Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 7
6 Tfminn Þriðjudagur 6. október 1992 Greinargerð sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins um mál Eðvalds Hinrikssonar: Ekki grundvöllur fyrir rannsókn í máli Eðvalds Nefnd tveggja lögfræðinga, sem dómsmálaráðherra skipaði til að fjalla um mál Eðvalds Hinrikssonar, en Simon Wiesenthal stofn- unin hefur sakað hann um stríðsglæpi, telur ekki grundvöll fyrír því að íslensk stjórnvöld aðhafist frekar í máli hans. Nefndin telur að ásakanir gegn Eðvald séu ekki studdar nægum gögnum. Eðvald sé íslenskur ríkisborgarí og verði því ekki framseldur til Eistlands, ríkja fyrrum Sovétríkjanna eða ísraels. Þá telur nefndin að hugs- anleg brot Eðvalds á íslenskrí innflytjendalöggjöf séu löngu fyrnd. Eiríkur Tómasson hæstaréttar- lögmaður og Stefán Már Stefáns- son lagaprófessor telja að þau brot, sem Eðvald Hinriksson er ásakaður um og varða einkum 194 gr. og 211. gr. almennra hegningarlaga, séu enn ófymd. Rannsókn á brot- unum gæti hafist á íslandi ef ásak- anir á hendur honum væru studd- ar nægum gögnum. Lögfræðing- amir telja hins vegar að þau gögn, sem fyrir liggi, séu ekki nægileg. Eðvald er íslenskur ríkisborgari. í nefndarálitinu segir að hann verði því hvorki framseldur til Eistlands, til ríkja fyrrum Sovétríkjanna eða ísraels. íslensk lög banni slíkt framsal. í nefndarálitinu segir ennfremur að Eðvald verði ekki sóttur til saka fyrir hugsanleg brot á íslenskri innflytjendalöggjöf, enda séu öll slík brot löngu fymd. Niðurstaða lögfræðinganna er því að hvorki sé rétt né skylt að hefja opinbera rannsókn í málinu eins og það liggi fyrir. Þorsteinn Páls- son dómsmálaráðherra hefur fall- ist á þessa niðurstöðu. Efraim Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal stofnunarinnar, hefur harðlega gagnrýnt þessa nið- urstöðu nefndarinnar. Hann segir að fyrir liggi nægilega traust gögn, sem sanni ásakanir sem bornar hafa verið á Eðvald Hinriksson. Hér fer á eftir hluti af greinargerð Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar þar sem vikið er beint að þeim ásökunum, sem bomar hafa verið á Eðvald Hinriksson. -EÓ 3.1. Æviferill Eðvalds Hinriks- sonar. Eðvald Hinriksson er fæddur í borginni Tartu (á sænsku Dorp- ad) í Eistlandi 12. júlí 1911. Á meðan hann dvaldi í Eistlandi hét hann Evald Mikson, en honum var gert að breyta nafni sínu og taka upp íslenskt nafn þegar hon- um var veittur íslenskur ríkis- borgararéttur, svo sem lýst verð- ur nánar hér á eftir. Eðvald var á yngri árum kunnur knattspyrnumaður í Eistlandi, en stundaði síðar nám við lögreglu- skóla og starfaði eftir það í eist- nesku öryggislögreglunni eða pólitísku lögreglunni, eins og hún var tíðast nefnd, þ.á m. gegndi hann um skeið störfum sem lögreglustjóri í tilteknu hér- aði. Starf hans var í því fólgið að fylgjast með starfsemi manna sem talin var beinast gegn eist- neska lýðveldinu. Þetta starf hafði Eðvald með höndum uns Sovétríkin lögðu Eistland undir sig í júnímánuði 1940, en eftir það fór hann um skeið huldu höfði. Eftir að stríð braust út milli Sovétríkjanna og Þýska- lands í júnímánuði 1941 hefur Eðvald skýrt svo frá að hann hafi komið á fót sveit ættjarðarvina til þess að berjast gegn Rússum, sem enn hersátu landið, en slíkar sveitir spruttu á þessum tíma upp um gjörvallt landið. Smátt og smátt urðu sveitir þessar að hinni eistnesku andspyrnuhreyfingu sem síðar varð uppistaðan í eist- neska hernum. Eðvald gekk þannig í eistneska herinn 17. júlí 1941 og barðist í honum við hlið Þjóðverja gegn Rússum fram eftir sumri. Samtímis var hann yfir- maður í andspyrnuhreyfingunni og hafði þá m.a. það starf að hafa hendur í hári manna sem taldir voru svikarar. Eftir að Þjóðverjar höfðu sigrað Rússa og lagt Eistland undir sig kveðst Eðvald hafa, í byrjun sept- ember 1941, tekið á ný til starfa í eistnesku öryggislögreglunni í Tallinn (á sænsku Reval). Að hans sögn stýrði hann upplýsingadeild öryggislögreglunnar og var starf hans einkum fólgið í því að afla upplýsinga um aðgerðir Rússa og eistneskra kommúnista meðan á hernámi Rússa stóð, þ.á m. að leita vitneskju um þá menn sem Rússar hefðu flutt á brott á þeim tfma. Yfirmaður hans í öryggis- lögreglunni var maður að nafni Lepik. Eðvald gegndi þessu starfi f tæpa þrjá mánuði eða til loka nóvember 1941 þegar Þjóðverjar handtóku hann og settu í fang- elsi. Þar sat hann í tæp ár uns hann var látinn laus í lok október 1943. Þá gekk hann í þjónustu þýska hernámsliðsins í Eistlandi, „Wehrmacht", þar sem hann starfaði í tæpt ár eða til miðs september 1944. Eftir það gekk hann í eistneska herinn, en flýði frá Eistlandi til Svíþjóðar nokkr- um dögum síðar eða 22. septem- ber 1944. í Svíþjóð stóð um tíma til að framselja Eðvald til Sovétríkj- anna, eftir að Eistland hafði verið innlimað í þau. Ástæða þessa var sú að honum var gefið að sök að hafa drýgt stríðsglæpi í heima- landi sínu, m.a. gagnvart eist- neskum gyðingum. Af þvf tilefni fóru fram yfirgripsmiklar yfir- heyrslur yfir Eðvald og fjölda annarra vitna fyrir sænskum yfir- völdum á árinu 1946, en að þeim loknum var honum vísað úr landi. Haustið 1946 hélt Eðvald frá Svíþjóð, áleiðis til Suður-Amer- íku, en tilviljun réð því að hann kom hingað til íslands 23. nóv- ember 1946 á leið sinni vestur um haf. Ákvað hann síðan að setj- ast að hér á landi og var honum veitt formlegt leyfi til þess að dvelja hér á landi í þrjá mánuði með bréfi dómsmálaráðuneytis- ins, dagsettu 4. júní 1947. Áður hafði Eðvald fengið atvinnuleyfi, fyrst til 4. mars 1947 til að starfa hjá íþróttabandalagi Vestmanna- eyja. Þessi leyfi voru síðan endur- nýjuð uns Eðvald hlaut íslenskt ríkisfang. Eðvald var veittur íslenskur rík- isborgararéttur með lögum nr. 43 18. maí 1955. Bar hann fyrst fram umsókn um ríkisborgararétt 10. mars 1954, en umsóknin var ekki afgreidd á því Alþingi er þá sat. Lagði hann síðan fram endurnýj- aða umsókn 20. ágúst 1954 og var hún sem fyrr segir afgreidd með lögum sem samþykkt voru f lok 74. löggjafarþings 1954-1955. Yf- irlýsing dómsmálaráðuneytisins um ríkisborgararéttinn og nafn- breytingu vegna hans, þar sem Eðvald tók sér nafnið Eðvald Hin- riksson í samræmi við íslensk nafnalög, var gefin út 26. ágúst 1955. Frá þeim tíma telst Eðvald íslenskur ríkisborgari. Ekkert bendir til þess að Eðvald hafi gerst brotlegur við íslenska innflytjendalöggjöf. Hafi svo ver- ið, eru slík brot hvort sem er löngu fyrnd vegna þess að þyngsta refsing við brotum á þá- gildandi lögum um eftirlit með útlendingum nr. 59, 23. júní 1936, var fangelsi allt að tveimur árum, sbr. 12. gr. laganna, sbr. og 268. gr. alm. hgl. Um fýrningu sakar vísast að öðru leyti til kafla 2.3 hér að framan. 3.2. Aðstæður í Eistlandi 1939- 1944. Þau brot, sem Eðvald Hinriks- son er sakaður um í fýrrgreindu bréfi Simon Wiesenthal stofnun- arinnar til forsætisráðherra, á hann að hafa framið í Eistlandi meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð, fyrst og fremst á árinu 1941. Þegar fjallað er um þessar sakar- giftir er nauðsynlegt að gera grein íyrir þeim aðstæðum, sem ríktu í Eistlandi á þessum tíma, en þær voru um margt sérstæðar. Eistland komst undir rússnesk yfirráð árið 1721 og var því hluti af Rússlandi allt til loka fyrri heimsstyrjaldarinnar. í lok henn- ar, árið 1918, var Eistland lýst sjálfstætt lýðveldi og á næstu tveimur árum tókst Eistlending- um að verjast bolsévíkastjórninni sem þá hafði tekið völdin í Rúss- landi og reynt eftir það að leggja Eistland undir sig. I friðarsamn- ingum að lokinni fyrri heims- styrjöldinni, sem gerðir voru 1920, viðurkenndu Sovétríkin sjálfstæði Eistlands. í kjölfar þessa var reynt að koma á lýðræði að vestrænni fyrirmynd í Eist- landi, en það tókst ekki og ríkti mikill óstöðugleiki í stjórnarfari þar í landi um skeið. í samningi þeim, sem Sovétríkin og Þýskaland gerðu í ágúst 1939, var Eistland lýst sovéskt áhrifa- svæði. Fór svo í júní 1940 að Sov- étríkin hernámu Eistland og inn- limuðu það síðan formlega sem eitt af sovétlýðveldunum í ágúst það ár. í kjölfarið er talið að u.þ.b. 60.000 Eistlendingar hafi verið fluttir á brott með valdi til af- skekktari hluta Sovétríkjanna, einkum til Síberíu. Eftir að stríð braust út á milli Sovétríkjanna og Þýskalands 22. júní 1941 hrakti þýski herinn sovéskar hersveitir á brott úr Eistlandi og var landið hernumið af Þjóðverjum allt til hausts 1944 þegar Rússar lögðu það undir sig að nýju, eftir sigur á þýska her- námsliðinu. Á meðan á hernámi Þjóðverja stóð voru flestir þeir gyðingar, sem eftir voru í Eist- landi, teknir af lífi, svo og fjöldi annarra Eistlendinga sem talið var að hefðu starfað með Rússum og átt þátt í að flytja á brott and- stæðinga kommúnista, svo sem að framan er lýst. Af þessu er ljóst að Eistlending- ar voru fram að síðari heimsstyrj- öld og meðan á henni stóð á milli steins og sleggju, þ.e. milli Rússa annars vegar og Þjóðverja hins vegar. Vegna Iegu landsins voru Rússar þó erkifjendurnir og beindu eistneskir föðurlandsvinir því spjótum sínum fyrst og fremst að þeim. 3.3. Sakargiftir á hendur Eðvald Hinrikssyni. í bréfi Simon Wiesenthal stofn- unarinnar til forsætisráðherra, dags. 18. febrúar s.l., er Eðvald Hinriksson talinn vera þekktur nasisti og stríðsglæpamaður sem framið hafi óhæfuverk í garð gyð- inga og annarra borgara í Eist- landi meðan á síðari heimsstyrj- öldinni stóð. Nánar til tekið segir í bréfinu að Eðvald hafi starfað sem aðstoðarlögregluforingi í Tallinn og sem slíkur er hann borinn þeim sökum að hafa ekki aðeins gefið út handtökuskipanir á hendur gyðingum, heldur einn- ig að hafa tekið þá sjálfur af lífi. Honum er einnig gefið að sök að hafa haft með höndum yfirheyrsl- ur á vegum Gestapo í fangabúð- um í Tartu og hafa tekið þátt í að skipuleggja þjóðernissamtökin Omakaitse f Vönnu. Á báðum stöðum er honum gefið að sök að hafa tekið með virkum hætti þátt í ofsóknum á hendur óbreyttum borgurum, svo og að hafa tekið þá af lífi. í fylgiskjali með bréfinu, dagsettu 17. febrúar s.l., er Eð- vald sakaður um að hafa handtek- ið og stjórnað fjöldaaftökum á gyðingum f Tallinn. Eru nefnd nöfn nokkurra gyðinga, sem Eð- vald á að hafa handtekið, og full- yrt að hann hafi sjálfur átt þátt í að taka suma þeirra af lífi, þ.á m. að hafa barið mann að nafni Al- eksander Rubin til dauða í aðal- fangelsinu í Tallinn og nauðgað og síðan tekið af lífi stúlku að nafni Ruth Rubin. Þau gögn, sem Simon Wiesent- hal stofnunin hefur sent forsætis- ráðherra og gerð er grein fyrir í staflið B í 1. kafla álitsgerðar þessarar, varða annars vegar at- hafnir Eðvalds sumarið 1941. Hins vegar er um að ræða skjöl sem stafa frá þeim tíma er hann starfaði hjá öryggislögreglunni í Tallinn haustið 1941. Á þessum tíma höfðu almenn hegningarlög nr. 19/1940 öðlast gildi hér á landi, svo sem gerð er grein fyrir í kafla 2.3 hér að framan. Miðað við þær sakargiftir, sem taldar eru upp hér að framan, kunna þær að varða við ýmis ákvæði í þeim lögum. Þau brot eru þó öll fyrnd, að undanskildu mann- drápi, þ.e. broti á 211. gr. lag- anna. Sem fyrr segir höfum við kynnt okkur þau skjöl sem varða athafnir Eðvalds í Eistlandi á ár- inu 1941. í þeim skjölum, sem stafa frá því um sumarið 1941, er að finna bréf með áritun Eðvalds um nafngreinda menn, sem handteknir höfðu verið af and- spyrnuhreyfingunni, svo og yfir- heyrslur yfir mönnum sem sakað- ir voru um að vera kommúnistar og stunda ólöglega starfsemi. Skjölin bera með sér að hinum handteknu hafi verið komið í hendur lögreglustjórans í Tartu, ásamt gögnum varðandi þá, en ekkert kemur fram um það í skjölunum hvað taka skyldi við eftir það. Skjöl þau með áritun Eðvalds, sem dagsett eru í september og október 1941, meðan Eðvald gegndi störfum hjá öryggislög- reglunni í Tallinn, varða hand- tökur á nafngreindum einstak- lingum, en einnig hafa skjölin að geyma ákvarðanir um flutning þeirra til aðalfangelsisins í Tall- inn. f öllum tilvikum er þess get- ið að einstaklingar þessir séu grunaðir um samstarf við komm- únista og því færðir í aðalfangels- ið til yfirheyrslu. Umrædd skjöl lúta að handtöku fimm nafn- greindra einstaklinga og bera þeir allir algeng gyðinganöfn. í einu tilvikinu er um að ræða 14 ára stúlku og í öðru aldraða konu, 82 ára að aldri. Orðið „juut“ er hand- ritað á sum skjölin og þar er einnig að finna fleiri áletranir sem erfitt er að lesa úr. Þá er þess ennfremur að geta að í gögnunum úr þjóðskjalasafninu f Tallinn er að finna lista yfir nöfn og heimilisföng 207 einstaklinga sem allir bera algeng gyðinga- nöfn. Efst á listanum stendur handskrifað (í íslenskri þýðingu okkar): „Gyðingar sem teknir verða af lífi fyrir 6. október 1941.“ Á listanum standa nöfn tveggja manna, þeirra Michails Wulfs Gelb og Salomons Siimons Katz. Þessir menn voru handteknir og fluttir í aðalfangelsið í Tallinn samkvæmt þeim skjölum, sem áður er lýst, en þau bera með sér undirritun Eðvalds. Á listanum er einnig að finna nafn Aleksanders Jakobs Rubin, en gögnin bera ekki með sér að hann hafi verið handtekinn að fyrirmælum Eð- valds. Hins vegar er að finna fyr- irskipun um handtöku á Ruth Al- eksander Rubin og ákvörðun um að flytja hana f aðalfangelsið í Tallinn sem ber með sér undirrit- un Eðvalds. í handtökuskipun- inni kemur fram að hér sé um að ræða dóttur Aleksanders Rubin og er hún, 14 ára að aldri, sökuð um að hafa tekið þátt í starfsemi kommúnista eins og fyrr segir. Tekið skal fram að ekki hefur farið fram eiginleg rannsókn á Mál Eðvalds Hinrikssonar Þriðjudagur 6. október 1992 Tíminn 7 Eðvald Hinriksson. Tfmamynd Aml BJama undirritun á fyrrgreindum skjöl- um né öðrum áritunum á þeim. Ekkert bendir þó til annars en Eðvald hafi undirritað þessi skjöl, en með öllu er óljóst hver eða hverjir hafi áritað skjölin að öðru leyti. Þó er ljóst að ekki eru sömu rithandir á áritununum, jafnvel á sama skjali. Þess skal getið að Eð- vald hefur ekki útilokað að hafa sjálfur undirritað handtökuskip- anir á þessum tíma eftir fyrir- mælum yfirmanns í öryggislög- reglunni, en jafnframt hefur hann bent á að sovéska öryggis- lögreglan, KGB, hafi látið falsa skjöl frá þessum tíma í pólitísk- um tilgangi. Rétt er að víkja stuttlega að öðr- um gögnum sem fyrir liggja í málinu og lúta að sakargiftum á hendur Eðvald. Hér er einkum um að ræða vitnaleiðslur í Sví- þjóð, sbr. staflið C í 1. kafla álits- gerðar þessarar. Gögn þessi varpa nokkru ljósi á málavexti og eru þau fyrst og fremst til fyllingar og skýringar á atburðarásinni. Hins vegar eru þau svo óljós og ómark- viss að þau koma varla til greina sem bein sönnunargögn í máli þessu, auk þess sem þau eru að sumu leyti Eðvald í hag. Á þeim tíma, sem hér um ræðir, virðist það hafa verið á almennu vitorði í Eistlandi að eistneskir gyðingar væru teknir höndum og þeim safnað saman í fangabúðir. I framhaldi af því hafi þeir svo ým- ist verið teknir af lífi eða fiuttir nauðugir á brott frá Eistlandi. Líklegt er að Eðvald hafi, stöðu sinnar vegna, vitað af þessu. Um það bil 51 ár er nú liðið frá því að umræddir atburðir gerð- ust. Margt er á huldu um það í hverju starf Eðvalds f eistnesku öryggislögreglunni var fólgið á þeim tíma, sem hér skiptir máli, svo og um tengsl öryggislögregl- unnar við þýska hernámsliðið sem í raun og veru fór með æðstu völd í Eistlandi á þessum tíma. Ennfremur er margt óljóst um at- hafnir Eðvalds á þessum tíma og þótt fyrrgreind skjöl, þ.á m. handtökuskipanir, varpi nokkru Ijósi á þær, er hins vegar ekkert að finna f þeim sem gefur nægi- lega til kynna að hann hafi átt þátt í eða stuðlað að aftöku gyð- inga eða öðrum voðaverkum í þeirra garð þannig að refsivert sé samkvæmt íslenskum lögum. Það hefur meginþýðingu að með vissu má ætla að ýmis mikilvæg sönnunargögn hafi nú giatast. Þannig má gera ráð fyrir að vitni að atburðum, ef einhver hafa ver- ið, séu nú flest látin og að þau fáu, sem eftir kunna að lifa, muni ekki með vissu það sem máli skiptir. Svipuð sjónarmið eiga eftir atvikum við önnur gögn, þ.á m. rithandarsýnishorn sem nauð- synlegt er að séu tiltæk við rann- sókn á áritunum á skjöl í málinu. Sérstaklega verður að hafa í huga í þessu sambandi að líklegt er að ýmis gögn hafi glatast sem hefðu getað horft til sýknu í hugsan- legri málssókn gegn Eðvald. Þess ber og að gæta að Eðvald hefur ávallt borið af sér allar þær alvar- legu sakargiftir, sem hann hefur verið borinn, en það er megin- regla í íslenskum rétti, svo sem að framan greinir, að sönnunar- byrði um sekt sakbornings og at- vik, sem telja má honum í óhag, hvíli á ákæruvaldinu. Að teknu tilliti til hinna sér- stæðu aðstæðna f Eistlandi á þeim tíma, sem máli skiptir, og jafnframt með hliðsjón af hinni erfiðu sönnunaraðstöðu í máli þessu er það sameiginleg niður- staða okkar að hvorki sé rétt né skylt miðað við þau gögn, sem fyrir liggja, að hefja opinbera rannsókn vegna fyrrgreindra sak- argifta í garð Eðvalds. Styðst þessi niðurstaða okkar við þau meginsjónarmið, sem rakin eru í kafla 2.4 hér að framan, þ.e. að ákæruvaldið skuli því aðeins sækja mann til sakar að fyrir liggi sönnunargögn sem séu nægileg eða líkleg til sakfellingar, og að ákæruvaldið hafi, auk þess, heim- ild til þess að falla frá saksókn í sérstökum og óvenjulegum til- vikum. Eins og áður hefur komið fram teljum við og tvímælalaust að engar þjóðréttarlegar skuld- bindingar leiði til annarrar nið- urstöðu. 4. Niðurstöður í stuttu máli um álitaefnin. 1. Við teljum að um þá háttsemi, sem Eðvald Hinriksson er sakað- ur um, gildi einkum 194. gr. og 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Nánar er vikið að þessum ákvæðum í kafla 2.3, en þar kemur fram að ætluð brot samkvæmt 211. gr. laganna eru enn ófyrnd. 2. Opinber rannsókn getur hafist á hendur Eðvald Hinrikssyni á ís- landi ef ásakanir á hendur honum eru studdar nægum gögnum, en svo teljum við ekki vera, miðað við þau gögn sem fyrir liggja. 3. Eðvald Hinriksson er íslensk- ur ríkisborgari. Hann verður hvorki framseldur til Eistlands, til Sovétríkjanna (eða þeirra ríkja sem komu í þeirra stað) né til ísraels, enda banna íslensk lög slíkt framsal. 4. Eðvald Hinriksson verður ekki sóttur til saka fyrir hugsanleg brot á íslenskri innflytjendalög- gjöf, enda eru öll slík brot löngu fyrnd. 5. Við teljum að hvorki sé rétt né skylt að hefja opinbera rannsókn í málinu eins og það liggur nú fyrir. Reykjavík, 30. september 1992. Eiríkur Tómasson Stefán M. Stefánsson Verkamannafélagið Dagsbrún — Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur veriö að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa félagsins á 37. þing Alþýðusambands Islands 23. til 27. nóvember nk. Tillögur stjómar um fúlltrúa liggja frammi I skrifstofu félagsins frá og með föstudeginum 2. október 1992. Öðrum tillögum, með nöfnum 26 aðalfulltrúa og 26 varafulltrúa, ber að skila á skrifstofu Dagsbrúnar fyrir klukkan 16, miövikudag- inn 7. október 1992. Tillögum ber að fylgja meðmæli minnst 75 félagsmanna og mest 100 félagsmanna. Kjörstjómar Dagsbrúnar Akranes — Bæjarmál Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 10. októberkl. 10.30. Faríð verður yfir þau mál sem efst eru á baugi f bæjarstjóm. Morgunkaffi og meö- læti á staðnum. Bæjarfulltrúamlr Suðurland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suðuríandi verður haldiö I Leikskálum, Vik f Mýrdal, iaugardaginn 31. október n.k. og hefst kl. 10.00 árd. Kvöldvaka um kvöldiö. Dagskrá auglýst sfðar. Stjóm KSFS Keflavík — Suðurnesjamenn Vetrarstarfið er hafið. Opið hús alla mánudaga kl. 20.30. Mætum öll. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögln I Keflavlk. Viðtalstímar borgarfulltrúa Þriðjudaginn 6. október n.k. verða Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Alfreö Þorsteinsson varaborgarfulltrúi til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokks- ins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, frá kl. 17-19. Stjám FFR Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Reykjavlk hefúr opnaö skrífstofu aö Hafnar- stræti 20, 3. hæð. Skrifetofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00. Stjóm fulltrúaráðslns. Framsóknarfélag Selfoss heldur almennan fund um bæjarmál miðvikudaginn 7. október að Eyrarvegi 15, kl. 20.30. Framsögumenn verða bæjaríúlltnjam'ir Guðmundur Kr. Jónsson og Kristján Einarsson. Fulltnjar flokksins I nefndum mæta. Stjómln Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og meö 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðjudögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og veríð hefur undanfarín ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viötals á þessum tima og ennfremur eru allir, sem vilja ræða bæjamiálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfólag Borgamess. Félag ungra framsóknar- manna í Reykjavík Aðalfundur Aöalfundur verður haldinn miðvikudaginn 14. október n.k. kl. 20:30 að Hafnarstræti 20, 3. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. ðnnur mál. Stjóm FUF Breyttur opnunartími skrif- stofu Framsóknarflokksins Frá 1. október verður skrífetofa Framsóknarflokksins I Hafnarstræti 20, III. hæö, op- in frá kl. 9.00-17.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn Norðurland vestra — Kjördæmisþing Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurfandi vestra verður haldið á Blönduósi 24. og 25. október n.k. Dagskrá auglýst slðar. Stjóm KFNV Kópavogur — Opið hús Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opið hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes- vegi 12. Lltiö inn, fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögln

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.