Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR
686300
Áskriftarsími
Tímans er
686300
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Öðruvísi bílasala
BÍLAR • HJÓL •
BÁTAR • VARA-
HLUHR.
MYND HJÁ OKKUR • BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI679225
I
HÖGG-
DEYFAR
Versiió hjá fagmönnum
GSvarahlutir
TVÖFALDUR1. vinningur
Tímimi
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPT. 1992
Stjórnarfundur BSRB:
VILJA ÞJOÐ-
ARATKVÆÐI
BSRB krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um Evrópskt
efnahagssvæði. Þetta var samþykkt á stjómarfundi samtakanna í
gær.
Ögmundur Jónasson, formaður
samtakanna, segir að það eina, sem
beri að gera, sé að efria til þjóðarat-
kvæðagreiðsiu vegna þess að of
margir óvissuþættir fylgi málinu.
Hann bendir jafnffamt á að þetta sé
ein besta leiðin til að upplýsa fólk og
tryggja lýðræði í landinu. Þá finnst
honum að margt sé óljóst um afleið-
ingar aðildar fýrir íslenska verka-
lýðshreyfingu og réttindi launa-
fólks.
í samþykkt stjórnarinnar segir m.a.
að hún hafi ekki tekið afstöðu til
málsins í heild, en leggi á það
áherslu að í öllum þeim samning-
um, sem við gerum, verði kjör og
réttindi launafólks í engu rýrð, vel-
ferðarkerfið varið og yfirráð íslend-
inga yfir sjávarútvegi sínum og öðr-
um auðlindum tryggð.
Þá bendir stjórnin á þjóðarat-
kvæðagreiðsluna um Maastricht-
samningana í Danmörku og nú í
Frakklandi og segir hana hafa örvað
umræðu og skoðanaskipti meðal al-
mennings í þessum löndum.
í samþykktinni segir að á meðan
efasemdir séu um stjómarskrárþátt
málsins, verði að eyða þeim.
Að lokum segir: „Samningnum um
EES hefúr réttilega verið lýst sem
tímamótasamningi. Á tímamótum í
sögu þjóðar er nauðsynlegt að
hlusta á rödd hennar.“
-HÞ
Atvinnuleysi trésmiða innan TR:
Gæti aukist
um helming
Grétar Þorsteinsson, formaður Tré-
smiðafélags Reykjavíkur, segir að ef
áður boðaðar uppsagnir, sem eru með
eindaga þann 1. október n.k., koma til
ffamkvæmda, sé hætta á að atvinnu-
lausum innan félagsins fjölgi um
helming.
Síðastliðinn vetur voru á atvinnuleys-
isskrá hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur
um 60-70 manns, þegar flest var, en f
sumar hafa þeir verið um 20 talsins.
Fari allt á versta veg um næstu mán-
aðamót, getur svo farið að þá verði á
atvinnuleysisskrá allt að 40 félags-
menn innan raða TR.
Formaðurinn segir að það sé mjög
mikilvægt fyrir samfélagið allt að
dregið verði úr atvinnuleysinu í land-
inu og í því skyni séu sértækar aðgerð-
ir ekki undanskildar. Grétar, sem á
sæti í atvinnumálanefnd ríkisins og
aðila vinnumarkaðarins, segist binda
vonir við tillögur nefndarinnar, en
hann gerir ráð fyrir að þær muni sjá
dagsins Ijós áður en næsta vika er öll.
Það er síðan stjómvalda að taka frekari
ákvarðanir.
.Auðvitað vonar maður að undirtekt-
ir stjómvalda verði góðar, ef nefndin
skilar af sér sameiginlegum tillögum
til úrbóta í atvinnumálunum. Ef við-
brögð stjómvalda verða jákvæð,
mundi það bara eitt og sér draga úr
þessum döpm viðhorfum sem uppi
em í atvinnugreininni, svo ekki sé
meira sagL Hins vegar er óhjákvæmi-
legt að það mun taka einhvem tíma að
hrinda þeim í framkvæmd. Svona
hlutir gerast ekki eins og hendi sé veif-
að,“ sagði Grétar Þorsteinsson, for-
maður Trésmiðafélags Reykjavíkur.
-grh
Logreglan í Kópa- lokað. Kvartanir hðfðu borist
vogi iokaði einkaklúbbnum frá nágrðnnum við Engihjalla
Gúliver við Engihjalia aðfara- vegna hávaða.
nótt sunnudags. Grunur iék á Nokkra stund tók fyrir klúbb-
að vín hafi verið selt í klúbbn- gesti að komast frá húsinu eftir
um eftlr kiukkan 3, en kiúbbur- að lokað var, og eins og sjá má á
inn hafði tímabundið leyfl til að myndinni var nokkuð af fólki
selja vín. Um 40 manns voru fyrir utan um hríð.
innandyra þegar kiúbbnum var
Kjaranefnd fjármálaráðherra fær fálegar undirtektir á
fundi eitt hundrað guðsmanna:
Prestar vilja áfram
heyra undir Kjaradóm
Á milli 90 og 100 prestar
voru samankomnir til
fundar í safnaðarheimili
Dómkirkjunnar í gær á fé-
lags- og fulltrúaráðsfundi í
Prestafélaginu þar sem
þróunin í kjaramálum
stéttarinnar var til um-
ræðu.
Þetta mun vera einstök mæt-
ing á félagsfund hjá prestum,
ekki síst í Ijósi þess að vetrar-
starf er að hefjast í söfnuðum
víðs vegar um land. Eftir heitar
og fjörugar umræður komst
fundurinn að samhljóma niður-
stöðu þar sem fullum stuðningi
er lýst við stefnu stjórnar fé-
lagsins og viðbrögð hennar við
frumvarpi því til iaga um Kjara-
dóm og Kjaranefnd, sem nú
liggur fyrir Alþingi. í ályktun
fundarins er á það minnt, að
samkvæmt lögum er það Kjara-
dómur sem í dag ákvarðar laun
og kjör presta, og óskað er eftir
því að sú skipan haldist áfram,
enda hafi engin ný rök komið
fram sem mæli gegn því.
Síðan segir í ályktun fundar-
Frá fundi presta í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í gær.
ins: „Fundurinn treystir því að
hið háa Alþingi virði sjálfstæði
Þjóðkirkjunnar samkvæmt
stjórnarskránni, og táki tillit til
þeirrar sérstöðu sem embættis-
menn hennar hafa sem opinber-
ir starfsmenn og kirkjunnar
þjónar í senn, með því að láta
Tímamynd: Ámi Bjama
óvilhallan gerðardóm úrskurða
um laun þeirra. Því telur fund-
urinn með öllu óásættanlegt að
prestar taki laun eftir einhliða
úrskurði nefndar er heyri undir
fjármálaráðherra og að sú nefnd
skilgreini starfskjör þeirra og
starfsskyldur."
Smábátar fá að kaupa aflaheimildir af Hagræðingarsjóði:
Kvóti Hagræðingarsjóðs
seldur á 465 milljónir
Sjávarútvegsráðherra hefur breytt reglugerð um Hagræðingar-
sjóð í þeim tilgangi að gefa smábátum kost á að kaupa aflaheim-
ildir úr sjóðnum. Ráðherrann hefur ennfremur ákveðið verð á
aflaheimildum, en verðið tekur mið af gangverði á kvóta. Það
verð, sem nú hefur verið ákveðið, þýðir að 12.000 tonna kvóti
Hagræðingarsjóðs verður seldur á samtals 465 milljónir. í fjár-
lagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að salan skilaði í ríkissjóð 525
milljónum króna.
í Hagræðingarsjóði eru 12.000
tonna aflaheimildir í þorskígildum
talið. Þær skiptast þannig: þorskur
5.920 tonn, ýsa 1.840 tonn, ufsi
2.640 tonn, karfi 3.700 tonn, grá-
lúða 1.012 tonn og skarkoli 460
tonn.
Á næstunni verður útgerðum fiski-
skipa gefinn kostur á að kaupa þess-
ar aflaheimildir. Þeim verður sent
bréf og boðið að kaupa kvóta í hlut-
falli við aflahlutdeild skips af við-
komandi tegund.
Sjávarútvegsráðherra skrifaði í gær
stjóm Hagræðingarsjóðs bréf þar
sem hann ákveður verð á aflaheim-
ildunum, eins og honum ber að gera
lögum samkvæmt. Samkvæmt bréf-
inu verða aflaheimildir í þorski seld-
ar á 38 kr. kílóið. Ýsan verður seld á
25 kr., ufsi á 20 kr., karfi á 20 kr.,
grálúða á 34 kr. og skarkoli á 34 kr.
Verðið miðast við verð á hverju kflói
af slægðum fisk með haus af öðrum
tegundum en karfa þar sem miðað
er við óslægðan fisk.
Landssamband smábátaeigenda
hefur gagnrýnt reglugerð um Hag-
ræðingarsjóð fýrir að ekki skuli vera
gert ráð fýrir að útgerðum væri boð-
inn forkaupsréttur á minni afla-
heimildum en 7 tonnum. í gær
ákvað sjávarútvegsráðherra að taka
mið af þessari gagnrýni og breyta
reglugerðinni. Eftirleiðis verður
miðað við 100 kfióa lágmark. Við
þessa breytingu fjölgar þeim, sem
boðinn verður forkaupsréttur, úr
rúmlega 330 í rúmlega 1.100.
Það bréf, sem útgerðum verður
sent á næstu vikum, felur í sér for-
kaupsrétt þeirra á aflaheimildum
Hagræðingarsjóðs. Búast má við að
einhvcrjar útgerðir kjósi að kaupa
ekki úr sjóðnum. Þær aflaheimildir,
sem ekki seljast, verða boðnar til
sölu á almennum markaði. -EÓ
VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5at5 0 2.614.689
O PWS(if Z. 4af5^ f® 75.649
3. 4af5 203 3.857
4. 3al5 5.498 332
Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.676.890
UPPLYSINGAR SiMSV*Rl91-681511 LUKKUliN* 991002