Tíminn - 16.10.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.10.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 16. október 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdasljóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Á leið ójafnaðar Á tímum atvinnuleysis og hagræðingar innan fyrir- tækja og stofnana væri eðlilegt að umræða um launa- kostnað og jöfnun lífskjara væri áberandi í öllum þeim vangaveltum, sem fram fara um efnahagsmál. En svo er ekki. Forstjórar segjast ekki geta sparað nema segja starfsfólki upp og launþegaforkólfar lýsa yfir kvíða sín- um vegna þess að ekki sé nóg til í atvinnuleysissjóðum. Þrátt fyrir launamun, sem nemur hundruðum pró- senta og oft nærri þúsundinu en hundraðinu innan sama fyrirtækis, er aldrei litið á það sem mein í þjóðfé- laginu. Hins vegar er það opinber vitneskja að ef lág- launafólkið fær yfir 1,7% launahækkun mun það ríða atvinnuvegunum og efnahag landsins að fullu. Engum sögum fer af því að sparað sé í íyrirtækjum með því að lækka tvöföld, fjórföld eða sexföld laun yfir- manna á hinum ýmsu launastigum miðað við þá, sem búa við strípaða launataxta aðila vinnumarkaðar. Hag- ræðingin felst ávallt í því einu að smala þeim launa- lægstu í ört stækkandi hóp atvinnuleysingja. Þá þarf ekki að skerða lífskjör hinna hólpnu. Enginn þarf að svara hver sé forsenda hins gífurlega launamunar, vegna þess að lítið er hirt um að spyrja. Innan sömu atvinnugreinar sættir fólk sig jafnvel við að vera ekki aðeins hálfdrættingar, heldur kvartdrætt- ingar á við suma þá sem vinna sömu störf. Ef til vill er ofureðlileg skýring á því hvers vegna starfsmaður um borð í þúsund milljón króna frystitog- ara fær fjórum til sex sinnum meira í sinn hlut fyrir að stinga fiski í flökunarvél, en starfskraftur í fimmtíu milljón króna frystihúsi fær fyrir að vinna nákvæmlega sömu störf. Af hverju er vinnuframlag eins svona miklu meira virði en vinnuframlag annars, og hver er munurinn á verðmætasköpuninni? Einhver kann að segja að frystitogarinn beri sig svo miklu betur en fískvinnslan í landi og því beri starfs- kraftinum til sjós að fá svo miklu meira en starfskraft- inum í landi. Svona sjónarmið kann að eiga rétt á sér, en allir þekkja það að margfaldir hálaunamenn stýra fyrirtækj- um og stofnunum í fjárhagsöngþveiti og gjaldþrot án þess að þurfa að gefa neitt eftir af tekjum sínum eða ríf- legum eftirlaunagreiðslum. Areiðanlega má lækka launakostnað víða í atvinnulíf- inu með því að jafna tekjur milli starfsfólks fremur en að segja fólki upp í stórhópum. Á þann hátt og ýmsan annan af svipuðum toga má vel jafna lífskjörin og leggja fremur áherslu á að halda hjólum athafnalífsins gangandi en að standa í sívaxandi vandræðagangi við að útvega fé til atvinnuleysisbóta, sem hvort sem er verður aldrei annað en hungurlús til handa þeim sem eiga að njóta. Hér er alls ekki verið að leggja til einhvern allsherjar jöfnuð þar sem allir eiga að búa við sömu kjör og að fólk fái ekki að njóta menntunar og framtakssemi í launum sínum. Heldur verður að leiðrétta þann geig- vænlega launamun, sem fer vaxandi, og að dreifa at- vinnunni og þar með kjörum með þeim jöfnuði sem aðalsmerki siðlegra samfélagshátta. Fyrsta skrefíð er að viðurkenna vandann og leggja spilin heiðarlega á borðið. •i* r Beinar útsendingar f sjónvarpf frá umræðum um stefnuræðu forsæt- isráðherra á Alþingi, á besta áhorfs- tíma, er ugglaust nokkuð sem hvergi þekkist á byggðu bóli nema i íslandi. ! rauninni mi deila um hvort umræðumar í því formi, sem þær eru nú, sé yflrieitt hægt að flokka sem sjánvarpsefni. F það minnsta er eðliiegt að velta þvf fyrir sér hvort ekki sé rétt að breyta fyrlr- komulaginu eitthvað, því stór hluti þjóðarinnar nennir því miður ekki að I Nýtt form tímabært Það myndi gera hinni pólitísku umræðu mikið gagn og eflaust auka áhuga manna almennt á benni, ef forminu væri breytt þannig að í staðinn fyrir viðstöðulans ræðuhöld um stefnuræðu forsætisráðherra yrði stjómmálamönnum boöiö til umræðna eða kappræðna um inni- hald hennar. Vel má hugsa sér að umræöumar á Alþingi færu fram með hefðbundnum hætti, en í sjón- vaipi yrði útbúin sérstök kappræðu- útgáfa sem snlðin væri að þeím miðli sem sjónvarpið er. Slfkar kappræður eru miklu frekar sjón- vaipsefni en hlnar formlegu ræður úr neðustót Alþingis, og gætu menn í því td. tekið sér til fyrir- myndar formið á kappræðum bandarísku forsetaframbjóðend- anna. ið er á nmræðunum í dag heinist at- bygli áhorfandans að öllu öðru en því sem póHtíkusamir eru að segja. Þetta endurspeglast ma. í þvf bveraig útvarpsstöðvamar hafa undanfaraa daga fjallað um umræð- urnar. Þar spá menn eldd í favað stjóramálamennimir sögöu. Hins vegar er mildð gert úr því hveraig þeir sögðu hlutina og hvemig þeir voru klæddir þegar þeir sögðu þá. Sérfræðingar utan úr bæ eru fengn- ir til að meta frammlstöðu þing- manna sem ræðumanna og aðrir serfræðingar tfl að leggja mat á tdæðaburðinn. Hvort tveggja er f sjálfn sér áhugaverð umfjöllun, en undirstrikar um leið að formið á umræöunum vekur ekki almennan áhuga á því sem verið er að segja. IrM ;i ;i I Hvar voru varamenn krata? Annað, sem vínsælt er að fylgjast með í þessum sjónvarpsumræðutn, er hveijtr ern í salnum og hvað þeir eru að gera. Að þessu sinni vakti það t.d. athygli að cnginn af aðal- þtngmönnum Alþýðuflokksins f Reykjavtk var á staðnnm, ekki Jón Baldvin, ekki Jóhanna og ekki öss- ur Alaskafari. Það var ekki síður at- hyglisvert að aðeins einn varaþing- tnaður bafði verið kallaður inn á þing í staðinn fyrir hin þrjú, en það var Magnús Júnsson veðurfræðing- nr. Á heimili Garra var öU fjölskyld- an komin í þaö að rifja upp hverjir væra varaþtngmenn krata t Heykja- vík aðrir en Magnús. Á endanum tókst að rifja þetta upp og þá kom Hka skýring á því af bverju vara- mennimir voru ekki aiHr kaliaðir inn. Auk Valgerðar Gunnarsdóttur er nefhilega Ragnheiður Davíðs- dóttir varamaður. En Ragnheiður og hennar fjölskylda gengu eins og menn muna með pompi og pragt úr Alþýðuflokknum, þegar hún upp- götvaði að það að vera krati var að vera strengjabrúða forustumanna Sjáifstæðisflokksins. Greinflega hefur forystusveit krata ekki þorað að kaUa Ragnheiði ínn á þing, þvf hver veit nema hún slægist í hópinn með Eykoni, Inga Blrai, Matta Bjaraa og þetm öHum óþekktarorm- unum og myndaöi með þeim og stjórnarandstöðunni nýjan tneiri- hluta á Alþingt, eins og hún gerði í menntamálaráði á sínum tíma. Eitthvað á þá !etð varð að minnsta kosti niðurstaðan hjá þeim hópi, sem sat og horfði á umræðurnar í sjónvarpi Garra. Hins vegar þurftu metut að ræðast við í nokkra stund tii að komast að þessari niðurstöðu og tóku á meðan ekki vel eftir því, sem ræðumaðurinn var að segja f ræðustÓbxum rétt á meðan. AHt er þetta vissulega póHtík, þó óvíst sé að sama pólitfkin sé á dagskrá hjá þeim, sem eru að tala á Aiþtngi, og áhorfendunum, sem sifla fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér. Þetta dæmi sýnir að þó fólk fylgist ekki með ailri umræðunni er það ekki endtlega vegna skorts á póUt- fskum áhuga. Það er miklu frekar umræðuformið, hveraigpölitíkin er matreidd, sem fælir fólk frá við- tækjunum. Garri Að leggj a undir Nýjasta uppákoman hér í borginni er innrás lögreglunnar í spilasali hér í borginni. Hin opinbera skýr- ing eigendanna á tilveru þeirra er að hér sé að finna örláta menn, sem komi fyrir rúllettum og spila- borðum af bestu gerð hér út um borgina og bjóði svo vinum og kunningjum að leggja undir. Veit- ingar eru einnig í boði til þess að skapa hið rétta andrúmsloft. Að spila upp á peninga hefur í gegnum tíðina verið talin skugga- leg iðja, sem ef til vill á rætur að rekja til þess að rekstur spilavíta er uppáhald mafíunnar og álíka sam- taka. Allir þekkja kvikmyndir þar sem skuggalegir náungar sitja í skuggalegum spilasölum, og grip- ið er til byssunnar til þess að gera út um málin. Fyrir löngu síðan vorum við hjónin á ferðalagi í Frakklandi og eitt atriðið á dagskránni var að skoða það fræga spilavíti í Monte Carlo. Ég man aðallega eftir því hvað húsið var glæsilegt og blóma- beðin falleg fyrir utan, og ég man líka eftir því hve óskaplega fínt gengi var við rúlletturnar að spila. Það voru ekki neinir dúðadurtar eða vaðmálskerlingar. Hins vegar man ég það að aðgangur var bannaður innan 18 ára. Lögleiðing starfsemi eru drjúgar tekjur, og hún er álitlegur skattstofn. Stöð 2 er búin að senda fréttamann út af örkinni til þess að strjúka yfir rúll- etturnar og snúa þeim og láta mynda salarkynnin. Einnig er búið að upplýsa það að í Svíþjóð fá sveit- arfélögin drjúgar tekjur af fjár- hættuspili, og hafa menn þá vafa- laust fundið út að bæta mætti sveitarfélögunum virðisaukaskatt af snjómokstri og fleiru með þess- og Ég er alveg handviss um það að nú verður hafist handa um að skapa jarðveg fyrir lögleiðingu á spilavítum. Forsmekkurinn er kominn, og það er búið að afla upplýsinga um það að af þessari um hætti. Fjármálaráðherra lét að vísu í ljós það álit sitt að hér væri ekki um holla iðju að ræða, en að- stoðarmaður dómsmálaráðherra lét uppi það álit að þetta væri bara álitlegt. „Ekki veit ég hversu hollt það er ...“ Ég hef enga trú á því að íslend- ingar setji það fyrir sig að þessi iðja sé óholl. Þeir hafa oftar en ekki lát- ið sig hafa það að gera það sem óhollt er, minnugir þess sem karl- inn sagði: „Ekki veit ég hversu hollt það er, en gott er það.“ Því er langlíklegast að bráðlega berist inn á Alþingi frumvarp um að lögleiða þessa starfsemi. Líkleg- ast er að það verði samþykkt í nafni athafnafrelsis, og spilasalir spretti upp eins og gorkúlur út um allt. Við íslendingar erum fljótir að til- einka okkur siði annarra þjóða, og það er áreiðanlegt að ef lögíegt verður, rísa hér upp casino í stíl við það sem best er í Atlantic City eða Las Vegas. Þarna er kominn ákjós- anlegur vettvangur fyrir menn til að sýna sig og sjá aðra, leggja und- ir álitlegar upphæðir og fá sér svo- lítið neðan í því. Ég spái því að málið vakni af og til á næstunni í fjölmiðlum, þangað til þetta verð- ur veruleikinn, enda hefur komið fram í fréttum að þegar er komin opinber nefnd í að athuga málið. Ég hef ekki nokkra trú á því að landinn, jafn stórhuga og hann er, láti sér nægja ein- hverjar rúllettur og spila- borð í hótelanddyrum. Við erum vanir að gera hlutina með stæl, og ég spái því að svo verði í þessu tilfelli, en heid jafn- framt að þessi nýi siður verði ekki til þess að laga fjárhag einstakling- anna eða auka lífshamingjuna. J.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.