Tíminn - 22.12.1992, Qupperneq 7

Tíminn - 22.12.1992, Qupperneq 7
Þriðjudagur 22. desember 1992 Tíminn 7 Málsvöm fyrir Sjálfstæðisflokkinn Matthias Johannessen: Þjóðfélagið, helgispjall, Iðunn, 1992. Þessi nýja bók Matthíasar Johannes- sens er um margt áhugaverð. Efni hennar er nokkuð sundurlausir þankar og vangaveltur höfundar um ýmis mál, mestmegnis þjóðfélagslegs eðlis. Og gott ef hún er ekki orðin til upp úr Helgispjallspistlum hans í Morgunblaðinu sem menn þekkja. Þess er hins vegar að engu getið í eða á bókinni, sem verður að telja nokk- um ókost. Matthías ber hér víða niður, og skal síst úr því dregið að bókin er býsna skemmtileg aflestrar, eins og flest sem hann skrifar. Hann er hér opin- skár og einlægur að vanda, og engum dylst að það er bæði ritstjóri Morgun- blaðsins til margra ára og gallharður sjálfstæðismaður sem hér stýrir penna. Raunar fer býsna stór hluti bókarinnar í það sem ekki er hægt að kalla annað en beina málsvöm fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Með öðrum orðum ræðir Matthías hér frá eigin brjósti um pólitískar skoðanir sínar og flokkana í landinu. Fer það ekki á milli mála að hann trú- ir heilshugar á einkaframtaksstefnu Sjálfstæðisflokksins, en hefur hom í síðu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Eins kemur það dálítið á óvart hvað hann er ennþá upptekinn af komm- únistagrýlunni úr austri hér í bók- inni. Eftir hrun Sovétríkjanna hélt maður eiginlega að það væri ekki lengur við hæfi að vera að eyða orku sinni, hvað þá dýrmætri prentsvertu, í að hnotabítast út í kommúnismann í Rússlandi. Það liggur við að það jafnist á við að sparka í liggjandi mann. En aftur á móti verð ég að segja það eins og er að mér fannst það töluvert til spillis á annars að mörgu leyti skemmtilegri bók hvað Sjálfstæðis- flokknum er haldið þama stíft fram. Ekki ætla ég að fara að rífast um pól- itík hér í þessum ritdómi, en fyrir þá sem ekki eru svo sanntrúaðir á stefnu Sjálfstæðisflokksins að þeir fylgi hon- um í gegnum þykkt og þunnt, þá er þessi einhliða málsvöm eiginlega dá- lítið leiðigjöm aflestrar. Hvað sem öðru líður, þá hefur það margsýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn stendur ávallt flokka fremstur við bakið á efnafólki og fjármagnseigendum, sem eðli málsins samkvæmt eru í andstöðu við launþega hér á vinnu- markaðnum. Og þó að slíkir menn þurfi vitaskuld sinn málsvara, þá fer ekki á milli mála að hinir flokkamir, félagshyggju- flokkarnir svonefndu, hafa alla tíð staðið mun þéttar við bakið á þeim sem minna mega sín, láglaunafólki, bamafjölskyldum, einstæðum for- eldrum og hverja aðra skal telja til. J Sjálfstæðisflokkurinn er líka langtí- frá jafn heilagur í borgarstjóm Reykjavíkur og Matthías vill hér vera láta. Ég man til dæmis eftir því hér um árið þegar samvinnuverslunin Mikligarður varð að sæta því að borg- arstjóm Reykjavíkur lokaði að henni Matthías Johannessen, skátd og ritstjóri. aðkeyrslu og skapaði henni með því töluverða erfiðleika, að því er virðast mátti að ástæðulausu. Og á sama tíma var þessi sama borgarstjóm að eyða stórfé í undirgöng undir Miklu- Stærsta hlj óðfæri landsins Um þessar mundir er í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti nær samfelld vígsluhátíð hins glæsilega Klais-orgels, sem þar var afhjúpað hinn 13. des- ember síðastliðinn. Með vígslu orgelsins má segja, að endanlega sé lokið þeirri byggingu sem fyrsta skóflustunga var tekin að í desember 1945, fyr- ir réttum 47 árum. Um tíma töldu margir, að mis- heppnaður hljómburður í Hall- grímskirkju gerði að engu þann draum sém kirkjutónlistarmenn, eins og Páll ísólfsson, áttu um full- komið konsertorgel á íslandi. En TÓNUST hinn hugumstóri tónlistarstjóri kirkjunnar, Hörður Áskelsson, bil- aði aldrei í bjartsýni sinni og eld- móði, enda vissi hann líklega sem Snyrtilegt byrjandaverk Guðrún Margrét Tryggvadóttir: Ég gekk i skógi, Prentsmiðja Austurlands hf. prentaði, 1992. Þetta er ljóðabók, sú fyrsta frá hendi höfundar sem er meinatækn- ir, búsett á Egilsstöðum, að því er segir í kynningu á bókarkápu. Þar segir einnig að hún hafi hlotið verð- Iaun fyrir Ijóð í ljóðasamkeppni í Háskóla íslands árið 1991. I bók hennar eru 25 ljóð, ort á síðustu tveimur árum. Fyrsta Ijóðið í bókinni nefríist Kvöldregn og er svohljóðandi: Komið er kvöld og kaldir skuggar dagsins hafa runnið saman við myrkrið. Ég geng hljóðlega í dtt til Ijóssins og örsmdir regndropar falla d andlit mitt. Svo er skemmst frá að segja að þetta Ijóð má teljast gefa nokkuð góða hugmynd um eftii bókarinnar. Ljóð- in í henni eru stutt, túlka gjarnan tilfinningar eða hugblæ, og minna sannast sagna um margt á Ijóð ný- rómantísku skáldanna frá því um og eftir aldamótin síðustu. í heild má segja að þau séu hlýleg og viðkunn- anleg, en þó átakalítil. Fyrir bregður þó óvæntum og smellnum líkingum, svo sem í ljóði sem heitir Dagur og nótt: Hann kom til að kveðja, bjartur, með bros í augum. Dagur. Hún kom nær og snerti hann, tinnusvört, tœlandi. Nótt. Þetta er því laglegt byrjandaverk, sem hér er á ferðinni, en segir í raun lítið um getu höfúndar síns sem Ijóðskálds. Þó dylst ekki að hún hef- ur ótvíræða tjáningarþörf og góða tilfinningu fyrir máli og stíl. Það gæti þess vegna verið gaman að sjá eftir hana ljóð þar sem meira væri hugað að forminu en hér, til dæmis leikið með rím, fasta hrynjandi eða ljóðstafasetningu. Líka væri athug- andi hvort hún ætti ekki að ieyfa sér að ganga lengra í því að taka af- stöðu, segja skoðanir sínar á mönn- um og málefnum, heldur en hér er gert. Rómantískar myndir einar saman, sem segja manni í rauninni ekki nokkurn skapaðan hlut, geta eiginlega orðið dálítið þreytandi, sé of mikið af slíku gert. Eysteinn Sigurðsson var, að við hönnun kirkjunnar og orgelsins var að öllu rétt staðið: allar breytingar í innviðum kirkj- unnar mundu draga úr eftiróman. Og nú, þegar allt er komið í kring og orgelið trónir á sínum stað á vesturgafli kirkjuskipsins, er kirkj- an öll orðin eitt fullkomið hljóð- færi, hið mesta á íslandi. Og þarna hafa undanfarið verið haldnir glæsilegir konsertar með íslenskri tónlist og erlendri, frá klassískum meisturum til frumfluttra verka íslandsmanna. Sum verkanna voru valin með það fyrir augum að sýna mátt orgelsins við mörk mann- legrar heyrnar — djúpt og hátt, sterkt og veikt. Við óskum Herði og öðrum aðstandendum orgelsins og Hallgrímskirkju, sem og öllum áhugamönnum um æðri kirkju- tónlist, til hamingju á þessum tímamótum. Sig.St. braut til að létta væntanlegum við- skiptavinum kaupmannanna í Kringlunni aðkomuna þangað. Ég marí að okkur, sem unnum hjá Sam- bandinu, sámaði þá mörgum veru- lega við Reykjavíkuríhaldið. Það má vera að sanntrúaðir íhalds- menn af gamla skólanum lesi þessar pólitísku hugleiðingar með velþókn- un. En fyrir okkur hina er þetta satt best að segja ekki sérstaklega áhuga- vert. Matthías Johannessen er vissu- lega ritstjóri Morgunblaðsins og þarf eins og gefur að skilja að sinna þar pólitískum skrifum. Én Matthías Jo- hannessen er líka einn af bestu rit- höfúndum okkar. Bækur hans hafa margir fleiri en ég lesið sér til mikill- ar ánægju í mörg ár. Þess vegna verð- ur hann að gæta þess að blanda ekki of mikið saman ritstjórastarfi sínu og persónulegri bókagerð. Hann þarf að halda þeim tveim hliðum vel aðskild- um. En það er margt fleira í þessari bók en pólitíkin, og fleira en svo að því verði gerð skil í stuttum ritdómi. Meðal annars víkur Matthías þarna víða að menningarmálum. Hann deilir þar á meðal á það að sérstakur skattur, sem hér var lagður á til að ljúka Þjóðarbókhlöðunni, skuli ekki hafa fengið að renna óskiptur til hennar. Þar er ég honum hjartanlega sammála, sem og fleiri, því að þar er á ferðinni hreint hneyksli og virðingar- leysi við íslenskan menningararf, sem hver íslendingur verður að láta sig varða. Og á einum stað í bókinni víkur Matthías að bókum og segir m.a.: „En góðrar listar nýtur maður helst í ein- rúmi; einn með sjálfum sér. Enginn miðill sem enn hefur verið fundinn upp veitir annað eins tækifæri til þess og bókin. Góð bók er besti nautna- miðill sem ég þekki. Hún fjallar þá væntanlega um einhverjar mikilvæg- ar hugmyndir. Hún er þá væntanlega sprottin úr djúpum tilfinningum og merkum hugsunum. Og hún er þá einnig skrifuð af listrænu innsæi." Ég játa það fúslega að ég átti ein tvö ánægjuleg kvöld í einrúmi yfir bók- inni hans, í líkingu við þær stundir sem hann lýsir hér. Og ég sé fulla ástæðu til að þakka honum fyrir þær stundir. Þrátt fyrir allt lofið um Sjálf- stæðisflokkinn. Eysteinn Sigurðsson KRAKKAR mínir komið þið sæl, hvað er hér á seyði?... Falleg jólagjöf á alla KRAKKA og allt í mjúku pakkana. Jólatilboð á EXIT vörum í desember. Síðar EXIT kuldaúlpur kr. 4.900,- Stuttar EXIT kuldaúlpur kr. 5.900,- Blóma EXIT bolir á 2ja-16 ára kr. 1.890,- Rúllukragabolir kr. 1.500,- Mjúkarjólabangsanælur, lukkutröll, perluspennur, blúnduspennur, flauelsspennuro.fi. o.fl. P.s.: Spennandi jólanáttföt koma í verslunina þriðjudag 15. des. KRAfATKAR KRINGLAN 8-12 - SÍMI 681729 Framlag þitt skilar árangri HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR - með þinni hjálp ISLENSKIR AÐALVERKTAKAR SF.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.