Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 15. september 1992 Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal skorar hér með á gjald- endur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru álögð 1990,1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fýrir 5. september 1992 og eru til innheimtu hjá of- angreindum innheimtumanni ríkissjóðs, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Áskorun þessi nær til neðangreindra gjalda: Tekjuskattur, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald v. heimilisstarfa, trygginga- gjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysa- tryggingagjald skv. 20. gr., atvinnuleysistrygginga- gjald, vinnueftiriitsgjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, aðflutningsgjald, skipaskoðun- argjald, vitagjald, lögskráningargjald, lestargjald, bifreiðagjald, skoðunargjald bifreiða, slysatrygging- argjald ökumanns, þungaskatt, skipulagsgjald, virðisaukaskattur, viðbótar- og aukaálagning sölu- skatts vegna fýrri tímabíla, staðgreiðslu opinberra gjalda, útsvar og aðstöðugjöld. Fjámáms verður krafist, án frekari fyrirvara, fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna auk vaxta og viðurlaga að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorun- ar þessarar. Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal, 10. september 1992. Sigurður Gunnarsson, settur. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Seyðisfirði skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 5. september 1992 og eru til inn- heimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Áskorun þessi nær til neðangreindra gjalda: Tekjuskatts og eignarskatts, sérstaks eignarskatts, sérstaks skatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, útsvars, gjalds í framkvæmdasjóðs aldraðra, kirkju- garðsgjalds, staðgreiðslu launagreiðanda, reiknaðs endurgjalds, iðnaðarmálagjalds, iðnlánasjóðs- gjalds, skipulagsgjalds, útflutningsráðsgjalds, virð- isaukaskatts, tryggingargjalds, launaskatts, vöru- gjalds, lífeyristryggingargjalds, aðstöðugjalds, slysatryggingargjalds, vinnueftirlitsgjalds, atvinnu- leysistryggingargjalds, bifreiðagjalds, þungaskatts, aðflutnings- og útflutningsgjalds, skipagjalds, vita- gjalds, skemmtanaskatts, miðagjalds og auka- álagningu söluskatts vegna fyrri tímabila. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna auk vaxta og viðurlaga, að liðnum 15 dögum frá birtingu áskor- unar þessarar. Seyðisfirði 7. september 1992. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINSq? © Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðum styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1993 fást hjá afgreiðsludeild og upplýsingadeild Trygg- ingastofnunar ríkisins, Laugaveg 114, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur ertil 15. október. Tryggingastofnun ríkisins Hjónaminning: Anna Guðmundsdóttir og Einar Sigurjón Magnússon Mig langar að skrifa fáein kveðjuorð um sæmdarhjónin önnu Guð- mundsdóttur og Einar Sigurjón Magnússon, þar sem ég kom því ekki í verk fyrr. Anna systir mín dó 14. september 1990. Einar Sigurjón Magnússon, mágur minn, dó 20. júní 1989. Þann- ig að skammt var á milli þeirra. Anna fæddist 3. júní 1916 í Hvarfs- dal í Skarðshreppi, Dalasýslu. Hún fluttist með foreldrum sínum norður í Skagafjörð árið 1922, þá á sjötta ári. Frá þeim tíma ólst hún upp á Reyni- stað hjá hjónunum Sigrúnu Pálma- dóttur og Jóni Sigurðssyni alþm. Frá Reynistað flyst hún til Siglu- fjarðar, og síðan til Reykjavíkur árið 1934. Foreldrar Önnu voru hjónin Sigríð- ur Helga Gísladóttir og Guðmundur Ari Gíslason. Einar Sigurjón Magnússon fæddist 14. október 1906 í Reykjavík, sonur hjónanna Magnúsar Einarssonar og Margrétar Geirsdóttur. Hann ólst upp í glöðum systkinahópi. Hóf snemma að stunda íþróttir, en flest verðlaun fékk hann fyrir sín sundaf- rek. Annars stundaði hann á æsku- skeiði ýmis störf. Einar Siguijón var rúmlega tvítug- ur þá er hann tók bílpróf. Hann ók á ýmsum stöðum, meðal annars BSÍ. Og á Hreyfli frá 1945-1976, er hann hætti akstri sökum þverrandi heilsu. Bifreiðaakstur varð sem sagt hans ævistarf. Stundum stundaði hann handfæraveiðar og katlahreinsanir. 3. júní 1936 ganga þau í hjónaband Anna Guðmundsdóttir og Einar Sig- urjón Magnússon. Anna systir er þar með fyrsta systk- ini mitt, sem stoftiar heimili sitt í Reykjavfk. Ég mun aldrei gleyma því hvað Anna systir mín tók vel á móti mér á haustdögum 1938, er ég var á leið í Héraðsskólann á Laugarvatni. Og sama elskulega viðmótið endur- tók hún ári síðar. Raunar má segja að Önnu systur hafi verið eðlislægt að halda öllum veislu, enda var hún stórkostleg húsmóðir. Þau áttu það sameiginlegt, hjónin, að veita gest- um vel. Þau hjónin áttu miklu bamaláni að fagna og eignuðust fjögur böm. Þau em talin eftir aldri: Magnús, aðstoðaryfirlögregluþjónn, kvæntur Ólöfu Erlu Hjaltadóttur. Þau eiga þrjú böm. Gylfi, verslunarmaður, kvæntur Ólöfu Cooper. Eiga þau tvö böm. Guðmundur, pípulagningamaður, kvæntur Svönu Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú böm. Sigrún, kennari, er gift Kristni Jó- hannssyni skurðlækni. Þeirra böm em þijú. Svo ólst upp á heimili þeirra hjóna stjúpdóttir Önnu, Erla Einarsdóttir, og er hún gift Þormóði Einarssyni. Þau eiga eina dóttur. Við hjónin fómm æði margar ferð- imar að Nóatúni 32 og áður á Kára- stíg 6. Stundum var farið til að tefla skák og það var raunar æði ofL Eins var oft tekið í spil. Oftsinnis spjallað saman og hlegið saman. Að leiðarlokum þökkum við margar ánægjulegar stundir og elskuleg kynni. Gísli Guðmundsson Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þaer þurfa aö vera vélritaðar Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Höfn skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum til Gjaldheimtu Austurlands og ríkissjóðs og voru álögð 1990,1991 og 1992 og gjaldfallin fyrir 15. ágúst 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Gjöld þessi eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjöld, sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, vinnueftiriitsgjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. I. 67/1971, kirkjugarðs- gjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. I. nr. 67/1971, atvinnuleysistryggingagjald, sérstakur skattur á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði, iðnlánasjóðs- og iðnað- annálagjald, aðflutningsgjöld, útflutningsgjöld, skrán- ingargjöld skipshafna, tryggingagjald af skipshöfn- um, skipaskoðunargjald, lestargjald, vitagjald, bif- reiðaskattur, þungaskattur eftir ökumælum og föstu gjaldi, slysatryggingargjald ökumanna, skipulags- gjald af nýbyggingum, virðisaukaskattur fyrir 24. tímabil 1992 með eindaga 5. ágúst 1992 og stað- greiðslur fyrir 7. tímabil 1992 með eindaga 17. ágúst 1992, ásamt gjaldföllnum virðisaukaskatti og stað- greiðslu vegna fýrri tímabila. Greiðsluáskorun þessi tekur einnig til viðbótar- og aukaálagninga framan- greindra gjalda, svo og söluskatts og launaskatts. Fjárnáms verður krafist án frekari fýrirvara fýrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dög- um frá birtingu áskorunar þessarar. Höfn 7. september 1992. Sýslumaðurinn á Höfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.