Tíminn - 17.09.1992, Page 2

Tíminn - 17.09.1992, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 17. september 1992 Hjá Dagsbrún hefur atvinnulausum fækkað úr 250 í 134: Fullar atvinnuleysisbætur eni tm 40 þúsund krónur á mánuði Þaö var ys og þys á skrifstofu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í gær, en annan hvem miövikudag eru greiddar út atvinnuleysisbæt- ur til þeirra félagsmanna, sem til þess hafa rétt. Blaðamaður og ljósmyndari Tímans litu þar við í gærmorgun og tóku nokkra tali, sem þar voru að ná í sínar atvinnuleysisbætur, sem í mörgum tilfell- um er það eina sem viðkomandi hefur sér og sínum til framfærslu. Sólveig Guðmundsdóttir á skrif- stofu félagsins segir að fullar at- vinnuleysisbætur á viku nemi 10.063 krónum, eftir að búið er að draga frá greiðslur í lífeyrissjóð og félagsgjald. Fullar atvinnuleysisbæt- ur á mánuði eru því um 40 þúsund krónur. Heldur hefur þeim fækkað á at- vinnuleysisskrá Dagsbrúnar frá því flest var í vor. Þá voru alls 250 manns á skrá, en síðan hefur þeim fækkað í 134, eins og staðan var í gær. Ástæða þessarar fækkunar er m.a. sökum þess að skólanemendur eru hættir vinnu og farnir í nám, auk þess sem meira framboð hefur verið eftir vinnuafli í byggingavinnu en áður var. Sólveig segir að sumir reyni að svindla á kerfinu og þá á þann hátt að þeir vinna svokallaða „svarta vinnu" á sama tíma og þeir eru skráðir atvinnulausir og þiggja bæt- ur samkvæmt því. Ef upp kemst um svindlið, missir viðkomandi að sjálf- sögðu rétt sinn til atvinnuleysis- bóta. Ennfremur-er það nokkuð algengt að fólk vilji ekki taka þá vinnu sem býðst, ef hún er ekki sambærileg við þá atvinnu sem viðkomandi hafði áður. Ef viðkomandi hafnar vinnu, sem honum stendur til boða, án þess að heilsufarsástæður komi þar til, missir hann bótaréttinn, sam- kvæmt lögum þar að lútandi,- -grh Á hálfsmánaöarfresti á miö- vikudögum er biðröð sem þessi algeng sjón á skrifstofu Dagsbrúnar, en þá eru greiddar út atvinnuleysisbætur. Tímamynd: Áml BJama Án atvinnu í 2 ár: Maður koðnar allur niður ,Áður fyrr hafði ég alltaf næga at- vinnu og stundum svo mikla að ég hafði ekki undan. Að vera atvinnu- laus er hins vegar voðalega þrúg- andi og maður koðnar nánast allur niður. Þar fyrir utan er dagurinn ákaflega lengi að líða,“ segir Kjart- an Auðunsson, sem er 69 ára gam- all. Sigursteinn Olgeirsson, 29 ára. Tímamynd: Áml BJama Atvinnulaus af og til í sex mánuði: ■■ Omurlegt „Það er niðurdrepandi og hreint út sagt ömurlegt að vera atvinnulaus," segir Sigursteinn Olgeirsson, 29 ára, sem hefur verið atvinnulaus í mánuð eða svo. Þar á undan hafði hann verið án atvinnu af og til í hálft ár. Áður en hann varð atvinnulaus hafði Sigursteinn starfað sem sjó- maður og einnig unnið á netaverk- stæðum. Hann segir að atvinnuleys- isbætumar, sem hann fær, séu dálít- ið rokkandi, en upphæð þeirra fer eftir því hvað hann skilar af sér mörgum dagvinnutímum. Sigursteinn segir að hann fái oft sama svarið hjá atvinnurekendum þegar hann bankar uppá hjá þeim. Það er á þá leið að hann sé enn inni í myndinni hjá þeim. Þrátt fyrir það gerist bara ekkert og gangan á milli atvinnurekenda heldur áfram. Hann segist ekki vera bjartsýnn á að fá vinnu von bráðar og telur að síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í at- vinnumálum muni ekki hjálpa sér. -grh Kjartan, sem vann síðast hjá Olís, segir að hann fái um 18 þúsund krónur á hálfsmánaðarfresti í at- vinnuleysisbætur, sem hann segir að sé ekki beysið til að framfleyta sér, þótt hann sé einn og öll hans börn séu uppkomin. Fæðiskostnað- ur hans á mánuði er eitthvað um 20 þúsund krónur og svo þarf hann að greiða húsaleigu, hita, rafmagn o.fl. Þótt hlutskipti Kjartans sé ekki öf- undsvert, þá gefúr hann ekki mikið út á afleiðingar þess fyrir hann sjálf- an. Þess í stað er hugur hans meira bundinn við afleiðingar atvinnuleys- is fýrir þá yngri. „Þetta hlýtur að vera ákaflega erfitt fyrir þá og reyna mikið á taugarnar." Kjartan segir að það sé ákaflega erf- itt að geta sér til um það, hvað fram- tíðin ber í skauti sér fyrir hann sjálf- an. Það hefur svo margt breyst í at- vinnumálunum og í því sambandi vísar hann til ástandsins í sjávarút- veginum, sem má muna sinn fífil fegurri. Hann segir að atvinnurek- endur svari sér yfirleitt engu, þegar hann er að falast eftir vinnu, enda vilja þeir frekar yngri menn en þá eldri, þótt þeir séu fullfrískir. Sumir gerast þó svo grófir að segja við hann: „Láttu þér bara duga ellilífeyr- irinn," þó svo að þeir viti mætavel hvað hann hrekkur skammt. Hann segist ekki búast við því að Kjartan Auöunsson, 69 ára. Timamynd: Áml BJama framkomnar hugmyndir ríkisstjóm- arinnar til atvinnusköpunar muni veita mörgum atvinnu. „Mér skilst að þetta snerti fyrst og fremst þá sem eiga þungavinnuvélar til vega- gerðar." Kjartan segir að það að vera at- vinnulaus sé hlutskipti sem ekki sé hægt að óska neinum. „Það er hægt að fá svo mikið út úr vinnunni að það getur enginn óskað sér að vera án hennar," segir Kjartan Auðuns- son. -grh Ragnheiður Jónsdóttir, 22 ára, með 4 ára dóttur sína Elfsu. Tlmamynd: Aml BJama Atvinnulaus í 4 mánuði: Andlega þreytt og pirruð .Áhrif atvinnuleysisins á mig birt- ist einna helst í því að ég verð and- lega þreytt og pirruð. Hins vegar skuldum við ekki neitt og það er það jákvæða, eins og staðan er,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir, 22 Atvinnulaus í fimm vikur: Margir um hvert starf „Ég er búinn að vera atvinnulaus í fimm vikur, en konan mín er heima í fæðingarorlofi. Ég hef ekki fengið neinar atvinnuleysisbætur greiddar enn, og konan á skrifstofunni gat ekki sagt mér hvenær það gæti orð- ið,“ segir Sigurður Sívertsen, 28 ára. Sigurður, sem er fatlaður frá fæð- ingu með aðeins úlnlið og tvo fingur á öðrum handleggnum, vann áður sem byggingaverkamaður hjá ístak. Hann segir að fötlunin hái sér við atvinnuleit, sem til þessa hefur verið án árangurs. ,Maöur gengur á milli vinnustaða í von um vinnu, en það eru bara svo margir um hvert starf sem losnar." Sigurður segist lesa at- Siguröur Sívertsen, 28 ára, meö 6 mánaöa gamla dóttur sína, EVU Rut. Tlmamynd: Áml Bjama vinnuauglýsingarnar oft og nánast upp til agna í von um að finna þar eitthvað, sem að gagni gæti komið. Hann segir að það verði ekkert úr deginum, þótt hann reyni að dunda sér við eitt og annað heima við. Sig- urður og fjölskylda hans búa í leigu- húsnæði og hann segir að það sé virkilega erfitt að ná endum saman. Þetta er í fyrsta skipti sem Sigurður er atvinnulaus, en þrátt fyrir það segist hann ekki vera sár út í samfé- lagið. „Þótt þetta sé ömurlegt, verð- ur maður að taka þessu, og ég er heldur ekki einn um það að vera at- vinnulaus." „Ég hef ekkert fýlgst með fréttum, en ef ríkið getur skaffað mér vinnu, þá er það hið besta mál,“ sagði Sig- urður Sívertsen. -grh ára, sem hefur verið án atvinnu í fjóra mánuði. Áður hafði hún unnið á barnaheim- ili Landakots, en missti atvinnuna þegar því var lokað fyrr á árinu. Ragnheiður er í sambúð og fyrir skömmu fékk maður hennar tíma- bundið pláss á sjónum, en hann hafði áður verið atvinnulaus í fjóra mánuði. Hún segir að vissulega hafi hún vitað að hverju stefndi hjá Landakoti og þegar barnaheimilinu var lokað, hefðu fyrrum atvinnurek- endur reynt að endurráða sem flesta. „Ég áttaði mig ekki á ástand- inu til að byrja með og tók þetta sem sumarfrí, sem er orðið helst til of Iangt." Ragnheiður, sem er í Sókn, segir að það gangi lítið að fá atvinnu, því áð- ur þarf hún að fá leikskólapláss fyrir dóttur sína, sem er 4 ára. Það geng- ur hins vegar erfiðlega og á meðan getur hún lítið aðhafst í atvinnuleit. Hún segir að dagurinn hjá sér líði við fátt annað en kaffidrykkju. Aðspurð um ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í atvinnumálum, seg- ist hún vera búin að missa allt álit á ríkisstjórninni, jafnframt því sem hún telur að atvinnulausum muni ekki fækka í kjölfarið. -grh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.