Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 2
2 Tfminn Þriðjudagur 15. september 1992 jr ■ m Frystítogaravæðing á Íslandsmíðum hefur að undanförnu orðið tílefni mikilla umræðna og skoðanasMpta. Hefur í Jrví sambandí verið sagt að verið sé að færa tískvinnsluna á haf út, á sama tíma og landverkafólk og fiskvinnslan eru sMlin eftír hráefnislaus. Minna hefur verið rætt um þær tilraunir og þreifingar, sem felast í kaupum fiskvinnslunnar á sjó- frystum físM af fjarlægum miðum, gjaman úr Barentshafi. J Er hér e.t.v. kominn krókur á móti bragði, að samhliða því að íslenskur fískur er unninn útí á sjó er útíendur fískur fluttur inn til vinnslu í frystíhúsunum? SH mun ekki selja endurunninn, sjófrystan rússneskan fisk sem íslenskan: „TVÍFRYST VARAER ÞURRARI“ Úr frystihúsi Granda hf. f Reykjavík. Grandi hf. hefur keypt heilfrystan rússneskan þorsk úr Barentshafi: Ekkert nema já- kvætt komið fram um gæði fisksins Dr. Alda Möller, kynningarstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að sölusamtökin muni ekki sefja rússeskan sjófrystan þorsk, sem innlendar vinnslustöðvar kaupa og þíða upp til endurvinnslu, sem ísienskan fisk. Hún segir að tvífiyst vara sé þurrari og fastari undir tönn en sú, sem er aöeins fiyst einu sinni. Sífellt ber meira á því að innlend fiskvinnslufyrirtæki kaupi heilfryst- an þorsk af rússneskum frystitogur- um til að mæta lyrirsjáanlegum hrá- efnisskorti. Fyrirtækin þíða þorskinn upp, endurvinna hann og frysta síð- an aftur. Það sem af er þykir kaup- verð þessa hráefnis vera ásættanlegt, eins og það er orðað, en ef fer sem horfir og eftirspum verður meiri en ffamboðið, má búast við að hráefnis- verðið muni eitthvað hækka frá því sem nú er. Dr. Alda segir að gæði þessa fisks fari mikið eftir því hvaðan hann sé fluttur og hvemig hann hefur verið meðhöndlaður í byrjun. Hún segir að á undanfömum misserum hafi menn verið að fikra sig áfram með vinnslu á heilfrystum þorski frá rúss- neskum frystitogumm og látið nokkuð vel af gæðum þess fisks. Hún segir að gæði þessarar tvífrystu vöm Gísli Jón Hermannsson, forstöðu- maður Ríkismats sjávarafurða, telur að nauðsyn sé á skilvirku innflutningseftirliti með innflutn- ingi á sjófrystum þorski til vinnslu hériendis. Hann segir að það þurfi ekki nema eitt áfall í innflutningi til að gera mikinn skaða á mörkuð- um erlendis. Amar Sigurmunds- son, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, segir að búast megi við að fískvinnslan kaupi æ meira af hráefni eriendis frá í framtíð- inni tíl að mæta minnkandi afla, sem vinnslan fær af fslandsmið- um. verði síðan metin samkvæmt þeim reglum sem SH vinnur eftir. Á sín- um tíma rannsakaði dr. Alda tvífryst- ingu á sjófrystum íslenskum þorski og þá sérstaklega með tilliti til hold- festu. „Það fylgir alltaf tvífrystri vöru að hún er heldur þurrari og fastari undir tönn. Síðan fer það eftir að- stæðum hvort það er mjög til baga, því það er ekki sjálfgefið." Um nýtingu hráefnisins í vinnsl- unni segir dr. Aida að það sé mjög háð því hvemig fiskurinn var með- höndlaður í upphafi og í hvemig ástandi hann var. Að sama skapi velt- ur framhaldið í vinnslunni mikið eft- ir því hvemig til tekst með uppþíð- inguna, því það er ekki sama hvemig það er gert. „Varðandi uppþíðinguna er það ljóst að fiskurinn má aldrei hitna; fiskurinn má t.d. ekki þiðna þannig upp að ystu fiskamir í hverj- um pakka séu löngu þiðnaðir þegar komið er að kjamanum. Uppþíðingin verður því að vera mjög jöfn og má ekkigerastofhratt" Dr. Alda Möller segir að ef menn ætli sér að fara út í þessa vinnslu í stómm stfi, þá sé ekki um annað að ræða en að vélvæða uppþíðinguna. ,Ánnað er mjög plássfrekt og verður alltaf handahófskennt" A undanfömum misserum hafa innlend fiskvinnslufyrirtæki keypt í æ ríkari mæli sjófrystan þorsk af erlendum skipum og þá oftast nær rússneskum, til að mæta yfirvof- andi hráefnisskorti vegna gæfta- eða aflaleysis á íslandsmiðum. í sama tilgangi hafa fyrirtækin keypt fisk erlendis frá og flutt hann til landsins {gámum. Arnar segir að fiskvinnslan kaupi ekki eingöngu sjófrystan þorsk af erlendum skipum, þvf nýlega hafi vinnslan keypt fisk af norðlensku skipi. Hann segir að fiskvinnslan kaupi aðallega heilfrystan og haus- Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri Granda hf. í Reykjavík, segir að þeir séu enn að flkra sig áfram með að þíða upp heilfrystan þorsk úr Barentshafí og vinnslu á hon- um. Fram til þessa hefur ekkert skorinn þorsk, en eins og kunnugt er þá flaka íslensku frystitogarnir nær allan þann þorsk sem þeir veiða. Amar sagði að það krefðist mikillar vandvirkni að þíða upp hráefnið, vinna það svo og frysta aftur. Um gæði hráefnisins sagðist hann ekki hafa heyrt annað en já- kvætt um það. Gísli Jón hjá Ríkismati sjávaraf- urða segir að þessi innflutningur fari vaxandi og til þessa hafi ekki komið annað fram en að hráefnið hafi verið gott. Hins vegar séu dæmi um innflutning sem hafi gert mikinn usla, og í því sambandi nema jákvætt komið fram um gæði fisksins. Það sem af er hefur Grandi hf. keypt frekar lítið magn af heilfryst- um þroski úr Barentshafinu, en þar hefur verið mikil þorskveiði að nægi að nefna eitraðan hörpudisk, sem var fluttur frá Japan til Frakk- lands og talinn er hafa valdið dauðsföllum þar í landi. En til að tryggja að íslensk fisk- vinnsla sé ekki að kaupa köttinn í sekknum sé nauðsynlegt að koma á skilvirku eftirliti með þessum inn- flutningi og hefur Ríkismatið m.a. bent sjávarútvegsráðuneytinu á þá staðreynd. Gísli Jón sagði að það væri svo annað mál hvori nauðsyn- legir fjármunir fengjust til að halda út jafn skilvirku innflutningseftir- liti og nauðsyn ber til. -grh undanfömu og því framboðið mik- ið af þessu hráefni. Auk Granda hf. er vitað um vinnslur í Eyjum og fyrir austan sem hafa verið að fikra sig áfram með að uppþíða heilfryst- an þorsk til vinnslu, og ekki alls fyrir löngu fóm aðilar frá Eyja- fjarðarsvæðinu austur til Múrm- ansk til að kynna sér þessi mál. Svavar segir að öðrum þræði sé hér um sjálfsbjargarviðleitni frysti- húsamanna að ræða í því skyni að auka hráefriisframboðið til vinnsl- unnar, en hinu sé ekki að neita að um þessar mundir býðst mikið magn af þorski úr Barentshafinu, sem rekja má til mikilla þorskveiða á þeim slóðum. Aftur á móti sé ekki við því að búast að innlend fisk- vinnsla muni eingöngu gera út á erlendan fisk, eins og tíðkast víða erlendis. „Það sem af er lofa til- raunir okkar góðu við að uppþíða þennan fisk, en hins vegar er enn engin reynsla komin á sölu afurð- anna og þvf er þetta nær óplægður akur. Þetta er því enn á þróunar-. stigi, en óneitanlega er þetta spennandi verkefni að fást við,“ segir Svavar Svavarsson. -grh Ríkismat sjávarafurða um innflutning á sjófrystum þorski til fiskvinnslu: NAUÐSYN Á SKILVIRKU INNFLUTNINGSEFTIRLITI Næsta verkefni íslensku óperunnar er ítalska óperan Lucia di Lammermoor: Sigrún fer með hlutverk Luciu Æfingar eru hafnar hjá íslensku óperunni á ítölsku óperunni Luria di Lammermoor eftir tónskáldið Gaetano Donizetti og er stefnt að frumsýningu þann 2. október n.k. Það er Sigrún Hjálmtýsdóttir sem fer með hlutverk Luciu, en sturlun- arsena hennar þyldr eitt firægasta atriði óperubókmenntanna. Óperan er byggð á sannsögulegri skáldsögu skoska rithöfúndarins Walters Scott og var frumsýnd í Na- políárið 1835. f óperunni segir frá ástarsambandi Luciu og Edgardos, en hann er erf- ingi fyrrum eigenda Ravenwood-óð- alsins þar sem bróðir Luciu, Enrico, situr sem lávarður. Mikil átök verða á milli systkinanna og m.a. þvingar bróðir Luciu hana til að giftast Art- uro, sem verið hefur vonbiðill henn- ar. Lokaatriði óperunnar lýsa óstjóm- legum harmi elskendanna og þar er m.a. að finna sturlunarsenu Luciu, sem þykir eitt frægasta atriði óperu- bókmenntanna. Bresk-ástralski leikstjórinn Micha- el Beauchamp og breski hljómsveit- arstjórinn Robin Stapleton setja óperuna á svið, en tékkneski hönn- uðurinn Lubos Hruza sér um leik- mynd og búninga. Með önnur helstu hlutverk í óper- unni fara þau Tito Beltran frá Chile, Bergþór Pálsson, Sigurður Stein- grimsson, Sigurður Bjömsson, Sig- ný Sæmundsdóttir, Bjöm I. Jónsson og Sigurjón Jóhannesson. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.