Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 6
Tfminp 6
Laugardagur 5. september 1992
Fischer var órólegur viö skákborðið árið 1972 ekki síður en nú og sífellt að standa
upp og æða um gólf.
Einvígi aldarinnar
í tflefni af endurtökueinvígi aldar-
innar, sem þeir Fischer og Spassky
há nú í Sveti Stefan í Svartfjalla-
landi, birtast hér nokkrar myndir
úr myndasafni Tímans frá því aö
einvígi aldarinnar fór fram í
Reykjavík fyrir réttum 20 árum.
Eins og menn eflaust muna var
það eftir 21. einvígisskákina sem
fór í biö aö úrslit fengust í viöur-
eigninni fyrir 20 árum. Það gekk
mfldö á í kringum þetta einvígi og
lét Fischer bíða eftir sér oft og
lengi og hann mætti t.d. ekki í
fyrstu skákina. Hér á eftir birtum
við tfl gamans hluta af frásögn
blaðsins af úrslitum síðustu skák-
arinnar þegar tefla átti til enda bið-
skákina:
„Strax upp úr kl. 2 í gær fór fólk að
hópast að til að sjá þá kappa, Spas-
sky og Fischer,
ljúka við 21. ein-
vígisskákina og
um kl. 2:30 mátti
segja að hvert
sæti væri skipað í höllinni. Klukkan
varð 2.30 og ekki voru kapparnir
mættir. Enn liðu 10 mínútur. Þá
loksins birtist Fischer á sviðinu og
gekk hann sínum stóru skrefúm að
taflborðinu. Þegar Fischer var
kominn að taflborðinu gekk
Schmid yfirdómari fram á sviðið og
sagði að kl 12:50 hefðu Rússarnir
haft samband við sig og tilkynnt sér
að Spasskí gæfi skákina. Schmid
ætlaði að halda
áfram máli
sínu, en gífur-
legur fögnuður
áhorfenda kom í
veg fyrir það. Fischer sjálfúr stóð á
sviðinu og vitist hinn rólegasti.
Hann brosti feimnislega til áhorf-
enda og veifaði aðeins hendinni.
Fischer varð fljótt leiður á því að
standa á sviðinu og skyndilega
brosti hann snöggt til áhorfenda og
gekk út um leið.
Þegar Fischer gekk út af sviðinu
æddu áhorfendur að útgöngudyr-
unum, allir vildu sjá kappann koma
út úr höllinni. Utan við Laugardals-
höllina beið Sæmundur Pálsson,
einkalífvörður hans, eftir honum
og stigu þeir með það sama upp í
Citroen-bifreið Sæmundar. Illa
gekk að koma bílnum burt, en loks-
ins þegar búið var að reka fólkið frá,
ók Sæmundur út á Hótel Loftleiðir.
En þar beið Fischers m.a. kona Sæ-
mundar og óskaði hún Fischer til
hamingju fyrir framan hótelið."
Að einvíginu ioknu færði stjóm
Skáksambandsins Þjóðminja-
safninu steypumót af heiður-
speningi heimsmeistarans. Frá
vinstri Guðlaugur Guðmunds-
son, Hilmar Viggósson, Ásgeir
B. Friðjónsson, Guðjón Ingi
Stefánsson, Þór Magnússon
þjóðminjavörður, Bárður Jó-
hannesson og Þráinn Guð-
mundsson. Á myndina vantar
Guðmund G. Þórarinsson.
Boris Spassky og Einar S. Ein-
arsson pæla í stöðunni 1972.
Erling Aspelund, þáverandi hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, t.h.
heilsar Fischer.
Robert Fischer ritar nafn sitt á skákborðið sem þeir Boris Spassky tefldu við í Reykjavík 1972.
I lokahófi heimsmeistaraeinvígisins milli Roberts Fischer og Boris
Spassky, sem kallað var veisia aldarinnar og var haldið í Laugar-
dalshöll. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands ís-
lands, afhendir Fisher bókina Voyage En Islande — fslandsferðina
— eftir Poul Gaimard sem hér var á ferð á 19. öldinni.
Skákmeistararnir Spassky og
Fischer fengu einbýlishús til
umráða meðan á einvígi þeirra
stóð. Hér sitja þau hjónin þá-
verandi, Boris og Marina, í eld-
húsinu yfir morgunkaffinu. Þau
skildu nokkm síðar og Borís
býr nú í Frakklandi og á franska
konu.
Menn voru vitanlega með land-
kynninguna á hreinu í tengsl-
um við heimsmeistaraeinvígið
1972. Hér stendur matsveinn
með einn af lambskrokkunum
sem matreiddir voru fyrir loka-
hófið og víkingaímyndin er
höfð í fyrirrúmi. Þaö vantar eig-
inlega aðeins að færa skrokk-
inn í séríslenska ullarpeysu.
Takið eftir hinu „íslenska"
sverði sem stendur í bríngu
lambsins.