Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. september 1992 Tíminn 3 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa: „Stór hluti veitingasölunnar er í neðanjarðarhagkerfinu“ „Gífuriega stór hluti veitingasölunnar í landinu er í neðanjarðar- hagkerfínu, sérstaklega í alls konar félagsheimilum, einkasöium, bflskúramatargerðum og öðru slíku. Þetta erum við búin að benda á í áratugi án þess að nokkuð hafi verið tekið á því,“ sagði Ema Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa í samtali við Tímann. í Tímanum um helgina fullyrti Sigurður Guðmundsson, formaður Félags starfsfólks f veitingahúsum, að stöðugt meira væri um að veit- ingahús væru rekin án þess að lág- marks bókhaldsreglum sé sinnt og engir skattar eða gjöld séu greidd af launum. Guðmundur Guðbjama- son skattrannsóknarstjóri sagðist geta staðfest að hér sé um verulegt vandamál að ræða. Hann sagði hins vegar erfitt að fullyrða um að þetta sé vaxandi vandamál. Hann sagðist að vísu hafa það á tilfinningunni að svo sé, en sagðist ekkert hafa fyrir sér í þeim efnum. Erna Hauksdóttir sagði ásakanir Sigurðar í garð veitingahúsa mjög alvarlegar og húsin geti ekki setið undir þeim án þess að mótmæla og krefjast þess að þau séu hreinsuð af þessum ásökunum. Hún átti þar við ásakanir um að starfsfólki séu greidd laun með brennivíni og að á veitingahúsum fari fram dópsala með vitund veitingahúsanna. Erna sagði eðlilegt að þau veitingahús, sem t.d. borguðu starfsfólki sínu með brennivíni, væru nefnd á nafn. Hún sagði hins vegar að það væru misjafnir sauðir í þessari atvinnu- grein eins og annarri. „Það þarf að vera meira eftirlit með þessari atvinnugrein. Við höfum margoft kallað eftir auknu eftirliti. Fyrirtæki, sem reka sín veitingahús á heiðarlegan hátt, eiga afskaplega erfitt með að standa í samkeppni við félagsheimilin og einkasalina. Kannski væri stjórnvöldum á hverj- um tíma hollara að huga að þessum málum heldur en að vera sífellt að bæta við skatta á þau fyrirtæki sem skila þeim,“ sagði Erna. Ema sagði að það þurfi að gera meiri kröfur til fólks, sem stofnar fyrirtæki. Hún sagði að sú spurning vakni hvort það sé eðlilegt að eigna- laus maður geti sett á stofn fyrir- tæki án þess að geta sýnt fram á að hann hafi möguleika til að geta rek- ið það. „Það tapa allir á því þegar fyrirtæki, sem stofnað er til af va- nefnum, fer á hausinn, bæði sam- keppnisaðilar, ríkissjóður og fólkið sjálft, sem fer kannski í góðri trú af stað með sitt fyrirtæki. Það tapa all- ir. Menn verða að gera sér grein fyr- ir að þetta er mjög erfiður rekstur." Guðmundur Guðbjarnason skatt- rannsóknarstjóri sagði að þetta væri vandamál sem skattyfirvöld vissu af. Þau hefðu gert ýmislegt til að takast á við það, en mjög erfitt væri við það að eiga. Guðmundur sagði að eitt af því, sem gerði skatt- yfirvöldum erfitt fyrir, væru tíð eig- endaskipti á veitingastöðum. Guðmundur sagði að skattyfirvöld hefðu gert sérstaka skoðun á þess- um málum, þegar farið var af stað með átak sem hvatti fyrirtæki til að nota sjóðvélar. Þó nokkur veitinga- hús hefðu þá fært sín bókhaldsmál til betri vegar. Hann sagðist hins vegar hafa orðið var við að víða hefði þetta ekki borið varanlegan árangur þar sem nýir aðilar hafi tekið við rekstri með nýtt nafn. Nýju eigendurnir legðu sumir hverjir litla áherslu á að færa bók- hald eða sinna kröfum skattyfir- valda. -EÓ Jón Karlsson, verkalýðsfrömuður á Króknum og varaformaður VMSÍ: TOGSTREITA í KERFINU HINDRAR ENDURMENNTUN ATVINNULAUSRA Jón Karlsson, formaður verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki og varaformaður Verkamannasambands íslands, segir skýringuna á því af hveiju atvinnulausum sé ekki boðið upp á endurmenntun, eins og þekkist á hinum Norðuriöndunum, sé að hluta til að fínna í innbyrð- is grundvallartogstreitu í kerfínu. Þessi togstreita snýst m.a. um það hvort endurmenntun og öll starfsmenntun eigi að heyra undir menntamálaráðuneytið eða undir viðkomandi starfsgreinar og önn- ur fagráðuneyti. Á sama tíma og atvinnuleysið mæl- á vinnumarkaði og allt virðist stefna ist vera 2,8% af áætluðum mannafla í það að skráðir atvinnuleysisdagar í ár verði allt að ein milljón, virðist ekkert vera gert til að bjóða hinum atvinnulausu m.a. upp á endur- menntun eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Þess í stað virð- ast þessi mál stranda á innbyrðis togstreitu innan kerfisins með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum fyrir þá fjölmörgu sem eru án atvinnu. „Það heyrist alveg sorglega lítið um þennan þátt, sem endurmenntunin er, í þessu mikla atvinnuleysi. Ástæðan er m.a. sú að þetta er svo skipulagslaust og laust í reipum allt saman og svo vill menntamálaráðu- neytið líka gína yfir þessu öllu. Þetta er afskaplega slæmt, því núna væri einmitt lag til að einhenda sér í þessa hluti, því þörfin er vægast sagt brýn,“ segir Jón Karlsson, varafor- maður VMSÍ. -grh ORÐSENDING ORÐSENDING TIL SVEITARSTJÓRNA, FÉIV\GASAMTAKA OG FYRIRTÆKJA VEGNA UMSÓKNA UM LÁN TIL BYGGINGAR/KAUPAÁ FÉLAGSLEGUM ÍBÚÐUMÁÁRINU 1993 Lánsumsóknir þurfa, lögum samkvæmt (nr. 70/1990), að berast Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 1. október ár hvert, vegna framkvæmda næsta ár á eftir. LÁNAFLOKKAR í BYGGINGARSJÓÐIVERKAMANNA ERU: 1. Lán til félagslegra kaupleiguíbúða. 2. Lán til félagslegra eignaríbúða. 3. Lán til félagslegra leiguíbúða. 4. Lán til almennra kaupleiguíbúða. UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ FÁST HJÁ FÉLAGSÍBÚÐA- DEILD HÚSNÆÐISSTOFNUNAR RÍKISINS. Reykjavlk 10. sept. 1992 cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ ' HÚSBREFADEILD SUOURLAÍJDGBRAUT 94 103 P.EYKJA'/IK SÍMI696900 Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viöhaldsfrí. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og borðplötur í mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956. Stendur íslensku launafólki ógn af EES? Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fræðslufund um samning um evrópskt efnahagssvæði (EES) að Holiday Inn miðvikudaginn 16. september n.k. kl. 20:30. Fundurinn er öllum opinn. Leitað verður svara við eftirfarandi: * HvaðerEES? * Hvað breytist á íslenskum vinnumarkaði með aðild að EES? * Munu laun lækka vegna EES? * Mun EES leiða til aukins atvinnuleysis meðal íslendinga? * Hver verður réttur íslendinga í öðrum löndum innan EES? Ræðumenn: Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ. Fyrirspurnir leyfðar að framsögn lokinni. Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Félagsfólk er hvatt til að mæta á fundinn. Verið virk í V.R. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.