Tíminn - 16.10.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. október 1992
Tíminn 3
Ólga vex meðal forystumanna í atvinnulífi vegna skilningsleysis ríkisstjórnarinnar á málefnum atvinnulífsins:
Ótti við að Davíð hafi
valið gjaldþrotaleiðina
Innan atvinnumálanefndar ríkisstjórnarinnar eru núna ræddar tillögur
sem miða að því að lækka kostnað innanlands, einkum með því að lækka
aðstöðugjald og tryggingargjald. Ekkert liggur hins vegar fyrir um hvort
ríkisstjómin muni sfyðja tillögur nefndarinnar. Heimildarmaður Tím-
ans sagðist óttast að erfiðara verði að sannfæra ríkisstjómina um ágæti
tillagna atvinnumálanefndar en að ná samstöðu innan nefndarinnar.
Menn óttist að forsætisráðherra hafi þegar ákveðið að fara hina svoköll-
uðu gjaldþrotaleið.
Menn eru almennt sammála um
að þrjár leiðir séu út úr þeim
vanda sem íslenskt atvinnu- og
efnahagslíf stendur frammi fyrir,
að fella gengið, að gera ekki neitt
(sem er svokölluð gjaldþrotaleið)
eða að lækka kostnað innanlands.
Atvinnumálanefndin vinnur sínar
tillögur á grundvelli síðastnefndu
leiðarinnar.
Magnús Gunnarsson vill kalla til
marga aðila í þjóðfélaginu til að
vinna að tillögum út úr vandan-
um. Allir þurfi að leggjast á eitt.
„Það er alveg klárt að mínu mati
að það getur ekki einhver einn að-
ili fundið einhverjar lausnir á
þessu vandamáli. Menn verða að
ná saman. Það gildir um aðila
vinnumarkaðarins, ríkisstjórnina,
stjórnarandstöðuna og sveitarfé-
lögin. Allir þessir aðilar verða að
leggjast á eitt um að takast á við
þennan vanda. Það er ekki einfalt
og það eru engar töfralausnir til.
Allt verður þetta sársaukafullt.
Annað hvort gerum við þetta, og
tökumst á við lækninguna, eða við
veljum það að deyfa okkur eina
ferðina enn. Það þýðir að við tök-
umst ekki á við þau innbyggðu
vandamál sem við erum með í
þjóðfélaginu," sagði Magnús.
Forsætisráðherra hefur ítrekað
sagt að menn verði að halda áfram
sömu stefnu og mörkuð hefur ver-
ið. Hann sagði nýlega í sjónvarp-
sviðtali að vandi sjávarútvegsins
væri minni afli. Ljóst væri að við
núverandi aðstæður yrði öllum
sjávarútvegsfyrirtækjum ekki
bjargað. Ýmsir óttast, þar á meðal
nefndarmenn í atvinnumálanefnd-
inni, að forsætisráðherra hafi þeg-
ar valið gjaldþrotaleiðina. Hugs-
unin bak við hana er að lélegustu
fyrirtækin verði gjaldþrota og
hætti rekstri. Eftir verði stór og
öflug fyrirtæki sem hafi betra rými
og meira hráefni. Niðurstaðan
þegar til lengri tíma er litið verði
sterkara og heilbrigðara atvinnu-
líf.
Magnús Gunnarsson segist ekki
trúa því að menn ætli ekki að gera
neitt, þ.e.a.s. að fara gjaldþrota-
leiðina. Hann sagði að sú leið
muni leiða til ófarnaðar. Það taki
tíma að koma þessum óarðbæru
fyrirtækjum í gjaldþrot. Á meðan
blæði sterkum og grónum fyrir-
tækjum út. Hætt sé við að lélegu
fyrirtækin taki sterku fyrirtækin
með sér í fallinu. Þá sagðist hann
efast um að meira rými skapist fyr-
ir þau fyrirtæki sem eftir lifi vegna
þess að reynslan sýni að ný fyrir-
tæki séu sett á stofn á rústum
þeirra sem verða gjaldþrota.
Magnús var spurður hvernig
hann muni bregðast við ef ríkis-
stjórnin velji gjaldþrotaleiðina en
hafni þeirri leið sem atvinnumála-
nefndin vill fara. „Ég hef bara enga
trú á að það verði niðurstaða máls-
ins. Ég vil ekki ætla forsætisráð-
herranum að hann sé að hugsa um
það. Það eru allir tilbúnir til að
vinna með ríkisstjórninni og
standa með henni í þessu verki ef
að því er staðið af heilindum,"
sagði Magnús. Tíminn hefur
heimildir fyrir því að Magnús
Gunnarsson, formaður VSÍ, hafi
hótað því að segja af sér for-
mennsku í tvíhöfðanefndinni sem
vinnur að mótun nýrrar fiskveiði-
stefnu og úr atvinnumálanefnd
ríkisstjórnarinnar ef ríkisstjórnin
fer ekki að sýna málefnum sjávar-
útvegsins meiri skilning. Magnús
sagði að það væri enginn fótur fyr-
ir þessum orðrómi. Orðrómurinn
er hins vegar mjög sterkur því að
Tíminn frétti það úr tveimur átt-
um að Magnús hefði í samtali við
Davíð Oddsson hótað afsögn.
Samkvæmt heimildum Tímans er
talið nokkuð öruggt að atvinnu-
málanefndin muni ná samkomu-
lagi um tillögur. Það verði erfitt en
menn muni láta það takast. Það
ríkir hins vegar fullkomin óvissa
um hvort ríkisstjórnin muni fall-
ast á tillögur nefndarinnar. Einn
nefndarmaður sem Tíminn ræddi
við sagði að miðað við yfirlýsingar
forystumanna ríkisstjórnarinnar
óttist hann að ríkisstjórnin ætli að
halda fast við að gera ekki neitt.
Magnús var spurður hvort hann
hefði einhverja tryggingu fyrir því
að ríkisstjórnin fari eftir því sem
nefndin leggi til. Hann kvaðst ekki
hafa neina tryggingu fyrir því,
enda lægju tillögurnar ekki fyrir.
Það muni hins vegar ráðast á
næstu tveimur til þremur vikum
hvort samstaða náist milli nefnd-
arinnar og ríkisstjórnarinnar.
Magnús sagði að það væri ekki að-
eins að minna veiddist af fiski.
Verð á erlendum mörkuðum hafi
Iækkað, gengisþróun sé mörgum
greinum óhagstæð, erfiðlega
gangi að selja síld og þá séu horfur
á að olían hækki í verði.
Þegar atvinnumálanefndin var
skipuð var um það rætt að hún
ynni að tillögum sem miðuðu að
skapa ný störf og var þá litið bæði
til skamms og lengri tíma. Síðustu
daga og vikur hefur umræðan í
nefndinni meira færst yfir að ræða
um tillögur sem miða að því að
koma í veg fyrir meira afyinnuleysi
en þegar hefur orðið. í því sam-
bandi hafa menn ekki síst rætt um
að lækka kostnað atvinnulífsins,
t.d. með því að afnema aðstöðu-
gjald og tryggingargjald. Menn
telja að lækkun þessara skatta gæti
dregið verulega úr þeim gífurlega
taprekstri sem mörg atvinnufyrir-
tæki standa nú frammi fyrir, ekki
síst sjávarútvegsfyrirtækin.
Kári í Garði
selur kjöt í
Kolaportinu
Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í S-Þingeyjarsýslu, mun selja lambakjöt í
Kolaportinu um helgina. Kári hefur fengið leyfi frá landbúnaðarráðuneyt-
inu til að framleiða eins mikið af kjöti og hann vill gegn því að hann afsali
sér beinum greiðslum frá ríkinu, en þær nema 50% af heildsöluverði
lambakjöts.
í búvörusamningnum sem tók
gildi 1. september er ákvæði sem
heimilar bónda að framleiða kjöt að
vild ef hann afsalar öllum bótum og
greiðslum frá ríkinu. Sá bóndi sem
þetta gerir fær því einungis 50% af
því heildsöluverði sem aðrir bændur
Tvö um-
ferðar-
slys í Hlíð-
unum
Tvö umferðarslys urðu með
stuttu millibili í Hlíðunum í
gær.
í fyrra slysinu slasaðist bíl-
stjóri lítillega í hörðum
árekstri á mótum Lönguhlíðar
og Barmahlíðar. Seinna slysið
varð á Lönguhlíð þar sem ekið
var harkalega aftan á bifreið.
Ökumaður í öðrum bílnum
slasaðist einnig lítillega. -HÞ
fá. Kári Þorgrímsson hefur lengi
gagnrýnt harðlega þá landbúnaðar-
stefnu sem fylgt hefur verið hér á
landi. Gagnrýni hans hefur ekki síð-
ur beinst að forystumönnum bænda
en ráðamönnum í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Hann ákvað því að
nýta sér fyrrgreint ákvæði búvöru-
samningsins. Landbúnaðarráðherra
hefur bréflega gefið honum leyfi til
að framleiða kjöt að eigin vild.
Um helgina ætlar Kári að selja kjöt
sitt í Kolaportinu. Hann fullyrðir að
hann uppfylli skilyrði heilbrigðisyf-
irvalda um slátrun, vinnslu og pökk-
un Iambakjötsins. Kári mun sjálfur
standa við söluborðið í Kolaportinu.
-EÓ
Eignum stolið
frá Samtök-
unum 78
Brotist var inn í húsnæði Samtak-
anna 78 við Lindargötu í gær.
Hljómflutningstækja. sjónvarps-
tækis, myndbandstækis og ein-
hverju magni af bjór var saknað m.a.
Málið er í rannsókn.
-HÞ
Björn Ingimarsson, framkvæmdastjóri Miklagarös hf., segist vona að hagstæö innkaup þeirra erlendis frá
muni leiða til heildarverðlækkunar á islenskum markaði þegar fram í sækir. Tímamynd Ami Bjarna
Mikligaröur hf. styrkir stöðu sína og viðskiptavina með hagstæðum innkaupum erlendis frá:
Viðheldur lágu vöruverði
Mikligarður hf. hefur tekið upp
samstarf við þrjár erlendar verslun-
arkeðjur um innkaup á erlendum
vörum og samstarf við þá fjórðu er í
burðarliðnum. Þetta hefur lækkað
til muna innkaupsverð á þeim vör-
um sem Mikligarður flytur inn til
hagsbóta fyrir viðskiptavini fyrir-
tæksins, bæði á höfuöborgarsvæð-
inu og á landsbyggðinni.
Björn Ingimarsson, framkvæmda-
stjóri Miklagarðs hf„ segir að þessar
erlendu verslunarkeðjur séu í Dan-
mörku, Bretlandi og í Bandaríkjun-
um. Samstarfið við þessar verslun-
arkeðjur gerir það að verkum að
Mikligarður gengur inn í þeirra inn-
kaup og nýtur þess í mun lægra inn-
kaupsverði. Dæmi eru um að inn-
kaupsverð vöru hafi lækkað um allt
að 80%-90%. Auk þess að viðhalda
lágu vöruverði í verslunum Mikla-
garðs hf. á höfuðborgarsvæðinu
stuðla þessi hagstæðu innkaup einn-
ig að lækkuðu vöruverði úti á lands-
byggðinni hjá kaupfélögum og öðr-
um þeim sem versla við Miklagarð
hf. Björn Ingimarsson segir að vöru-
verð á landsbyggðinni eigi að geta
orðið mjög hliðstætt því sem gerist
og gengur í verslunum þeirra hér
syðra. -grh
Nýleg könnun Gallup:
Meirihluti með EES-aðild
Meirihluti þeirra sem svara styð-
ur EES samninginn samkvæmt
nýrri skoðanakönnun ÍM-Gallup.
I könnuninni eru 46% aðspurðra
fylgjandi aðild en 44% andvíg.
Þetta er aukning frá því í júlí er
sama fyrirtæki gerði hliðstæða
könnun. Þá voru 40% aðspurðra
fylgjandi aðild að EES en 47%
andvígir. Samkvæmt könnuninni
hefur mest fylgisaukning orðið í
aldurshópnum 45 til 54 ára þar
sem fylgismönnum samningsins
fjölgar úr liðlega 22% í tæp 25%.
Þá segja aðstandendur könnunar-
innar að körlum hafi fjölgað
meira en konum eða úr tæplega
46% í júlí í liðlega 56%.