Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. september 1992 Tíminn 9 ■ DAGBÓK Selfosskiriqa: Tónleikaröð á þriðjudögum Orgeltónleikamir halda áfram f dag, 15. sepL, og verður þá við orgelið öm Falkn- er, organisti Hveragerðiskirkju. Óm mun Ieika þekkta sálmforleiki eftir J.S. Bach og Tilbrigði eftir rómantfska tónskáldið César Franck. Sfðan mun ekki veita af öllum möguleikum hins 38 radda orgels, bæði f veiku og sterku, þeg- ar kemur að Tilbrigðum og fúgu eftir Max Reger yfir breska þjóðsönginn: „God save the King" — fcetur þekkt hér með textanum „Eldgamla ísafold". öm Falkner lauk prófi í orgelleik frá Tón- skóla Þjóðkirkjunnar 1990. Hann hefur verið organisti við nokkrar kirkjur og er nú organisti við kirkjumar í Hveragerði og á Kotströnd. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Ljósheimar Kynningarfundur vegna vetramám- skeiðs Ljósheima verður haldinn fimmtudaginn 17. september kl. 20 að Hverfisgötu 105, 2. hæð. Námskeiðið hefst 26. september n.k. og er skráning hafin f sfmum 624464 og 674373. Ljósheimai/fsL Heilunarfélagið Reykjavíkurkeppni í hárskurói var haldin laugardaginn 12. sepL Keppt var í tveimur greinum og var keppnin Iiður í undirbúningi fyrir keppni í París, sem haldin verður f næsta mánuði. Crslit voru sem hér segir. Listræn útfærsla 1. Jón Halldór Guðmundsson, Hárs. EF- FECT. 2. Sigurkarl Aðalsteinsson, Passion Ak- ureyri. 3. Viktoría Guðnadóttir, Hárg. Hjá Dóra. Tískulína 1. Jón Halldór Guðmundsson, EFFECT. 2. Viktoría Guðnadóttir, Hárg. Hjá Dóra. 3. Sigurkarl Aðalsteinsson, Passion Ak- ureyri. Keppni þessi var geysilega hörð og skemmtileg og auðséð að íslenskir hár- skerar ætla sér stóra hluti í París í næsta mánuði. Keppni þessi var haldin af IMAGE-hár- snyrtivörufyrirtækinu, sem gaf veglega bikara til þeirra sem vom f þrem efstu sætunum. Dómarar voru: Sigurpáll Grímsson, Ág- úst Friðriksson, Vagn Boysen og Guðjón Þór Guðjónsson. Kompudagur í Kolaportinu 20. september Nýlega var efnt til sérstaks kompudags í Kolaportinu og komust þá færri seljend- ur að en vildu. Vegna fjölda áskorana hef- ur nú verið ákveðið að efina til annars sllks kompudags sunnudaginn 20. sept- ember og verður seljendum notaðra muna þá boðnir sölubásar með helmings afslætti. Fjölskyldur, saumaklúbbar og vinahóp- ar taka sig gjaman saman um að hreinsa til í kompum sfnum og fara með í Kola- portið alls konar dót, sem annars hefði haldið áfram að safna ryki eða hafnað á öskuhaugunum. Þetta gamia dót getur komið mörgum að góðu gagni og það á svo sannarlega við f Kolaportinu að eins manns drasl er annars manns fjársjóður. Samkvæmt skoðanakönnun, sem ís- lenskar markaðsrannsóknir gerðu fyrir Kolaportið f byrjun þessa árs, kom f Ijós að tæplega 6% þjóðarinnar sögðust hafa selt f Kolaportinu og um helmingur hinna hafði áhuga á að prófa það. Að- standendur Kolaportsins telja að þetta hlutfall sé nú sennilega komið í ein 8%, en með þessum sérstöku kompudögum er einmitt að hvetja nýtt fólk til að bretta upp ermamar og bætast í hóp þeirra sem sýkst hafa af skæðri Kolaportsbakterfu. Nýtt ár hjá ITC Nú er að hefjast nýtt ár hjá ITC. En ITC er skammstöfún, sem stendur fyrir Int- emational Training in Communication, eða þjálfun í samskiptum eins og það út- leggst á fslensku. ITC eru alþjóðleg þjálf- unarsamtök, sem þjálfa félaga sfna f sam- skiptum, forystu og stjómun. Ræðu- mennska og fundarsköp eru þeir þættir, sem mest áhersla er lögð á. ITC býr fólk undir aukinn starfsframa og gerir það hæfara til samskipta heima fyrir, f vinn- unni og í öðmm félögum. ITC starfar í deildum og eru 10-30 félag- ar f hverri deild. Deildimar halda fundi tvisvar í mánuði og eru fundimir opnir öllum, konum og körlum á öllum aldri. Fundartfmar og -staðir eru tilkynntir í dagbókum dagblaðanna. Anna Krístín Amgrímsdóttir i hlutverki Jelenu. Örfáar sýningar á „Kæru Jelenu" í haust Hin geysivinsæla sýning „Kæra Jelena", sem sýnd var fyrir fullu húsi á Litla sviði Þjóð- leikhússins síðastliðinn vetur, verður tekin upp að nýju nú í hausL Aðeins verða örfá- ar sýningar á verkinu. „Kæra Jelena" sló öll met á Litla sviði Þjóðleikhússins á sfðasta leikári. Sýningamar urðu alls 128 á leikárinu, þar af nokkrar í leikferð um Norður- og Austurland. Verkið er miskunnarlaus lýsing á siðleysi því, sem gripið getur um sig við ákveðnar kringumstæður. Fjögur ungmenni heimsækja kennslukionuna sína á afmælisdegi hennar með afdrifaríkum afleiðingum. Sýningin og leikur fimmmenninganna þóttu með bestu leiklistarviðburðum leikársins. Leikarar em 5 talsins, þau Anna Kristín Amgrímsdóttir sem leikur Jelenu, og Baltas- ar Kormákur, Halldóra Bjömsdóttir, Hilmar Jónsson og Ingvar E. Sigurðsson. Þau fjögur síðasttöldu em meðal yngstu leikara Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Takmarkaður sýningafjöldi í haust. ísfirðingar Féíagsfundur Fundur verður hjá Framsóknarfélagi Isfiröinga fimmtudaginn 17. septem- berld. 20.30. Mætum öll vel og stundvlslega. Stjómin. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmasambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi eropin mánudaga og miðvikudaga Id. 17.00-19.00, slmi 43222. K.F.R. Andy Griffith hefur ákveöiö aö gefa son sinn endanlega upp á bátinn. Lögfræðingurinn Matlock stendur í stórræðum íísienska sjónvarpinu á föstudögum. Einkalíf leikarans er ekki laust við lagaflækjur heldur: Sonurinn má rotna í fangelsi Sam Griffith hefur ávallt treyst því aö faöir hans leysi hann úr steinin- um. Andy Griffith, sem leikur lög- manninn Matlock í samnefhd- um sjónvarpsþáttum, hefur nú ákveðið að gefa son sinn Sam loks upp á bátinn. Sonurinn hefur misnotað áfengi og kókaín svo árum skipt- ir, og hefur neyslan nú gert hann svo ruglaðan í ríminu að varla er nokkur leið til að ná sambandi við hann af nokkru viti. Hann á yfir höfði sér fleiri kær- ur fyrir öivun við akstur og lík- amsárásir, en gekk laus gegn Eiginkonan þrautseiga, fingur- brotin og illa haldin. tryggingu upp á 60.000 dollara. Hann hafði sett hús sitt að veði fyrir tryggingunni, en þegar fréttist að húsið væri í ömuriegu ásigkomulagi og þar að auki í uppboðsmeðferð sakir annarra skulda, var ákveðið að handtaka kappann aftur. Sam Griffith hafði m.a. verið kærður fyrir að hafa misþyrmt konu sinni svo illilega í janúar síðastliðnum að hún missti fóst- ur. Þá fór hún frá honum, en kom, þótt undarlegt megi virð- ast, aftur til hans fyrir skömmu. Það ieið þó aðeins hálfur mán- uður þar til Sam byrjaði að ganga í skrokk á konu sinni á nýjan leik. Þegar Andy Griffith frétti að sonur hans væri aftur kominn á bak við lás og slá og ætlaðist til að faðirinn borgaði fyrir trygg- inguna, setti hann hnefann í borðið. Hann sagði að í þetta skipti yrði sonurinn að bjarga sér úr vand- anum sjálfur. Fangelsisdvöl væri ef til vill það eina sem gæti bjargað honum úr vítahring lyfjamisnotkunar og afbrota. Andy brá þó það illa við fréttina að hann varð að setjast niður, þar sem hann skalf svo mikið að hann gat ekki staðið í fætuma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.