Tíminn - 16.10.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.10.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. október 1992 Tíminn 5 Gunnlaugur Júlíusson: Þj óðaratkvæðagreiðsla um EES-samnmginn Þessar línur eru skrifaðar sama kvöldið og talið er í þjóðaratkvæða- greiðslu í Frakklandi um Maastricht-samkomulagið. Það var mjög mjótt á mununum milli þeirra, sem vildu samþykkja samkomulagið, og þeirra sem vildu hafna því. Sama var upp á teningnum í Danmörku sl. vor, þeg- ar samkomulagið var fellt með mjög miklum mun, mjög lítill munur skildi að fylkingaraar. Stjómmálamenn þessara landa tveggja eiga það sameiginlegt að þeir eru ekki hræddir við að Ieggja svo mikilvægt og af- drifaríkt mál sem Maastricht-samkomulagið undir dóm þjóðarínnar, enda þótt niðurstaðan verði tvær jafnstórar fylkingar, sem eru ósammála og hvorug hefur eiginlegan sigur. Afstaða gagnvart EES-samningnum Flestir þeir, sem hafa tjáð sig op- inberlega um EES-samninginn, eru sammála því að hann sé mik- ilvægasti, umfangsmesti og af- drifaríkasti samningur sem ís- lenskt þjóðfélag hefur átt aðild að frá stofnun lýðveldisins. Skiptir þar engu hvort um er að ræða meðmælendur eða andmælend- ur samningsins. Það er hinsvegar mjög alvarlegur hlutur, sem kemur fram í skoðanakönnun- um, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki mótað sér skoðun á samningnum enn. Það þýðir með öðrum orðum að sú umræða með eða móti samningnum hef- ur farið fyrir ofan garð eða neðan hjá stórum hluta almennings. Stjórnvöld hafa vanrækt skyldur sínar til kynningar á samningum eða að þau eru slæmir fræðarar. Þetta þýðir að almenn umræða um þetta afdrifaríka mál hefur ekki farið fram sem skyldi meðal almennings. Fram hefur komið hjá miklum fjölda fólks, þ.m.t. fjöl- mennustu laun- þegasamtökum þessa lands, að eðlilegt sé talið að leggja samninginn fyrir dóm þjóðar- innar. Rangt er að bendla þessa kröfu við andstöðu við samninginn, held- ur er hér um hreina réttlœtis- kennd að rœða. Stjómvöld eru á móti þjóðaratkvæða- greiðslu Fram hefur komið hjá stjórnvöld- um að þau setja sig alfarið á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- samninginn. Það er mjög gott að bera afstöðu þeirra saman við af- stöðu stjómvalda í Danmörku og Frakklandi. Þarlend stjórnvöld sögðu, að þau væru með góðan samning í höndunum sem væri þjóðinni til farsældar, og Iögðu síðan allt undir til að vinna honum fylgi heima fyrir og sýna fram á það fyrir utan landamærin að þau hefðu sterka stöðu heima fyrir. Hérlendis beita stjómvöld og sér- staklega utanríkisráðherra alls- konar hundalógík til að koma sér undan því að leggja EES-samning- inn fyrir dóm þjóðarinnar. Utan- ríkisráðherra ruglar um að það verði að leggja hvern þann samn- ing um utanríkismál, sem gerður verði, fyrir þjóðaratkvæði ef EES- samningurinn fer þá leið, þá sé verið að gjörbreyta íslenska stjóm- kerfinu og annað bull í þessum dúr. Ýmsir teygja sig jafnvel svo langt að segja að almenningi sé ekki treystandi til að greiða um hann atkvæði, hann sé svo flókinn. Nýju fötin keisarans Utanríkisráðherra vill greinilega koma sér undan því að fram fari upplýsandi umræða um samning- inn hérlendis með því að um hann væri greitt atkvæði meðal þjóðar- innar. Hvað er þá orðið af marg- rómuðum gæðum samningsins, eru þau kannske ekki eins mikil og af er látið? Yrði utanríkisráðherra kannske í sömu spomm og keisar- inn í ævintýrinu þekkta, sem lét sauma á sig klæðin nýju? Þegar hann kom út á meðal fólksins í ný- saumuðum gallanum, varð al- menningi fljótlega ljóst að hann hafði látið gabba sig af ósvífnum loddurum, á meðan augnaþjónar og jámenn þorðu ekki að segja sannleikann, heldur tóku þátt í ruglinu til að þóknast herra sín- um. „Hann er ekki í neinum föt- um,“ sagði lítið barn. Er utanríkis- ráðherra hræddur um að einhver slík rödd hljómi, ef hann leggur samninginn fyrir þjóðina? Öðru- vísi er ekki hægt að skilja tregðu hans í þessu máli og alla þá útúr- snúninga og rökleysur, sem beitt er þegar á þessa kröfú almennings er minnst. Almenningur vill þjóðaratkvæði Fram hefur komið hjá miklum fjölda fólks, þ.m.t. fjölmennustu launþegasamtökum þessa lands, að eðlilegt sé talið að leggja samn- inginn fyrir dóm þjóðarinnar. Rangt er að bendla þessa kröfu við andstöðu við samninginn, heldur er hér um hreina réttlætiskennd að ræða. Ef stjórnvöld eru með góðan samning í höndunum, ætti það að vera auðvelt verk og ánægjulegt fyrir þau að koma út til almennings og kynna hann. Ef þau eru hins vegar með lélegan samn- ing í höndunum, sem ekki þolir dagsins ljós og opinskáa umræðu, þá er afstaða þeirra skiljanleg. Höfundur er hagfræöingur Stéttar- sambands bænda. Athugasemd við viðtal í tímaritinu Nýtt líf í tímaritinu „Nýtt líf‘, 1. tölublaði 15. árgangs 1992, rakst ég nýlega á viðtal sem Ragnheiður Davíðsdóttir átti við Auði Guðjónsdóttur vegna ægilegs bílslyss, sem Hrafnhildur dóttir hennar lenti í 15. júní 1989. Auður segir fyrst frá slysinu og hvernig líf dóttur hennar hékk á blá- þræði fyrstu vikumar á Borgarspítalanum. „Eftir þrjá erfiða mánuði þar var Hrafnhildur færð yfír á Grensásdeildina þar sem hún dvaldi samfellt í 9 mánuði," segir Auður. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan greinarstúf er sú, að ég tel rétt að fram komi á prenti fleiri sjónarmið um störf endurhæfing- ardeildarinnar á Grensási, því Auður, sem er hjúkrunarfræðing- ur og segist hafa unnið við þau störf í 22 ár, gefur ófagra lýsingu af störfum Grensásdeildarinnar. Hún segir deildina dæmi um heil- brigðisstofnun þar sem metnaði er ábótavant. Ég get ekki orða bundist vegna margskonar ummæla sem höfð eru eftir Auði um Grensásdeild- ina. Ég tel mig þekkja þar allvel til, því ég var lagður inn á hana til endurhæfingar 10. apríl 1974, eft- ir að ég hafði tvisvar verið skorinn upp við æxli í mænu og æxlið fjar- lægt. En við það Iamaðist ég upp undir mitti. Auður segir meðal annars orðrétt í viðtalinu: „Mér er næst að halda að allir sjúklingar sem þangað koma séu settir undir sama hatt. Þeim er snemma sagt að þeir skuli ekki gera sér vonir um nema ákveðinn bata — allt annað sé óþarfa bjartsýni. Með öðrum orð- um: Stefnan virðist sú að draga kjarkinn úr fólki. Þetta kallast „raunsæi" hjá spítalafólki," segir Auður reiðilega. Og enn segir Auður: „Það er engu líkara en sjálfum sjúklingnum komi eigið ástand ekki við og ef hann reynir að malda í móinn er honum vin- samlegast gefið í skyn að hann hafi ekkert vit á þessu.“ Margt fleira segir Auður sem ég nenni ekki að svara, enda getur vel verið að Grensásdeildin hafi fyrír löngu svarað fyrir sig og allt það vanþakklæti sem kemur fram í þessu viðtali, þó ég hafi ekki séð það. Ég tel mig ekki síður geta talað af reynslu varðandi dvöl og endur- hæfingu á Grensásdeildinni en Auður. Mig undrar ekki að eftir jafn hroðalegt slys og dóttir henn- ar lenti í var nánast kraftaverk að hún skyldi halda lífi. Þessvegna fmnst mér ekkert undarlegt að hún þyrfti langan endurhæfingar- tíma. Reynsla mín af dvöl og endur- hæfingu á Grensásdeildinni er ailt önnur. Eftir um 17 vikna dvöl og endurhæfmgu þar útskrifaðist ég þaðan á tveimur hækjum og gat gengið tvö til þrjú hundruð metra án þess að hvíla mig. Fullyrðingar Auðar um að læknar og annað hjúkrunarfólk á deildinni hafi þá stefnu „að sjúklingarnir skuli ekki gera sér von um nema ákveðinn bata“ kannast ég alls ekki við. Læknir minn hefur alla tíð síðan verið Ásgeir B. Ellertsson, yfir- læknir á deildinni. Hann hefur alltaf verið óþreytandi í að hvetja sjúklingana til að æfa af kappi um- fram það sem sjúkraþjálfararnir æfa, því aðeins næðu þeir góðum árangri. Mér er fullljóst að svo mikið slasað fólk og Hrafnhildur var getur ekki hafið sjálfsæfmgar fyrr en eftir margra mánaða sjúkraþjálfun eða jafnvel meira en ár. En þar sem hún var marg bein- brotin og miklu meira slösuð að öðru leyti, tók það eðlilega miklu styttri tíma að koma mér á hækj- urnar. Það skal þó tekið fram að að mínu áliti ber góð og markviss sjúkraþjálfun miklu meiri árang- ur en sjálfsæfingar, þó þær geri mikið gagn. Enda sagði Ásgeir við mig, þegar ég útskrifaðist þaðan í fyrsta sinn, að ég þyrfti að koma á hverju ári í endurhæfingu á Grensásdeildina í nokkrar vikur, þó ég æfði eins vel heima og ég Lesendur skrifa frekast hefði aðstöðu og mögu- leika til. Ég hef því komið árlega á Grensásdeildina í endurhæfingu og dvalið þar frá fjórum til átta vikur og jafnvel lengur. Ég hef alltaf fengið verulegan bata við það, ekki síst síðan sundlaugin þar var opnuð, á þessum 18 árum sem liðin eru frá því ég kom þar fyrst. Ég hef tekið eftir því að það fólk, sem hefur trú á því að það geti fengið verulegan eða fullan bata og nýtir sér alla möguleika til sjálfsæfinga umfram sjúkraþjálf- unina, nær oft ótrúlega miklum bata. En þeim, sem eru latir við sjálfsæfingar og hafa takmarkaða trú á bata, fer oftast lítið fram. Að mínum dómi vantar tilfmnan- lega fleiri sjúkraþjálfara á þessa stofnun, svo þeir geti sinnt hverj- um sjúklingi nægilega. Mér fmnst að síðan dagsjúklingum fór að fjölga mikið að það hafi orðið til þess að sjúkraþjálfararnir eru sí- fellt á hlaupum til að aðstoða sem flesta sjúklinga, en segi þeim sem á annað borð geta æft sig sjálfir, að æfa sig sjálfir á meðan. Þetta finnst mér ekki nógu gott. Ég tel líka hæpna þá fullyrðingu Auðar sem hún segir lækna og starfsfólk halda að sjúklingum, „að sjúklingarnir skuli ekki gera sér von um nema ákveðinn bata". Ég álít ekki rétt að gefa sjúkling- unum von um fullan bata strax, því ef það bregst þá verða von- brigði sjúklingsins meiri, og gætu leitt til þess að hann missi trúna á frekari bata og jafnvel gæfist upp við frekari þjálfun. Eftir reynslu mína af Grensás- deildinni tel ég miklu máli skipta að sjúklingar komi þangað með jákvæðu hugarfari og fullu trausti á læknum og öðru starfsfólki. Ef sjúklingurinn hefur trú á því að hann geti náð verulegum, eða jafnvel fullum bata, verður allt samstarf sjúklingsins og heil- brigðisstéttanna miklu árangurs- ríkara. Ég hef séð ótrúlega miklar framfarir hjá mörgum sjúklingum sem koma þangað með jákvæðu hugarfari, jafnvel þó þeir hafi stórslasast, eða séu af öðrum or- sökum mjög illa á sig komnir lík- amlega. Ég hef líka verið samtíða sjúklingum sem hafa ekki trú á verulegum bata og jafnvel van- þakka flest sem fyrir þá er gert. Þá hefur árangurinn líka oft orðið lít- ill eða enginn. Ég hef verið þar ásamt fjöldamörgum sjúklingum sem hafa fengið ómetanlega heilsubót á Grensásdeildinni og farið þaðan fullir bjartsýni. Ég segi fyrir mig að ég hef fengið ómetanlega hjálp þar og þess- vegna rann mér til rifja að lesa viðtalið við Auði. Eftir lýsingu hennar á því ægilega slysi, sem dóttir hennar lenti í, finnst mér það fullmikil kröfuharka að ætlast til að hún næði á einu ári á Borg- arspítalanum og endurhæfingar- deild hans, miklu meiri bata en raun varð á. Ég hef legið svo mán- uðum skiptir á þremur stærstu sjúkrahúsunum í Reykjavík. AII- staðar hef ég notið mjög góðrar umönnunar og mér finnst heil- brigðisstéttirnar vera til mikillar fyrirmyndar í umönnun og um- gengni við sjúklingana. Sjálfsagt má finna eina og eina undantekn- ingu frá þessu. Mér finnst að aðrar stéttir í þjóð- félaginu mættu taka sér það ágæta fólk til fyrirmyndar. Að lokum þetta: Reynsla mín af dvöl og endurhæfingu á Grensás- deildinni öll þessi ár hefur verið mér ómetanleg. Mér hefur fundist að þar vildu allir allt fyrir mig gera, svo ég næði sem bestum ár- angri í endurhæfingunni. Þá hef- ur allt viðmót fólksins veriö mjög hlýlegt og á allan hátt vinsamlegt. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu starfsfólkinu þar fyrir frábæra umönnun og góða við- kynningu. Ég vil einnig þakka þeim fjölmörgu sjúklingum, sem ég hef kynnst þar, fyrir góð kynni. Ég get vel skilið að Auði þætti tíminn lengi að líða á meðan á endurhæfingu dóttur hennar stóð. Ég vil að lokum óska þeim mæðgum alls góðs, og að Hrafn- hildur megi fá fulla heilsu ef mögulegt er. Sigurður Lárusson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.