Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 15. ágúst 1992
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guðmundsson
Stefán Asgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
Skrlfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Sfml: 686300.
Auglýslngaslml: 680001. Kvöldsfmar: Askrift og dreifing 686300,
rits^óm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
r
Ovissan getur lamað
sjávamtveginn
Undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegur-
inn, byggir á auðlindum hafsins í kringum ísland.
Þessar auðlindir hafa skapað okkur lífskjör sem eru
með hinum bestu í heimi, og gert okkur fært að
byggja upp nútímaþjóðfélag í landinu. Þessi stað-
reynd ætti að vera öllum kunn.
I samræmi við þetta ætti stjórnvöldum á hverjum
tíma að vera það kappsmál að búa sjávarútveginum
svo góð skilyrði sem unnt er. Á sviði hans eigum við
möguleika á því að vera fremstir meðal þjóða og fara
inn á nýjar brautir.
Það hlýtur að vekja sérstaka athygli og æ meiri
undrun, hve málefni sjávarútvegsins eru í fullkom-
inni óvissu. Ekki verður þess vart að nokkur breyting
verði þar á.
Það er löngu ljóst að klofningur ríkir í stjórnarflokk-
unum um afstöðuna til sjávarútvegsins, sem hófst
með því að skipuð var nefnd undir formennsku
beggja stjórnarflokkanna til þess að endurskoða fisk-
veiðistefriuna. Ekkert heyrist nú frá þessari nefnd.
Það heyrist ekki orð frá ríkisstjórninni um það
hvemig á að mæta niðurskurði á aflaheimildum íýrir
næsta ár. Málinu var á sínum tíma vísað til Byggða-
stofnunar og ýmsar hugmyndir vom viðraðar um að-
gerðir, en nú ríkir algjör þögn.
Ljóst er af umræðum, sem fóru fram um atvinnumál
í Alþingi nú nýverið, að forsætisráðherra telur fisk-
vinnsluna búa við viðunandi skilyrði með því að end-
urgreiða innistæður hennar í Verðjöfnunarsjóði sjáv-
arútvegsins.
Það er áreiðanlega ekki heiglum hent að stjóma fyr-
irtækjum í útgerð eða fiskvinnslu við þessar aðstæð-
ur. Kraftar stjórnenda beinast að því að halda í horf-
inu, í fullkominni óvissu um hvað framundan er.
Verður búið við sama stjórnunarkerfi í fiskveiðum
áfram, eða verður söðlað um? Verður eitthvað gert til
þess að jafna áfallið af niðurskurði fiskveiðiheimilda?
Verður það látið afskiptalaust að halli í fiskvinnslu sé
allt að 7% á næsta ári, án þess að bregðast við með
nokkmm hætti? Þetta eru spumingar sem ekki fæst
svar við, og það er ekki nokkur von til þess við þessar
aðstæður að forsvarsmenn í sjávarútvegi sæki fram
til nýjunga og atvinnuskapandi starfsemi við þessar
aðstæður.
Sú leið að úthluta aflaheimildum Hagræðingarsjóðs
hefur ekki verið farin, og ástæðan er meðal annars yf-
irlýsing forsætisráðherra um afsögn, ef þessi leið yrði
farin.
Allt of mikill tími hefur farið í að upphugsa leiðir til
þess að sleppa frá málinu, og það er langt í frá að
lausnin sé komin.
Óvissan í málum sjávarútvegsins í heild er orðin
stórskaðleg, og stórorsök að því hvemig horfir í at-
vinnumálum. Meðan þeir, sem leiða höfuðatvinnuveg
þjóðarinnar, vita ekki hvar þeir standa, er ekki von á
góðu.
Að sjá ekki
og heyra ekki
„AHtaf er gaman að börnunum
þegar þau fara að sjá," sagði kerl-
ingin, sem ekki gerði greinarmun
á skemmtanagildi ungbarna og
kettlinga. En það getur verið
gaman að fleiri fýrirbærum, þegar
þau ranka við sér úr sjónlausri
veröld og fara að sjá og virða fyrir
sér umheiminn.
Þróunarfélag Reykjavíkur virðist
vera á svona skemmtilegum tíma-
mótum um þessar mundir. Sam-
kvæmt frétt í Mogga um helgina
er félagið — sem samanstendur af
eigendum húseigna og fyrir-
tækja í þeirri Reykjavfk sem
var áður en hún var flytt inn
fyrir auðnir Kringlumýrar
sem átti sér endastöð í Fúla-
læk — búið að ráða sér „húsvörð
miðborgarinnar". Starfsvettvang-
ur hans er frá Hlemmi að Aðal-
stræti og hlutverkið er að vera
augu Þróunarfélaglsins um það
sem miður fer í útliti þeirrar ver-
aldar sem var, því markmið sam-
takanna er að endurvekja „gömlu
Reykjavík" til fyrri reisnar og at-
hafnasemi.
Merkar uppgötvanir
„Húsvörður miðborgarinnar"
hefur nú starfað um skeið og skil-
að góðum árangri og safnað mikl-
um upplýsingum, sem að gagni
mega koma í þeirri endurreisn
sem að er stefnt.
Framkvæmdastjóri Þróunarfé-
lagsins segir í Moggaviðtali að
starfskrafturinn hafí komið auga
á ótal misfellur og skili inn skýrsl-
um um rannsóknir sínar.
Starfsmaður Þróunarfélagsins
beinir haukfránum sjónum sín-
um að öllu því á svæðinu, sem all-
ir sjá nema Þróunarfélagið og svo
auðvitað stjórnendur borgarinn-
ar.
Húsgarmur vestan Stjörnubíós
er í mikilli niðurníðslu. Gangstétt
við Snorrabraut er brotin og mið-
eyja milli akbrauta ræfilsleg.
Drusluverkið við Bjarnarborg er
ósnyrtilegt og arfi er í stað skraut-
blóma í steyptum kassa á
Hlemmi.
Þennan kassa er að vísu búið að
brjóta og átti hann raunar að
minna á brynningarþróna, sem
var á þessum slóðum á þeim tíma
þegar Reykjavík var lífleg versl-
anamiðstöð og ekki var búið að
flytja íbúana í svefnbæi á heiðum.
Þá hefur húsvörður Þróunarfé-
lagsins lagt leið sfna um Lindar-
götu og hvað skyldi hann hafa séð
þar? Ryðbrunna kumbalda og nið-
urníðslu á flestum sviðum. Um
moldar- og malarbornar víðáttur
er ekki getið hjá umboðsmanni
Þróunarfélagsins.
Og vfðar er komið við. Á Skóla-
vörðuholti rekur sá fráneygi aug-
un í nánasta umhverfi Hallgríms-
kirkju og er það bæði „ófagurt og
nöturlegt".
Satt er orðið. Hátimbrunin á
holtinu, sem verið er að setja í
hljómmesta orgel sem um getur
við norðanvert Atlantshaf, stend-
ur upp upp úr gróðursnauðum
grjót- og moldarbingjum og
haugum afganga byggingarefna.
Þá er þarna geymslustaður vöru-
bíla og lúinna vinnuvéla.
Svona hefur þetta verið lengi,
lengi og á eftir að vera lengi enn.
Á réttri braut
Umbi Þróunarfélagsins telur fátt
eitt af því, sem sker í augu sjáandi
fólks og við blasir þegar borgar-
myndin í umdæmi hans er skoð-
uð.
Nöturleg smekkleysa, óþrifnaður
og slóðaskapur er fremur regla en
undantekningar, þegar sviðið er
skoðað opnum augum.
Ef það þarf einhvern sérstakan
„húsvörð miðborgarinnar“ til að
líta í kringum sig og skrá niður
landlægan subbuskap og drasl-
arahátt, til að sýna eigendum
húsa og fyrirtækja fram á að þeir
eru sóðar, þá er Þróunarfélag
Reykjavíkur á réttri leið.
Hins vegar mun erfitt að koma
því inn fyrir höfuðskeljar þeirra
sem ekki sjá, að nokkuð sé at-
hugavert við ryðbrunnið skúra-
dót, brotnar gangstéttar eða
kirkju sem rís upp úr eigin úr-
gangi allt upp í himinhæðir.
Sorptunnur á almannafæri í
gömlum miðbæ á bak og fyrir all-
ar helstu stjórnsýslubyggingar
ríkis og borgar er vörumerki sem
engin önnur höfuðborg getur
státað af.
Fyrir glöggan mann, sem vanist
hefur á þrifnað, er auðvelt að sjá
hvað betur má fara; en takist Þró-
unarfélagi Reykjavíkur að opna
augu fasteignaeigenda og borgar-
yfirvalda fyrir því sem allir aðrir
sjá, vinnur það þarft verk, jafhvel
kraftaverk.
Refur í hettunni
Víða má taka til höndum að þrífa
í kringum sig og bæta sitthvað
það sem betur má fara. Það þarf
ekki alltaf að vera kostnaðarsamt,
miklu fremur hitt að beitt sé kost-
gæfni og smekkvísi til að betrum-
bæta umhverfi sitt.
Málsóðar og draslarar vaða til
dæmis uppi í ofboði fjölmiðlunar-
innar, sem orðin er veiga-
mikill þáttur í daglegu
umhverfi. f útvörpum og
sjónvörpum er einatt ver-
ið að gera málvöndunar-
átök og jafnvel einhverjar kröfur
til meðferðar starfsfólks á máli.
Þakka skyldi það.
En engar kröfur eru gerðar til
viðmælenda starfsfólks og er
hörmung að heyra hvað ríkis-
rekna útvarpið leyfir sér að bjóða
upp á. En þar á bæ eru menn sí-
fellt að telja lýðnum trú um hvað
þeir séu vandaðir og klárir.
Um daginn var til að mynda boð-
ið upp á þann fróðleik, að engum
ætti að koma á óvart þótt hann Jói
væri eigur að skora mörg í hand-
boltanum, „svona gamall refur í
hettunni".
„Körfuboltalega séð“ er orðin
málvenja í umfjöllun um tiltekna
íþróttagrein. Körfuboltalega séð
er leikur góður eða slæmur eftir
atvikum.
Hvað þetta þýðir hljóta þeir að
vita, sem útvarpa því.
Svona orðatiltæki er farið að
breiða ískyggilega úr sér. í löngu
viðtali við greiðasölumann úti á
landi þar sem ferðamálafrömuður
talaði við ferðamálafrömuð kom
ítrekað fyrir orðasambandið, eða
hvað á að kalla það, „ferðamanna-
lega séð“. Aldrei var hægt að ráða
í hvað þetta merkir, en ekki vafð-
ist útvarpsmenni eða viðmæl'anda
hans tunga um tönn þegar subbu-
skapurinn vall út úr þeim og öll-
um er sama, rétt eins og um ann-
an sóðaskap í umhverfinu. Hér er
aðeins talin ein óvenja af mörg-
um, sem mokað er yfir landslýð í
síbylju, og ekki tekur eini sinni að
kvarta yfir.
En þeir, sem hvorki sjá eða
heyra, tala fjálglega um hreina
borg og fögur torg og hve íslenskt
mál sé yndislegt og þeim hugleik-
ið.
OÓ