Tíminn - 16.10.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.10.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 16. október 1992 A að breyta sölufyrirkomulag á saltaðri síld? Ríkissjónvarpið og forseta- kosningamar í Bandaríkjunum: Kappræö- urnar sýndar beint með endursögn Síðustu kappræðum bandarísku forsetaframbjóðendanna verður sjónvarpað beint næstkomandi mánudagskvöld í ríkissjónvarpinu. Hefst útsendingin að loknum 11- fréttum. Að sögn Heimis Steinssonar, út- varpsstjóra hefur verið ákveðið að efni kappræðnanna verði endursagt eftir því sem kostur er að lokinni út- sendingu en slík endursögn fór ekki fram að aflokinni útsendingu á fyrstu kappræðunum sl. sunnudags- kvöld. Segir Heimir að komið hafi fram efasemdir um að það stæðist reglugerð að sleppa endursögninni og til að eyða öllum efa hafi þessi kostur verið valinn. Hann bætti við að síst af öllu hafi það verið ætlun Ríkisútvarpsins að brjóta reglugerð erð varðaði íslenska málhelgi. - BG Atkvæðagreíðsla í stjóm Dag- vístar barna um frestun á Itækk- un leikskóladaggjalda vegna bama námsmanna. Kristín Blön- dal, fulltrúi Kvennalista: Fellst alls ekki á nokkra hækkun Tímanum hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Kristfnu Blöndal, fulltrúa Kvennalísta í stjóm Dagvistar bama: Jtthygli mín hefur veríö valdn á frétt sem bhtist f Ttmanum miðvikudaginn 7. október varö- andi atkvæöagreiösiu f stjÓra Dagvistar bama um frestun á hækkun leikskóladaggjalda fyrir böra námsmanna. I fréttinni kemur réttilega fram að undirrít- uö sat hjá viö atkvæöagreiösiuna en ekki getið um bókun sem fylgdi hjásetunni. Þetta er væg- ast sagt mjög villandi fréttaflutn- ingur og þeim mun sérkenniiegri þegar haft er í huga aö getlð er bókunar fulltrúa Nýs vettvangs. Hiö rétta f máiinu er aö undirrit- uð sat hjá vegna þess að hvoríd hún né aörír fulltrúar Kvenna- iistans hafa nokkra sinni getað fallist á hækkun af þessu tagi. Ég fæ ekki séð hveraig hægt er að fallast á frestun á því sem viö- komandi er alfariö á mótil Því sat ég hjá víö atkvæöagreiðsluna og lagði fram eftirfarandi bókun. „Eins og komiö hefur fram hjá fulifarúum Kvennalistans áður erum við alfaríö á móti hækkun gjaldskrár fyrir börn námsmanna og sit ég því hjá viö afgreiöslu máisins.“ stöðugar ofsóknir Efnislega sagði heilbrígðismálaráðherra nýlega aö geöfatlaöir einstakling- ar væru ekki til sem sérstakur hópur. „Á götum borgarinnar ganga um 60 geðfatlaöir í reiöileysi," segir Ólafur Ólafsson landlæknir. Hann bendir á að nokkur heimili búi viö algera ofsókn af hálfu geðfatlaðra einstaklinga Þetta kom fram á fundi sem land- læknir boðaði í gær. Hann segir að 60 getfatlaðir einstaklingar mæli götur og eigi hvergi höfði sínu að halla og eigi í miklum erfiðleikum. Sem dæmi um þetta býr einn þess- ara einstaklinga í tjaldi. Eina úrræð- ið hingað til sé vistun lögreglu yfir nóttina sem seint verði fullþökkuð. Stærsti hópuri þessa fólks hefur átt við langvinna sjúkdóma að stríða og verið vistaður á geðdeildum. Síðan eru þeir útskrifaðir þaðan og eftir það eru göturnar heimili þeirra. Ástæður þessa segir Ólafur m.a. vera að mörg heimili hafi hreinlega gefist upp á geðfötluðum. Hann segir að langvinn vímuefnanotkun eða ofeldi sé orsök þessa. Ólafur segir að þessir einstaklingar séu misjafnir. Því til áréttingar nefn- ir hann ýmis dæmi. Sumir eiga við geðsjúkdóma að stríða, nokkrir greinast sem kleyfhugar, aðrir eru skilgreindir sem geðsjúkir fíklar og þá hafa fáeinir í hópnum verið vist- aðir á Litla Hrauni. Meðferð sem þessir sjúklingar hafa fengið er einnig eins misjöfn og þeir eru margir. Þannig eru nefnd úrræði eins og vistun á geðdeild, Krísuvík- urheimilið, geðhjálp erlendis og einnig hefur trúarhópurinn Kross- inn reynt að liðsinna fáeinum. Það sem ráða má af málflutningi Ólafs er að sammerkt þessum einstaklingum er uppgjöf meðferðarstofnana. Ólafur segir að flestir þessara ein- staklinga séu á aidrinum 30 til 40 ára eða 27 samtals. Hann segir að allflestir þeira séu haldnir gerðsjúk- dómi. Þá segir Ólafur að þessi hópur komi næst á eftir geðsjúkum afbrot- armönnum hvað viðkemur forgangi í heilbrigðisþjónustu. Ólafúr segir að reynslan af sambýl- um sé góð. Hann telur því að sam- býli, þar sem eftirlit sé gott og í höndum sérfræðinga og fagfólks, sé besta úrræðið. „Það má bæta ástandið svo það sé ekki okkur til skammar," sagði Ólafur að lokum. Ólafur segir það ekki rétt, sem sé skoðun margra vegna vanþekkingar, að ekki sé hægt að lækna menn af sjúkdómum sem skipa þeim í hóp geðfatlaðra. „Marga má lækna eða að minnsta kosti í merkingu þess orðs sem við eigum við með lækn- ingu,“ segir Ólafur. Hann nefnir í því sambandi dæmi um mann sem var vistaður í 13 ár í öryggisgæslu en var svo útskrifaður þaðan en er á góðri leið með að lenda í hópi geð- fatlaðra vegna úrræðaleysis heil- brigðiskerfisins. Ásta M. Eggertsdóttir, svæðisstjóri um málefni fatlaðra, segir að ýmsar hugmyndir séu uppi um vistunarúr- ræði fyrir geðfatlaða. Hún segir að mál þeirra verði ekki leyst með ein- földum hætti og nefnir áætlun sem taki til næstu ára. Þar er að finna hugmyndir um félagslegar íbúðir, sérbýli og áfangastaði. Hún segir að 75 geðfatlaðir bíði eftir aðstoð í Reykjavík. Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, segir að geðfötlun eigi ekkert skylt við of- beldishneigð. Það virðist vera efnis- lega í andstöðu við umfjöllun land- læknis eins og áður greinir. Hann segir að þessi mál séu til skoðunar í ráðuneytinu en segir að geðfatlaðir hafi setið eftir við uppbygingu þjón- ustu. -HÞ Verðbólga er 1,3% Kauplagsnefnd hefur reiknað vísi- tölu framfærsluvísitölu miðað við verðlag í októberbyrjun 1992. Vísi- talan reyndist hafa hækkað um 0,1% frá september 1992. Síðast- liðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 1,3%. Vísitalan undanfarna þrjá mánuði er óbreytt. -EÓ Ólafur Ólafsson á fjölmennum fundi um málefni geðfatlaðra. Landlæknir segir eina athvarf margra geðfatlaðra vera fangelsin: Sum heimili búa við Sitt sýnist hverjum um söluaðferðimar Svo virðist sem skiptar skoðanir séu um fyrírkomulag á sölu saltsíldar meöal síldarsaltcnda. Þær raddir heyrast að gera þurfí róttækar breytingar á núverandi fyrírkomulagi en aðrír vilja helst engar breytingar og telja að sölumálin séu best komin í höndum Síldarútvegsnefndar. „Sfldarútvegsnefnd þarf á sölu- mönnum að halda því það dugar ekki lengur eitt sér, að fara hinn ár- vissa rúnt um hin hefðbundnu lönd sem fram til þessa hafa verið okkar helstu saltsfldarkaupendur. Þar að auki veitti SÚN ekki af samkeppni við aðra útflytjendur sem trúlega mundi leiða til breyttra og nýrra vinnubragða við sölumálin," sagði einn sfldarsaltandi. Mikil óvissa ríkirúm sölu saltsfldar á komandi vertíð og nokkuð Ijóst að ekki verður mikið saltað fyrir Rúss- landsmarkað, þriðja árið í röð, og sömuleiðis er viðbúið að aðrir stórir kaupendur haldi aö sér hendinni vegna mikils framboðs af fersksfld í Evrópu. Þessi óvissa hefur komið róti á skoðanir manna um hvort nauðsyniegt sé að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi þar sem næstum útséð er um það að það skili einhverjum árangri í þeirri erfiðu stöðu sem sölumálin eru komin í. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins, þeir Gunnlaugur Stefánsson og Sig- björn Gunnarsson, hafa lagt fram þingályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að ríkisstjórnin skipi nefnd til að endurskoða lög um Sfld- arútvegsnefnd og útflutning á salt- aðri sfld. Markmið þeirrar endur- skoðunar er að fleirum verði gefmn kostur á að vinna að markaðsöflun og útflutningi á saltsfld. Gunnar Flóvens, stjórnarformaður og fýrrum framkvæmdastjóri Sfld- arútvegsnefndar, segir í upplýsinga- bréfi nefndarinnar að venja sé að Ieita umsagnar þeirra samtaka, sfld- arsaltenda, útvegsmanna og sjó- manna sem mestra hagsmuna eiga að gæta, áður en ákvörðun hefur verið tekin um sölufyrirkomulagið hverju sinni og fram til þessa hafa engar óskir komið fram um breyt- ingar á því. í þeim tilfellum sem ein- staklingar og fyrirtæki hafa óskað eftir að fá heimild til að selja saltaða sfld til ákveðinna markaðslanda hef- ur SÚN ætíð veitt viðkomandi aðil- um þá aðstoð sem óskað hefur verið eftir. Varðandi heimildarákvæði SÚN- laganna um einkarétt til eins árs í senn, hefur því hvað eftir annað verið lýst yfir af hálfu SÚN að æski- legt sé að fella það niður úr lögun- um, enda hefur nefndin ekki sótt um slíkt einkaleyfi í allmörg ár. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.