan allt önnur saga. / þessu húsi eyöir hugsanleg tilvonandi tengdamóöir Karólínu sum- arfríinu sínu á hverju ári. Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.